Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 69 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS GUÐLAUGSSONAR málarameistara, Goðheimum 26, Reykjavík. Ástríður Ólafsdóttir, Fríða Kristjánsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Ólafur Hreiðarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, bróður og afa, EYMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, Bleikugróf 13, Reykjavík, áður til heimilis á Lundagötu 17B, Akureyri. Birgitta Sædís Eymundsdóttir, Jón Þór Eymundsson, Auður Ósk Eymundsdóttir. Eydís Ósk Eymundsdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, HJALTI JÓSEFSSON fyrrum bóndi á Hrafnagili. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimilisþjónustu Eyjafjarðarsveitar, Heimilsþjónustu Akureyrar, Kjarnalundar og Dvalarheimilisins Hlíðar. Starfsfólk Lyfjadeildar FSA, með Friðrik og Jón Þór í broddi fylkingar, fá kærar þakkir fyrir frábæra umönnun. Lifið heil. Pálína Ragnhildur Benediktsdóttir, Bergur Hjaltason, Guðrún Júlía Haraldsdóttir, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Sigurjón Hilmar Jónsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Þorsteinn Pétursson, Benedikt Hjaltason, Margrét Baldvina Aradóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Alfreð Garðarsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Ossý. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Jón Gunnar Sigurðsson, Guðrún Jónsdóttir, Stefán Pálsson, Ólöf Jónsdóttir, Viðar Sigurjónsson, Auður Jónsdóttir, Kristinn H. Þorsteinsson, Ólafur Th. Jónsson, Hildur Guðjónsdóttir, Geir Hafsteinn Jónsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð vegna fráfalls elsku frænda okkar og vinar, HALLBJÖRNS GUNNARS GÍSLASONAR, Tröðum, Hraunhreppi. Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu ómetanlega aðstoð á dánardegi hans. Sigrún Helgadóttir, Kristín Helgadóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Óskar Þór Óskarsson, Heiða Helgadóttir, Júlíus Konráðsson og fjölskyldur. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR Á. INGVARSDÓTTUR, Ystaseli 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 14 E Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka aðhlynningu í veikindum hennar. Ólafur Sigurðsson, Hjördís Smith, Sigrún Sigurðardóttir, Brynjólfur Gíslason, Ásgeir Sigurðsson, Arndís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur stuðning og hlýhug við fráfall okkar yndislega MAGNÚSAR ÓLA GUÐBJARGARSONAR, Hólmasundi 6, Reykjavík. Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristján Már Hauksson, Birta Ósk Kristjánsdóttir, Sigrún Lilja Kristjánsdóttir, Haukur Jarl Kristjánsson. Við göngum um li- tauðugan blómgarð og skynjum litina sem heild án þess að leiða hugann að kraftaverkinu. Ilmur og angan eru sjálfgefin. Hin hljómræna heild sinfóníu og söng- lags er eyranu töm. Flest þiggjum við og njótum án þess að leiða hug- ann að þeirri vinnu sem að baki ligg- ur. Í maí 1997 urðu þau tíðindi eftir lokafund í Oddfellowstúkunni nr. 18, Ara fróða I.O.O.F., að hópur bræðra ákvað að stofna sönghóp, sem yrði vísir að kór. Eftir fyrsta fund, 17. september 1997, skyldu væntanlegir söngmenn skrá sig. Æfingar hófust í október sama ár. Þá komu saman þessir piltar sem langaði að syngja saman. Fæstir höfðu komið að slíkum stórvirkjum en í hópnum var þó þaulreyndur karlakórsmaður, bassi. Nokkrar mannabreytingar urðu á söngtíman- um, á tímabili sungu sumar eigin- konurnar með okkur og bræður úr öðrum stúkum Oddfellowreglunnar gengu til liðs við okkur er fram í sótti. Guðrún var kórstjórinn okkar. Í stuttu máli tókst þar ást við fyrstu kynni. Hún stýrði strákunum sínum af næmi, kímni og innsæi. Guðrún tók til við að raddþjálfa, hífði okkur upp úr pyttum og leiddi okkur af raddlegum villigötum með enda- lausri þolinmæði. Söngæfing varð miðpunktur fé- lagsstarfsins og mesta tilhlökkunar- efni allra. Hún seiddi okkur áfram lag frá lagi með heillandi framkomu og svífandi léttleika. Það er enn í minnum haft að fyrsti textinn sem við sungum var á hebr- Guðrún Ásbjörnsdóttir ✝ Guðrún Ás-björnsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 25. janúar 1945. