Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 23 Listahátíðin List án landa-mæra hefur verið opnuð ífjórða sinn, en dagskráin stendur til 16. maí. Á hátíðinni er leitast við að sameina ófatlaða og fatlaða listamenn og áhorfendur og nær hún til flestra listgreina, leik- listar, tónlistar, ljóðlistar, mynd- listar. Dagskráin er svo umfangs- mikil að ekki verður nánar farið í hana hér en bent á meðfylgjandi vefsíðu. List samtímans er iðulega skipt niður í margar greinar, oft er skipt- ingin tilefni til vangaveltna. Í myndlistinni getur áhugafólki reynst flókið mál að greina á milli listar áhugafólks og atvinnumanna. Mörkin milli nytjalistar og listar án notagildis eru líka oft umdeild. Hér á landi hefur Níels Hafstein unnið áhugavert verk með samspili næfr- ar listar og samtímalistar.    List fatlaðra hefur oft verið lista-mönnum uppspretta en þó kannski án þess að þeir fái sjálfir að koma fram með sína list. Á tuttug- ustu öldinni kom fram liststefnan Art Brut sem byggðist á sköpunar- krafti listar geðfatlaðra. Trúin á hreinan og ómengaðan sköpunar- kraft barna, geðfatlaðra og næfra listamanna var líka einn af grund- völlum listar súrrealistanna í upp- hafi síðustu aldar og kom fram síð- ar á öldinni t.d. í list Cobra-hópsins. Í flestum þessum tilfellum voru það þó listamenn sem nýttu sér sköp- unarverk annarra við eigin sköpun. Í dag er það heldur ekki óalgengt að listamenn líti til listar geðfatl- aðra í sköpun sinni en nálgun sam- tímans er önnur en síðustu aldar. Þannig hafa austurrísku tvíbur- arnir Christine og Irene Hohen- buchler um áraraðir unnið list sína í samvinnu við geðfatlaða, fanga, börn og aðra jaðarhópa. Vinnuað- ferð þeirra byggist á hreinni sam- vinnu þar sem höfundareinkenni mást út en þær skapa iðulega stór- ar innsetningar þar sem hver og einn fær að njóta sín en hópurinn sem heild er höfundur verksins. Þær hafa kynnt verk sín bæði á Tvíæringnum í Feneyjum og Doku- menta í Kassel og listsköpun þeirra einkennist af samblandi listar og nytjalistar með það að grundvallar- markmiði að má út landamæri.    Árið 2000 voru Euward-verðlaunin stofnuð í Þýska- landi, með það í huga að skapa grundvöll fyrir list geðfatlaðra en þess má geta að markaðsáhugi er töluverður. Verðlaunin eru veitt í fjórða sinn í ár, og eru sérstaklega fyrir málverk og grafísk verk. Það er Augustinum Stiftung í München sem veitir þau og er miðað við lista- menn innan Evrópu. Í dómnefnd- inni í ár eru þekktir listamenn, Marlene Dumas, Leiko Ikemura og Arnulf Rainer. Eina af sýningum Listar án landamæra er að finna í Ráðhúsinu og er óhætt að mæla með heimsókn á hana, hér eru fjölbreytt mynd- verk og hönnun eftir ólíka lista- menn. Miðað við hræringar í list- heiminum og þau dæmi sem tekin voru hér að ofan gæti ég trúað að æ fleiri sýndu því áhuga að þurrka út landamæri á næstu árum, þessi há- tíð er skref í þá átt. List hinna Morgunblaðið/Kristinn List Krosssaumur eftir Guðrúnu Bergsdóttur, frá fyrri sýningum Listar án landamæra. AF LISTUM Ragna Sigurðardóttir » Í dag er það ekki óal-gengt að listamenn líti til listar geðfatlaðra í sköpun sinni en nálgun samtímans er önnur en síðustu aldar. ragnahoh@simnet.is www.listanlandamaera.blog.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Nýir tímar - á traustum grunni Fyrirlestur og tónlist á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í JL-húsinu 5. maí nk. kl. 14:00. Ásta Kr. Ragnarsdóttir námsráðgjafi og Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður halda fyrirlestur um hvernig má auðga tímaskeið efri áranna. Ásta og Valgeir hafa um árabil haldið metnaðarfull ein- staklingsmiðuð námskeið þar sem fjallað er um flest það sem skiptir máli til að njóta lífshamingju á efri árum. Þau starfrækja í sameiningu fyrirtækið Námsstofuna (www.namsstofan.is). Boðið verður upp á kaffi og vöfflur undir ljúfri tónlist Valgeirs. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í JL húsinu við Hringbraut. Auður efri ára Laugavegi 47, sími 552 9122. i , í i . Laugavegi 47, sími 551 7575. i , í i . 25% afsláttur af sumarblússum, og hálferma skyrtum í dag og Langan laugardagí l Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum í samráði við þjóðhátíðarnefnd. Umsóknir um flutning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 7. maí. Skemmtiatriði á 17. júní Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is 17juni.is www.17juni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.