Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í MORGUNBLAÐINU 15. janúar sl., í fréttinni „Kútter Sigurfari á að sigla á ný“, kemur fram að Kiwanis- klúbburinn Þyrill á Akranesi hafi staðið fyrir kaup- um á skútunni frá Færeyjum og séð um að koma henni heim til Íslands, og engra annarra getið, sem að því máli komu. Mig langar því til að segja frá hlut Ólafs Guð- mundssonar kaupmanns í Þórshöfn í þessu ferli og annarra sem að þessu komu. Mér er kunnugt um að Ólafur hafði af þessum kaupum mikinn veg og vanda. Mín aðkoma að málinu var með þeim hætti að við vorum í sambandi við Ólaf vegna slipptöku á skipi okkar Sæberg SU 9, í Þórshöfn á þessum tíma. Af því tilefni bað hann okkur að gera sér þann greiða að koma við í Klakksvik og taka skútu þá sem nú heitir Sigurfari í tog til Þórshafnar, þar átti að þétta skipið og gera það sjófært svo hægt væri að koma því til Íslands. Kiwanisklúbburinn á Akra- nesi væri búinn að kaupa skipið og til stæði að bæta því við byggðasafnið á Akranesi. Var það auðsótt mál af okk- ar hálfu og lögðum við því lykkju á leið okkar til Þórshafnar og komum við í Klakksvík. Þar tók á móti okkur aldraður eigandi skútunnar, við greiddum áhvílandi hafnargjöld af henni og að því loknu var gert klárt til að sigla til Þórshafnar og settum við menn um borð til að sjá um að dæla sjó úr skútunni á leiðinni og taka inn endana. Þegar gamli eigandinn sleppti landfestum og kvaddi skútuna sína stóð hann eftir á bryggjunni og þurrkaði vota hvarma. Í Þórshöfn tók Ólafur á móti okkur og útvegaði menn til að þétta skútuna eftir föngum, en þónokkur leki var á skrokknum. Þann tíma, sem við vorum þarna sáum við um að dæla úr henni, einnig tóku vél- stjórar okkar sig til og gerðu bæði að- alvél og ljósavél gangfærar svo hægt væri að nota lensidælur til að halda lekanum í horfinu. Þegar við höfðum lokið erindi okkar í Þórshöfn og hugð- umst halda heim, var engin lausn komin á því hvernig yrði um heimferð Sigurfara. Fyrirsjáanlegt var að Ólaf- ur mundi hafa mikinn kostnað af að láta Sigurfara liggja í reiðileysi í Þórshöfn. Því varð að samkomulagi milli okk- ar og Ólafs, að við tækjum að okkur að koma skútunni til Íslands. Við tók- um hana því í tog og höfðum menn um borð á meðan siglt var innan Fær- eyja, þeir voru síðan teknir um borð í Sæberg eftir að hafa dælt upp á dagt- ank fyrir aðalvélina til að halda henni í gangi til þess að hún gæti dælt út þeim sjó sem lak inn í skútuna. Vélin hélst í gangi þangað til komið var um það bil hálfa leið til Íslands. Við drögum skútuna til Norð- fjarðar, en þangað vildu Kiw- anismenn fá hana, þó að það lengdi heimferð okkar nokkuð. Þegar til Norðfjarðar kom var hálfleiðinlegt veður, þokusúld og rigning. Sæmilega gekk að koma skútunni upp að togara sem lá þar í höfninni, en enginn virtist vera kominn til að taka á móti land- festum og urðu þeir, sem við höfðum sett um borð áður en komið var að í höfn, sjálfir að príla um borð í togar- ann til að binda skútuna. Að því loknu kom í ljós að um borð í togaranum sem Sigurfari var bundinn utan á, leyndust Kiwanismenn frá Akranesi. Ekki virtust þeir hafa löngun til að koma um borð til okkar og fá fréttir af hvernig ferðin hefði gengið eða spyrj- ast fyrir um hver okkar kostnaður og umstang væri af þessu verki, né hvað þyrfti að gera fyrir skútuna, en nauð- synlegt var að fá einhvern til að dæla burt sjónum sem safnast hafði í hana eftir að vélarnar stöðvuðust þegar dagtankurinn tæmdist. Það var síðan einn af okkar mönn- um sem varð eftir á Norðfirði, sem fékk slökkviliðið til að lensa skútuna. Ekki hlotnaðist okkur sú ánægja að fá að heilsa upp á þessa