Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 10

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 10
10 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA BÓKAÚTGÁFU Á ÍSLANDI Á rið 2005 komu út 1.365 bækur á Ís- landi samkvæmt yf- irliti Lands- bókasafns Íslands – Háskólabókasafns eða ríflega 26 bæk- ur á viku. Hér ræð- ir um lesefni í mjög víðum skilningi. Yfirlitið er ekki tæmandi en sýnir bestu fyrirliggjandi upplýsingar. Tölur fyrir árið 2006 liggja ekki fyr- ir. Ætla má að um helmingur þess- ara bóka fari í almenna dreifingu. Besta vísbendingin um það er Bóka- tíðindi en þar voru skráðar 675 bæk- ur í fyrra. Kristján B. Jónasson, for- maður Félags íslenskra bókaútgefenda, álítur að af öllum þessum fjölda nái um 50 titlar um- talsverðri sölu árlega. Hann segir að varlega áætlað seljist liðlega tvær milljónir bóka á Íslandi á ári hverju. Um hundrað útgefendur hafa undanfarin ár verið á bak við bæk- urnar í Bókatíðindum en eigi að síð- ur hafa fá fyrirtæki bókaútgáfu að aðalstarfsemi á ársgrundvelli. Tveir útgefendur bera ægishjálm yfir aðra á íslenskum bókamarkaði nú um stundir, Edda útgáfa og JPV útgáfa. Velta þeirra er langtum meiri en annarra útgefenda og af tíu söluhæstu bókum síðasta árs, sam- kvæmt samantekt Félagsvís- indastofnunar fyrir Morgunblaðið, komu átta frá þessum útgefendum. Hagkaup og Útkall ehf. gáfu út hin- ar bækurnar tvær. Edda langstærsta útgáfan Langstærsta bókaútgáfa landsins er Edda útgáfa sem varð til árið 2000 við samruna tveggja stærstu forlaga landsins á þeim tíma, Máls og menningar og Vöku-Helgafells. Ársvelta Eddu er um 1.400 milljónir króna. Þar eru aðallega gefnar út bækur undir merkjum hinna forn- frægu forlaga Máls og menningar og Vöku-Helgafells en jafnframt er haldið við virðulegum nöfnum For- lagsins, Iðunnar, Almenna bóka- félagsins og Þjóðsögu. Þá eru bækur gefnar út fyrir erlenda markaði. Eigendur Eddu eru Björgólfur Guð- mundsson og Bókmenntafélagið Mál og menning og á Björgólfur meiri- hluta. Jóhann Páll Valdimarsson stofn- aði JPV útgáfu árið 2000 en hann hafði áður verið framkvæmdastjóri Iðunnar og Forlagsins. JPV gefur jöfnum höndum út skáldskap og bækur almenns efnis. Velta forlags- ins á liðnu ári var tæpar 400 millj- ónir króna. Þriðja stoðin í íslenskri bókaút- gáfu er Bjartur-Veröld, tvö forlög sem sameinuðust á dögunum. Snæ- björn Arngrímsson stofnaði Bjart fyrir hálfum öðrum áratug og hefur lagt höfuðáherslu á þýddar og frum- samdar fagurbókmenntir. Bjartur hefur á umliðnum árum gefið ýms- um nýjum höfundum tækifæri og segja má að þar hafi verið stunduð meiri tilraunastarfsemi en hjá Eddu og JPV. Gullkálfur og helsta tekju- lind Bjarts hefur verið Harry nokk- ur Potter. Bjartur velti tæpum 100 milljónum króna á síðasta ári. Pétur Már Ólafsson var eigandi Veraldar en forlagið setti hann á laggirnar ásamt Ólafi Ragnarssyni árið 2005. Flestir tengja þá félaga við Vöku-Helgafell. Umsvif Veraldar hafa ekki verið mikil en helsta trompið er glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Útgáfurétt- Morgunblaðið/ÞÖK BÓKAÚTGÁFA ER BAKTERÍA Blindur er bóklaus maður, segir máltækið. Íslendingar þurfa ekki að hafa miklar áhyggj- ur af sjóninni en hlut- fallslega eru hvergi gefnar út fleiri bækur á byggðu bóli. Á hverja þúsund íbúa koma út árlega á bilinu fjórir til fimm titlar. Næstir koma Svíar með um tvo titla á hverja þúsund íbúa. Þrátt fyrir þessa grósku er bókaútgáfa enginn dans á rósum á Íslandi og það er mun frekar hugsjón en gróðavon sem knýr menn áfram. Menn tefla ógjarnan djarft enda skammt milli feigs og ófeigs í fagi þar sem nauðsynlegt er að vera vel nefjaður. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is „Afar frumleg og skapandi skáldsaga skrifuð af slíkri víðsýni og samúð að lesandinn stendur á öndinni af hrifningu.“ SundayTimes FRUM- ÚTGÁFA Í KILJU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.