Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.05.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í SÍÐASTA lóðauppboði R- listans var meðaltalsverð fyrir lóð undir einbýli 16 m.kr. en hæstu verð voru um og yfir 20 m.kr. Lóðaverð fyrir meðalstóra íbúð í fjölbýli var um 8 m.kr. Það fasta lóðaverð sem nú hefur verið kynnt í Reykjavík, 11 m.kr. fyrir lóð undir einbýli og 4,5 m.kr. fyr- ir íbúð í fjölbýli, gerir því ráð fyrir umtalsverðri lækkun enda við það miðað að það endurspegli raunkostnað við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa. Í kosningayfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar var það sagt eitt af brýnustu verkefn- unum í Reykjavík að „fjölga íbú- um, stórauka framboð lóða og tryggja að allir sem hér vilja búa eigi þess kost.“ Með nýrri áætlun um uppbyggingu og úthlutun lóða í Reykjavík er staðið við þessi loforð með svo afgerandi hætti að gleðja hlýtur alla Reyk- víkinga, nema ef vera skyldi Dag B. Eggertsson, sem því miður kýs ítrekað að fara með ósann- indi og dylgjur um þetta mik- ilvæga hagsmunamál borgarbúa. Sú fullyrðing Dags, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, að undirritaður hafi lýst því yfir að „stefna Sjálfstæðisflokksins væri sú að úthluta lóðum á gatnagerð- argjöldum“ á sér þannig enga stoð, enda hef ég aldrei viðhaft slík ummæli. Ég hef lagt áherslu á að lóðir verði seldar og að verð- ið endurspegli raunkostnað Reykjavíkurborgar vegna upp- byggingar nýrra íbúðahverfa, lóðaverðið væri ákveðið fyr- irfram, framboð lóða yrði stór- aukið, ekki síst undir sérbýli, og að hin illræmdu lóðauppboð R- listans væru afnumin. Við þau kosningaloforð er nú staðið líkt og gert hefur verið og gert verð- ur við kosningaloforð Sjálfstæð- isflokksins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Staðið við loforðin Höfundur er borgarstjóri. ALÞINGI Íslendinga er afar mikilvæg stofnun og því er dap- urlegt að lesa um það að innan við 30% landsmanna beri traust til þingsins. Margar ástæður eru ef- laust fyrir þessu, m.a. starfshættir þingsins og speglun þeirra í fjöl- miðlum, svo og framkoma þing- manna á þingi og ut- an þess. SVÞ-Samtök versl- unar og þjónustu hafa ítrekað kvartað yfir því að þingmál séu tekin til afgreiðslu í þingnefndum án þess að umsagnaraðilar, sem hafa mikilla hagsmuna að gæta þar sem löggjöfin rammar inn starfsemi þeirra, séu kallaðir til og þeim jafnvel neit- að um slíkan aðgang. Hins vegar eru kallaðir til emb- ættismenn ráðuneyta sem unnið hafa að samningu umræddra texta og þeir einir látnir túlka breyt- ingar og áhrif sem viðkomandi lagafrumvörp hafa að geyma. Þetta er með öllu ólíðandi í lýð- ræðisríki og í algjörri andstöðu við margyfirlýstan vilja stjórn- valda um alla Evrópu um að haft sé samráð við hagsmunaaðila. Þingnefndir þurfa auk þess að undirbúa sig betur fyrir fundi þannig að ekki þurfi stundum að mata nefndarmenn á umsögnum sem sendar hafa verið nefndunum. Það er mjög brýnt að forsetar þingsins og forsætisnefnd taki þessi vinnubrögð til endurskoð- unar og geri á þeim þær breyt- ingar sem duga til þess að svona sé ekki staðið að málum í þinginu. Reyndar á það sama við um vinnslu laga og reglugerða í ráðu- neytum, að þar er stundum ekki hlustað á margítrekaðar óskir hagsmunaaðila og samtaka þeirra um að fá að koma við sögu mála á vinnslustigi. Þetta er bæði heimskulegt og óhagkvæmt því með þessu er verið að búa til ágreiningsefni og skapa vantraust sem alls ekki er nokkur ástæða til að gera. Embættismenn og starfs- menn hagsmunasamtaka eru engir andstæðingar, nema síður sé, og vilja allir vinna störf sín vel og heiðarlega. Því er svo brýnt að huga að vinnuferlum og starfsháttum og beina þeim á rétta braut ef eitthvað fer að beinast í óæskileg- an farveg. Mikill fjöldi alls konar regluverks streymir stöðugt frá ESB í Brüssel og Al- þingi Íslendinga verð- ur að innleiða þessa texta í löggjöf lands- ins. Þarna er margt ágætt á ferð sem