Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 80

Morgunblaðið - 29.04.2007, Side 80
80 SUNNUDAGUR 29. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes VILTU KOMA AÐ VEIÐA? TIL ER ÉG ÉG HEF SVO GAMAN AF VEIÐUM! NÚ SKIL ÉG AF HVERJU FÓLKI FINNST VEIÐAR SLAKANDI ÞARNA ER ANNAR! Kalvin & Hobbes Kalvin & Hobbes GRILLMATUR ER VONDUR! HANN BRAGÐ- AST ALLUR EINS Litli Svalur © DUPUIS HAAAA HEHEHEHEHE! LOKSINS! EINANGRUÐ STRÖND. ENGINN TIL ÞESS AÐ TRUFLA MIG... NÁTTÚRAN Í ÖLLU SÍNU VELDI... EITT STYKKI PARADÍS BARA FYRIR MIG ÉG VERÐ AÐ DÝFA MÉR ÚT Í. Á ÉG AÐ ÞORA? TJA... ADAM OG EVA VORU EKKI Í... HÍHÍ! KOMA SVO AAAAAH HVAÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ FINNA UNAÐSLEGA STRAUMA VATNSINS LEIKA UM LÍKAMANN OG... SVALUR! ÉG SAGÐI AÐ VIÐ ÆTLUÐUM BARA AÐ SKOÐA. HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA MEÐ ÞESSA SKUTULBYSSU EN KENNARI... ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ VÆRI AÐ KOMA HÁKARL... dagbók|velvakandi Eftirmæli ríkisstjórnarinnar EFTIRMÆLI núverandi ríkis- stjórnar mætti orða á ýmsa lund. Freistandi væri að nefna stuðning hennar við glæpaverk Bush-stjórnar- innar í Írak sem hljóta að teljast ein- hver skammarlegustu afglöp sem unnin hafa verið í nútímastjórnmála- sögu Íslands. Fleira kemur til greina. Áhugaleysi stjórnarinnar á kjörum aldraðra er annað reginhneyksli hér. Aðbúnaður margra er fyrir neðan all- ar hellur eins og margoft hefur verið bent á. Skortur er á hjúkrunarrým- um, á dvalarheimilum er fólk látið dúsa í pínulitlum herbergisskonsum í mörgum tilvikum með ókunnugum rétt eins og á heimavistum fram- haldsskólanna sem þó eru held ég flestir hættir að bjóða upp á slík býti. Hjón eru aðskilin af því að annað er veikara en hitt eða að þau passa ekki inn í öldrunarskipulagið. Um þennan málaflokk er ekkert minna að segja en það að ríkisstjórnin er hér með allt niðrum sig. Kannski er þó fyrirlits- legasta arfleifð stjórnarinnar sú að láta það viðgangast að hátt í 200 börn og unglingar fái ekki þjónustu á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans vegna fjársveltis þessa málaflokks. Væri þessum mönnum ekki greiði gerður með því að gefa þeim frí frá stjórn landsins næstu fjögur árin í það minnsta? Þjóðin á það allavega skilið. Þorsteinn Krüger. Offramboð kettlinga UNDANFARIÐ hefur mikið verið auglýst eftir eigendum lítilla kett- linga sem fást gefins. Ég hef hins vegar áhyggjur af örlögum allra þessara kettlinga. Fólk fer í sumarfrí á næstu vikum og mánuðum og hvað verður þá um kettlingana? Lætur það bara svæfa þá? Ég er hissa að fólk láti ekki taka læðurnar sínar úr sam- bandi til að koma í veg fyrir að allur þessi fjöldi af saklausum kettlingum fæðist í okkar óvægu veröld. Kisumamma. Verðbreytingar í sjoppum GERA má ráð fyrir að rekstraraðilar: - stundi ekki samráð - verðleggi vörur sínar á eigin for- sendum - láti ekki stjórnast af opinberum fyrirmælum. (búið er að leggja niður ráðstjórn hér á landi sbr. samkeppn- islög.) Sömuleiðis hafa rekstraraðilar skyldur gagnvart sjálfum sér, laun- þegum og viðskiptamönnum. Þær skyldur eru að fara helst ekki á haus- inn. Meginmarkmið verðlagseftirlits hlýtur að snúast um gildandi verðlag aðila á hverjum tíma, ekki um tíma- bundnar hækkanir/lækkanir þeirra. Sigurður Lárusson. Athugasemd til Póstsins Í blaðaauglýsingu frá Póstinum hafa greinilega víxlast skeyti númer 12 og 23, hvítar rósir og liljur. Pósturinn ætti að laga þetta. Guðrún. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is GRÁGÆSIRNAR héldu hádegisverðarfund á grænu túni. Vísuðu þær fjöl- miðlum frá þegar ræða átti viðkvæm málefni. Morgunblaðið/Ómar Grundirnar gróa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.