Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 29
sætasta stráknum á ballinu. „Ég fór heim með þeim strák af ballinu sem mér fannst vera traust- astur,“ svarar hún og lætur ekki slá sig út af laginu. – Miklar sögur fara af tengsl- aneti kvenna á Alþingi og að sam- ræður ykkar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, hafi verið lyk- ill að stjórnarmynduninni. „Það er rétt að konur á Alþingi hafa lagt sig fram um að búa til tengslanet sín á milli. Við verðum gjarnan varar við það tengslanet sem karlarnir hafa myndað með sér, sem hægt er að nýta þegar þarf að liðka til fyrir hlutum eða ná samkomulagi um mál þvert á flokka. Og við höfum held ég með- vitað og ómeðvitað verið að byggja upp slíkt net okkar á milli. Ég held að það hafi auðvitað skipt máli í þessu sambandi. Ég á gott sam- band við konur í öllum flokkum og við höfum gott aðgengi hver að annarri, sem eykur skilning á stöðu fólks og flokka. Þannig að þetta er mikilvægt tengslanet. Og okkur Þorgerði Katrínu semur ágætlega; við eigum skap saman.“ Ingibjörg Sólrún þagnar, en bæt- ir svo við: „En það er dálítið merkilegt að körlunum virðist stundum standa stuggur af tengslaneti kvenna og sjá samsæri í því. Þetta skynjuðum við í vetur þegar þetta kom fram í viðtali sem Morgunblaðið átti við mig og var síðan staðfest af Val- gerði [Sverrisdóttur] og Þorgerði Katrínu. Ég skynjaði að þeim stóð ekki alveg á sama, þó að þeir hefðu verið með slíkt net áratugum sam- an. Þeir virðast aldrei hafa áttað sig á því að okkur konunum gæti staðið stuggur af þeirra neti.“ – Er þetta ekki tímanna tákn, að konur séu orðnar svo valdamiklar að þær geti myndað slíkt net? „Jú, við erum einfaldlega orðnar fleiri. Þetta var óvinnandi vegur þegar aðeins var ein og ein kona á stangli. En auðvitað er best að þetta gangi þvert á kyn og það ger- ir það að einhverju leyti.“ Prófsteinn á samstarfið – Það virðist einmitt hafa mynd- ast mikið traust og trúnaður milli þín og Geirs H. Haarde ef marka má hversu fljótt og örugglega stjórnarmyndunarviðræður gengu fyrir sig. „Ég tel mig geta fullyrt að við höfum náð mjög vel saman. Og ég held að við séum bæði þeirrar gerð- ar að við viljum gjarnan fara samn- inga- og sáttaleiðina ef hún er fær, þó að hvorugt okkar skirrist við að taka pólitískan slag ef á þarf að halda. Og það er bara þannig að stundum virðist fólk eiga auðvelt með að ná saman. Ég held að það hafi gengið ágætlega hjá okkur og við séum bæði í þessu, og höfum sannfæringu fyrir því, af fullum heilindum og trúnaði. Og þetta byggist ekki endilega á rökum held- ur einnig tilfinningu fyrir fólki.“ – Eftir því var tekið að ekkert lak út um stjórnarmyndunarviðræð- urnar? „Það er auðvitað gríðarlega mik- ilvægt og var prófsteinn á þetta samstarf að það gerðist ekki. Við héldum þessu þétt hjá okkur og það var svo sem bara lítill hópur sem hafði allar upplýsingar um ganga mála, en hann reyndist vera vand- anum vaxinn.“ – Ríkisstjórnin hefur þegar feng- ið ýmis viðurnefni, svo sem frjáls- lynd umbótastjórn, Þingvallastjórn, Baugsstjórn, nýfrjálshyggju- hægrikratísk stjórn. „Þú gleymir einu nafni, – Ris- essan,“ segir Ingibjörg Sólrún brosandi. „Sú nafngift varð til í tengslum við atburð á Listahátíð, þar sem ríkisstjórnin hefur stóran þingmeirihluta og svo auðvitað út af essunum tveimur! En ég geri ekk- ert með uppnefni eins og Baugs- stjórnin. Þó að stjórnarformaður Baugs hafi haft þá skoðun að það bæri að mynda ríkisstjórn þessara tveggja flokka, þá var hann ekki einn um það því að það höfðu svo miklu fleiri þá skoðun. Hans af- staða kemur þessari stjórn- armyndun ekkert við. Og það er algjörlega ótímabært að gefa stjórninni viðurnefni eins og „nýfrjálshyggju-hægrikratísk“ þegar hún er ekki enn farin að vinna og sýna fyrir hvaða verkum hún stendur. Ég held að menn ættu aðeins að bíða átekta og sjá hvað setur. Við köllum okkur sjálf frjáls- lynda umbótastjórn og í því felst að við ætlum okkur að vera víðsýn og umburðarlynd, hvorki með kreddur til hægri eða vinstri, og standa fyrir nauðsynlegum endurbótum á ís- lensku samfélagi í velferðar-, efna- hags- og umhverfismálum. Við telj- um þessa nafngift lýsandi fyrir þau verkefni.