Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 46

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 46
skautar 46 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ S víinn Jennifer Molin og Frakkinn Guillaume Ker- men eru þjálfarar hjá list- hlaupsdeild Skautafélags Reykjavíkur. Þau hafa verið hérlendis síðan í ágúst í fyrra og haft mikil áhrif á starfið í félaginu. Bæði eru þau reyndir skautarar og geta miðlað góðri reynslu frá al- þjóðavettvangi til nemenda sinna og vísa til þess að þau eigi í raun 300 börn. „Við vissum nærri ekkert um Ís- land áður en við komum hingað. Við vissum ekki við hverju við áttum að búast en langaði að gera eitthvað spennandi og fengum gott tækifæri til þess hér,“ segir Jennifer. Þau segja nemendurna áhugasama og gott að vinna með stjórn LSR. Bæði vilja þau markvisst bæta skautaíþróttina hérlendis og segja mikilvægast að æfa meira. Besti hóp- urinn þeirra æfir fimm klukkustund- ir á ísnum á viku en annars staðar í heiminum æfa slíkir hópar um 18 stundir á viku. „Mér finnst stelpurnar mjög góðar miðað við tímann sem þær æfa á ísn- um en það er erfitt að keppa við aðr- ar þjóðir á þeim grundvelli,“ segir Jennifer, sem finnst líka mikilvægt að breyta viðhorfi almennings til íþróttarinnar. „Fólk þekkir hana ekki, sér bara fyrir sér fallega bún- inga og brosandi fólk. En í raun er þetta einhver erfiðasta íþrótt sem hægt er að taka þátt í. Það dugar ekki að vera fótafimur eða gera skautað hratt. Þú verður að vera al- hliða íþróttamaður. Samhæfingin þarf að vera í lagi.“ Þau lýsa bæði yfir áhuga á nánari samstarfi við skóla til að gefa krökk- unum meiri æfingatíma á ísnum. „Það er gert til dæmis í íþróttaskól- um í Frakklandi. Ef nemandinn nær ákveðnu stigi getur hann sleppt leik- fimi og fleiri fögum til að leggja meiri áherslu á skautana.“ Vill fleiri stráka Guillaume vildi gjarnan sjá fleiri stráka í sinni deild. „Strákarnir fara í hokkíið, finnst það eitthvað stráka- legra, en listhlaup á skautum er mjög erfið íþrótt. Ef maður dettur er ekki heldur neinn hlífðarbúnaður til að vernda mann.“ „Það er heldur ekki hægt að treysta á liðið í listhlaupi, maður er bara einn og þarf að treysta á sjálfan sig,“ skýtur Jennifer inní. LSR tók þátt í alþjóðlegu móti í Stokkhólmi í marslok. Alls fóru 14 stelpur til Svíþjóðar á aldrinum tíu til nítján ára. „Félagið er að verða al- þjóðlegra. Við fórum í þessa keppni til að kynna Ísland til sögunnar í list- hlaupinu. Stelpurnar komust ekki nærri toppsætunum en þær fengu að kynnast þessum heimi, viðhorfi hinna stelpnanna og sjá hvað þetta er mikil vinna. Þetta var það besta sem klúbburinn gat gert fyrir stelpurnar. Þetta er önnur alþjóðlega keppnin sem við förum á. Við fórum líka á Norðurlandamótið í ár,“ segir hún. „Í öðrum löndum eru miklu fleiri félög en hér, þetta getur verið stór og harður heimur. Það er kannski ákveðið áfall fyrir stelpurnar en jafn- framt nauðsynlegt. Við hvetjum þær áfram,“ segir Guillaume. Jennifer segir annað kerfi notað á Íslandi en í öðrum löndum en þau eru að vinna að því að sama kerfi verði tekið upp hér til að gera stelpunum auðveldara fyrir. Æfingabúðir í Los Angeles Einnig fóru þau með hóp í æfinga- búðir í Los Angeles síðasta sumar en búðirnar þykja einhverjar þær bestu í heimi. „Þarna var samankomið toppskautafólk og stelpurnar skaut- uðu með þeim. Mikilvægt skref fyrir þær,“ segja