Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ÞEGAR skýrsla Hafrannsókna- stofnunar um ástand og horfur helztu nytjastofna frá síðasta ári er skoðuð, þarf engum að koma á óvart að stofnvísitala þorsks við Ís- land sé 17% minni en í fyrra. Það þarf heldur engum að koma á óvart að mjög góð veiði hafi verið í marz- mánuði síðastliðnum, þegar gaf á sjó. Inn í veiðina eru að koma af fullum krafti síðustu þokkalegu ár- gangarnir frá því fyrir aldamót. Allir árgangar frá árinu 2000 eru lélegir eða mjög lélegir. Það er því eðlilegt að eldri árgangarnir séu hlutfallslega stærri hluti stofnsins en áður. Niðurstaðan úr togararallinu nú er mun nær endanlegri niðurstöðu en áður hefur verið. Skýringin á því er að nú er aldursgreining með í matinu en til þessa hefur verið byggt á lengdardreifingu sem er ekki eins nákvæm. Það er annað, sem hefur áhrif á það að veiðistofn- inn er nú metinn 10 til 15% minni en áður. Meðalþyngd er nánast í sögulegu lágmarki. Það er því fátt sem bendir til annars en að leyfi- legur heildarafli á næsta fiskveiði- ári verði mun minni en á þessu. Of hátt veiðihlutfall Þegar rýnt er í skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar er rauði þráð- urinn of mikil veiði. Á árunum 1986 til 1993, áður en aflareglan var tek- in upp, var veiðidánartala að með- altali 0,81 og veiðihlutfall 42%. Hvort tveggja var það hæsta í sögu þorskveiða við Ísland. Eftir að afla- reglan var tekin upp lækkaði veiði- hlutfall verulega, en hækkaði síðan á ný. Að meðaltali hefur veiðihlut- fallið verið 31% í stað þeirra 25% sem stefnt var að. Það er ljóst að veiðin hefur lengst af verið langt umfram það sem Hafrannsóknastofnunin hefur talið ráðlegt. Á árunum frá 1984 til 1995, fyrir aflareglu voru veidd 750.000 tonn umfram ráðleggingar fiskifræðinga. Öll árin heimiluðu stjórnvöld meiri veiðar en fiski- fræðingar lögðu til og veiðarnar voru ávallt meiri en heimilt var. Umframveiðin var að meðaltali um 70.000 tonn á ári. Eftir aflaregluna 1995 og þar til í fyrra var veiðum umfram tillögur miklu minni eða aðeins 126.000 tonn, ríflega 10.000 tonn að meðaltali á ári. Vilja breyta aflareglunni Í síðustu skýrslu var lagt til að aflareglu yrði breytt og hlutfall veiða yrði lækkað í 22%. Þá var sýnd uppsöfnuð líkindadreifing á stærð hrygningarstofnsins árið 2010 miðað við aflaregluna 25% og hærra og lægra hlutfall. Hún sýndi að samkvæmt núgildandi aflareglu væru verulegar líkur á að stofninn minnkaði á tímabilinu, en með 18% veiðihlutfalli og lægra væru yfir- gnæfandi líkur á að hrygningar- stofninn stækkaði og með 16% veiðihlutfalli væru góðar líkur á að hrygningarstofn yrði stærri en 300.000 tonn árið 2010. „Á árunum 1960-1984 þegar hrygningarstofn þorsks var að meðaltali um 300 þús. tonn var meðalárgangastærð um 210 millj- ónir þriggja ára nýliða sem gaf af sér um 370 þús. tonna ársafla að meðaltali. Frá 1985 hefur hrygningarstofn verið á bilinu 123-235 þús. tonn, að meðaltali um 188 þús. tonn og með- alárgangastærð 134 milljónir ný- liða, sem gefið hefur um 230 þús. tonna ársafla. Frá 1985 hafa allir árgangar verið undir langtímameð- altali og þar af 6 undir 100 millj- ónum og tveir minni en 70 millj- ónir. Fyrir 1985 var minnsta metna árgangastærð um 125 milljónir þriggja ára nýliða. Á árunum 1955- 1980 var hlutfall 10 ára og eldri þorsks í hrygningarstofni að með- altali 22% af þyngd en þá var með- alnýliðun um 200 