Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 67 ✝ Friðjón Pálssonfæddist 12. apríl 1925 í Kollugerði í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Hann and- aðist á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 26. apríl síðastlið- inn. Foreldar hans voru Anna María Kristjándóttir frá Ytra-Krossanesi við Akureyri, f. 1893, d. 1990, og Páll Bene- diktsson frá Klúkum í Eyjafjarðarsveit, f. 1885, d. 1961. Systkini Friðjóns eru Fjóla, f. 1914, d. 2001, Kristján, f. 1918, d. 1995, Baldur, f. 1919, d. 1919, Helga, f. 1920, d. 1920, Helga Margrét, f. 1923, Eggert, f. 1927, og Arngrímur, f. 1931. 1954, synir hennar eru Kristján og Janus Sigurjónssynir. 5) Páll, f. 31.12. 1959, maki Þórey Alberts- dóttir, f. 18.3. 1960, synir Páls af fyrra hjónabandi eru Friðjón og Ísak Guðni. 6) Hólmfríður Sara, f. 20.3. 1963, dætur hennar eru Sig- ríður Kristín og Þorbjörg Katrín Davíðsdætur. Barnabarnabörn Friðjóns og Þorbjargar eru tólf. Friðjón og Þorbjörg slitu sam- vistum. Árið 1992 fluttist Friðjón á Snæfellsnes og hóf sambúð með Guðrúnu Jóhönnu Eggerz. Friðjón starfaði lengst af sem verkstjóri hjá Eimskipafélagi Ís- lands. Síðustu tvö starfsár sín vann hann í Byggingarvöruverslun KEA á Lónsbakka. Friðjón dvaldist síð- ustu fjögur ár á dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi, dvalarheimilinu Skjaldarvík og dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Útför Friðjóns fór fram frá Lög- mannshlíðarkirkju 4. maí, í kyrr- þey að ósk hins látna. Friðjón kvæntist árið 1950 Þorbjörgu Helgadóttur frá Húsavík, f. 19. mars 1929. Þau eignuðust sex börn, þau eru: 1) Rósfríður, f. 31.1. 1951, sambýlismaður Skúli Jóhannsson, f. 3.6. 1957, börn Rósu frá fyrra sambandi eru Jóna Björg, Ásta Lovísa og Páll Ellert. 2) Helgi, f. 25.10. 1953, maki Ragna Karlsdóttir, f. 21.2. 1959, synir þeirra eru Karl og Friðjón, fyrir átti Helgi tvö börn, Karen og Sævar. 3) Hulda, f. 25.10. 1953, maki Sæmundur Friðriksson, f. 1.5. 1949, synir þeirra eru Egg- ert og Hákon. 4) María, f. 26.11. Það var eitthvað sem dró mig norð- ur að heimsækja pabba minn seinni part aprílmánaðar. Ég hafði þó verið hjá honum nokkrum dögum fyrr í heimsókn á Dvalarheimilinu Hlíð þar sem hann bjó. Hinn 24. apríl sit ég við hliðina á pabba þar sem liggur í rúminu sínu. Hann hefur verið óvenju þreyttur undanfarna daga, hann segir þó að það sé erfitt að þurfa að liggja alltaf fyrir og vera ekki að fást við neitt. Ég finn að honum líður ekki sem best, er þreyttur og á erfitt með að anda. Ég sit og les, held í hönd hans, eftir smá- stund reyni ég að fá hann til að borða eitthvað, hann er þakklátur fyrir að sé verið að stússast í kringum hann. Þó að orðin væru ekki mörg sem fóru á milli okkar þessa daga var nærver- an okkur báðum mikilvæg. Þegar við kvöddumst hafði ég á tilfinningunni að styttast færi í samverustundum okkar, en bjóst þó ekki við að þeim væri lokið. Að morgni 26. apríl lést faðir minn. Pabbi minn var afar mikill per- sónuleiki sem heillaði marga, hann gat verið mikill húmoristi, hann var einstaklega gamansamur, gerði oft að gamni sínu sem beindist ekki síður að honum sjálfum en öðrum. Pabbi var mikill hagleiksmaður, hann var alltaf að smíða og skapa eitthvað. Á stundu sem þessari er gott að horfa um öxl og minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Þegar ég hugsa til baka til þessara augna- blika hlýnar mér um hjartarætur og finn að pabbi skildi eftir sig góðar minningar. Þín dóttir Hulda. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Með þessum orðum langar mig að þakka föður mínum samfylgdina í líf- inu. Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir. Tengdafaðir minn Friðjón Pálsson frá Kollugerði er látinn 82 ára gamall. Ég held að eins og málum var kom- ið með heilsuna hjá honum hafi hon- um verið hvíldin kærkomin. Fátt þótti Fidda eða Fidda Páls eins og hann var jafnan kallaður verra en að geta ekki unnið neitt, smíðað, föndrað og skapað. Hann var af þeirri kynslóð sem frá blautu barnsbeini þurfti að vinna fyrir sér og vinnan var honum allt, því held ég að rúmlega þar sem hann gat að lokum litlu sem engu áorkað hafi ekki átt við minn mann. Víða liggja handtökin hans Fidda Páls, bæði fyrir sig og sína, og eins eru þeir ófáir sem nutu hjálpar hans við hin ýmsu handverk varðandi byggingu húsa sinna. Fiddi var jafn- vígur á allt varðandi húsbyggingar, svona „altmuligmand“. Mín kynni af Fidda hófust þegar við dóttir hans vorum að draga okkur saman. Satt að segja held ég að hon- um hafi litist svona mátulega vel á drenginn, sagði svo sem ekki mikið, pírði augun, brosti glettnislega og laumaði að glettnislegri athugasemd. Okkar góða samband hefur staðið óslitið síðan og markast af gagn- kvæmu trausti. Fiddi hafði einstakt lag á að laða að sér fólk, með sinni heillandi framkomu og húmor. Það var því engin tilviljun að hann varð verkstjóri hjá Eimskip, hann hafði lag á fólki og var virtur af samstarfs- mönnum sínum fyrir sanngirni og orðheldni. Traustur og vinsæll verk- stjóri sem ávallt stóð fyrir sínu. Gaman var að spalla við hann um liðna tíð því margt hafði Fiddi upp- lifað. Hann vann t.d. í flokki manna sem handmokuðu Bakkaselsbrekk- una og langt upp á Öxnadalsheiði eitt vorið til að opna veginn suður. Hann vann við speglagerð og glerslípun, bílstjóri og verkstjóri eins og áður er nefnt. Síðustu árin fór heilsu Fidda hrak- andi, hann greindist með Parkinsons- veiki og fleiri krankleikar fóru að gera vart við sig. Þessi stóri og stæði- legi maður varð að láta í minni pok- ann, og kannski ekki nema von eftir slíka starfsævi og miklu vinnu. Ég sé fyrir mér pírðu augun og glettnislega brosið þegar ég hugsa til Fidda Páls. Farðu vel kæri tengdafaðir. Sæmundur Friðriksson. Mig langar að minnast afa míns, Friðjóns Pálssonar. Afi var yndislegur maður og einn af mínum bestu vinum. Hann var góður og skemmtilegur og ég sakna hans mikið. Ég þakka guði fyrir allar okkar stundir saman. Ég er ánægð með að ég fór norður til Akureyrar og heimsótti hann síðastliðna páska. Þar sat hann við að smíða sína frægu kassabíla og var glaður að sjá hana Sirrý sína. Ég og afi minn vorum bestu vinir og brölluðum ýmislegt saman þegar ég var lítil. Við spiluðum mikið og kenndi hann mér til dæmis tölustafina með spilum okkar. Einu sinni vakti hann mig upp klukkan rúmlega fjögur að nóttu til og sagði að við skyldum drífa okkur út að veiða og horfa á sólina koma upp. Ég var ekkert alltof ánægð með að vakna svona snemma en þessi ferð er mér afar minnisstæð og mun ég aldrei gleyma hve gaman var hjá okkur. Afi minn var mikill matmaður og ófáar ferðirnar fór ég með hann til að kaupa kjúklingabita sem hann gat endalaust borðað ásamt auðvitað hin- um frægu kótilettum. Við áttum mjög góðar stundir saman, spjölluðum margt og hlógum alltaf mikið. Ég veit að afi er með mér í dag og tekur á móti mér þegar minn tími kemur og mikið hlakka ég til að taka utan um hann þá. Sigríður Kristín Davíðsdóttir. Við eigum flest minningar úr æsku hjá afa og ömmu. Jól, afmæli og ætt- armót sitja oft eftir, en þar fyrir utan er oft einhver ein minning sem stend- ur upp úr. Eitthvað