heiðursmenn. En þegar við lögðum frá kallaði þó einn þeirra „Við þökkum auðvitað fyr- ir“. Við bjuggumst þó við því að þegar búið væri að koma skútunni fyrir þar sem hún ætti að vera til frambúðar, yrði okkur ef til vill boðið að koma og sjá hvernig til hefði tekist. Ennþá hefur ekkert slíkt gerst. Okkur þótti það gott framtak að ráðast í að kaupa skútuna til að varð- veita þennan þátt í útgerðarsögu okk- ar Íslendinga, en áttum von á að þátt- ar Ólafs og okkar yrði að einhverju getið. Til okkar var að vísu kallað, „Við þökkum ykkur auðvitað fyrir“. Hlutar Ólafs hef ég hvergi séð getið. Með bestu framtíðaróskum Sig- urfara til handa, megi hann sigla stoltur, íslenskri ferðamennsku til heilla. AÐALSTEINN VALDIMARSSON, skipstjóri, Eskifirði. Um ferðalag Sigurfara til Íslands Frá Aðalsteini Valdimarssyni Aðalsteinn Valdimarsson KÆRU landar. Í Morgunblaðinu 17. þ.m. getur að líta grein um hóp áhugamanna er vilja beita sér fyrir því máli að þyrla verði staðsett á Ak- ureyri. Það er hálfundarlegt að til þessara aðgerða skuli þurfa að koma, þar sem manni finnst svo eðlilegt að þarna skuli þyrla verða staðsett. Leitt er til þess að hugsa að nú eigi að nota þetta mál til pólitískra ginninga í næstu alþingiskosningum. Man ég þá tíma þegar sjúkraflugvél var fyrst staðsett á Akureyri, en áður hafði svoleiðis vél eingöngu verið til taks í Reykjavík. Ekki held ég að nokkur maður mótmæli því nú að sú ákvörð- un hafi verið rétt stigið spor, þótt þá hafi sumum þótt það óþarfi. Ef slys verður þá eru það fyrstu mínúturnar sem mestu máli skipta til að ekki hljótist af alvarleg bæklun eða verri afleiðing. Er þá ekki betra að hafa til- tæk tæki sem bjargað geta manns- lífum með skjótri tilkomu á slysstað? Ég, sem fyrrverandi flugvirki hjá Tryggva Helgasyni flugmanni, þá hann annaðist sjúkraflug frá Ak- ureyri forðum, sá þá með eigin aug- um hvað staðsetning sjúkraflugvélar var nauðsynleg á Norðurlandinu. Ég get því fyllilega tekið undir við þá sem nú benda á nauðsyn þess að stað- setja þyrlu á Akureyri og reyna nú að hafa vit fyrir fornri kenningu, að Reykjavík sé eini staðurinn fyrir slík- an bjargvætt. Arngrímur Jóhannsson er maður sem menn skulu ljá eyra við, þar sem hann sjálfur hefur meðal annars annast sjúkraflug frá Ak- ureyri, sem starfsmaður Tryggva Helgasonar fyrir nokkrum árum, og veit því hversu það munar að stutt sé á slysstaðinn þá hörmungarnar hafa skeð. Látum ekki pólitík ráða þessu þarfa máli og gefum öllu fólki jafnan rétt á að njóta þessarar þörfu þjón- ustu, hvar svo sem á landinu óhappið verður. Þetta er mál sem ekki má dragast lengur og vonandi verður far- sæll endir á þessu þarfa máli. BJÖRN B. SVEINSSON, Kotagerði 35, 601 Akureyri (dreifbýli) Þyrla á Akureyri Frá Birni B. Sveinssyni Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar NÚNA eru innflytjendamál oftar til umræðu en þau hafa verið fyrir nokkrar aðrar alþingiskosningar. En nær umræðan nægilega til kjarna málsins? Festist hún ekki allt of mikið í umræðunni um ummæli Frjáls- lynda flokksins og um móttöku „erlends vinnuafls“? Mér finnst að þeir þættir innflytjendamála, sem ættu að vera til umræðu einmitt núna fyrir kosningar, hafi týnst á bak við áróður Frjálslynda flokksins. Málin sem samfélagið á að vera að skoða fela í sér muninn á viðhorfum stjórn- málaflokkanna, sem eru samstiga í því að vera andvígir einangrunarstefnu fyrir Ísland. Núverandi stjórn er búin að sitja á valdastól í 16 ár (Framsóknarflokkurinn í 12 ár) og hefur gert ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt. Það „neikvæða“ á við um mörg mál sem hún sinnti ekki en hefði átt að sinna. T.d. langar mig til