milljónir það tímabil. Frá árinu 2000 hefur þetta hlutfall verið að meðaltali um 4,4% og hefur einkennst af slakri nýlið- un,“ segir meðal annars í skýrsl- unni. 55% veidd fyrir hrygningu Þar kemur fram að undanfarna áratugi hefur verið veitt langt um- fram afrakstursgetu stofnsins. Miðað við núverandi sóknarþunga, veiðimynstur og kynþroska hafi um 55% þorsks úr hverjum árgangi verið veidd áður en hann náði að hrygna. „Í ljósi framangreinds og þess að ekki hefur tekist að ná markmiðum um nýtingu þorskstofnsins á und- anförnum árum, m.a. vegna hærra veiðihlutfalls en mælt hefur verið með, er ástæða til að benda á nauð- syn þess að grípa til aðgerða svo von sé á að betri árangur náist og stofninn nái fyrri styrk. Eðlilegt er í þessu sambandi að stjórnvöld setji sér markmið við endurreisn stofnsins og dragi úr afla næstu ára svo hrygningarstofn nái að vaxa í þá stærð sem gefur langtíma hámarksafrakstur, 350-400 þús. tonn. Þessu markmiði er hægt að ná eftir mismunandi leiðum. 150.000 tonna jafnstöðuafli? Eðlilegt er að haga útreikning- um á aflamarki samkvæmt tillögu aflareglunefndar eins og fyrr var lýst. Ef það yrði gert og veiðihlut- fallið fram til ársins 2010 yrði 16% af veiðistofni í stað 25% eins og nú, reiknaðist aflamark næsta fisk- veiðiárs um 160 þús. tonn og yrði það á bilinu 130-150 þús. tonn á næstu fjórum fiskveiðiárum. Þetta gæfi þá niðurstöðu að hrygning- arstofn stefndi í um 300 þús. tonn með um 90% líkum árið 2010 og nálægt 400 þús. tonnum með um 50% líkum. Einnig væri mögulegt að ná sama markmiði með því að festa aflamarkið við 150 þús. tonn fram til ársins 2010. Að því búnu yrði aflamark ákvarðað sem með- altal aflamarks síðasta fiskveiðiárs og 22% hlutfall af viðmiðunarstofni í upphafi úttektarárs eins og lagt hefur verið til af nefnd sjávarút- vegsráðherra um langtímanýtingu fiskstofna,“ segir ennfremur í skýrslu stofnunarinnar. Miðað við þær aðferðir sem Haf- rannsóknastofnunin beitir við stofnstærðarmat er ljóst að nauð- synlegt er að draga úr veiðiálagi á þorskstofninn. Nauðsynlegt að draga úr veiðum á þorski Niðurstaðan úr togararallinu í samræmi við síðustu ástandsskýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar                ! !  "     !     # #$ #% # #       &    #'    )( *(# '!   $( %( Í HNOTSKURN »Á árunum frá 1984 til1995, fyrir aflareglu voru veidd 750.000 tonn umfram ráðleggingar fiskifræðinga. »Öll árin heimiluðu stjórn-völd meiri veiðar en fiski- fræðingar lögðu til og veið- arnar voru ávallt meiri en heimilt var »Miðað við núverandi sókn-arþunga, veiðimynstur og kynþroska hafi um 55% þorsks úr hverjum árgangi verið veidd áður en hann náði að hrygna. ÚR VERINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÉG HELD vissulega að þetta veki nemendur til umhugsunar því verk- efnin sem þau kljást við eru hin sömu og bíða þeirra þegar út í lífið kemur,“ segir Margrét Theodórs- dóttir, skólastjóri Tjarnaskóla, en skólinn sigraði í bekkjarkeppni Raunveruleiksins, gagnvirks hermi- leiks fyrir tíundu bekki grunnskóla sem fram fer á Netinu. Í einstakl- ingskeppni sigraði Unnur Svava Sigurðardóttir, nemandi í Hvassa- leitisskóla. Raunveruleikurinn fer þannig fram að í upphafi fær leikmaður, sem 20 ára ungmenni á leið út í lífið eftir framhaldsskóla, ákveðna byrj- unarupphæð á bankareikning. Í kjölfarið hefst keppni þar sem þátt- takendur eiga að komast af og þekkja og skilja hvernig