Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA BÓKAÚTGÁFU Á ÍSLANDI Á rið 2005 komu út 1.365 bækur á Ís- landi samkvæmt yf- irliti Lands- bókasafns Íslands – Háskólabókasafns eða ríflega 26 bæk- ur á viku. Hér ræð- ir um lesefni í mjög víðum skilningi. Yfirlitið er ekki tæmandi en sýnir bestu fyrirliggjandi upplýsingar. Tölur fyrir árið 2006 liggja ekki fyr- ir. Ætla má að um helmingur þess- ara bóka fari í almenna dreifingu. Besta vísbendingin um það er Bóka- tíðindi en þar voru skráðar 675 bæk- ur í fyrra. Kristján B. Jónasson, for- maður Félags íslenskra bókaútgefenda, álítur að af öllum þessum fjölda nái um 50 titlar um- talsverðri sölu árlega. Hann segir að varlega áætlað seljist liðlega tvær milljónir bóka á Íslandi á ári hverju. Um hundrað útgefendur hafa undanfarin ár verið á bak við bæk- urnar í Bókatíðindum en eigi að síð- ur hafa fá fyrirtæki bókaútgáfu að aðalstarfsemi á ársgrundvelli. Tveir útgefendur bera ægishjálm yfir aðra á íslenskum bókamarkaði nú um stundir, Edda útgáfa og JPV útgáfa. Velta þeirra er langtum meiri en annarra útgefenda og af tíu söluhæstu bókum síðasta árs, sam- kvæmt samantekt Félagsvís- indastofnunar fyrir Morgunblaðið, komu átta frá þessum útgefendum. Hagkaup og Útkall ehf. gáfu út hin- ar bækurnar tvær. Edda langstærsta útgáfan Langstærsta bókaútgáfa landsins er Edda útgáfa sem varð til árið 2000 við samruna tveggja stærstu forlaga landsins á þeim tíma, Máls og menningar og Vöku-Helgafells. Ársvelta Eddu er um 1.400 milljónir króna. Þar eru aðallega gefnar út bækur undir merkjum hinna forn- frægu forlaga Máls og menningar og Vöku-Helgafells en jafnframt er haldið við virðulegum nöfnum For- lagsins, Iðunnar, Almenna bóka- félagsins og Þjóðsögu. Þá eru bækur gefnar út fyrir erlenda markaði. Eigendur Eddu eru Björgólfur Guð- mundsson og Bókmenntafélagið Mál og menning og á Björgólfur meiri- hluta. Jóhann Páll Valdimarsson stofn- aði JPV útgáfu árið 2000 en hann hafði áður verið framkvæmdastjóri Iðunnar og Forlagsins. JPV gefur jöfnum höndum út skáldskap og bækur almenns efnis. Velta forlags- ins á liðnu ári var tæpar 400 millj- ónir króna. Þriðja stoðin í íslenskri bókaút- gáfu er Bjartur-Veröld, tvö forlög sem sameinuðust á dögunum. Snæ- björn Arngrímsson stofnaði Bjart fyrir hálfum öðrum áratug og hefur lagt höfuðáherslu á þýddar og frum- samdar fagurbókmenntir. Bjartur hefur á umliðnum árum gefið ýms- um nýjum höfundum tækifæri og segja má að þar hafi verið stunduð meiri tilraunastarfsemi en hjá Eddu og JPV. Gullkálfur og helsta tekju- lind Bjarts hefur verið Harry nokk- ur Potter. Bjartur velti tæpum 100 milljónum króna á síðasta ári. Pétur Már Ólafsson var eigandi Veraldar en forlagið setti hann á laggirnar ásamt Ólafi Ragnarssyni árið 2005. Flestir tengja þá félaga við Vöku-Helgafell. Umsvif Veraldar hafa ekki verið mikil en helsta trompið er glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Útgáfurétt- Morgunblaðið/ÞÖK BÓKAÚTGÁFA ER BAKTERÍA Blindur er bóklaus maður, segir máltækið. Íslendingar þurfa ekki að hafa miklar áhyggj- ur af sjóninni en hlut- fallslega eru hvergi gefnar út fleiri bækur á byggðu bóli. Á hverja þúsund íbúa koma út árlega á bilinu fjórir til fimm titlar. Næstir koma Svíar með um tvo titla á hverja þúsund íbúa. Þrátt fyrir þessa grósku er bókaútgáfa enginn dans á rósum á Íslandi og það er mun frekar hugsjón en gróðavon sem knýr menn áfram. Menn tefla ógjarnan djarft enda skammt milli feigs og ófeigs í fagi þar sem nauðsynlegt er að vera vel nefjaður. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is „Afar frumleg og skapandi skáldsaga skrifuð af slíkri víðsýni og samúð að lesandinn stendur á öndinni af hrifningu.“ SundayTimes FRUM- ÚTGÁFA Í KILJU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.