að benda á að Sjálf- stæðisflokkurinn þegir bara í umræðunni um innflytjendamál þessa dagana, en ber ekki fram skoðun sína af eigin frumkvæði. Er þetta ábyrgt viðhorf stjórnarmeirihluta? Það voru sveitarfélögin sem höfðu frumkvæðið að því að knýja á um málefni innflytjenda í samfélaginu. Ríkisstjórnin hikaði alltaf við að taka af skarið sjálf og reyndar hefur hún lítið gert undanfarin ár. Ný- lega hefur hún þó talað um hluti eins og t.d. aukningu íslenskukennslu fyrir útlendinga eða bætt aðgengi að upplýsingum, en ég þori fullyrða að allt er þetta ennþá hluti af því viðhorfi að sjá innflytjendur sem „vinnuafl“, þar sem aðaláherslan er lögð á móttöku nýkominna útlend- inga. Hvað um atvinnuleyfi útlendinga sem er veitt atvinnurekanda en ekki útlendingnum sjálfum? Þetta hefur verið til umræðu í mörg ár. Hvað um réttindi erlendra kvenna sem mæta heimilisofbeldi áður en þær öðl- ast sjálfstætt dvalarleyfi? Hvað um 24 ára regluna sem brýtur á rétt- indum bæði útlendinga og Íslendinga? Þessi tvö mál hafa verið til um- ræðu nýlega í samfélaginu. Eru allir búnir að gleyma þessum málum nú þegar? (Ekki má gleyma því líka að það var núverandi ríkisstjórn sem gerði harkalegar breytingar á útlendingalögum fyrir aðeins þremur ár- um!) Hvað um skólamál sem varða börn innflytjenda? Hvað um við- urkenningu á menntun sem innflytjendur flytja með sér hingað frá heimalöndum sínum? Mörg mál sem skipta okkur innflytjendur miklu máli eru alls ekki með í umræðunum fyrir kosningarnar. Kjarni málsins er sá að ríkisstjórnin hefur ekki hlustað á álit þeirra sem hafa starfað að málum innflytjenda undanfarin ár og hefur ekki viljað bæta stöðu innflytjenda þótt hún hafi getað það í krafti meirihluta síns. Mér finnst það vera meira en næg ástæða til að óska eftir breyttum stjórnarmeirihluta, með framtíð þjóðarinnar í huga, þ.á m. í innflytj- endamálum. Að lokum langar mig til að hvetja ykkur öll til að skoða ályktun landsfundar Vinstri grænna á vefsíðunni VG. Innflytjendastefna VG er mjög skynsamleg og vel rökstudd. Það hjálpar manni að fá heildarsýn yfir málefni innflytjenda og skilja þau atriði sem skipta máli fyrir hags- muni allra í samfélaginu. Innflytjendamál og kosningar Eftir Toshiki Toma Höfundur er stjórnmálafræðingur. SKÓLAKERFI okkar Íslendinga verður sífellt öflugra og öflugra, en við verðum að gæta þess að vera í takt við okkar fólk, fara ekki fram úr okkur sjálfum, því margt getur spilað inn í námsferil hjá hverj- um og einum, marg- víslegar aðstæður, áhugaleysi, veikindi, fjárhagsvandræði, tímabundin atvik. Reyndin er sú að 25–40% framhalds- skólanema hætta í framhaldsskóla, sumir tímabundið, aðrir falla alveg út. Við þurfum að rækta þennan þátt bet- ur, fylgjast betur með ástæðum brott- hvarfsins, hlúa að þeim sem taka þann kóss, hvetja þá til náms á ný, sýna þeim góða ræktarsemi og stuðn- ing til náms á ný svo þeir falli ekki úr leik vegna einhverra atriða sem kunna að vaxa þeim í augum en eru ugglaust vel leysanleg með góðra manna hjálp. Það á einmitt að vera aðalsmerki framhaldsskólanna og skólakerfisins alls að fylgja öllum eft- ir undir kjörorðinu góðra manna hjálp, bæði námshestunum og ekki síður hinum sem heltast úr lestinni. Menntun okkar unga fólks er lykill landsins að framtíðinni, lykill lands- manna að sköpun meiri verðmæta í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Ræktum okkar unga fólk, fylgjum því eftir til árangurs og auk- innar lífshamingju, aukinnar lífsfyll- ingar í leik og starfi hversdagsins þar sem öll störf skipta máli og allir eiga að fá að njóta sín eins og kostur er í samræmi við vilja og áhuga hvers og eins hvar á landinu