Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 23

Morgunblaðið - 04.05.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 23 Listahátíðin List án landa-mæra hefur verið opnuð ífjórða sinn, en dagskráin stendur til 16. maí. Á hátíðinni er leitast við að sameina ófatlaða og fatlaða listamenn og áhorfendur og nær hún til flestra listgreina, leik- listar, tónlistar, ljóðlistar, mynd- listar. Dagskráin er svo umfangs- mikil að ekki verður nánar farið í hana hér en bent á meðfylgjandi vefsíðu. List samtímans er iðulega skipt niður í margar greinar, oft er skipt- ingin tilefni til vangaveltna. Í myndlistinni getur áhugafólki reynst flókið mál að greina á milli listar áhugafólks og atvinnumanna. Mörkin milli nytjalistar og listar án notagildis eru líka oft umdeild. Hér á landi hefur Níels Hafstein unnið áhugavert verk með samspili næfr- ar listar og samtímalistar.    List fatlaðra hefur oft verið lista-mönnum uppspretta en þó kannski án þess að þeir fái sjálfir að koma fram með sína list. Á tuttug- ustu öldinni kom fram liststefnan Art Brut sem byggðist á sköpunar- krafti listar geðfatlaðra. Trúin á hreinan og ómengaðan sköpunar- kraft barna, geðfatlaðra og næfra listamanna var líka einn af grund- völlum listar súrrealistanna í upp- hafi síðustu aldar og kom fram síð- ar á öldinni t.d. í list Cobra-hópsins. Í flestum þessum tilfellum voru það þó listamenn sem nýttu sér sköp- unarverk annarra við eigin sköpun. Í dag er það heldur ekki óalgengt að listamenn líti til listar geðfatl- aðra í sköpun sinni en nálgun sam- tímans er önnur en síðustu aldar. Þannig hafa austurrísku tvíbur- arnir Christine og Irene Hohen- buchler um áraraðir unnið list sína í samvinnu við geðfatlaða, fanga, börn og aðra jaðarhópa. Vinnuað- ferð þeirra byggist á hreinni sam- vinnu þar sem höfundareinkenni mást út en þær skapa iðulega stór- ar innsetningar þar sem hver og einn fær að njóta sín en hópurinn sem heild er höfundur verksins. Þær hafa kynnt verk sín bæði á Tvíæringnum í Feneyjum og Doku- menta í Kassel og listsköpun þeirra einkennist af samblandi listar og nytjalistar með það að grundvallar- markmiði að má út landamæri.    Árið 2000 voru Euward-verðlaunin stofnuð í Þýska- landi, með það í huga að skapa grundvöll fyrir list geðfatlaðra en þess má geta að markaðsáhugi er töluverður. Verðlaunin eru veitt í fjórða sinn í ár, og eru sérstaklega fyrir málverk og grafísk verk. Það er Augustinum Stiftung í München sem veitir þau og er miðað við lista- menn innan Evrópu. Í dómnefnd- inni í ár eru þekktir listamenn, Marlene Dumas, Leiko Ikemura og Arnulf Rainer. Eina af sýningum Listar án landamæra er að finna í Ráðhúsinu og er óhætt að mæla með heimsókn á hana, hér eru fjölbreytt mynd- verk og hönnun eftir ólíka lista- menn. Miðað við hræringar í list- heiminum og þau dæmi sem tekin voru hér að ofan gæti ég trúað að æ fleiri sýndu því áhuga að þurrka út landamæri á næstu árum, þessi há- tíð er skref í þá átt. List hinna Morgunblaðið/Kristinn List Krosssaumur eftir Guðrúnu Bergsdóttur, frá fyrri sýningum Listar án landamæra. AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir » Í dag er það ekki óal-gengt að listamenn líti til listar geðfatlaðra í sköpun sinni en nálgun samtímans er önnur en síðustu aldar. ragnahoh@simnet.is www.listanlandamaera.blog.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Nýir tímar - á traustum grunni Fyrirlestur og tónlist á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í JL-húsinu 5. maí nk. kl. 14:00. Ásta Kr. Ragnarsdóttir námsráðgjafi og Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður halda fyrirlestur um hvernig má auðga tímaskeið efri áranna. Ásta og Valgeir hafa um árabil haldið metnaðarfull ein- staklingsmiðuð námskeið þar sem fjallað er um flest það sem skiptir máli til að njóta lífshamingju á efri árum. Þau starfrækja í sameiningu fyrirtækið Námsstofuna (www.namsstofan.is). Boðið verður upp á kaffi og vöfflur undir ljúfri tónlist Valgeirs. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í JL húsinu við Hringbraut. Auður efri ára Laugavegi 47, sími 552 9122. i , í i . Laugavegi 47, sími 551 7575. i , í i . 25% afsláttur af sumarblússum, og hálferma skyrtum í dag og Langan laugardagí l Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum í samráði við þjóðhátíðarnefnd. Umsóknir um flutning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 7. maí. Skemmtiatriði á 17. júní Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is 17juni.is www.17juni.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.