Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 9

Morgunblaðið - 20.04.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR Gleðilegt sumar Full búð af nýjum vörum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Ný sumarlína Jakkar - Pils Kvartbuxur og síðbuxur Nýkomnar nokkrar gerðir af aðhalds nærfatnaði Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Nýjar vörur frá 30-50% afsláttur af völdum vörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Flottar kvartbuxur Húðlituðu korsilettin komin aftur 5 stærðir Fást í Kringlunni, Smáralind og Akureyri og Útsölustaðir FITNESS SPORT Laugum Slim Waist Band Komdu mittinu í lag á auðveldan og þægilegan máta LANDHELGISGÆSLAN og danski sjóherinn æfðu brunavarnir um borð í danska eftirlitsskipinu Triton og varðskipinu Ægi síðasta vetrardag. Fyrst var sviðsettur eldsvoði um borð í Triton. Menn frá Ægi komu um borð í Triton, slökktu eldinn og björguðu skipverjum úr vélarrúminu. Í kjölfarið tók Ægir Triton í tog. Síðan var sviðsettur eldsvoði um borð í Ægi og skipverjar af Triton komu til bjargar. Einnig sá þyrla Triton um sjúkraflutninga. Að því loknu flaug Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar, yfir skipin og tók nokkrar aðflugs- og lendingaræf- ingar á Triton. Í gildi er samstarfssamningur Landhelgisgæslunnar og danska sjóhersins um leit og björgun og í honum eru meðal annars ákvæði um gagnkvæma upplýsinga- miðlun og sameiginlegar æfingar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfðu brunavarnir um borð ÁRLEGUR Skeifudagur á Hvann- eyri verður haldinn næstkomandi laugardag. Að þessu sinni verður Skeifudagurinn haldinn í reiðhöll- inni á Mið-Fossum í Borgarfirði og hefst dagskráin klukkan 12.30. Nú eru 50 ár liðin frá því Morgunblaðs- skeifan var fyrst veitt. Margt verður sér til gamans gert á Skeifudaginn og má nefna að nemendur í hrossarækt við Land- búnaðarháskóla Íslands sýna af- rakstur vetrarstarfsins í reið- mennsku og frumtamningum. Keppt verður um Gunnarsbik- arinn sem Bændasamtök Íslands gáfu til minningar um Gunnar Bjarnason, fyrrum hrossarækt- arráðunaut og kennara á Hvann- eyri. Morgunblaðsskeifan verður afhent þeim nemanda LBHÍ, sem stóð sig best í reiðmennsku- og frumtamninganámi vetrarins. Hestamannafélögin Faxi og Grani efna til úrslitakeppni þar sem efstu keppendur úr mótaröð Faxa í vetur heyja lokabaráttu. Morgunblaðs- skeifan afhent í 50. skipti ÞRJÁR sýningar undir sama þaki er yfirskrift sýningar sem haldin verður í Fífunni um helgina en þar verður það helsta sem viðkemur sumrinu, ferðalögum og golfi kynnt. Yfir þrjú hundruð sýnendur verða í Fífunni og að sögn verkefnisstjóra sýningarinnar verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna – alls kyns frumlegar uppákomur. „Þetta er ein stærsta sýning sem haldin hefur verið á Íslandi,“ segir Ásta Ólafsdóttir verkefnisstjóri. „Allt sem tengist sumrinu, ferðalögum innan- lands og utan og golfíþróttinni.“ Meðal þess sem sérstaklega verður kynnt eru ferðalög innanlands og ganga til sýningarinnar fylktu liði aðilar í ferðaþjónustu víðsvegar um landið. Munu þeir kynna það sem hægt er að gera í einstaka landshlutum og sínum heimabyggðum. „Svæðinu verður skipt niður þannig að eitt svæðið tilheyrir sumarhúsum, garðinum og þess háttar, svo er hægt að ganga inn í Ísland og skoða það sem Íslendingar hafa upp á að bjóða auk þess sem þaðan er gengið yfir á golfsvæðið.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan fimm og stendur alla helgina, opið er laugardag og sunnudag frá kl. 11–18. Sumarið verður í Fífunni THEODÓRSÞING verður haldið á Hólum í Hjaltadal í dag, föstudag, og hefst kl. 16. Efnt er til þingsins í tengslum við afhendingu gjafar fjöl- skyldu hjónanna Theodórs Arn- björnssonar hrossaræktarráðunaut- ar og Ingibjargar Jakobsdóttur til Söguseturs íslenska hestsins. Kolfinna Gerður Pálsdóttir, fóst- urdóttir þeirra, afhendir muni og minjar úr búi þeirra og sýningin Theodórsstofa verður opnuð. Theodórsþing er liður í dagskrá hátíðarinnar „Tekið til kostanna“ sem haldin verður í Skagafirði um helgina. Opið hús verður í hinu nýja og stóra hesthúsi, Brúnastöðum, á Hól- um síðdegis á föstudag. Hestamenn verða með stórsýn- ingar í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudags- og laug- ardagskvöld. Geir H. Haarde forsætisráðherra verður heiðursgestur á föstudags- kvöldið. Meðal annarra liða má nefna reiðkennslusýningu Hóla- skóla og opinn dag á hrossaræktar- búum. Theodórsþing haldið á Hólum ÍSLANDSHREYFINGIN – lifandi land kynnti í gær fimm fyrstu frambjóð- endur sína í Norðvesturkjördæmi. Í 1. sæti er Pálína Vagnsdóttir, athafna- kona úr Bolungarvík. Í 2. sæti er Sigurður Valur Sigurðsson ferðamála- fræðingur frá Akranesi. Sólborg Alda Pétursdóttir kennari úr Skagafirði er í 3. sæti. Guttormur Hrafn Stefánsson bóndi í Skagafirði er í 4. sæti og Kristján S. Pétursson nemi frá Ísafirði í 5. sæti. Kynna frambjóðendur í NV-kjördæmi ÞAÐ mældist 1–7 gráða frost um landið í fyrrinótt og því ljóst að vet- ur og sumar frusu saman. Það eru góð tíðindi því næturfrost á mótum vetrar og sumars er sagt vita á gott sumar. Spáð er rigningu eða slyddu í dag og bæta mun í vind norðvest- anlands í kvöld. Frusu saman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.