Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Mjög góð ca 72 fm íbúð á 10. hæð í þessu eftirsótta lyftuhúsi.
Íbúðin snýr í suð-austur með útsýni frá Bjáfjöllum suður yfir Keili.
Góð stofa og stórar suðursvalir. Laus í júlí. Tilboð. 7625
SÓLHEIMAR 23
NÝR OG GLÆSILEGUR, FULLBÚINN, FINNSKUR BJÁLKABÚSTAÐUR
Á GÓÐU EIGNARLANDI SEM NÆR NIÐUR AÐ APAVATNI.
Bústaðurinn er um 86 fm, ásamt um 25 fm millilofti (gólfflötur). Húsið stendur
á um 10.000 fm eignarlandi sem er mjög vel staðsett við vatnið. Gott útsýni
yfir vatnið og fjallgarðana í kring. 3 svefnherbergi, stór stofa og eldhús, stór
verönd. Þetta er stórglæsilegt hús sem vert er að skoða. V. 27,5 millj.
Upplýsingar í síma 696 6580.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Sumarhús - Vatnsholtsvegur
Opið hús í dag milli kl. 13.00 og 16.00
ATVINNUHÚSNÆÐI TIL LEIGU
Bakkabraut 4 - Kópavogi
Til leigu mjög gott ca 625 m2 iðnaðarhúsnæði við Bakkabraut í Kópavogi. Fiskvinnsla hefur
verið rekin í húsinu á undan förnum árum. Húsnæðið skiptist í tvo sali með innkeyrsludyrum,
kæliklefa, starfsmannaaðstöðu og litla skrifstofuaðstöðu á efri hæð. Gott malbikað plan er
fyrir framan. Hér er um að ræða mjög rúmgott húsnæði sem hentað getur margvíslegri starf-
semi. Húsnæðið er laust í júlí, hagstæð leigukjör.
Allar frekari upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson
sölumaður Húsakaupa í síma 840 4049.
Guðrún Árnadóttir lögg. fasteignasali
Höfum fengið í sölu 3.700 fm lóð við Furugerði í Reykjavík. Lóðin sem er
leigulóð af hálfu Reykjavíkuborgar er um 3.700 fm. Ekki liggur fyrir hversu
mikið magn má byggja á lóðinni. Staðsetning lóðarinnar er afar miðsvæðis
og bíður upp á ýmsa möguleika. Tilvalið tækifæri fyrir byggingaverktaka.
6309
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Byggingarlóð við Furugerði
Á HVERJUM tíma þjást 10%–
12% fólks af langvinnum út-
breiddum verkjum sem eiga sér
ekki þekktar orsakir. Tæpur
helmingur þessa hóps uppfyllir
greiningu á vefjagigt (e. fibro-
myalgia syndrome). Með öðrum
orðum þá eru yfir 30 þúsund Ís-
lendingar haldnir
langvinnum út-
breiddum verkjum og
þar af eru yfir 10
þúsund þeirra haldnir
vefjagigt. Þetta er
ótrúlega stór hópur
sem býr við verulega
skerta starfsorku og
lífsgæði.
En hvað er vefja-
gigt?
Vefjagigt er lang-
vinnur sjúkdómur eða
heilkenni sem sam-
anstendur af fjölmörgum einkenn-
um frá hinum ýmsum líf-
færakerfum. Helstu einkennin eru
þrálátir og dreifðir stoðkerf-
isverkir, almennur stirðleiki, yf-
irþyrmandi þreyta og svefntrufl-
anir. Önnur algeng einkenni eru
iðraólga, ofurnæm þvagblaðra,
fótaóeirð, kuldanæmi, dauðir fing-
ur (e. Raynaud́s phenomenon),
dofi í útlimum, bjúgur, kraft-
minnkun, úthaldsleysi, minn-
isleysi, einbeitingarskortur og
depurð.
Einkennin eru mjög mismun-
andi milli einstaklinga, bæði hvað
varðar fjölda og hversu slæm þau
eru. Vefjagigt getur verið nokkuð
mildur sjúkdómur þar sem við-
komandi heldur nær fullri færni
og vinnugetu, þrátt fyrir verki og
þreytu, en hún getur líka verið
mjög illvígur sjúkdómur og rænt
einstaklinginn allri orku þannig að
hann er vart fær um annað en að
sofa og matast. Flesta rænir hann
þó hluta af færni til vinnu og at-
hafna daglegs lífs. Þar sem ekki
sjást nein ummerki um sjúkdóm-
inn, hvorki á sjúklingnum, né í al-
mennum læknisrannsóknum þá
hafa þessir einstaklingar oft á tíð-
um mætt litlum skilningi heil-
brigðisstarfsfólks, aðstandenda,
vina eða vinnuveitenda. Enn þann
dag í dag telja sumir að vefjagigt
sé í raun ekkert annað en verkja-
vandamál sem geti talist eðlilegur
hluti af lífinu og enn aðrir telja að
um sé að ræða „ruslafötu-
greiningu“ það er að allt sé kallað
vefjagigt sem ekki er hægt að
greina sem aðra „almennilega
sjúkdóma“.
