Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 50

Morgunblaðið - 29.04.2007, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 4,5% Það gladdi mig að forstjóri TR skyldi finna sig knúinn til varna vegna greinar minnar í Mbl. 5. apríl sl. Með því gaf hann mér kost á að reka skýringar hans aftur til föð- urhúsanna. Við Karl erum sammála um nauðsyn þess að sá hornsteinn velferð- arkerfisins sem TR hvílir á sé traustur en þar með lýkur líklega samlyndi okkar. Hvað er málið? Tildrög deilu minnar við TR eru þau að fyrir 25 árum voru kalkk- irtlar mínir fjarlægðir í ógáti af skurðlækni LSP. Síðan hef ég þjáðst af alvarlegum kalkskorti, hypocalce- miu, sem verður aðeins haldið í skefjum með stórum skömmtum af kalki. Mýmargar um- sóknir mínar um 100% lyfjaskírteini voru nán- ast allar E-merktar sem þýddi að kostn- aður vegna kalklyfja lenti að mestu leyti á mér sjálfri. Þessu vatt fram til ársins 2005 þegar ég hafði sjálf komist á snoðir um gildandi lagaheimild sem áskildi mér rétt á 100% skírteini. Þá en ekki fyrr sá TR ástæðu til að flokka mig rétt. Bæði umboðsmaður Alþingis sem og úrskurðarnefnd almannatrygginga tóku undir með mér að TR hefði brotið á rétti mínum. Hvað finnst Karli? Lítum nánar á svargrein hans í Morgunblaðinu hinn 13. apríl: „TR ber ábyrgð á að veita öllum þeim sem rétt eiga til bóta … rétta og sanngjarna afgreiðslu.“ Hið sanna er að TR ber skylda til að veita öllum réttar og leiðbeinandi upplýsingar um réttindi og heimildir sem lög landsins veita þeim. Þetta heitir leiðbeiningaskylda. Í 25 ár hirti TR ekki um að upplýsa mig um heimild sem veitti mér rétt til 100% endurgreiðslu kalklyfja, þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir mínar þar um. „… almenna vinnureglan er sú að viðskiptavinir skuli látnir njóta vaf- ans.“ Þetta er fjarstæðukennt – af hverju setti starfsfólk TR mig í rang- an endurgreiðsluflokk þegar annar betri bauðst mér? Hafi lyfjadeild velkst í vafa hefði líklega hjálpað að lesa þeirra eigin gögn um fyrirliggj- andi úrskurð. Úrskurðarnefndar um fulla endurgreiðslu til annars ein- staklings með hypocalcemiu frá árinu 1998. „Viðskiptavinir TR geta kært meðferð mála hjá … úrskurð- arnefnd …“ Einstaklingur þarf að hafa rök- studdan grun um að ekki hafi verið farið að leikreglum til að kæra úr- skurð TR. Áður en til kæru kæmi á TR að vera búið að upplýsa fólk um möguleg réttindi þess. Hefði starfs- fólk TR hirt um að leiðbeina mér um lögbundinn rétt minn til endur- greiðslu lyfja – jafnvel þótt þau hafi ekki verið í skapi til að láta mig njóta hans – hefði ég kært fyrir löngu. „… var reynt eftir bestu getu að greiða götu hennar innan flókins kerfis.“ Lögfræðideild TR sýndi mér frá upphafi ótrúlega og oft óforskamm- aða hörku. Í málflutningi sínum varði deildin ákvarðanir lyfjadeildar með öllum tiltækum ráðum og sverðalög- um sem enginn almennur þegn ætti að þurfa að bera af sér. Eftir ára- langa baráttu hefur stofnunin nú loks við- urkennt mistök sín með útgáfu 100% lyfja- skírteinis. Finnst Karli þetta lýsa bestu getu TR? Þótt kerfið kunni að vera flókið eru máls- atvik í raun sáraeinföld: Starfsmenn TR settu mig í rangan endur- greiðsluflokk miðað við þau réttindi sem lög- gjafinn úthlutaði mér. „… hefur ekki aðeins verið staðfest af úr- skurðarnefnd heldur einnig af Héraðsdómi Rvk.