Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 40
utanríkismál 40 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISMÁL Félög sjálfstæðismanna í Langholts, Laugarnes og Túnahverfum halda fund um Umhverfismál á kosningaskrifstofunni Langholtvegi 43 (Gamla Landsbankaútibúinu) sunnudaginn 29. apríl 2007 kl. 14.00. Gestur fundarins verður Illugi Gunnarsson hagfræðingur og frambjóðandi til Alþingis. Heitt á könnunni . Allir velkomnir. Félög sjálfstæðismanna í Langholts, Laugarnes og Túnahverfum. Símar 569 8141 og 569 8240. FRAMBOÐ Ís- lands til Örygg- isráðs Samein- uðu þjóðanna er óttalegt brölt og utanríkis- þjónusta Ís- lands hefur bólgnað alltof mikið út. Þetta segir Magnús Þór Haf- steinsson, þing- maður Frjáls- lynda flokksins, og tekur skýrt fram að fjármunum sé miklu betur varið til þróunarhjálpar með áherslu á þau svið sem Íslendingar hafi sérþekk- ingu á, s.s. jarðhita, virkjanir og sjáv- arútveg. Frjálslyndi flokkurinn styður veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu (NATO) en hefur að sögn Magnúsar allan varann á varðandi aðild að Evr- ópusambandinu, og þá sérstaklega vegna sjávarútvegsins. „Afsal á auð- lindum okkar kemur ekki til greina og við sjáum ekki fyrir okkur að hægt sé að leysa það mál.“ Magnús segir Frjálslynda flokkinn sáttan við EES-samninginn að mestu leyti þótt flokkurinn hafi gagnrýnt frjálsa för launafólks vegna vanda- mála sem geti skapast fyrir svo fá- menna þjóð sem Ísland er. „Við vilj- um beita öryggisákvæðum samningsins til að við getum haft stjórn á för fólks hér inn til landsins,“ segir Magnús en áréttar að flokk- urinn hafi ekki í hyggju að segja upp EES-samningnum. Þarf að skerpa öryggisþáttinn Magnús leggur áherslu á varnir landsins og styður hugmyndir Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um varalið. „Við þurfum að skerpa örygg- isþáttinn hér á landinu varðandi hugs- anlega ógn, þ.m.t. vegna hryðjuverka, og hafa viðbúnað hér þannig að hing- að geti komið lið með skömmum fyr- irvara okkur til hjálpar,“ segir Magn- ús en er jafnframt ósáttur við að fráfarandi ríkisstjórn gangi til samn- inga við erlend ríki um að staðsetja herafla í lögsögu landsins. „Þetta hefði átt að vera hlutverk næstu rík- isstjórnar og tilefni til að þing væri kallað saman. Þetta minnir svolítið á ákvörðunina um stuðninginn við inn- rásina í Írak sem er sárasti fleinninn í utanríkismálum þjóðarinnar í dag.“ Aðspurður hvort Ísland eigi að við- urkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki segist Magnús persónulega vilja styðja þá viðleitni þótt flokkurinn hafi ekki tekið formlega afstöðu. „Ég hef sterka samúð með málstað Palest- ínumanna þótt ég reyni að sýna Ísr- aelum líka skilning,“ segir Magnús sem jafnframt setur fyrirvara við Schengen-samkomulagið. Utanríkisþjónustan bólgnað út Magnús Þór Hafsteinsson ÍSLAND er eyja en sann- arlega ekki ey- land þegar kemur að hags- munagæslu á alþjóðavett- vangi, segir Bjarni Bene- diktsson, þing- maður Sjálf- stæðisflokksins, og leggur auk varnarsamn- ingsins við Bandaríkin og aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu áherslu á samstarf við grannríkin til að mæta öryggisógnum nútímans. „Við erum að fást við allt önnur mál í dag en hér á árum áður,“ segir Bjarni og tekur eftirlit á hafsvæðinu sem dæmi. Flutningar um Norður-Atlantshaf hafi aukist mikið og muni halda því áfram. Það krefjist eftirlits enda geti Ísland t.d. átt mikið undir því að koma í veg fyrir umhverfisslys. „Öryggi landsins er smám saman að færast frá því að vera utanríkismál og yfir í að vera innanríkismál enda erum við fyrst og fremst að byggja upp borgaralegar stofnanir á borð við lögregluna og Landhelgisgæsluna