lífið gengur fyrir sig. Leikurinn er með fjár- málaívafi og er tilgangurinn m.a. að fræða nemendur um ábyrga með- ferð fjármuna og neytendamál. Í hverri viku þurfa þátttakendur að leysa verkefni, finna sér vinnu eða leggja stund á nám, kaupa í matinn og láta enda ná saman. „Þau þurfa að hafa fjármuni til að eiga fyrir nauðsynjum og ef ekki er farið vel með peningana gætu þau t.d. þurft að sækja um yfirdráttarheimild. Annars eru þau nú hvött til að spara,“ segir Margrét og bætir við að krakkarnir þurfi því t.a.m. að sækja um námslán og reikna út hversu mikið þau þurfa að greiða að námi loknu. Þá er þeim jafnframt gert að kynna sér fæðingarorlof, barnabætur, rekstur bifreiða og heimilis. „Þau eru því sett í þá stöðu að þurfa að velta fyrir sér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í raunveru- leikanum.“ Kynbundinn launamunur eykst Leiknum er ætlað að svara þörf fyrir nútímalegt og vandað náms- efni í lífsleikni – sem nefnist mann- rækt í Tjarnaskóla – og tóku 86 tí- undu bekkir úr 53 skólum þátt í ár, alls 1.627 nemendur. Margrét segir mikla ánægju með leikinn í skól- anum, hvort sem er hjá nemendum eða kennurum, og er hann dæmi um námsgögn sem vantað hafa á þessu sviði. „Þetta er svo einfalt, allt gert rafrænt sem hentar nemendum afar vel sem og að leikurinn hefur fallið vel að skólastarfinu.“ Óhætt er að segja að athygl- isverðar niðurstöður hafi komið fram að leik loknum, ekki síst ef borið er saman við fyrri ár. Þannig voru meðaltekjur þátttakenda um 177 þúsund krónur á mánuði, sem er sama upphæð og á síðasta ári. Hins vegar hækkuðu tekjur karl- kyns nemenda lítillega frá fyrra ári og voru 182 þúsund krónur en kven- kyns nemendur sættu sig hins vegar við um 170 þúsund krónur á mánuði. Það kemur því greinilega í ljós að Raunveruleikurinn endurspeglar raunveruleikann nokkuð vel. „Kannski kemur það manni á óvart að þetta skuli vera svona því þetta er jú leikur og maður skyldi ætla að næsta kynslóð kvenna ætti að vera aðeins framsæknari,“ segir Mar- grét. Þegar litið er á hvaða starfs- greinar nemendur völdu sér voru flestir, eða 134, sem störfuðu sem verkamenn og 89 þátttakendur völdu að starfa sem lögfræðingar. Þá voru um fimmtíu starfsmenn á hóteli og fjörutíu lagerstarfsmenn. Langflestir gengu hins vegar menntaveginn og voru á náms- lánum. Aðspurð um hvað Unnur Svava gerði til að sigra í leiknum segist hún hafa verið nokkuð heppin. „Ég fékk vinnu alveg strax auk þess sem ég opnaði sparnaðarreikning sem hjálpaði mér ábyggilega eitthvað.“ Kljást við raunveruleg verkefni Morgunblaðið/G. Rúnar Allir verðlaunahafar Landsbankinn veitti verðlaun fyrir góðan árangur, bæði í einstaklings- og bekkjarkeppni. Í verðlaun voru Ipod Nano-tónhlaða og fékk sigurvegarinn í einstaklingskeppni einnig hátalara fyrir tónhlöðuna. Í HNOTSKURN »Raunveruleikurinn er gagn-virkur hermileikur á netinu sem fræðir nemendur 10. bekkj- ar um ábyrga meðferð fjármála og neytendamál. »Höfundur leiksins er ÓmarÖrn Magnússon, kennari í Hagaskóla, og var hann upp- haflega Excel-töflureiknings- skjal og nýttur í lífsleikni í skól- anum. »Fyrir fimm árum hóf Ómarsamstarf við Landsbankann um þróun á leiknum og liggur að baki margra ára rannsóknar-, hönnunar- og forritunarvinna sem unnin hefur verið af vefdeild Landsbankans. »Fjöldi þátttakenda í leiknumvar 1.627 í 84 tíundu bekkj- um grunnskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.