horfir til bóta en einnig stundum annað sem skiptir minna máli. Þetta er hins vegar svo mik- ið að vöxtum, að útilokað er fyrir stjórnendur einstakra fyrirtækja að fylgjast með þessu öllu og gæta hagsmuna sinna. Því hafa fyr- irtækin falið hinum ýmsu sam- tökum atvinnulífsins að fylgjast með þessu fyrir sig og gæta hags- muna sinna við upptöku þessara laga og reglna hér á landi. En jafnvel samtökunum reynist þetta stundum erfitt vegna þess mikla og fjölbreytta regluverks sem þarna er um að ræða. Þó eiga sum þeirra aðild að hliðstæðum sam- tökum í Evrópu og fylgjast eftir getu með málum í gegnum þessi heildarsamtök og meta mál í sam- ráði við þau. Lög og tilskipanir frá ESB eru ýmist innleidd hér á landi óbreytt eða með sér- íslenskum viðbótarákvæðum. Til að aðstoða atvinnulífið við að gæta hagmuna sinna væri til mik- illa bóta að allar séríslenskar við- bætur við evrópsku lagatextana væru sérmerktar þegar þetta kemur til umsagnar og eins ætti að vera skylda að meta ekki að- eins áhrif viðkomandi lagatexta á ríkissjóð eins og nú er gert, held- ur einnig á atvinnulífið og eftir atvikum umhverfið. Einnig þyrfti að koma fram hvort viðkomandi lagatexti feli í sér einhverjar tæknilegar viðskiptahindranir. Allir þeir stjórnmálaflokkar sem eiga nú fulltrúa á Alþingi hafa lýst yfir vilja til að endur- skoða stjórnarráðið, sérstaklega með það í huga að fækka ráðu- neytum og fella málefni atvinnu- lífsins undir eitt atvinnu- málaráðuneyti. Það er eðlilegt að um leið og slíkt verður skoðað, væntanlega í kjölfar komandi kosninga til Alþingis í vor, þá verði starfshættir og verkferlar ráðuneyta endurskoðaðir að því er lýtur að samráði við atvinnu- lífið og aðra hagsmunaaðila þegar lög og reglugerðir eru samdar. Ekki er heldur óeðlilegt að at- vinnulífið sjálft horfi í eigin barm og íhugi hvort ástæða sé til að einfalda hagsmunagæslu í færri og stærri samtökum. Á björtu vori þegar allt líf tekur kipp og blómgast, – þá er lag til að skapa og bæta. Þjóðin og þingið Sigurður Jónsson skrifar um traust landsmanna til Alþingis » Alþingi Íslendinga erafar mikilvæg stofn- un og því er dapurlegt að lesa um það að innan við 30% landsmanna beri traust til þingsins. Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ- Samtaka verslunar og þjónustu. ÞAÐ er sannarlega fagnaðarefni að málefni aldraðra hafa fengið nokkurt vægi í kosn- ingaáherslum allra þeirra flokka sem bjóða fram í komandi alþing- iskosningum. Flokk- arnir lofa nú allir að gera stórátak í mál- efnum aldraðra, þar á meðal að fjölga hjúkr- unarrýmum verulega og að efla heimahjúkrun þannig að fólk geti sem lengst búið á eigin heim- ili með viðeigandi að- stoð. Það er sannarlega nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarrýmum, en það eitt og sér er ekki nóg til að bregðast við þeim vanda sem þjón- usta við aldraða er í. Skammgóður vermir Sífellt verður erfiðara að manna öldr- unarstofnanir landsins með fagmenntuðu starfsfólki og er nú svo komi að um algjöra und- irmönnun er að ræða. Afleiðingarnar fyrir þá einstaklinga sem þar vinna og ekki síður fyrir þá sem þjónustunnar eiga að njóta, eru al- gjörlega óviðunandi. Ekki hefur verið hægt að nýta þau hjúkrunarrými sem til staðar eru, vegna skorts á hjúkrunarfræð- ingum og sjúkraliðum. Bygging fleiri hjúkr- unarrýma er því skamm- góður vermir fyrir þá sem eru í brýnni þörf fyrir vistun, ef ekki er tryggt að fagfólk fáist til starfa til að annast hjúkrunarsjúklingana. Vanmat á kvennastörfum Sá þáttur sem ræður mestu um samkeppnishæfni öldrunarstofnana um fagmenntað starfsfólk er án efa launin. Nám, starf og ábyrgð hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða er veru- lega vanmetið hér á landi. Á morg- unverðarfundi sem 11 kvennasamtök boðuðu til þann 17. apríl sl. kom fram að samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2004 í 25 að- ildarríkjum ESB, ásamt Íslandi og Nor- egi, er kynbundinn launamunur á Íslandi 28% en að