Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 34
Eftirfarandi orð eru úr dagbók ungrar gyðingastúlku: Þriðjudagur, 6. júní 1944. Kæra Kitty! „Þetta er D- dagurinn,“ segir í ensku útvarpsfrétt- unum. Og það er satt: „Þetta er dag- urinn.“ Innrásin er hafin! Í ensku frétt- unum , klukkan átta í morgun, sagði: Calais, Boulogne, Le Havre og Cherburg og sundið (eins og vant er) hafa legið undir stöðugri stór- skotahríð. Samkvæmt þýskum frétt- um, höfðu breskir fallhlífahermenn svifið til jarðar á Frakklandsströnd. Verður fullnaðarsigur unnin árið 1944? Enginn veit, en vonin er vökn- uð í brjóstum okkar, von, sem gefur okkur nýja bjartsýni og styrk. Þjóðverjarnir eru lengi búnir að ögra okkur og hræða og bregða svo að segja, hnífnum að hálsi okkar. Og þetta snertir ekki okk- ur Gyðinga eina, heldur Hollend- inga yfirleitt, og allar hinar und- irokuðu þjóðir Evrópu. Mar- grét segir, að ég muni geta farið aftur í skólann í haust. Þín Anna. P.S. Ég segi þér helstu fréttirnar jafnóðum. Anna Frank lést í marsmánuði 1945 í Bergen-Belsen fangabúð- unum, aðeins nokkrum vikum áður en búðirnar voru frelsaðar af Bret- um. „Þetta er dagurinn“ Anna Frank almennings í Þýskalandi. Fólk heimt- aði að byrgið yrði sprengt í loft upp og málinu lokið í eitt skipti fyrir öll. Sú hugmynd kom fram hvort það væri ekki táknrænt að staðsetja minnisvarðann í nágrenni for- ingjabyrgisins, þar sem Hitler framdi sjálfsmorð 30. apríl 1945. Þegar framkvæmdir voru vel á veg komnar fyrir fræðslusetrið, kom mjög óvæntur hlutur í ljós. Verka- mennirnir höfðu grafið sig niður á þriggja metra þykkt þak neðanjarð- arbyrgis Josefs Goebbels, fyrrver- andi áróðursráðherra Hitlers. Stað- setning minnisvarðans gat ekki verið betri og táknrænni. Fræðslusetrið Aðgangur er ókeypis inn í fræðslu- setrið og lyfta er fyrir fatlaða. Þegar niður er komið er gengið inn í stóran og rúmgóðan sal. Þar er hægt er að geyma yfirhafnir, fá bæklinga á fjölda tungumála og upplýsingar frá starfsfólki minnisvarðans. Allt viðmót starfsfólks er til fyrirmyndar og það er reiðubúið að aðstoða og svara öll- um spurningum gesta. Lítil og snotur bókabúð er í móttökusalnum þar sem hægt er að finna fjölda bóka eftir marga þekkta gyðinga sem lifðu af helförina, t.d. sálfræðinginn Viktor E. Franklin sem komst lífs af úr Auschwitz-Birkenau-útrýmingarbúð- unum. Þegar lagt er af stað inn í sjálft fræðslusetrið, sem samanstendur af fjórum sölum, er gengið meðfram löngum vegg sem hefur að geyma fjölda mynda með textum og ártölum. Þessi veggur er samsíða gamla Berl- ínarmúrnum og á honum eru veittar upplýsingar um hvernig ofsóknir nas- ista hófust í valdatíð Hitlers. Fyrsti Salur – Umfangið Í fyrsta salnum er gestum gerð grein fyrir hve víða ofsóknir nasista náðu um alla Evrópu. Á gólfinu má lesa upprunalegar tilvitnanir og minningar úr dagbókum fórnarlamb- anna. Talið er að á milli 5,6 til 6 millj- ónir gyðinga hafi verið numdar á brott frá heimkynnum sínum og myrtar. Þessar tölur eru fengnar frá öllum löndum Evrópu en þó má finna vissar glufur í þeim vegna þess að flestar upplýsingar um uppruna fórn- arlambanna voru eyðilagðar í seinni heimsstyrjöldinni. Aðeins örfáum gyðingum tókst að