Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR Gleðilegt sumar Full búð af nýjum vörum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sumarlína Jakkar - Pils Kvartbuxur og síðbuxur Nýkomnar nokkrar gerðir af aðhalds nærfatnaði Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá 30-50% afsláttur af völdum vörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Flottar kvartbuxur Húðlituðu korsilettin komin aftur 5 stærðir Fást í Kringlunni, Smáralind og Akureyri og Útsölustaðir FITNESS SPORT Laugum Slim Waist Band Komdu mittinu í lag á auðveldan og þægilegan máta LANDHELGISGÆSLAN og danski sjóherinn æfðu brunavarnir um borð í danska eftirlitsskipinu Triton og varðskipinu Ægi síðasta vetrardag. Fyrst var sviðsettur eldsvoði um borð í Triton. Menn frá Ægi komu um borð í Triton, slökktu eldinn og björguðu skipverjum úr vélarrúminu. Í kjölfarið tók Ægir Triton í tog. Síðan var sviðsettur eldsvoði um borð í Ægi og skipverjar af Triton komu til bjargar. Einnig sá þyrla Triton um sjúkraflutninga. Að því loknu flaug Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar, yfir skipin og tók nokkrar aðflugs- og lendingaræf- ingar á Triton. Í gildi er samstarfssamningur Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins um leit og björgun og í honum eru meðal annars ákvæði um gagnkvæma upplýsinga- miðlun og sameiginlegar æfingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfðu brunavarnir um borð ÁRLEGUR Skeifudagur á Hvann- eyri verður haldinn næstkomandi laugardag. Að þessu sinni verður Skeifudagurinn haldinn í reiðhöll- inni á Mið-Fossum í Borgarfirði og hefst dagskráin klukkan 12.30. Nú eru 50 ár liðin frá því Morgunblaðs- skeifan var fyrst veitt. Margt verður sér til gamans gert á Skeifudaginn og má nefna að nemendur í hrossarækt við Land- búnaðarháskóla Íslands sýna af- rakstur vetrarstarfsins í reið- mennsku og frumtamningum. Keppt verður um Gunnarsbik- arinn sem Bændasamtök Íslands gáfu til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossarækt- arráðunaut og kennara á Hvann- eyri. Morgunblaðsskeifan verður afhent þeim nemanda LBHÍ, sem stóð sig best í reiðmennsku- og frumtamninganámi vetrarins. Hestamannafélögin Faxi og Grani efna til úrslitakeppni þar sem efstu keppendur úr mótaröð Faxa í vetur heyja lokabaráttu. Morgunblaðs- skeifan afhent í 50. skipti ÞRJÁR sýningar undir sama þaki er yfirskrift sýningar sem haldin verður í Fífunni um helgina en þar verður það helsta sem viðkemur sumrinu, ferðalögum og golfi kynnt. Yfir þrjú hundruð sýnendur verða í Fífunni og að sögn verkefnisstjóra sýningarinnar verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna – alls kyns frumlegar uppákomur. „Þetta er ein stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi,“ segir Ásta Ólafsdóttir verkefnisstjóri. „Allt sem tengist sumrinu, ferðalögum innan- lands og utan og golfíþróttinni.“ Meðal þess sem sérstaklega verður kynnt eru ferðalög innanlands og ganga til sýningarinnar fylktu liði aðilar í ferðaþjónustu víðsvegar um landið. Munu þeir kynna það sem hægt er að gera í einstaka landshlutum og sínum heimabyggðum. „Svæðinu verður skipt niður þannig að eitt svæðið tilheyrir sumarhúsum, garðinum og þess háttar, svo er hægt að ganga inn í Ísland og skoða það sem Íslendingar hafa upp á að bjóða auk þess sem þaðan er gengið yfir á golfsvæðið.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan fimm og stendur alla helgina, opið er laugardag og sunnudag frá kl. 11–18. Sumarið verður í Fífunni THEODÓRSÞING verður haldið á Hólum í Hjaltadal í dag, föstudag, og hefst kl. 16. Efnt er til þingsins í tengslum við afhendingu gjafar fjöl- skyldu hjónanna Theodórs Arn- björnssonar hrossaræktarráðunaut- ar og Ingibjargar Jakobsdóttur til Söguseturs íslenska hestsins. Kolfinna Gerður Pálsdóttir, fóst- urdóttir þeirra, afhendir muni og minjar úr búi þeirra og sýningin Theodórsstofa verður opnuð. Theodórsþing er liður í dagskrá hátíðarinnar „Tekið til kostanna“ sem haldin verður í Skagafirði um helgina. Opið hús verður í hinu nýja og stóra hesthúsi, Brúnastöðum, á Hól- um síðdegis á föstudag. Hestamenn verða með stórsýn- ingar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudags- og laug- ardagskvöld. Geir H. Haarde forsætisráðherra verður heiðursgestur á föstudags- kvöldið. Meðal annarra liða má nefna reiðkennslusýningu Hóla- skóla og opinn dag á hrossaræktar- búum. Theodórsþing haldið á Hólum ÍSLANDSHREYFINGIN – lifandi land kynnti í gær fimm fyrstu frambjóð- endur sína í Norðvesturkjördæmi. Í 1. sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafna- kona úr Bolungarvík. Í 2. sæti er Sigurður Valur Sigurðsson ferðamála- fræðingur frá Akranesi. Sólborg Alda Pétursdóttir kennari úr Skagafirði er í 3. sæti. Guttormur Hrafn Stefánsson bóndi í Skagafirði er í 4. sæti og Kristján S. Pétursson nemi frá Ísafirði í 5. sæti. Kynna frambjóðendur í NV-kjördæmi ÞAÐ mældist 1–7 gráða frost um landið í fyrrinótt og því ljóst að vet- ur og sumar frusu saman. Það eru góð tíðindi því næturfrost á mótum vetrar og sumars er sagt vita á gott sumar. Spáð er rigningu eða slyddu í dag og bæta mun í vind norðvest- anlands í kvöld. Frusu saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.