sem kannski er smávægilegt, en þó það stórt að það lifir með okkur alla tíð. Eitthvert ákveðið spjall eða ákveðið nammi sem við tengjum við þá sem okkur þykir vænt um. Mín minning um afa Fidda er sól- ríkur dagur í kartöflugarðinum í Ás- hlíðinni. Kappið er mikið að ná að fylla fötuna, því þá fæ ég að stinga upp í smástund. Smælki í þessa fötu, og stórar í hina. Ég veit ekki af hverju það er þetta sem situr eftir, en kannski út af því að þarna vorum við lið. Í mínum huga var þetta okkar stund. Mér finnst þegar ég hugsa til baka að við höfum verið þarna tveir einir í heiminum, og enginn annar. Verkstjórinn og ég. Bara ég og afi minn. Þótt það sé nokkurra ára gat í okk- ar samverustundum, þá varstu alltaf afi minn. Lengi vel skildi ég þig ekki. Ég var þér jafnvel reiður. Og þótt ég hefði aldrei haft kjark til að ganga á þig með það sem mig langaði að spyrja, þá held ég að ég skilji þig. Ég er kannski ekki sammála, en ég skil þig. Þú lifðir þínu lífi fyrir þig. Það er engum hollt að lifa lífi annarra. Ég trúi því alla vega að þú hafir alla tíð leitað hamingjunnar. Ég vona að þeg- ar þar að kemur geti ég litið til baka og sagt það sama. Ég sakna þín afi minn, og vona að fæðið sé gott þarna uppi. Eggert Sæmundsson. Elsku afi, við elskum þig og sökn- um þín og hugsum til þín þegar við minnumst allra góðu stundanna sem við áttum saman. Ef ekki var verið að smíða og mála var verið að huga að hestum og kindum og svo voru það blessaðar hænurnar. Ekki má heldur gleyma berjaferðunum. Að fara í berjamó með afa var einn af hápunkt- um haustsins. Það var alltaf nóg við að vera þegar við vorum hjá þér. En nú er komið að kveðjustund. Hafðu kæra þökk fyrir allt og allar góðu stundirnar, kæri afi. Við vitum að núna líður þér vel og þú passar okkur öll og vakir yfir okkur. Kveðja Friðjón og Ísak. Friðjón Pálsson Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, SIGRÍÐUR GISSURARDÓTTIR MULLER, St. Catharines, Ontario, Canada, áður Fjölnisvegi 6, Reykjavík, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 8. maí. Útförin hefur farið fram þar ytra. Fyrir hönd aðstandenda, Hróðmar Gissurarson, Sigrún S. Waage. ✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, og faðir, JÓHANN BRAGI BALDURSSON, lést á Landspítalanum Fossvogi, miðvikudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram. Baldur Sigurðsson, Matthildur Finnbogadóttir, systkini og börn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR ÁGÚST GUNNÞÓRSSON Glaðheimum 20, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 23. maí. Gunnþór Halldórsson, Lára Gunnarsdóttir, Charlotta Halldórsdóttir, Valur Andrésson, Hilmar Halldórsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Hjartkær móðir mín og amma, BIRNA BJÖRK FRIÐBJARNARDÓTTIR, Vallarbraut 6, Reykjanesbæ, áður til heimilis í Þórunnarstræti 130, Akureyri, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel við andlát hennar og útför. Hjartans þakkir sendum við Sigurði Þór Sigurðssyni lækni og starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og kærleik í veikindum hennar svo og Björgu Hafsteinsdóttur sjúkra- þjálfara fyrir hennar kærleiksríka starf. Guð blessi ykkur öll. Sumarrós Sigurðardóttir, Torfi Sigurbjörn Gíslason. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma, NANNA G. DUNGAL, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sunnudaginn 20. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju 30. maí kl. 13:00. Höskuldur H. Dungal, Olga Paliychuk, Páll H. Dungal, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.