skilja eftir einhverjar heimildir um ofsóknir sem þeir urðu fyrir af völd- um nasista. Algjör þögn ríkir þegar gestirnir streyma í gegnum salina og þeir gefa sér nægan tíma til að lesa þau bréf sem gyðingar skrifuðu í dag- bækur sínar. Stundum var engar dagbækur að finna þannig að gyð- ingar skrifuðu minningarnar sínar á auðar síður skáldsagna og annarra rita. Annar Salur – Fjölskyldurnar Næsti salur er tileinkaður fimmtán gyðingafjölskyldum úr hinum mis- munandi þjóðfélagsstigum bæði hvað varðar menntun og uppruna. Þessi salur er vel myndum búinn ásamt því að vera með sjónvarpsskjái og kort til upplýsinga um hvaðan fjölskyldurnar komu. Þriðji Salur – Nöfnin Þessi salur er með mjög lítilli lýs- ingu og getur verið erfitt að átta sig á hvert verið er að leiða mann. Þegar augun hafa vanist myrkrinu og gestir náð þeirri ró sem þessi salur hefur fram að bjóða fer fólk ósjálfrátt að tylla sér niður á steinbekkina í saln- um miðjum. Hér geta gestir hlustað á lestur úr dagbókum og bréfum, ævisögum, eða frásagnir lifandi ættingja sem kom- ust lífs af úr einangrunarbúðunum. Það er ólíkt með þessum sal og hinum að hann er mjög opinn og vítt til veggja. Fjórði Salur – Staðirnir Aftökur nasista á gyðingum áttu sér stað víða um Evrópu en ofsóknir þeirra og aftökur beindust einnig gegn öðrum hópum eins og sígaun- um, rússneskum föngum, pólitískum andstæðingum nasista, Vottum Je- hóva, Serbum og samkynhneigðum. Í þessum sal eru átta básar sem búnir eru með heyrnartólum og gest- ir geta valið um nokkur tungumál og hlýtt á lýsingar vitna sem komust lif- andi úr einangrunarbúðum nasista, Auschwitz-Birkenau, Treblinka, Bel- zec, Kulmhof, Lublin-Majdanek, Ba- bij Jar, Sobibor og Malyj Trostenez. Svipur gestanna segir í raun allt sem segja þarf. Sorg og algera undr- un má lesa úr andlitum þeirra. Hvernig gátu svona voðaverk átt sér stað rétt fyrir framan nefið á okkur? Þýski heimspekingurinn Carl Ja- spers, sem einnig var ofsóttur af nas- istum, sagði eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar í Evrópu: „Það sem hefur gerst hér fyrir framan okkur er í raun viðvörun til okkar allra, að hunsa þá viðvörun er okkar sekt […].“ Heimildir: www.stiftung-denkmal.de Dagbók Önnu Frank, séra Sveinn Víkingur þýddi 1957, einkaréttur á Íslandi: H&K út- gáfan. Illustrated History of the Berlin Wall, Jo- hannes Peter Berlin 1933–1945, CH Links Verlag, Berlin Memorial to the Murdered Jews in Europe, Berlin. Joachim Schlör. Neue Reichskanzlei und Fuhrerbunker, Ch. Links Denkmal fur die ermordeten Juden Europas (Laupner) Breytt ásýnd Berlínar Minnisvarðinn er heilmikið sjónarspil. Hann stendur skammt frá Brandenborgarhliðinu og hefur breytt ásjónu Berlínar til muna. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og ritstjóri. minnisvarði 34 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sameiginlegt hlaup fyrir höfuðborgarsvæðið er á Laugardalsvellinum í Reykjavík og við 21 útibú á landsbyggðinni. Í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans endurvekjum við hið sögufræga Landsbankahlaup fyrir 10-13 ára krakka. Hlaupið hefst á sama tíma um allt land, kl. 11.00.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.