sem er. Styðjum unga fólkið sem er hikandi á menntabraut Eftir Árna Johnsen Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. ELDRI borgarar hafa á síðari árum myndað sterka rödd og öfl- ugt þrýstiafl til að koma áherslu- málum sínum á framfæri við stjórn- völd og stjórn- málaflokka. Þeir eru hins vegar ekki einsleitur hópur og aðstæður þeirra, vilji og geta er jafn mismunandi og þeir eru margir. Áhersluatriðin eru því margvísleg og snerta hvern einstakling og hver hjón með mismunandi hætti. Baráttumál eldri borgara þess bera merki. Áherslur Sjálfstæðisflokksins í málefnum eldri borgara sem sam- þykktar voru á landsfundi flokks- ins hafa vakið athygli. Það var ánægjulegt að upplifa hve mikil sátt var um þær meðal eldri borg- ara, bæði þeirra sem sóttu fundinn og fulltrúa hagsmunasamtaka eldri borgara sem hafa tjáð sig um mál- ið. En hvað þýða þessar tillögur? Kjör hinna verst settu bætt Í fyrsta lagi verða bætt kjör þeirra eldri borgara sem eru verst settir, en það eru þeir sem hafa minnstan rétt í lífeyrissjóðum. Sjálfstæðisflokkurinn mun tryggja þeim að lágmarki 25 þúsund króna tekjur úr lífeyrisjóði til hliðar við lífeyri almannatrygginga. Um þriðjungur aldraðra mun njóta þessarar aðgerðar, ekki síst konur. Þetta þýðir að lágmarkstekjur sem stjórnvöld tryggja einstaklingi verða um 140 þúsund krónur í stað rúmlega 126 þúsund króna í dag, sem er óskertur lífeyri almanna- trygginga. Lágmarkstekjur hjóna hækka úr 207 þúsundum í um 240 þúsund. Vinna að vild Í öðru lagi geta eldri borgarar frá 70 ára aldri unnið að vild, án þess að það skerði lífeyri almanna- trygginga. Um síðustu áramót var tekjutenging milli hjóna minnkuð verulega og um næstu áramót munu lífeyrissjóðstekjur maka ekki hafa nein áhrif í upphæð líf- eyris almannatrygginga hins mak- ans. Verði Sjálfstæðisflokkurinn áfram við völd munu því hvorki líf- eyrissjóðstekjur né launatekjur maka frá 70 ára aldri hafa áhrif á lífeyri almannatrygginga hjá hin- um makanum. Mikið baráttumál, ekki síst kvenna, verður þá í höfn! Þetta þýðir einnig að grunnlífeyrir verður alfarið óháður lífeyrissjóðs- og atvinnutekjum eftir 70 ára ald- ur. Minni skerðing Í þriðja lagi mun skerðing- arhlutfall lífeyris almannatrygg- inga vegna annarra tekna lækka. Skerðingarhlutfall lífeyris al- mannatrygginga vegna annarra tekna var á árinu 2003 lækkað úr 67% í 45% og síðan aftur í tæp 40% um síðustu áramót. Gangi tillögur Sjálfstæðisflokksins eftir mun skerðingarhlutfallið fara í 35%. Fyrir 2003 voru tekjutengingar við lífeyri almannatrygginga með þeim hætti að hverjar 10 þúsund króna tekjur, úr lífeyrissjóði eða vegna atvinnu viðkomandi, lækkuðu líf- eyri almannatrygginga um 6.700 krónur. Fari hlutfallið í 35% , munu hverjar10 þúsund króna tekjur úr lífeyrissjóði – en ekki atvinnutekjur – hafa áhrif til skerðingar á lífeyri almannatrygginga um 3.500 krón- ur. Þetta er stór áfangi. Margt áunnist Því til viðbótar er vert að benda á að á kjörtímabilinu var eigna- skattur aflagður, en hann gat lagst þungt á eldri borgara. Tekjuskatt- ur og virðisaukaskattur á matvæli hafa verið lækkaðir og skattleys- ismörk hækkuð. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukist um tæp 60% frá árinu 1995. Óskertur lífeyrir al- mannatrygginga hefur frá árinu 2005 hækkað um 17% hjá ein- hleypum og 22% hjá hjónum eða sambúðaraðilum. Sjálfstæðisflokkurinn vill vinna í sátt við eldri borgara. Með þessum breytingum er náð til hagsmuna stærri og ólíkari hópa en áður. Það er fagnaðarefni. Kjarabætur í sátt við eldri borgara Eftir Ástu Möller Höfundur er alþingismaður. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.