“ – Talað er um að unnið verði að víðtækri sátt í samfélaginu um nátt- úruvernd og auðlindanýtingu. Er það raunhæft eftir átök undanfar- inna ára? „Það verða auðvitað allir að átta sig á því að það er hvorki hægt að vernda öll náttúrusvæði né heldur gjörnýta þau. Það skiptir máli að ná sátt með því að kortleggja helstu náttúrusvæði landsins og reyna að flokka þau og meta eftir því hvaða svæði hafa mest verndargildi og hvort beri að vernda þau og nýta með öðrum hætti, því verndin er ákveðin tegund nýtingar. Síðan þarf að ákveða hvaða svæði má taka til virkjananota eða annarra nota, sem hafa einnig áhrif á umhverfið, svo sem framkvæmdir í þágu ferða- þjónustu. Það er mikilvægt að hafa þessa heildarmynd undir áður en ráðist er inn á óröskuð svæði. Við eigum að leitast við að taka upp- lýstar ákvarðanir sem byggjast á rannsóknum, en ekki ákvarðanir sem við sjáum eftir á að voru tekn- ar í fljótræði miðað við þá heildar- hagsmuni sem voru í húfi.“ – Ég spyr aftur: Er raunhæft að þjóðarsátt náist? „Það verða aldrei allir á eitt sátt- ir. Það er borin von. En það er að minnsta kosti hægt að taka þessi mál út úr þeim átakafarvegi sem þau hafa verið í; ég er sannfærð um að það er hægt og ég er líka sann- færð um að tíminn vinnur með nátt- úruverndarsjónarmiðum. Þau eiga ekki að tilheyra pólitískum jaðri heldur vera hluti af meginstraum- um í stjórnmálum. Það er nauðsyn- legt ef við eigum að ná árangri. Ég lít þetta mál svipuðum augum og kvennabaráttuna. Við stofnuðum kvennalista á sínum tíma til að setja jafnréttismál á dagskrá, fá flokka til að taka þau upp og gera að sínum, og mér finnst það sama eigi að gilda um umhverfisvernd- armálin. Vandinn er hinsvegar sá að stjórnmálaflokkarnir skynja ekki alltaf sinn vitjunartíma og þess vegna gegna öflugar eins máls hreyfingar oft miklu hlutverki.“ Biðlistum aldrei alveg útrýmt – Það er ekki útilokað í stjórn- arsáttmálanum að stóriðja rísi á kjörtímabilinu, svo sem álver í Helguvík og á Húsavík. „Ekki er tekin afstaða til þess í sjálfu sér, en sagt er að það eigi annarsvegar að meta það í ljósi þeirra markmiða sem stjórnin setur sér í efnahagsmálum og hinsvegar rammaáætlunar um vernd og nýt- ingu náttúrusvæða. Á meðan geta menn haldið áfram rannsóknum fyrir norðan til þess að átta sig á hvað jarðhitinn getur gefið af sér, það er ekki eins og framkvæmdir fyrir norðan séu handan við hornið, og í sambandi við Helguvík verða iðnaðar- og umhverfisráðherra að reyna að átta sig á hvar þau verk- efni standa. Það liggur ekki í aug- um uppi.“ – Samfylkingin lagði mikla áherslu á að eyða biðlistum í kosn- ingabaráttunni. Heyra biðlistar sögunni til í lok kjörtímabilsins? „En allt er þetta óráðshjal, því ef maður ákveður að efna til samstarfs, þá er það eins og að ganga í hjúskap, maður ætlar að láta það verða farsælt og endast. Það er ekki farsælt að vera með hugann við að hinn ætli sér að halda framhjá. Það gengur aldrei upp að hugsa þannig.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 29 Þetta gæti orðið útsýnið þitt! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.