Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ValgerðurÓlafsdóttir fæddist í Neskaup- stað 6. september 1919. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 13. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jó- hanna María Jó- hannsdóttir, f. á Hlíðarenda í Breið- dal í Suður- Múlasýslu 15. des- ember 1889, d. 23. september 1946 og Jónas Þorsteinsson, f. í Skuggahlíð á Norðfirði 11. apríl 1853, d. 16. október 1921. Strax á fyrsta ári var hún ættleidd af hjónunum Helgu Gísladóttur, f. 1877, d. 1945 og Ólafi Þórðarsyni, f. 1885, d. 1960. Alsystkin hennar voru Ljós- unn, f. 1915, Þorsteinn, f. 1917 og Líney, f. 1921, öll látin. Hálfsystkin hennar sammæðra voru Hlífar Sig- urðsson, f. 1911, Lárus Ingólfsson, f. 1925, d. 1987, Friðrika Sigurveig Eyjólfsdóttir f .1926, d. 1979, Páll Eyjólfsson, f. 1928, d. 1997 og Kristinn Kjartan Einarsson, f. 1930. Hálfsystkin hennar samfeðra 1999 og Kári Hrafn, f. 2006. c) Jóna Harpa, f. 15. október 1971, maki Þráinn Haraldsson, f. 6. ágúst 1971, börn þeirra eru: Sig- ursveinn, f. 1994, Bára Kristín, f. 2000 og Arna Rut, f. 2002. 3) Óla Helga, f. 25. september 1947, maki Guðmundur Lýðsson, f. 5. ágúst 1938. Fyrri maður hennar var Sig- urður Fannar Guðnason, f. 27. júní 1949, d. 21. ágúst 2001. Börn þeirra eru: a) Vala Vigdís, f. 10. september 1968, d. 15. júlí 1987. b) Guðný Björg, f. 15. apríl 1976, sambýlismaður Þorsteinn Birkir Sigurðarson, f. 5. janúar 1975, son- ur þeirra er Kormákur Daði, f. 1997. c) Sigfinnur Fannar, f. 5. október 1978, sambýliskona Taryn Hall, f. 4. júni 1985. Valgerður lauk barnaprófi á Norðfirði, fór síðan 1 vetur í Héraðsskólann á Laug- arvatni. Hún var félagslynd og var í áratugi virkur félagi bæði í Kven- félagi og kvennadeild Slysavarna- félagsins í sinni heimabyggð. Sem ung stúlka spilaði hún handbolta og hélst almennur áhugi hennar á íþróttum langt fram eftir aldri. Hún var tónelsk og hafði gaman af söng og var í kórum bæði á yngri árum og svo síðar með eldri borg- urum. Útför Valgerðar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. voru Elías, f. 1881, d. 1961, Guðríður, f. 1882, d. 1961 og Guð- rún, f. 1884, d. 1945. Valgerður giftist 31. desember 1938 Sigfinni Karlssyni, f. í Neskaupstað 19. febrúar 1915, d. 7. maí 2004. Börn þeirra eru: 1) Jón Baldvins, f. 10. sept- ember 1938, d. 3. ágúst 1961, maki Lára Ólafsdóttir, f. 30. apríl 1942. Dóttir þeirra er Salgerður, f. 23. ágúst 1960, maki Ólafur Ásmundsson, f. 14. september 1957 börn Lára Vig- dís og Guðjón Valur, f. 8. desember 1987. 2) Viggó, f. 8. desember 1940, maki Edda Clausen, f. 23. maí 1939, börn þeirra eru: a) Sig- finnur Valur, f. 1. apríl 1967 maki Þorbjörg Kristjánsdóttir, f. 14. október 1968, börn þeirra eru Val- gerður, f. 1993, Edda Sigríður, f. 1995 og Kristján Viggó, f. 2003. b) Ólafur Þröstur, f. 4. október 1969, sambýliskona Sesselja Jónsdóttir, f. 27. mars 1974, börn þeirra eru: Freyja Mist, f. 1996, Rakel Anna, f. Í djúpum míns hjarta er örlítið leynihólf innst, sem opnast af skyndingu þegar mig varir minnst, og hugskotsins