Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 12

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 12
12 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA BÓKAÚTGÁFU Á ÍSLANDI urinn á bókum hennar tveimur hefur verið seldur víða um lönd. Fjöldi smærri forlaga er starf- ræktur á Íslandi og eiga 39 útgef- endur aðild að Félagi íslenskra bókaútgefenda, má þar nefna Hóla, Sölku, Hið íslenska bókmenntafélag, Skruddu, Skálholtsútgáfuna, Bóka- félagið Uglu, Ormstungu, Háskóla- útgáfuna, Hörpuútgáfuna, Útkall ehf., Setberg og Skjaldborg. Umsvif sumra þessara forlaga voru meiri áður en meðal nafn- kunnra forlaga sem gengið hafa úr skaftinu á síðustu áratugum má nefna Örn og Örlyg, Leiftur, Norðra og Skuggsjá. Þá var vitaskuld um árabil blómleg útgáfa á vegum Ið- unnar og Forlagsins. Ekki feitan gölt að flá Helstu bókaútgefendur eru á einu máli um að ekki sé feitan gölt að flá í greininni í dag. „Ef menn ætla sér að verða ríkir ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru,“ segir Jóhann Páll Valdimarsson. Hann segir bókaútgáfu óvenju- lega viðkvæman rekstur og lítið megi út af bera til að skipið fari á hliðina. „Blikur eru hátt á lofti í ís- lenskri bókaútgáfu um þessar mundir og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af bókmenningu í landinu til lengri tíma litið. Það hef- ur orðið bylting í verslunarháttum og viðskiptum á Íslandi undanfarin tuttugu ár og bókaútgáfa hlýtur að lúta þeirri þróun enda þótt bókin hafi alltaf ákveðna sérstöðu vegna eðlis síns og sögu. Menn þurfa að laga sig að þessu nýja umhverfi. Við snúum ekki aftur til fortíðar.“ Snæbjörn Arngrímsson hefur ver- ið búsettur í Danmörku síðan í haust en kveðst finna titringinn á íslensk- um bókamarkaði alla leið þangað. „Ég veit ekki hvað það er en það er einhver skjálfti á ferðinni. Það má lítið út af bera.“ En hvers vegna eru menn þá að leggja þetta erfiði á sig? Snæbjörn hittir væntanlega naglann á höfuðið þegar hann segir: „Þetta er bara svo skemmtilegur bransi.“ Hann segir að fyrir menn sem hafa yndi af bókum og bókmenntum sé mikil fróun fólgin í útgáfustarf- inu. „Ég hef trú á skáldskap og þess vegna er ég að þessu.“ Sama máli gegnir um Jóhann Pál. Hann er fyrst og fremst í útgáfu af faglegum metnaði og ástríðu fyrir hinum forna miðli, bókinni. „Bókaút- gáfa er baktería sem menn losna ekki svo auðveldlega við. Það þýðir ekkert að standa í þessu ef menn hafa ekki brennandi áhuga,“ segir Jóhann Páll. Gróða ekki breytt í steinsteypu Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að löng hefð mun vera fyrir því að ís- lenskir bókaútgefendur eyði öllu því fé sem þeir koma höndum yfir í starfsemina – sínu og annarra, líkt og Árni Einarsson, forstjóri Eddu, bendir á. Það gera þeir í nafni menn- ingarinnar. „Það hefur margt komið út hér á landi gegnum tíðina sem er ótrúlegt fyrir 300.000 manna þjóð. Menn hafa lyft grettistaki. Hafi íslenskir útgef- endur hagnast á starfsemi sinni hafa þeir nær undantekningarlaust sett gróðann inn í reksturinn, gefið út fleiri bækur, en ekki notað hann í eigin þágu eða breytt honum í stein- steypu,“ segir Árni. Kristján er sannfærður um að ým- is tækifæri séu í bókaútgáfu en menn verði aftur á móti að hugsa á öðrum nótum en áður. Landslagið hafi breyst. „Það er miklu meira framleitt af þekkingu nú en fyrir tuttugu árum en það er ekki endi- lega víst að því sé betur komið á framfæri við almenning en áður. Þeir tímar eru liðnir að öll grund- vallarrit rati ósjálfrátt inn á öll heimili í landinu. Bókin er hins vegar svo opið og skemmtilegt form að það verður alltaf hægt að finna leiðir.“ Þrátt fyrir erfið skilyrði á markaði hefur JPV útgáfa gengið vel þessi sex ár sem forlagið hefur starfað. „Ástæðan fyrir þeim árangri er sam- bland af heppni og gífurlegri vinnu. Mér dettur ekki í hug að við höfum fundið einhverja töfralausn,“ segir Jóhann Páll. Bjartur hefur líka átt ágætu gengi að fagna og Snæbjörn segir að aldrei hafi verið tap á rekstri forlagsins. „Það helgast fyrst og fremst af því að Bjartur hefur alltaf gætt þess að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Við höfum vissulega veðjað á ýmsa nýja höfunda en tilkostnaðurinn hefur aldrei verið óhóflegur. Bjartur er lít- ið fyrir flugeldasýningar.“ Aftur til fortíðar Edda útgáfa hefur átt við ramman reip að draga undanfarin ár. Þegar »Blikur eru hátt á lofti í íslenskri bókaútgáfu um þessar mundir og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af bókmenn- ingu í landinu til lengri tíma litið. Það hefur orðið bylting í verslunarhátt- um og viðskiptum á Ís- landi undanfarin tuttugu ár og bókaútgáfa hlýtur að lúta þeirri þróun.         !"" # # !""$"  % $"  %  # # & "# '() *+  "  ,-  ./ ! &()# 0 " 1 '  ()1 " ,              (+"#)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.