Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 51 Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30. Vinnustofan opin kl. 9-16.30. Bingó kl. 14. Söngstund við píanóið kl. 15.30. Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Kl. 9-12 opin handavinnustofa. Kl. 9-16.30 opin smíðastofa. Kl. 13.30 bingó, ekki í dag (2. og 4. föstudag í mánuði). Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, frjálst að spila í sal, kaffi. Opið hús verður í Bólstaðarhlíð laugardaginn 5. maí og sunnudaginn 6. maí kl. 13, nánar auglýst síðar. Upp- lýsingar í síma 535-2760. FEBÁ, Álftanesi | Gönguhópurinn hittist þriðju- dags- og föstudagsmorgna kl. 10 við Litlakot. Geng- ið í u.þ.b. klst. á hraða sem hentar öllum. Kaffi í Litlakoti eftir gönguna. Nýtt fólk velkomið. Litlakot föstudaginn 20. apríl og mánudaginn 23.apríl. Vil- borgardagur. Spreytum okkur á að gera dúkkur og aðrar taufígúrur. Gott úrval af sniðum á staðnum og eitthvað af efni. Akstur annast Auður og Lindi. Sími 565-0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Munið aðalfund Seyðfirðingafélagsins, sem haldinn verður í Gull- smára 13, sal eldri borgara í Kópavogi, laugardag- inn 21. apríl klukkan 14. FEBK. Skvettuball verður í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, laug- ardaginn 21. apríl kl. 20-23. Miðaverð 500 krónur. Þorvaldur Halldórsson leikur og syngur fyrir dansi. Síðasta Skvettuballið í vetur. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Ævin- týri í Póllandi: Félag eldri borgara í Kópavogi efnir til vorferðar 23.-28. maí undir fararstjórn dr. Þor- leifs Friðrikssonar, sagnfræðings. Upplýsingar og skráningarlistar á töflum í Gjábakka og Gullsmára. Kynningarfundir verða föstudaginn 20. apríl í Gjá- bakka kl. 15.45 og Gullsmára kl. 15. Ath. breyttan tíma. Félag eldri borgara, Reykjavík | Almennur fé- lagsfundur um réttindamál aldraðra verður í Stangarhyl 4, á morgunn, laugardag 21. apríl, kl.14. Brynhildur Flóvenz lögfr. og form stjórnar Mann- réttindaskrifstofu mun ræða um réttindamál aldr- aðra. Vorfagnaður verður haldinn föstudaginn 27. apríl kl. 20. Fjölbreytt dagskrá, kaffiveitingar og dans. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía kl. 9.30. Jóga kl. 10.50. Málm- og silfursmíði kl. 13. Fjölbreytt dag- skrá í tilefni sumarkomu kl. 14, m.a. einsöngur, sumri fagnað, tónlistaratriði, ferðakynning FEBK á Póllandsferð í maí. Vöfflukaffi, kr. 400. Allir vel- komnir. Félagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 leikfimi, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 14 söngur gleðigjafanna. Eldri borgarar syngja saman undir stjórn Guðmundar Magnússon. Að loknum söngnum, um kl. 15 kynnir Félag eldri borgara áætlaðar sumarferðir félagsins þetta árið. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12 í Mýri. Bútasaumur og ullarþæfing kl. 13 í Kirkju- hvoli. Síðasta félagsvist fyrir sumarfrí í Garðabergi kl.13, Garðaberg opið til kl. 16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar m.a. bókband e.hádegi. Kl. 10.30 lancier dans, undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ. Allir vel- komnir (karlmenn vantar til þátttöku). Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 kóræfing. Uppl.á staðnum og s. 575–7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðstoð við böðun, smíðar. Kl. 14, messa, prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Hraunbær 105 | Kl. 9-12.30 handavinna. Kl. 9.15- 10.15 göngu/skokkhópur. Kl. 9 baðþjónusta. Kl. 9-12 útskurður. Kl. 12-12.30 hádegismatur. Kl. 14.45 bókabíllinn. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-12.15, Björg F. Opin vinnustofa kl. 9-12, postulínsmálning. Bingó kl. 13.30, spilaðar 6 umferðir, kaffi og meðlæti í hléi. Hársnyrting 517-3005/ 849-8029. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Leikfimi í salnum kl. 11. „Opið hús“, spilað á spil, vist/brids kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Upplýsingar í síma 552- 4161. Vesturgata 7 | Kl. 13.30-14.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs Björgvinssonar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal við lagaval Sigurgeirs. Rjómaterta í kaffitímanum. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9-12.30, leir- mótun kl. 9-13, morgunstund kl. 9.30-10, hár- greiðslu og fótaaðgerðarstofa opnar frá kl. 9, leik- fimi kl. 10-11, Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Félagsmiðstöðin er opin fyrir alla aldurshópa. Þórðarsveigur 3 | Kl. 13 opinn salur. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með samveru- stund, hreyfingu og bæn á Dalbraut 27, kl. 10.15 í dag. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Biblíu- fræðsla, söngur og samvera. Allir unglingar vel- komnir. 50ára afmæli. Guð-mundur Sigþórsson framkvæmdastjóri, Laugar- nesvegi 86, 105 Reykjavík, er fimmtugur í dag. Hann er með opið hús í kvöld og tekur á móti ættingjum, vinum og samferðafólki í Tónlistarhús- inu Ými við Skógarhlíð kl. 20– 23. Boðið verður upp á léttar veitingar, söng og gamanmál. 50ára afmæli. Ævar Ein-arsson, verkefnastjóri og mansavinur, Hlíðarvegi 4, 430 Suðureyri, er fimmtugur í dag. Hann og fjölskylda hans taka á móti vinum og vanda- mönnum í nýuppgerðum frystiklefa Íslandssögu frá kl. 19. dagbók Í dag er föstudagur 20. apríl, 110. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Ferðamál til framtíðar er yfir-skrift málþings um ferðamálí Dalvíkurbyggð sem haldiðverður 21. apríl næstkom- andi. Að málþinginu standa Ferðatröll – ferðamálafélag Dalvíkurbyggðar í samvinnu við Ferðamálasetur Íslands, Framfarafélag Dalvíkurbyggðar og At- vinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar. „Eins og yfirskriftin gefur til kynna er tilgangur málþingsins að skoða framtíðarmöguleika ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð og Tröllaskaganum,“ segir Selma Dögg Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar. „Við viljum efla tengsl ferðaþjónust- unnar við aðrar atvinnugreinar á svæð- inu og fá skýrari mynd af hagrænum áhrifum ferðamennsku fyrir sam- félagið á svæðinu í heild sinni.“ Málþingið er haldið í aðalsal Dalvík- urskóla og stendur frá 11 til 16. „Fyrri helmingur þingsins er helgaður fyrir- lestrum. Kolbrún Reynisdóttir formað- ur Ferðatrölla opnar þingið og Svan- fríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar heldur ávarp,“ segir Selma Dögg. „Guðrún Þóra Gunnars- dóttir deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaháskóla fjallar um ferðaþjónustu í dreifbýli, Edward Huijbens forstöðu- maður Ferðamálaseturs fjallar um hagræn áhrif ferðaþjónustu og teng- ingu við atvinnulíf og Svarfdælingurinn Kristján Eldjárn fjallar um sögu og náttúrufar svæðisins.“ Á seinni hluta dagskrárinnar verður m.a. kynning á matvælum úr héraði, sýnd stuttmynd um fjallaskíðamennsku á Tröllaskag- anum og sömuleiðis kynnt heilsutengd ferðaþjónusta á svæðinu. „Að loknum fyrirlestrum verða myndaðir 5 til 6 um- ræðuhópar um misjöfn áherslusvið. Allir eru velkomnir á málþingið og vilj- um við sérstaklega bjóða velkomna að- ila utan ferðaþjónustunnar, því ferða- maðurinn heimsækir oft marga staði og nýtir sér margskonar þjónustu,“ segir Selma Dögg. „Ljóst er að mörg eru sóknarfærin, og munu t.d. Héðinsfjarð- argöng og væntanleg ný Grímseyjar- ferja gefa marga spennandi möguleika í ferðaþjónustu á svæðinu. Tröllaskag- inn er frábært útivistarsvæði á öllum árstímum, með gönguleiðum við allra hæfi í sláandi náttúru og margskonar spennandi viðkomustaði.“ Finna má nánari upplýsingar á slóðinni www.dal- vik.is. Ferðalög | Málþing um framtíðarmöguleika ferðaþjónustu Ferðaperla á Tröllaskaga  Selma Dögg Sig- urjónsdóttir fædd- ist á Akureyri 1979. Hún lauk námi frá Verk- menntaskólanum á Akureyri 1999, B.Sc. í viðskipta- fræði frá Háskól- anum á Akureyri 2003 og meistaranámi í viðskiptafræði og stjórnun frá Oxford Brooks Uni- versity 2006. Selma Dögg tók við starfi upplýsingafulltrúa Dalvíkur- byggðar 2006. Tónlist Grand Rokk | Dr. Spock og Drep í kvöld kl. 23. Norræna húsið | Tónleikar norska karlakórs- ins Mosjøen Mannskor í kvöld kl. 20. Mosjøen Mannskor og Karlakór Kópavogs flytja nokkur vel valin lög. Aðgangseyrir er 1000 kr. Tónlistarskóli Garðabæjar| Kl. 20-22. Yngsta jazzfólk Garðabæjar. María Magnúsdóttir og Jóhannes Þorleiksson eru Garðbæingar og langt komnir afburðanemendur við Tónlistar- skóla FÍH. Þau leiða dagskrá í