auga með undrun og fögnuði sér. Eitt andartak birtist þar mynd síðan forðum af þér. (jh) Þá mynd ætla ég að halda í og muna, mamma mín, en ekki sjúku konuna sem líkami þinn geymdi síð- ustu árin. Þau voru okkur fjölskyldu þinni erfið og ég get ekki hugsað þá hugs- un til enda hversu hræðileg þau hafa verið þér. Þú sem naust þess að vera innan um fólk, syngja, spila og ferðast. Allt þetta var frá þér tekið og fátt kom í staðinn. Þú misstir svo mikið þegar pabbi veiktist. Á einu kvöldi misstir þú alla fót- festu í lífinu og raunar öll völd yfir sjálfri þér. Ég ætla að kveðja þig, mamma mín, með kvæði eftir Láru Sigríði Sigurðardóttur. Vertu sæl, elsku mamma mín, milda höndin og brosin þín, geymast í þakklátum huga. Á kærleikans braut gekkstu göfga sál, og glæddir hjá mér trúarmál, sem best mun í heimi duga. Þó höfug tár hylji augun mín, mun Herrann lækna öll sárin þín, það er vissan trúa og sanna. Nú sefurðu rótt hinn síðsta blund, svo vaknarðu í fögrum Edenslund, Guð blessi sál þína, mamma. Guðmundur, Guðný, Steini, Kor- mákur, Sigfinnur og Taryn senda þér þakkarkveðjur. Þín dóttir Óla Helga. Valgerður Ólafsdóttir ✝ GuðmundurTómas Hjart- arson fæddist á Litla-Fjalli í Borg- arfirði 1. nóvember 1914. Hann and- aðist föstudaginn 6. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pálmína Sig- ríður Guðmunds- dóttir frá Hólmlátri á Skógarströnd, f. 26.3. 1890, d. 6.5. 1976 og Hjörtur Þorvarðarson frá Leikskálum í Haukadal, f. 22.11. 1876, d. 4.6. 1937. Guðmundur Tómas er einn af sjö systkinum, fjögur þeirra eru látin, í ald- ursröð eru systkinin eftirfarandi: 1) Anna Pálmey húsmóðir, f. 29.1. 1910, 2) Þuríður Hugborg verslunarmaður, f. 20.9. 1911, d. 10.5. 2000, 3) Guðmundur, f. istaflokksins frá 1946-1956, forstöðumaður Innflutnings- skrifstofunnar frá 1956-1960, frá 1960 vann hann ýmis störf fyrir Sósíalistaflokkinn, hann var í kosningabandalagi Alþýðu- bandalagsins og gegndi mörgum ábyrgðarstöðum frá stofnun Al- þýðubandalagsins, og tók virkan þátt í stofnun Samfylking- arinnar. Hann var einn af stofn- endum Sigfúsarsjóðs (Sigurhjart- arsonar) árið 1952. Guðmundur sat í bankaráði Búnaðarbankans, var í stjórn K.R.O.N. (Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis) og Áburðarverksmiðju ríkisins. Hann var formaður bygging- arstjórnar Seðlabanka Íslands frá 1982 til 1988. Guðmundur var seðlabankastjóri í 10 ár, frá 1974 til 1984. Útför Guðmundar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 11. 11.6. 1913, d. 28.7. 1913, 4) Guðrún matráðskona, f. 6.1. 1917, d. 22.3. 1999, 5) Margrét, f. 4.11. 1919, d. 18.12. 1920 og 6) Emil hús- gagnasmíðameistari, f. 25.5. 1921. Guðmundur kvæntist hinn 26. mars 1951 Þórdísi Þorbjarnardóttir frá Neðra-Nesi í Staf- holtstungum, f. 12.4. 1916, d. 13.1. 1994. Foreldrar hennar voru Þórdís Halldórsdóttir, f. 16.10. 1884, d. 7.1. 1976 og Þorbjörn Sigurðsson bóndi á Neðra-Nesi, f. 26.8. 1875, d. 24.7. 