þau en heimsóknin var möguleg út af góðum samböndum Jennifer og Guillaume. „Í fyrsta skipti sem ég tók þátt í al- þjóðlegri keppni fannst mér ég vera mjög góður því ég var einn af þeim bestu í mínu landi. En þegar ég sá hina þá var það ákveðið sjokk. Þá skildi ég að ég þurfti að leggja harðar að mér. Viðhorfið breyttist í kjölfar- ið,“ segir Guillaume um reynslu sína af alþjóðlegri keppni. Fyrir utan þjálfun í Frakklandi flutti Guillaume til Toronto í Kanada þar sem hann nam við Mariposa- skautaskólann. Þjálfari hans var Lee Barkell, þekktur sem þjálfari Jeffrey Buttle, sem vann bronsverðlaun á Ól- ympíuleikunum 2006. Kanadabúinn þekkti Elvis Stojko er hans helsta fyrirmynd. Í Kanada kynntist Guil- laume paraskautum og fór að æfa sem slíkur í heimalandinu. Hann komst í landsliðið og gekk vel. Jennifer segir þetta vera „frábæra íþrótt og frábæran lífsstíl. Þegar ég tók í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegri keppni skautaði ég betur en í heima- landi mínu. Ég fór til Rússlands til að æfa og fá þekkinguna þaðan, hana var ekki að fá í Svíþjóð,“ segir Jenni- fer sem núna er komin hingað til lands til að miðla þekkingunni áfram. Til viðbótar æfði hún í Úkraínu, Þýskalandi, Póllandi og Frakklandi. Hún hefur æft með skautadrottn- ingum á borð við Irinu Slutskayu, sem er tvöfaldur heimsmeistari, sjö- faldur Evrópumeistari og hefur tvisvar unnið til verðlauna á Ólymp- íuleikunum. Hún æfði með landsliði Úkraínu á árunum 1994–98 með þjálfaranum Valentin Nikolaiev, sem líka þjálfaði Oksönu Baiul. Jennifer og Guillaume kynntust í París 2002. Hann var þá í franska liðinu að leita sér að nýjum félaga. Jennifer hafði í laumi dreymt um að keppa í para- skautum og þau ákváðu að starfa saman. „Ég er ekki mikið fyrir hópíþróttir og það er erfitt að keppa með öðrum. Þetta getur verið mjög skemmtileg lífsreynsla, þegar allt gengur upp er þetta skemmtilegra en að skauta einn. Því miður er ekki hægt að keppa í pörum hér ennþá því strák- arnir eru svo fáir og ungir,“ segir Jennifer. „Kannski hokkíleikmennirnir átti Keppnisfólk í ævintýraleit Skautaþjálfararnir Jennifer Molin og Guillaume Ker- men vinna að miklu uppbyggingarstarfi hjá list- hlaupsdeild Skautafélags Reykjavíkur. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þau um nemendurna, al- þjóðlega skautakeppni og íþróttaandann. Parið Þau eru flott saman á ísnum. Fólk þekkir íþróttina ekki, sér bara fyrir sér fallega búninga og brosandi fólk. En í raun er þetta einhver erfiðasta íþrótt sem hægt er að taka þátt í. Samvinna „En loks fann ég hana, einhvern sem vildi leggja virki- lega hart að sér,“ segir Guillaume um Jennifer. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Króatía 27. maí frá kr. 39.990 Viðbótargisting - örfáar íbúðir Frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Diamant í viku. Munið Mastercard ferðaávísunina Sértilboð á Diamant - frábær gisting Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Króatíu í viku 27. maí. Fengum örfáar viðbótaríbúðir á Diamant íbúðahótelinu sem við bjóðum á frábærum kjör- um. Frábær gisting með góðum aðbúnaði. Skelltu þér til Króatíu í viku og njóttu lífsins á þessum einstaka áfangastað í sumarfríinu. Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Diamant í viku. ER ÉG AÐ TAKA ÁHÆTTU EF ÉG TEK HELMINGASKIPT HÚSNÆÐISLÁN?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.