En af hverju er svona lítil við-
urkenning á vefjagigt
sem sjúkdómi?
Er það út af því að
fyrirbærið er illa skil-
ið, erfitt að staðfesta
með hefðbundnum
rannsóknum eða
vegna skorts á með-
ferðarúrræðum?
Svarið hlýtur að vera
nei, því að þekking
okkar á mörgum sjúk-
dómum sem eru við-
urkenndir (má þar
nefna mígreni, and-
litstaugaverk og út-
taugabólgur) er lítið meiri en
þekking okkar á vefjagigt. Marga
sjúkdóma er erfitt að staðfesta
með hefðbundnum rannsókn-
araðferðum og fjölmörg meðferð-
arúrræði eru til að draga úr ein-
kennum vefjagigtar.
Er það út af því að engin trufl-
un eða sjúkleiki finnist í starfsemi
líkamans?
Svarið við þessari spurningu er
einnig nei. Á undanförnum árum
hafa verið gerðar fjölmargar rann-
sóknir á vefjagigt sem hafa leitt í
ljós truflun í starfsemi margra líf-
færakerfa hjá fólki með vefjagigt
m.a. í tauga-hormóna kerfi lík-
amans (e. neurohormonal abnor-
mality), ósjálfráða taugakerfinu (e.
autonomic nervous system dys-
function) og truflun á framleiðslu
ýmissa hormóna (e. reproductive
hormone dysfunction). Svefntrufl-
anir sem eru eitt af höfuðeinkenn-
um vefjagigtar eru taldar orsaka-
þáttur fyrir mörgum kvörtunum
sjúklinga, einkum þreytu og stoð-
kerfisverkjum. Þannig að svarið
hlýtur að felast í því að breiða
þurfi út boðskapinn um að vefja-
gigt er sjúkdómur en ekki ímynd-
un. Staðreyndirnar liggja fyrir.
Staðreyndir um vefjagigt
*Vísindarannsóknir sýna að í
vefjagigt er truflun á starfsemi
fjölmargra líffærakerfa
*Vísindarannsóknir sýna að í
vefjagigt er næmi fyrir taugaáreiti
verulega aukið
*Vísindarannsóknir sýna að
starfsfærni og lífsgæði vefjagigt-
arfólks er verulega skert
*Vísindarannsóknir sýna að
vefjagigt er samfélaginu dýr, m.a.
vegna örorku og mikils kostnaðar
í heilbrigðisþjónustu.
*Vísindarannsóknir hafa sýnt
gagnsemi ýmissa meðferða í bar-
áttunni við vefjagigt
Meðferðarúrræði sem gagnast
best eru:
*Aukin þekking og fræðsla á
sjúkdómnum og meðferð-
arúrræðum
*Lyf sem bæta svefn
*Líkamsþjálfun
*Hugræn atferlismeðferð
www.vefjagigt.is
Nýlega var opnaður fræðsluvef-
ur um vefjagigt, www.vefjagigt.is.
Þessum vef er ætlað að stíga eitt
skref í átt til bættrar þekkingar á
vefjagigt – að breiða út boðskap-
inn. Á vefnum eru allar helstu
upplýsingar um heilkenni vefja-
gigtar, tengda sjúkdóma og helstu
meðferðir. Upplýsingarnar eru
byggðar á niðurstöðum vísinda-
rannsókna og almennum fróðleik
byggðum á reynslu vefjagigt-
arfólks og fagaðila sem hafa
reynslu í meðferð á vefjagigt.
Vefjagigt er ekki hugsýki
Sigrún Baldursdóttir telur
yfir 10 þúsund Íslendinga
vera með vefjagigt
» Á hverjum tímaþjást 10%–12% fólks
af langvinnum út-
breiddum verkjum sem
eiga sér ekki þekktar
orsakir. Tæpur helm-
ingur þessa hóps er með
vefjagigt.
Sigrún Baldursdóttir
Höfundur er sjúkraþjálfari, bSC,
MTc og meistaranemi í lýð-
heilsufræðum við Háskólann í
Reykjavík.