1942. Guðmundur fluttist til Reykja- víkur árið 1939. Hann var lög- regluþjónn í Reykjavík frá 1942- 1946, starfsmaður Sósíal- Elsku frændi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Efst í huga mér er þakklæti fyrir allar samverustundirnar sem við átt- um, það voru forréttindi að fá að vera með þér, allt sem þú hefur kennt okkur í hugsun og fram- kvæmd. Við eigum eftir að halda áfram að spyrja okkur „hvernig ætli Guðmundur hefði tekið á þessu?“ því vitrari og framsýnni mann höfum við ekki hitt. Það voru forréttindi að fá að vera með þér í sveitasælunni þinni, þar sem þú varst búinn að skapa þér vin. Þar sem enginn hafði trú á tókst þér að rækta skóg og gera yndislegan sælureit. Þú kennd- ir okkur að umgangast náttúruna og njóta útivistarinnar. Við munum halda áfram að rækta jörðina í þína minningu og njóta þar verunnar í þínum anda. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín, elsku frændi. Fjóla og Haraldur. Það er ekki oft um ævina sem maður er svo lánsamur að kynnast fólki sem maður getur lært jafn mik- ið af og við höfum öll lært af þér og erum við því einstaklega þakklát fyr- ir það að hafa fengið að kynnast þér og eyða með þér þessum yndislegu stundum sem við höfum átt saman. Við höldum sérstaklega upp á all- ar góðu minningarnar sem við eigum úr Hólabóli. Sýn þín á landslagið og náttúruna var alveg einstök og það var svo gaman að hlusta á þig tala um fuglana sem komu í heimsókn auk þess að kenna okkur að lesa veð- ur næsta dags út frá Skarðsheiðinni. Ég held að við höfum líka öll öðlast nýja og bætta sýn á birki og munum í framtíðinni líta birkiskóga landsins öðrum augum um leið og við hugsum til þín. Elsku frændi, loksins hefur þú fengið hvíld. Við erum viss um það að þið Dídí eruð saman núna, eflaust gangandi um uppi í Hólabóli og þannig munum við ávallt hugsa til ykkar. Við kveðjum þig með söknuði. Guðrún Edda, Viðar Þór og Fjóla Guðrún. Mínar fyrstu minningar um Guð- mund Hjartarson, frænda minn, voru heima hjá ömmu í Skaftahlíð í jólaboði. Hann vildi nefnilega hafa hangikjötið, kartöflurnar og upp- stúfið allt stappað saman, eins og ég. Það var mér mikil huggun þá, að ég væri ekki sá eini með skrýtnar sér- þarfir í boðinu. Ekki fylgdi það sög- unni hvort hann hefði séð hvað ég væri feiminn við að stappa matinn minn í boðinu og vildi sýna mér stuðning en þetta var mér mikill létt- ir. Þegar við systkinin vorum yngri man ég að það var mikil samkeppni hjá okkur er við eignuðumst pen- ingaseðil um það hvort áritun Guð- mundar væri á honum, það var mikið kapp hjá okkur um það hvort okkar ætti fleiri seðla með áritun hans á. Ég man að það var mikið stolt sem uppfylltist hjá okkur er við sögðum frá Guðmundi frænda og að eigin- handaráritun hans væri á peningun- um. Þvílíkt ævintýri það var að fara með ömmu í berjamó að Litla-Fjalli í Borgarfirði, ég gleymi því seint er við heimsóttum Guðmund og Dídí, er við áttum leið um Borgarfjörðinn eftir að hafa verið í berjamó, upp í Hólaból. Keyrandi upp með Hvít- ánni á slóðanum, sem þá var veg- urinn að bústaðnum, var eitt ævin- týri út af fyrir sig. Ekki man ég hversu lengi við vorum þarna en minningarnar eru sterkar, þar á meðal um laxana og bleikjurnar sem þau hjónin