meðaltali er hann 15% í ESB- ríkj- unum. Lilja Mós- esdóttir, hagfræð- ingur sem hélt erindi á umræddum fundi taldi að einn meginþátt- urinn sem skýrði þennan mun væri að vanmat á hefð- bundnum kvenna- störfum væri meira hér á landi en annars staðar. Þó útrýming kynbundins launa- munar hafi verið bar- áttumál hér á landi um langa hríð og stjórn- málamenn lýst vilja sínum til að leggjast á þær árar, þá hefur lít- ið breyst undanfarin ár og áratug. Hvað svo? Því er ekki úr vegi að spyrja þá sömu stjórnmálamenn, sem nú boða löngu tímabæra fjölgun hjúkrunarrýma, hvað svo? Hvernig ætla þess- ir stjórnmálamenn að sjá til þess að hægt verði að nýta þessi nýju hjúkrunarrými? Hvernig á að tryggja að nægilegur fjöldi hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða fá- ist til starfa? Hvað telja fram- bjóðendur að laun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða ættu að hækka mikið í kom- andi kjarasamningum til að auka lík- ur á því að unnt verði að manna öldr- unarstofnanir landsins? Fleiri hjúkrunar- rými en færra fagfólk Elsa B. Friðfinnsdóttir og Kristín Á. Guðmundsdóttir velta upp málefnum hjúkr- unarfólks og öldrunarstofnana Kristín Á. Guðmundsdóttir »Hvað teljaframbjóð- endur að laun hjúkrunarfræð- inga og sjúkra- liða ættu að hækka mikið til að auka líkur á að unnt verði að manna öldr- unarstofn- anirnar? Höfundar eru formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og for- maður Sjúkraliðafélags Íslands. Elsa B. Friðfinnsdóttir Í FRÉTT frá Hagstofu Íslands (fréttir í nóv. 2003) kemur eftirfar- andi fram, „Vert er að geta þess að samanburður á útgjöldum Íslands til heilbrigðismála við önnur aðildarríki OECD er erfiður, þar sem aðildarríkin styðjast sum við ólíka staðla og uppgjörs- aðferðir. Útgjöld til heilbrigðismála hafa verið gerð eftir þjóð- hagsreikningastöðlum á Hagstofu Íslands, en í ársbyrjun 2004 var tekin sú ákvörðun á Hagstof- unni að innleiða nýtt flokk- unarkerfi OECD/System þ.e. SHA kerfi“. Um þetta var deilt fyrir tveimur árum. Hagstofan taldi töl- ur OECD réttar en undirritaður hélt því fram að tölur frá Íslandi um kostnað væru ekki sambæri- legar við OECD tölur. Aðallega vegna þess að kostn- aður við hjúkr- unarheimili á Íslandi félli að verulegu leyti undir heilbrigðismál en í allflestum OECD löndum undir fé- lagsmál. Til stuðnings þessu vitnaði undirrit- aður í álit tveggja hagfræðinga frá OECD 1994. ( Notes on Data Comp- arability in Health Expenditure and Fin- ance Data OECD. Data 2003 Paris.) En þar kom fram að vegna flokkunar hjúkr- unarmála á Íslandi undir heilbrigð- iskostnað hækkaði kostnaðurinn um allt að 0,9% sem greiðsluhlut- fall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu í samanburði við önnur OECD lönd. Þetta gerðist eftir bréf frá forsætisráðherra, Davíð Oddssyni, til Hagstofunnar um að stofan grandskoðaði betur forsendur sínar fyrir fyrri útreikn- ingi. Hagstofan treystir sér ekki til að fullyrða að dýrasta heilbrigð- isþjónustan sé rekin á Íslandi. Samkvæmt framansögðu ætti kostnaður Íslands v. heilbrigð- isþjónustu að vera um 9,5% af vergri landsframleiðslu sem er svipað og kostnaður Dana en ekki 10,4% eins og talið er í OECD tölum 2003. Ef haft er í huga að Íslendingar eru tæplega 300.000 en eru sjálfbjarga með örfáum undantekningum varðandi heil- brigðisþjónustu þá er vart hægt að tala um sóun fjármuna eins og heyra má frá sumum stjórn- málamönnum á stundum. Enginn 300.000 manna þjóð hefur afrekað slíkt. Verst er að fjárlaganefnd Alþingis kynnir sér ekki málið. (Stuðst við Economic Survey OECD, Paris 1994 en endurskoðuð 2004.) Hagstofan leiðréttir fyrri upp- lýsingar um heilbrigðiskostnað Ólafur Ólafsson skrifar um samanburð á útgjöldum Íslands til heilbrigðismála við önnur aðildarríki OECD » ...þá er vart hægt aðtala um sóun fjár- muna eins og heyra má frá sumum stjórn- málamönnum á stund- um. Ólafur Ólafsson Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.