en ekki að einblína á hernaðarlegar varn- ir,“ segir Bjarni og vekur athygli á því að Ísland sé eina ríki Evrópu sem ekki sé með sérstaka öryggislögreglu sem hafi víðtækari rannsóknarheimildir. Bjarni segir EES-samninginn enn fullnægja samskiptum Íslands við Evrópusambandið þótt gera mætti breytingar til að styrkja hags- munagæslu gagnvart sambandinu með því að reyna að hafa áhrif á ákvörðunarferlið á fyrri stigum. „Alþingi hefur líka þurft að reiða sig of mikið á álit frá ráðuneytunum í þessum málum en oft er t.d. hægt að velja um nokkrar leiðir varðandi upp- töku reglna,“ útskýrir Bjarni og vísar til nýlegrar skýrslu Evrópunefndar. Verðmiði á fríverslunarsamninga? Hvað framboð Íslands til Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna varðar segir Bjarni núverandi forsætisráð- herra hafa farið skynsamlega leið þegar hann mótaði þá stefnu að farið yrði fram af ákveðinni hógværð en um leið sýnt fram á að full alvara lægi að baki. „Þetta er metnaðarfullt mark- mið sem ýtir undir þekkingu á þess- um málum hér á landi.“ Spurður um gagnrýni á meinta pólitíska skipan sendiherra segir Bjarni að stundum virðist gleymast að þarna sé bæði hæft og reynt fólk á ferð. „Kostnaður við utanríkisþjón- ustuna hefur vaxið mikið en við skynj- um það líka sterkt frá atvinnulífinu að þetta starf skiptir miklu máli,“ segir Bjarni og spyr hvaða verðmiða væri t.d. hægt að setja á mögulegan frí- verslunarsamning við Kína. Eyja en ekki eyland Bjarni Benediktsson Bæði austur og vestur um haf „VEGNA legu landsins teljum við styrk okkar felast í því að vinna bæði austur og vest- ur um haf,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins, aðspurð um stefnu Fram- sóknar í utanríkismálum. „Helstu áherslumál okkar hafa verið þróun- armál, friðargæslan og mannrétt- indamál,“ bætir Sæunn við og legg- ur áherslu á að Ísland sé í dag ekki aðeins þiggjandi í samfélagi þjóð- anna, eins og áður var, heldur einn- ig þátttakandi. Sæunn segir Framsóknarflokk- inn einan flokka hafa skilgreint möguleg samningsmarkmið til að hafa að leiðarljósi í aðildarvið- ræðum við Evrópusambandið. Um- ræðan sé mikilvæg þótt aðild- arumsókn sé ekki tímabær. „Við þurfum að ná meiri stöðugleika í efnahagsmálum svo við getum byggt okkar ákvarðanir á metnaði og styrkleika fullvalda þjóðar,“ segir Sæunn og áréttar að slíka ákvörðun þyrfti alltaf að bera undir þjóðaratkvæði. Sæunn segir utanríkisþjónustu Íslands hafa verið umbreytt á sl. ár- um og að hún sé mikilvæg fyrir út- rás viðskiptalífsins. „Við viljum eiga fulltrúa í þeim alþjóðastofn- unum sem við erum aðilar að og lið- ur í því er barátta okkar fyrir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Sæunn en hún viðurkennir þó að helst til margir sendiherrar hafi verið skipaðir og segist ekki hissa að fólki hafi ofboðið um tíma. Áhersla á Sameinuðu þjóðirnar Framsóknarflokkurinn vill efla þátttöku Íslands í Atlantshafs- bandalaginu og um leið styrkja borgaralegar stofnanir heima fyrir. Sæunn fagnar jafnframt þeim breytingum sem gerðar voru á lög- um um friðargæslu nýverið þannig að verkefni hennar séu eingöngu borgaraleg sem og þeirri stefnu að friðargæslan hafi mýkri ásýnd og það séu konur jafnt sem karlar sem gegni störfunum. Þá leggur Sæunn áherslu á þróunarsamvinnu og vill að henni verði gert enn hærra und- ir höfði. „Íslandi ber siðferðisleg skylda sem einni af ríkustu þjóðum heims til að leggja sitt fram og við eigum að einbeita okkur að þeim málum þar sem við erum sjálf sterk fyrir,“ segir Sæunn og bætir við að Framsókn hafi lagt áherslu á starf- ið innan Sameinuðu þjóðanna og þá sérstaklega UNICEF og UNIFEM. Sæunn Stefánsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.