voru með í kælikistunni í dæluhúsinu niður við á. Kæri Guðmundur, hin síðari ár eru minningarnar skemmtilegar um þær stundir sem við áttum öll saman upp í Hólabóli. Við söknuðum þín síðasta sumar er við fórum í sveitina, núna hins vegar er ég viss um að þú komir með okkur í vor er við förum. Enn á ég eftir að sanna það fyrir þér að hægt sé að krækja í Lax á rauðan franchise niðri á heimakletti, það mun ég þó vonandi gera fyrr en síðar og verður sá lax tileinkaður þér. Við munum aldrei fara í Hólaból án þess að hugsa til þín. Ekki síður man ég eftir umræðum okkar á nokkrum laugardags- og sunnudagsmorgnum, þó sérstaklega veturinn 2002 - 2003, þegar ég var á fyrsta ári í viðskiptafræðinni í HR og var að læra þjóðhagfræði. Það voru skemmtilegir vinklar og önnur sjón- arhorn sem komu inn í þær umræð- ur hjá okkur og þá sérstaklega er pólitíkinni var blandað inn, þar sem eflaust rautt og blátt mættust en þó fremst var það skilningur þinn á þjóðfélaginu. Þegar þú hélst á Maríu Ólöfu í fyrsta sinn vorum við Bryndís sam- mála um það að þar hafi verið stoltur maður á ferð, þú áttir þitt í þeim litlu frænkunum Maríu Ólöfu og Fjólu Guðrúnu. Kæri frændi, þakka þér kærlega fyrir góðar stundir, það voru forrétt- indi að fá að þekkja þig og hafa þig svona lengi hjá okkur, ég veit að þér líður vel núna og ert eflaust hvíldinni feginn enda kominn til Dídíar. Ég mun minnast þín sem mikils merk- ismanns og góðs frænda. Með kærri kveðju, Jóhann Friðrik Haraldsson Guðmundur Hjartarson var bankastjóri Seðlabanka Íslands í ell- efu ár frá ársbyrjun 1974. Hann sinnti meðal annars starfsmanna- málum og almennum rekstri bank- ans auk þess að hafa með fjárhirslur og útgáfu seðla og myntar að gera. Hann beitti sér fyrir bættum orlofs- húsakosti starfsmanna og hafði sjálf- ur yndi af því „að sækja Ísland heim“. Hann rækti störf sín af sam- viskusemi og trúmennsku, var hóg- vær í fasi og þótti góður og alþýðleg- ur yfirmaður. Fyrir hönd bankans sat hann í stjórn Reiknistofu bank- anna og studdi dyggilega þá vélvæð- ingu sem þar átti sér stað til hags- bóta fyrir viðskiptalífið í landinu. Þau ár sem Guðmundur sat í bankastjórn Seðlabankans er lengsta skeiðið í sögu bankans þegar engin breyting varð á skipan banka- stjórnar. Þeir sem fylgdust með pen- ingamálum þessi ár muna eflaust hina miklu verðbólgu sem þá var og alla þá ókosti sem henni fylgdu. Guð- mundur hafði mikinn áhuga á því að raunvextir væru jákvæðir. Í sam- skiptum mínum við bankastjórnina á þessum árum skynjaði ég mikla samstöðu um stefnuna í vaxtamálum og þá þætti sem Seðlabankanum var falið að sinna í sambandi við verð- tryggingu fjárskuldbindinga. Um- bæturnar sem urðu á fyrri hluta ní- unda áratugarins í þeim efnum áttu ugglaust mikinn þátt í að skilningur breiddist út á mikilvægi þess að kveða niður verðbólgu og að svo- nefnd þjóðarsátt náðist á vinnu- markaði við lok áratugarins. Þegar bygging Seðlabankahúss- ins hófst árið 1982 varð Guðmundur formaður byggingarstjórnar. Þegar hann lét af störfum sem bankastjóri fyrir aldurs sakir í árslok 1984 varð