sal Tónlistar- skólans í Garðabæ. Hljómsveit Jóhannesar, Tepokinn leikur með þeim. Ókeypis aðgangur. Myndlist Art-Iceland.com | Árni Rúnar Sverrisson sýn- ir Fléttur í Art-Iceland.com. Opið kl.12-18. Skaftfell | Sýningin El Grillo er afrakstur sam- vinnu Dieter Roth Akademíunnar, útskriftar- nema frá LHÍ og Skaftfells menningarmið- stöðvar á Seyðisfirði. Sýningin stendur til 5. maí. Opið kl. 13-18. Fyrirlestrar og fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Svæðis- fundur Rvk.svæðis verður haldinn laugardag- inn 21. apríl nk. í safnaðarheimili Grensás- kirkju kl. 10-16. Fundurinn er öllum Al-Anon félögum opinn. Verð ca. 500-800 kr. Látið vita uppá veitingar og vinnugögn á draco999@hive.is. Ketilhúsið Listagili | Dr. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, heldur fyrirlestur í dag kl. 14.50 um Menningarfræði-skapandi at- vinnugrein 21. aldar. Ágúst hefur víða vakið athygli fyrir umfjöllun um hagrænt gildi lista og menningar. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. FYRIRSÆTA sýnir sundföt á tískusýningu í Búdapest á sumardaginn fyrsta. Ósagt skal látið hvort þessi sundföt gagnast í íslensku sumarveðri. Sundföt fyrir sumarið Reuters 70 ára afmæli. Laugar-daginn 21. apríl verður séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir, prestur Kvennakirkj- unnar, Kastalagerði 11, Kópavogi, sjötug. Af því til- efni heldur Kvennakirkjan morgunmessu í Neskirkju við Hagatorg, klukkan 10 á af- mælisdaginn og Auður Eir býður í morgunkaffi í safn- aðarheimilinu á eftir. ALÞJÓÐA Rauði krossinn mun veita um 500,000 Írökum sem flúið hafa til Sýrlands og Jórdaníu nauð- synlega heilbrigðisþjónustu og nauðþurftir næstu 12 mánuði. Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni fyrir um 18,2 milljónir svissneskra franka (tæplega einn milljarð króna) til að aðstoða 100 þúsund íraskar fjölskyldur (60 þúsund í Sýrlandi og 40 þúsund í Jórdaníu), að því er seg- ir í frétt frá Rauða krossinum. Fjármunirnir munu hjálpa Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og Jórd- aníu að veita flóttamönnunum margvíslega aðstoð fyrir utan heil- brigðisþjónustu svo sem mat, bús- áhöld, dýnur, rúmföt og hreinlæt- isvörur, og einnig skólavörur fyrir börnin. Elín Jónasdóttir sálfræðingur var fulltrúi Rauða kross Íslands í al- þjóðlegu teymi sem hélt námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfs- fólk og sjálfboðaliða Rauða hálf- mánans í Sýrlandi nú í febrúar. Þeir sem sátu námskeiðið vinna nú að þjálfun annarra sjálfboðaliða í að veita flóttamönnum sálrænan stuðn- ing. Aðstoða 500.000 Íraka í Sýrlandi og Jórdaníu FRÉTTIR ALLS reyndust 42% bifreiða vera á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var í Reykjavík 11. apríl sl. skv. upplýsingum umhverfis- sviðs Reykjavíkurborgar. „Á árunum 2001, 2002 og 2003 mældust 44–45% bifreiða í Reykja- vík á nöglum en þau ár fór mæling fram í 16. viku ársins eða eftir 15. apríl. Svifryk fór aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2007 en sá tími hefur oft reynst við- kvæmur fyrir svifryksmengun ef götur eru auðar og veður stillt. „Árið 2006 var þurrviðri í mars- mánuði og fór svifryk tíu sinnum yfir heilsuverndarmörk. Mars reyndist hins vegar óvenju úrkomu- samur þetta árið og fór úrkoma 57% yfir meðaltal frá árinu 2000. Svifryk hefur alls farið átta sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári,“ segir í frétt umhverfissviðs. Færri á nagla- dekkjum og minna svifryk FÖSTUDAGINN 13. apríl síðastlið- inn um klukkan 14.15 varð umferð- aróhapp á mótum Grensásvegar og Skeifunnar í Reykjavík. Eru tildrög óhappsins þau að fólksbifreið, sennilega af VW Golf- gerð, rauðri að lit, var ekið aftan á fólksbifreið af Opel Astra-gerð, ljósblárri að lit, sem síðan kastaðist aftan á aðra fólksbifreið af Audi A4-gerð, ljósgrárri að lit, en öllum bifreiðum var ekið vestur Skeifuna. Höfðu ökumenn Opel Astra- og Audi A4-bifreiðanna stöðvað við rautt umferðarljós gegnt þeirra akstursstefnu. Eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eða geta gefið frekari upplýsingar um þessa rauðu VW Golf-fólksbifreið beðnir um að hafa samband við lög- reglu í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.