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 13. maí síðastliðinn. Guðrún var jarð- sungin frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 18. maí sl. esku – enda leist sum- um okkar ekkert á þetta og báru við lé- legri tungumálakunn- áttu. Þeir voru spaugsamir, strák- arnir hennar Guðrún- ar. Ást hennar á ís- lenskum sönglögum varð okkur strax ljós – og við kynntumst þeim nú frá nýrri hlið og tókum enn meira ást- fóstri við þau eftir en áður. Guðrún var hávaxin kona og sam- svaraði sér vel, röddin þekk og hljómmikil, fas og framkoma ein- kenndust af miklu öryggi og glæsi- leika. Hún var smekkvís og klæddist vel. Bros og hláturmildi settu sterk- an svip á lund hennar að ógleymdri þolinmæðinni og umburðarlyndi sem hlaut að spretta upp úr einhverju endalausu og dulúðugu aldýpi sálar- innar. Hún var glettin og spaugsöm við vinnu sína en hélt okkur þá alltaf við efnið, rétt eins og sá þaulreyndi lax- veiðimaður sem landar laxi sínum af leikni, lipurð, snilld og festu. Guðrún gleymist okkur aldrei. Sönghópurinn sendir eiginmanni, börnum, fjölskyldu og vinum nær og fjær innilegar samúðarkveðjur. Þótt Guðrún sé látin tendraði hún eld í hjörtum okkar sem logar bjart- ur og skær. Við vekjum eld af þessu báli hins listræna áhuga og munum bera þann kyndil með okkur að við megum bregða birtu á líf samferða- manna okkar af þeim loga sem Guð- rún kveikti í hjörtum okkar allra. Guð blessi hana og varðveiti. Söngsveinar Guðrúnar Ásbjörnsdóttur 1997–2005 og eiginkonur. Þeir sem starfa saman í kór tengjast oft býsna náið og því getur verið erfitt að kveðja kórfélaga. Nú kveðjum við Stefnismenn góðan fé- laga, Gylfa Felixson, sem gekk í Stefni fyrir rúmum 20 árum og starf- aði með okkur þangað til veikindi settu strik í reikninginn. Gylfi söng Gylfi Felixson ✝ Gylfi Felixsonfæddist í Reykjavík 22. sept- ember 1939. Hann lést á líknardeild LSH í Kópavogi 2. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Árbæjarkirkju 9. maí. 2. tenór, var traustur og góður félagi og vilj- ugur að taka þátt í ýmsum aukastörfum fyrir kórinn. Hann sat til dæmis í stjórn hans sem gjaldkeri um skeið og tók virkan þátt í ýmiss konar fé- lagslífi á vegum kórs- ins, meira að segja leikstarfsemi, sem honum þótti þó ekki alltaf standa undir þeim gæðakröfum sem hann gerði sjálf- ur. Hann hafði góða nærveru eins og það er stundum kallað, var vingjarn- legur, glaðlegur og áreiðanlegur. Kórfélagarnir eiga sjálfsagt býsna fjölbreyttar minningar um Gylfa eft- ir 20 ára samstarf. Það er þó líklegt að í huga margra standi eitt atvik upp úr. Fyrir fáum misserum hélt Stefnir tónleika á Flúðum og þá voru Gylfi og Hanna búin að koma sér upp sumarhúsi þar eystra. Þau gerðu sér lítið fyrir og buðu öllum kórmönnum heim til sín að tónleikunum loknum. Það var ákaflega skemmtilegt boð og marga kórmenn dreymdi um að end- urtaka það. Menn áttu þó misjafn- lega auðvelt með að rata aftur þarna austur af því að minningin um heim- ferðina var ekki jafnljós í hugum allra. Sumir mundu ekki annað en að þetta hefði verið einhvers staðar fyr- ir austan fjall og heimferðin hefði tekið óratíma. Um leið og kórinn þakkar gott starf, vináttu og fé- lagsskap og vottar Hönnu og öðrum aðstandendum innilega samúð, er við hæfi að þakka sérstaklega fyrir þetta boð. Nú verður það ekki end- urtekið, en það gleymist ekki. Karlakórinn Stefnir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.