að ráði að hann yrði áfram formaður byggingarstjórnar enda hafði stjórn verksins verið með ágætum og allt skipulag til fyrirmyndar. For- mennskunni gegndi Guðmundur þar til framkvæmdum lauk árið 1988 og húsið var komið í fulla notkun. Seðla- bankinn nýtur góðs af því starfi. Guðmundur lagði metnað sinn í að byggt yrði vandað hús án íburðar. „Það skal vanda sem lengi á að standa“ eru orð sem koma í hugann við þessa upprifjun. Fyrir hönd bankastjórnar Seðla- banka Íslands færi ég aðstandend- um Guðmundar Hjartarsonar sam- úðarkveðjur. Eiríkur Guðnason. Guðmundi kynntist ég árið 1952. Það ár lést faðir minn, Sigfús Sig- urhjartarson, fimmtugur að aldri. Sósíalistar vildu minnast hans myndarlega og þeir völdu Guðmund til þess að skipuleggja landssöfnun í sjóð, sem heitir Sigfúsarsjóður og hefur enn það verkefni að tryggja flokkum jafnaðarmanna húsnæði eða styrkja þá með öðrum hætti. Ég dáðist að vandvirkni og eljusemi Guðmundar í þessu starfi, en vinnu hans fyrir sjóðinn lauk ekki á einu ári. Hann var máttarstólpi sjóðsins svo lengi sem heilsa og aldur leyfði. Guðmundur átti óvenju auðvelt með að skynja möguleika í stjórn- málum hverju sinni og samherjum hans þótti gott að heyra mat hans á vandasömum verkefnum. Ég veit t.d. að ráðherrar Alþýðubandalags- ins á vinstristjórnarárunum, þeir Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjart- ansson, fengu hann oft til fundar við sig. Sjálf naut ég þess að vinna með honum í flokksfélögum í Reykjavík að því ævarandi verkefni að sameina alla jafnaðarmenn á Íslandi í eina fylkingu til þess að bæta stöðu þeirra, sem minnst bera úr býtum í samfélagi okkar. Við litum alltaf svo á að við værum að starfa í hreyfingu sem ætti að stækka og flokksheiti var ekkert aðalatriði í okkar augum. Við störfuðum í Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu og að lokum varð Samfylkingin flokkurinn okkar. Krafa Guðmundar til sjálfs sín og annarra var fyrst og fremst vand- virkni og heiðarleiki. Hann leitaði alltaf til færustu sérfræðinga þegar um var að ræða verk, sem lengi skyldu endast. Virtur hæstaréttar- lögmaður gekk frá samþykkt um Sigfúsarsjóð og virt verkfræðistofa sá um húseignir, sem hann bar ábyrgð á. Margs er að minnast frá löngum og ströngum fundum. Það gekk mik- ið á þegar Alþýðubandalagið var stofnað sem kosningabandalag. Það kom í minn hlut að tala fyrir lögum kosningabandalagsins og menn voru síður en svo sammála. Meðal and- mælendanna var sá snjalli rökræðu- maður Brynjólfur Bjarnason. Hann sagði: Hún talaði og talaði en ég heyrði engin rök. Ég hef líklega ver- ið orðin þreytt og mæðuleg í sæti mínu, þegar Guðmundur gekk, eins og af tilviljun, framhjá og hvíslaði: Hann heyrir aldrei rök. Málið var þar með leyst, ég vissi hvernig ég átti að byrja mína lokaræðu. Við sigruðum í atkvæðagreiðslunni og Alþýðubandalagið var stofnað. Það er líka margs að minnast frá góðum samkomum og glæsilegum ferðalögum, en þar ber hæst ferða- lag á 17 rútum um uppsveitir Suður- lands. Guðmundur Hjartarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.