“ Forstjóri TR segir hér beinlínis ósatt. Hið rétta er að úrskurð- arnefndin tók þvert á móti algjörlega undir málflutning minn enda segir í úrskurði hennar að Ragna hafi frá upp- hafi átt ótvíræðan rétt á fullri endurgreiðslu lyfja af hálfu TR. Ætli forstjórinn sé hér viljandi eða óafvitandi að greina rangt frá? Lagaflækjur í stað sannleikans Umboðsmanni Alþingis, úrskurð- arnefnd almannatrygginga og sjálfri mér finnst líklegt að TR hafi bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mér með rangri afgreiðslu sinni miðað við lögbundinn rétt minn til endur- greiðslu lyfja. Tíminn einn getur leitt í ljós hvort TR tekst að firra sig ábyrgð með lagaklækjum og flækj- um. Það breytir í engu staðreyndum málsins né heldur því ranglæti sem TR lét bitna á mér með röngum af- greiðslum. Barátta mín snýst einfaldlega um að ég vil að TR endurgreiði mér út- lagðan kostnað vegna kalklyfja. Hvorki meira né heldur minna. Ég fer ekki fram á skaðabætur af hálfu TR, aðeins réttláta leiðréttingu. Því hlýt ég að spyrja mig af hverju TR sé svona ástríðuþrungið í andófi sínu gagnvart venjulegum borgara þegar staðreyndir eru augljósar. Mér er það óskiljanlegt og ég hef áhyggjur af meðferð TR á þeim sem eiga veru- lega undir högg að sækja. Kannski verða allir að kæra úrskurði TR – til vonar og vara? Hver á að gera hvað? Einhvers staðar lýkur ábyrgð TR og mín tekur við. Það er samt út í hött að ætlast til þess að ég þrammi sjálf milli lækna og löglærðra til að ganga úr skugga um að skjalamöpp- ur lyfjadeildar TR séu í lagi eða þekking starfsfólks TR sé viðunandi. Það á bæði við um sjúkdóma sem og þau lög og reglur sem til hagsbóta kunna að vera fyrir þegnana. Að öðr- um kosti lægi leiðbeiningaskyldan hjá borgurunum sjálfum – og þá fyrst færi kerfið að verða flókið. TR og ég Ragna Björk Þorvaldsdóttir svarar Karli Steinari Guðna- syni, forstjóra TR Ragna Björk Þorvaldsdóttir »Eftir ára-langa bar- áttu hefur stofn- unin nú loks viðurkennt mis- tök sín með út- gáfu 100% lyfja- skírteinis. Höfundur er verkefnisstjóri. Á VORDÖGUM 1937 var konum sem aðhylltust stefnu Sjálfstæð- isflokksins og bjuggu í Hafnarfirði boðið að sitja stjórnarfund hjá þá nýstofnuðu félagi sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, Hvöt. Stjórnarfundurinn og málefnin sem þar voru fyrirtekin höfðu sterk áhrif á hafn- firsku konurnar og fylltust þær eldmóði af skörungsskap Reykjavíkurkvenna. Þegar heim kom höfðu þær samband við fleiri konur í firð- inum og sögðu þeim frá fundinum. Í fram- haldi var ákveðið að boða til stofnfundar sjálfstæð- iskvennafélags í Hafnarfirði, föstu- daginn 23. apríl 1937, á Hótel Birninum. Í elstu fundargerðarbók félagsins segir: „Að tilhlutan nokk- urra áhugaríkra sjálfstæðiskvenna hefur verið umtalað og orðið að samkomulagi, að koma á fót félagi sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði.“ Fundinn setti frú Jakobína Mat- hiesen með hressilegu ávarpi. Að því loknu bauð frúin orðið laust. Tók þá til máls frú Rannveig Vig- fúsdóttir og sagðist eindregið vera fylgjandi því að stofnað yrði til fé- lagsskapar sjálfstæðiskvenna í bænum. Framhaldsstofnfundur var síðan haldinn hinn 29. apríl sama ár og var þá ákveðið nafn félagsins, „Vorboði“, en uppástungan kom frá frú Guðrúnu Einarsdóttur í Gunnarsbæ. Þá var kosin fyrsta stjórn fé- lagsins en hana skipuðu: Rannveig Vigfúsdóttir formaður, Jakobína Mathiesen varaformaður, María Ólafsdóttir gjaldkeri, Sólveig Eyjólfsdóttir ritari, meðstjórnendur Geirlaug Sigurð- ardóttir, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Guðrún Eiríksdóttir. Í varastjórn, Jóhanna Símonardóttir, Ragn- heiður Magnúsdóttir, Halldóra Jóhanns- dóttir, Soffía Sigurð- ardóttir og Valgerður Erlendsdóttir. Þær heiðurskonur sem stóðu að stofnun fé- lagsins fylgdu að sjálfsögðu stefnu Sjálfstæð- isflokksins að málum og unnu að hugsjónum hans. Þær settu sér m.a. það markmið að berjast fyrir víðsýnni framfarastefnu, með hagsmuni allra stétta fyrir augum, og stefna að frelsi og sjálfstæði þjóðar og einstaklings. Þá lögðu þær ríka áherslu á aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum. Félagið hef- ur frá upphafi fylgt skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins eins og þær eru hverju sinni. Fyrsta verk Vorboðakvenna var að vinna að glæsilegri kosningu Bjarna Snæbjörnssonar læknis til Alþingis hinn 20. júní 