Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STÓRIÐJUFYRIRTÆKI hafa í nokkrum tilvikum tekið þátt í und- irbúningi virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar vegna vatnsafls- virkjana. Þau hafa ekki komið að undirbúningi jarðvarmavirkjana Hitaveitu Suðurnesja (HS) eða Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Alcan og neðrihluti Þjórsár Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar (LV), und- irrituðu samkomulag 15. desember 2006 um að framlengja viljayfirlýs- ingu um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík fram á mitt þetta ár. Um leið und- irrituðu þau samning um skiptingu kostnaðar vegna næsta skrefs í und- irbúningi virkjana í neðrihluta Þjórsár. Samkvæmt honum greiðir Alcan 2⁄3 af kostnaðinum. Alcan skyldi fá hann að fullu endur- greiddan ef af stækkun álversins og raforkukaupunum yrði. Að öðrum kosti á Alcan takmarkaðan endur- greiðslurétt. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, sagði Alcan taka þátt í kostnaði við fullnaðarhönnun virkjananna í neðrihluta Þjórsár, vegna undirbún- ings útboðs og einhverra rannsókna. Taldi Þorsteinn að hlutur Alcan gæti orðið um 200 milljónir króna. Ekki einsdæmi Þetta er ekki einsdæmi í sögu Landsvirkjunar, að sögn Þorsteins. Hann sagði að Alcoa hafi t.d. ábyrgst að verulegu leyti tilteknar undirbúningsframkvæmdir LV vegna Kárahnjúkavirkjunar. Þær hófust haustið 2002, áður en form- legur samningur um orkukaup var undirritaður, og lutu m.a. að vega- gerð og gerð ganga niður í bakka gljúfursins við stíflustæðið. Alcoa skyldi fá þennan kostnað end- urgreiddan ef af samningum yrði. Þá taldi Þorsteinn að svipaðir samn- ingar um hlutdeild orkukaupanda í undirbúningsframkvæmdum LV hafi verið gerðir þegar Kenneth Pet- erson undirbjó byggingu álvers Norðuráls í Hvalfirði. Kaupskylda er trygging Þorsteinn benti á að bygging vatnsaflavirkjunar tæki yfirleitt mun lengri tíma en bygging álvers. Því þyrfti raforkusalinn að hefja framkvæmdir við vatnsorkuver mun fyrr en bygging álversins sem ætti að nýta orkuna hæfist. Í samningum LV við væntanlega orkukaupendur væru tryggingarákvæði til að LV sæti ekki uppi með hálfbyggða virkj- un ef væntanlegur orkukaupandi hætti við áform sín. Helsta trygging LV felst í kaupskylduákvæði þar sem stóriðjan skuldbindur sig til að kaupa megnið af þeirri raforku sem um er samið í tiltekinn tíma, oft 20 ár eða meira, hvort sem orkan verð- ur notuð eða ekki. Ef af raforkusölunni verður fær stóriðjufyrirtækið endurgreiddan útlagðan kostnað sinn vegna þátt- töku í undirbúningi LV. Þorsteinn sagði að í samningi Alcan og LV frá í desember sé kveðið á um að ef Alcan fellur frá orkukaupunum, en annar kaupandi fæst að raforkunni innan skamms tíma, fái Alcan endurgreitt framlag sitt. Réttur til endur- greiðslu fellur niður í áföngum eftir því sem lengra líður og fyrnist á nokkrum árum. Annað gildir um jarðvarma Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa væntanlegir orkukaupendur ekki tekið þátt í rannsókna- eða und- irbúningskostnaði OR vegna jarð- varmavirkjana. Í samningi OR og Alcan um orkukaup vegna stækk- unar álversins í Straumsvík eru ákvæði sem gera Alcan kleift að falla frá áformum sínum. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR, hefur Alcan svigrúm til næstu áramóta að falla frá samningnum, en þarf þá að greiða OR bætur sem fara hækkandi í nokkrum þrepum eftir því sem lengra líður. Hann gat ekki upplýst hve háar bæturnar eiga að vera samkvæmt samningnum. Eiríkur sagði svipaða fjárfestingu vera að baki jarðvarmavirkjun og vatnsaflsvirkjun. Sá munur sé þó á að jarðvarmavirkjanir væru teknar í notkun í áföngum og byrji því fyrr að skila tekjum en vatnsaflsvirkj- anir. Að sögn Alberts Albertssonar, að- stoðarforstjóra Hitaveitu Suð- urnesja (HS), hefur HS greitt allar rannsóknir á jarðvarmavirkjunum sínum, hvort heldur varðandi vinnslu eða niðurdælingu. Gildir það jafnt um upphaf og lokastig rann- sókna. Orkukaupendur hafa í nokkrum tilvik- um komið að undirbúningi virkjana Væntanlegir orkukaup- endur, þ.e. stóriðjufyr- irtæki, hafa tekið þátt í undirbúningi vatnsafls- virkjana. Framlagið er þá endurgreitt verði af gerð raforkusamnings. