Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Krakkadagar í Smárabíó 450 kr. sýningartímar merktir með grænum lit SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist Magnaður spennutryllir með súperstjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Ein Svakalegasta hrollvekja til þessa. Enn meira brútal en fyrri myndin. Alls ekki fyrir viðkvæma. Stranglega bönnuð innan 18 ára! Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIKSTJÓRA "TRAINING DAY" Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Aðei ns ön nur bíóm yndi n frá upp hafi sem er bö nnuð inna n 18 á ra! Þeir heppnu deyja hratt The Hills Have Eyes 2 kl. 5.50, 8, og 10.10 B.i. 18 ára The Hills Have Eyes 2 LÚXUS kl. 3.40, 5.50, 8, og 10.10 Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Mr. Bean’s Holiday kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 3.45 M A R K W A H L B E R G Shooter kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 eeee “Magnþrunginn spen- nutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eee Ó.H.T. Rás2 eeee - Empire Eftir Stefán Ólaf Sigurðsson stolafur@gmail.com VETRARLOKUM var fagnað í Kaupmannahöfn með stæl. Hótel- bókanir í Kaupmannahöfn – www.kaupmannahofn.dk stóðu fyrir stórtónleikum með Stuðmönnum og Sálinni í Sirkusbyggingunni við Ax- eltorv í Kaupmannahöfn. Þessir ris- ar í íslensku tónlistarlífi hafa ekki áður spilað saman, svo segja má að sögulegur atburður hafi átt sér stað þetta síðasta kvöld vetrar. Fyrstu gestirnir mættu á svæðið upp úr kl. 18:30 og tekið var á móti þeim með leik lúðrasveitar. Mikil eftirvænting var meðal gesta enda uppselt á tónleikana og enn verið að sækjast eftir miðum á tónleikadag- inn sjálfan. Um klukkan 19:30 gengu gestir inn í stórglæsilegan salinn þar sem lagt hafði verið á borð fyrir meira en 850 manns. Sal- urinn var smekklega skreyttur og beggja vegna sviðsins voru risaskjá- ir svo öruggt væri að allir gætu séð listamennina á sviðinu. Greinilegt að Sigurður K. Kolbeinsson skipu- leggjandi tónleikanna hefur unnið gott og öflugt undirbúningsstarf því aðstæður voru allar hinar glæsileg- ustu. Góður andi var í loftinu og ljóst að allir gestir voru komnir til að njóta kvöldsins, ekki síst hinir stórskemmtilegu sessunautar mínir frá Patreksfirði. Byrjað var að þjóna til borðs um leið komið var í salinn og gómsætur veislumatur á borðum til að japla á undir tónlist kónga íslenskrar balltónlistar. Þorvaldur Flemming veislustjóri bauð gesti velkomna og kynnti svo Stuðmenn til leiks rétt fyrir kl. 20. Stuðmenn léku blöndu af eldri og yngri lögum meðan gestir nutu mat- arins. Ýmsir tónlistarmenn stigu á stokk með Stuðmönnum en Birgitta Haukdal, Valgeir Guðjónsson og meira segja kóngurinn Björgvin Halldórsson voru meðal þeirra sem léku og sungu með Stuðmönnum við mikla ánægju veislugesta. Rúmum klukkutíma síðar kynnti Þorvaldur veislustjóri ókrýnda inn- anhússmeistara í sveitaböllum á svið og Sálin hóf leik með laginu „Okkar nótt“. Þeir spiluðu lög í ró- legri kantinum, að eigin sögn, yfir matnum og ætluðu greinilega að geyma rokkið fyrir ballið. Sennilega til að fólk ætti ekki í erfiðleikum með að borða matinn sinn vegna óviðráðanlegra danshreyfinga. Há- punktur fyrri hluta tónleikanna var svo þegar stórþróttarinn Eyjólfur Kristjánsson steig á svið og spilaði lögin „Nína“ og „Danska lagið“ með Sálinni. Þá stóðu veislugestir á fæt- ur og sungu með af mikilli innlifun. Eftir að Sálin hafði spilað fyrir mat- argesti var svo gert hlé á tónleik- unum þangað til ballið byrjaði og þeir sem einungis höfðu keypt miða á ball voru komnir í hús. Nærföt upp á svið Uppúr kl. 23 mættu svo Stuð- menn aftur á sviðið með hárkollur sem líktust hárgreiðslu hins eina sanna kóngs rokks og róls, Elvis Presley. Þá var skipt um gír og hver smellurinn á fætur öðrum hljómaði í á aðra klukkustund fyrir á 12. hundrað ballgesta. Eins og á fyrri hluta tónleikanna fengu Stuð- menn aðstoð frá m.a. Birgittu, Val- geiri, Björgvini, Stefáni Hilmars og Jóni Karli Ólafssyni forstjóra Ice- landair. Troðfullt var á dansgólfinu meðan Stuðmenn spiluðu og stemn- ingin gríðargóð. Sálin tók svo við og endaði tón- leikana. Þeir spiluðu gömlu smellina auk þess að spila nýtt lag, nefnt „Handrit lífsins“, við frábærar und- irtektir ballgesta. Á þessum tíma kvöldsins var stemningin í hámarki og fólk virtist skemmta sér frábær- lega. Slíkur var hitinn að nærfötum var kastað upp á sviðið, hvort sem það var vegna stemningar eða losta- fullra hreyfinga Guðmundar Jóns- sonar gítarleikara Sálarinnar veit ég ekki en eitt er víst að nærföt enduðu á sviðinu. Hápunktur balls- ins að mati undirritaðs var svo þeg- ar Sálin tók lögin „Sódóma“ og „Kanínan“ en þá var hreinlega allt á suðupunkti. Kvöldið í heild var einstaklega vel heppnað. Maturinn var lostæti, hljómsveitirnar stóðu sig frábær- lega og allir virtust skemmta sér konunglega. Fram kom að fyr- irhugað er að standa fyrir þessum viðburði árlega og ef miða má við þetta fyrsta skipti verður enginn svikinn af því að fara í vorferð til út- landa og skemmta sér. Kóngar í Köben Ljósmynd/Sigurjón RagnarHeitt „Hápunktur ballsins var svo þegar Sálin tók lögin Sódóma og Kan- ínan en þá var hreinlega allt á suðupunkti.“ Fjör Svavar Gestsson og Guðrún Ágústsdóttir ásamt Steinari Berg. Stuðmennirnir Egill og Tómas með Elviskollur og heilan hest á milli sín baksviðs fyrir ballið í Kaupmannahöfn. Gestur Sjálfur Björgvin Hall- dórsson söng með Stuðmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.