1937. Allt frá fyrstu tíð voru konurnar til- búnar að ganga til hinna ýmsu verka, hvort heldur til að standa við bak öflugra frambjóðenda eða þær stóðu fyrir fjársöfnun. Aðferð- ir þeirra til söfnunar og styrktar góðu málefni hafa verið með margs konar hætti, eitt sinn settu þær upp leikritið Spanskfluguna, seinna var haldinn basar, happ- drætti, ball og svo mætti lengi telja. Jólafundir Vorboða hafa átt miklum vinsældum að fagna, en jólafundur félagsins var fyrst hald- inn árið 1962. Vorboði hefur heiðrað þrjár kon- ur fyrir störf sín, Rannveigu Vig- fúsdóttur, fyrsta formann félags- ins, Jakobínu Mathiesen, fyrir formennsku í 26 ár, og Sólveigu Eyjólfsdóttur, fyrir 50 ára sam- fellda stjórnarsetu. Tilnefndar heiðurskonur voru meðal stofn- félaga og sátu allar í fyrstu stjórn félagsins. Á 55 ára afmæli Vor- boða, voru þær konur sem stóðu m.a. að stofnun félagsins, og voru á lífi, hylltar, en þær voru þá fjór- tán, en nú á 70 ára afmælinu er ein af stofnendum á lífi. Þegar hugsað er til þeirra bjart- sýnu baráttukvenna sem sátu fyrstu fundi félagsins er ekki ann- að hægt en að dáðst að þeim kjarki sem þær sýndu í verki. Al- heimskreppa var yfirvofandi, heimsstyrjöld á næsta leiti og ekki Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði í Hafnarfirði 70 ára Valgerður Sigurðardóttir skrifar í tilefni af 70 ára afmæli Vorboða » Styrkur félagsinshefur búið í þeim konum sem sinnt hafa Vorboða, félaginu sínu, af mikilli tryggð og ánægju. Valgerður Sigurðardóttir ÁGREININGUR er óhjá- kvæmilegur þáttur mannlegra sam- skipta. Eins og flestum er ljóst er hægt að bregðast við slíku á ýmsan hátt. Ágrein- ingur getur orðið að ill- leysanlegu vandamáli sem veldur hugarangri og hefur slæm áhrif á okkur og umhverfi okkar, en það má líka nýta orkuna á jákvæð- an hátt til þess að finna viðunandi lausn á ágreiningnum, þroska okkur og breyta við- horfum okkar. Sáttamiðlun hefur verið skilgreind sem aðferð til lausn- ar ágreiningi, þar sem fylgt er ákveðnu og mótuðu ferli. Hug- myndafræði sáttamiðlunar byggist á því að deiluaðilar séu sérfræðingar um mál sín. Þeir séu því best fallnir til þess að leysa ágreininginn, en þurfi til þess aðstoð. Aðilar taka sjálfviljugir þátt í sáttamiðlun og komast að samkomulagi um lausn ágreiningsins, en njóta aðstoðar eins eða fleiri sáttamiðlara. Sáttamiðl- arinn ber ábyrgð á því að sáttaferlið sé virt. Markmið sáttaferlisins er viðunandi lausn fyrir alla/báða aðila, þannig að hvorugum finnist hann bera skarðan hlut frá borði. Hugmyndin að baki – og beiting Hugmyndafræði sáttamiðlunar á sér aldalangar rætur og hefur lengi verið notuð í einni eða annarri mynd víða um heim. Þannig er það til dæmis stór þáttur í menningu frumbyggja Ameríku, Ástralíu og Nýja Sjálands að ná samstöðu og leysa vanda ein- staklinga á sameiginlegum fundum ættbálks, fjölskyldu og nánustu vina. Ýmsar aðferðir sáttamiðlunar hafa verið notaðar hér á landi um nokkurt skeið af ýmsum faghópum. Fyrir skömmu var hér sett á lagg- irnar félagið SÁTT, samtök fagfólks sem vill vinna að framgangi sátta- miðlunar á Íslandi. Aðferðir sáttamiðlunar eru sterkt tengdar þeirri grunnhugsun sem fé- lagsráðgjöf byggist á: lýðræðislegri nálgun, virðingu fyrir rétti ein- staklingsins til sjálfsákvörðunar og þátttöku í meðferð eigin mála. Þessi hugmyndafræði liggur einnig að baki svokallaðs fjölskyldusamráðs (family group conference). Sátta- miðlun hefur verið hluti af námi fé- lagsráðgjafa og aðferðir hugmynda- fræðinnar verið nýttar af þeim og öðrum fagstéttum, til dæmis í skiln- aðarmálum, forsjárdeilum og þegar Að miðla málum – í sátt og samlyndi Ragnheiður Arnardóttir skrifar um sáttamiðlun » Sáttamiðlun býðurupp á tækifæri til þess að leiðrétta mistök og læra að taka ábyrgð á gerðum sínum… Ragnheiður Arnardóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.