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þátttaka Alcan kostaði að hluta undirbúning virkjana Landsvirkjunar í neðrihluta Þjórsár. M.a. er ætlunin að virkja við Urriðafoss. Samkvæmt samningnum er endurgreiðsla kostnaðarins m.a. háð tímabundnum skilmálum. UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að úr- skurður menntamálaráðuneytisins í máli sem snerist um kæru vegna synjunar á styrk úr Kvikmynda- sjóði hafi verið haldinn annmörk- um að ýmsu leyti. Umboðsmaður taldi annmarkana þó ekki það verulega að þeir ógiltu úrskurð ráðuneytisins. Ónefnt fyrirtæki sótti um styrk úr Kvikmyndasjóði 2004 til að framleiða kvikmynd. Kvikmynda- miðstöð Íslands synjaði þeirri um- sókn í lok sama árs. Fyrirtækið kærði ákvörðun kvikmyndamið- stöðvarinnar til menntamálaráðu- neytisins með stjórnsýslukæru en ráðuneytið staðfesti synjunina í október 2005. Kvörtun var þá send umboðsmanni vegna úrskurðar ráðuneytisins m.a. með þeim rök- um að óheimilt hefði verið að synja fyrirtækinu um framleiðslustyrk þar sem fyrirtækið hefði uppfyllt öll skilyrði ákvæðis í reglugerð um Kvikmyndasjóð, en styrkveitingar samkvæmt því ákvæði gangi alla jafna fyrir öðrum styrkveitingum sjóðsins. Þá laut kvörtunin að því að óheimilt hefði verið að byggja á umsögn kvikmyndaráðgjafa við ákvörðun um styrkveitingu. Vanda undirbúning Úrskurður ráðuneytisins byggð- ist m.a. á því umsóknin hefði ekki uppfyllt skilyrði um að fjármögnun væri að fullu lokið utan framlags Kvikmyndasjóðs og að tveir kvik- myndaráðgjafar hefðu ekki mælt með því að kvikmyndin hlyti fram- leiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði. Í niðurstöðu umboðsmanns er bent á að þær kröfur um „undirrit- aða samninga og/eða óskilyrtar yf- irlýsingar“ sem gerðar væru til sönnunar um að fjármögnun væri að fullu lokið frá öðrum en Kvik- myndasjóði virtust mjög ríkar, væri haft í huga að almennt væri aðstaðan sú þegar sótt væri um styrki úr sjóðnum, að ekki lægi þá endanlega fyrir hvort ráðist yrði í gerð þeirrar kvikmyndar sem sótt væri um styrk til. Umboðsmaður taldi þó ekki unnt að fullyrða að þær samræmdust ekki meðalhófs- reglu stjórnsýslulaga. Komst um- boðsmaður einnig að þeirri nið- urstöðu að málsmeðferð Kvik- myndamiðstöðvar Íslands hefði ekki að öllu leyti samrýmst kröf- um um leiðbeiningar af hálfu stjórnvalda sem gerðar væru í stjórnsýslulögum. Þá bar ráðuneytinu að mati um- boðsmanns að vanda til undirbún- ings ákvörðunarinnar og staðreyna hvort umsögn kvikmyndaráðgjaf- ans væri byggð á traustum og mál- efnalegum grunni. Beindi umboðs- maður þeim tilmælum til ráðuneytisins að framvegis yrði tekið mið af sjónarmiðum í áliti hans við meðferð mála um styrk- veitingar úr Kvikmyndasjóði. Annmarkar á úrskurðinum Ráðuneytið átti að staðreyna að umsögn byggðist á traustum grunni Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is JÓN Viktor Gunnarsson náði í gær fyrsta stórmeistaraáfanga sínum í skák. Það gerðist í lokaumferð Minningarmóts um Þráin Guðmundsson sem fram fór í Skákhöll Reykjavíkur í Faxafeni. Jón Viktor samdi um jafntefli við al- þjóðlega meistarann Innu Gaponenku frá Úkraínu og tryggði sér með því áfangann. Jón Viktor varð annar í mótinu með 6,5 vinninga. Lettneski stórmeistarinn Normunds Miezes varð sigurvegari mótsins með 7 vinninga af 9 mögulegum. Ljósmynd/Valur Óskarsson Jón Viktor náði stórmeistaraáfanga ÍSLANDSHREYFINGIN – lifandi land hefur kynnt þá frambjóðendur sína sem skipa fimm efstu sætin á framboðslistum Íslandshreyfingar- innar fyrir alþingiskosningarnar 12 maí næstkomandi í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Ásta Þorleifsdóttir í 1. sæti í Suðurkjördæmi Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur úr Reykjavík er í fyrsta sæti listans í Suðurkjördæmi; Ragnhildur Sig- urðardóttir, vistfræðingur og hrossabóndi frá Stokkseyri, í öðru sæti; Baldvin Nielsen, stýrimaður og bílstjóri frá Reykjanesbæ, í þriðja sæti; Alda Sigurðardóttir, verslunarkona á Selfossi, í fjórða sæti og Ingileif Steinunn Kristjáns- dóttir, erfðafræðingur og bóndi, í fimmta sæti. Jakob F. Magnússon í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi Jakob Frímann Magnússon, út- gefandi og tónlistarmaður úr Mos- fellsbæ, er í fyrsta sæti Suðvest- urkjördæmis; Svanlaug Jóhanns- dóttir, viðskiptafræðingur úr Kópavogi, í öðru sæti; Lárus Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri úr Hafnarfirði, í þriðja sæti; Elsa D. Gísladóttir, kennari og myndlistar- maður úr Hafnarfirði, í fjórða sæti og Friðrik Ingi Friðriksson, fram- kvæmdastjóri úr Garðabæ, í fimmta sæti. Fram kemur í tilkynningu frá Ís- landshreyfingunni að þeir sem skipa munu fimm efstu sætin á lista framboðsins í Norðausturkjördæmi verði kynntir innan skamms. Fram- bjóðendur kynntir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.