Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 17 verið mikil. Jónas frá Hriflu getur um það í endurminningum sínum að Helgi hafi neitað að starfa undir stjórn Þórðar á Kleppi. Þess vegna hafi spítalanum verið skipt í tvennt. Þetta hef ég hins vegar ekki fengið staðfest annars staðar.“ Tómas segir samskipti föður síns og Þórðar alla tíð hafa verið með ágætum og sjálfur vingaðist hann við syni Þórðar enda þótt þeir væru eldri en hann. Raflosti ekki beitt á Kleppi Rafrotið eða raflostið ruddi sér til rúms í geðlækningum á árunum eftir seinna stríð og varð á skömmum tíma ein mest notaða aðferðin í Bandaríkj- unum og Evrópu. Helgi tók á hinn bóginn eindregna afstöðu gegn raf- lostinu, taldi aðferðina hættulega og var henni ekki beitt í hans tíð á Kleppi. Í kjölfarið kom upp undarleg staða í geðlækningum á Íslandi en flestir aðrir geðlæknar voru hlynntir raf- lostinu. Sú aðferð var þar af leiðandi stunduð víða um bæ, á elliheimilinu Grund, Farsóttarsjúkrahúsinu og Hvítabandinu. En ekki á Kleppi. „Þetta kemur vel fram í héraðs- skýrslum frá þessum tíma en þá skrifa læknar að sjúklingar séu t.d. sendir í raflost á elliheimilinu Grund þar sem ekki sé hægt að koma þeim inn á Klepp. Þarna voru skýrar línur dregnar og um þetta deilt. Þær deil- ur náðu inn á síður dagblaðanna og var m.a. talað um „ófremdarástand“ vegna þvermóðsku yfirlæknisins á Kleppi,“ segir Óttar. Tómas var andsnúinn raflækn- ingum eins og faðir hans. Fyrir vikið voru raflækningar ekki stundaðar á Kleppi fyrr en á áttunda áratugnum. Þá heimilaði Tómas læknum á spít- alanum að nota þá aðferð á eigin ábyrgð. „Það var ekki auðveld ákvörðun en kollegar mínir sóttu þetta fast og ég bar virðingu fyrir þeirra sýn á starfið. Þess vegna gaf ég þeim þetta leyfi,“ segir Tómas. Raflosti beitti hann aldrei sjálfur. Hann segir andúð þeirra feðga fyrst og fremst hafa byggst á því að þeim þótti aðferðin ómannúðleg. „Raflostið var hálfgerð hrossalækn- ing. Hleypt var straumi gegnum heil- an á fólki sem olli krampa. Það bar á minnistruflunuum fyrst á eftir og í sumum tilvikum urðu varanlegar breytingar.“ Lögðust gegn lóbótómíu Lóbótómía var einnig komin til sögunnar á þessum árum. Lóbó- tómía, sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjar- lægður. Yfirleitt er átt við skurð- aðgerð á fremsta hluta heilans í enn- isgeira (sem einnig nefnist ennisblöð) og kallast þá ennisgeiraskurður. Ennisgeiraskurður getur stundum linað andlegar þjáningar fólks en veldur líka miklum og oft alvarlegum persónuleikabreytingum. Óttar segir þessar aðgerðir í sum- um tilvikum hafa haft áhrif og dregið úr einkennum sjúklingsins. „Afleið- ing aðgerðarinnar var sú að sjúkling- urinn varð viðráðanlegri. Á móti kom að lóbótómían breytti mjög persónu- leika sjúklingsins. Hann varð mjög flatur.“ Helgi var frá upphafi mótfallinn ló- bótómíu og var henni aldrei beitt á Kleppi. Hún var á hinn bóginn iðkuð á Landakoti, auk þess sem einhverjir Íslendingar voru sendir til Kaup- mannahafnar í aðgerð. Óttar segir að sagan fordæmi ló- bótómíuna en viðurkenni gildi raf- lækninga. „Lóbótómían leið undir lok þegar nýju geðlyfin komu upp úr 1950 en raflækningar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem ágæt lækningaaðferð. Þær eru stundaðar hér á landi sem annars staðar í dag.“ Tómas hefur ekki skipt um skoðun á raflostinu en segir aðferðina bæri- legri í dag en áður vegna þess að sjúklingum sé gefin vöðvaslakandi lyf sem dragi úr krömpum og með- ferðin sé ekki sambærileg við það sem áður var. Þrátt fyrir mótlætið hélt Helgi ótrauður áfram lyflækningum og ekki dró það úr honum kjarkinn þeg- ar nútímageðlyf komu til sögunnar snemma á sjötta áratugnum. Má þar nefna Largactil sem var mest notað. Var hann trúr sinni hugmyndafræði allt til dauðadags. Kleppur var með fyrstu geðspítölunum á Norð- urlöndum sem hóf að nota nýju geð- lyfin og segir Tómas þau hafa gjör- breytt andrúmsloftinu á spítalanum. „Lyfin snardrógu úr hugvillu og of- skynjunum og það varð mun auð- veldara að tala við sjúklingana og fá þá til að tala við læknana og hjúkr- unarfræðingana. Þarna var strax kominn grundvöllur fyrir úrræðum sem við þekkjum í dag, svo sem sam- félags-, hóp- og fjölskyldumeðferð.“ Óttar segir nýju geðlyfin hafa dug- að mun betur á einkenni sjúklinga en eldri lyfin og á einni nóttu gjör- breyttust geðlækningar í heiminum. Aðstæður urðu allt aðrar á geðdeild- um, fólk var útskrifað í auknum mæli og gat í mörgum tilfellum lifað eðli- legu lífi. „Þetta voru mikil krafta- verkalyf, það er ekki hægt að orða það öðruvísi.“ Samhliða lyflækningunum not- aðist Helgi mikið við vinnulækningar eða iðjuþjálfun, dyggilega studdur af Guðríði Jónsdóttur hjúkrunarfræð- ingi sem innleiddi nýjar aðferðir á því sviði. Yfir 300 sjúklingar á lóðinni Á árunum 1951-52 var tekin í notk- un enn ein viðbygging á Kleppi, ætl- uð fyrir 35 manns, og á sjötta ára- tugnum náði sjúklingafjöldi hámarki í sögu spítalans. Þá voru þar yfir 300 manns á lóðinni. Óttar segir að þetta hafi verið gamaldags geðdeildir og eigið rými sjúklinga af skornum skammti. „Það var lítið við að vera og fyrir vikið mikið um átök, pústra og pirring. Vegna þrengsla gat einn órólegur sjúklingur haldið vöku fyrir mörgum tugum sjúklinga. Þetta var mjög erf- itt ástand.“ Við andlát Helga, 1958, tók Þórður Möller við stöðu yfirlæknis á Kleppi og árið 1961 var Tómas Helgason, Morgunblaðið/G. Rúnar Söguritarinn „Fólki sem þekkti hvorki haus né sporð hvert á öðru var hrúgað inn á stóra sali, átta til tólf voru á hverri stofu og sjúklingarnir höfðu varla nokkuð eigið rými. Ekki einu sinni náttborð. Fólkið var allt klætt í spít- alaföt og hafði lítið fyrir stafni.“ Þannig lýsir Óttar Guðmundsson ástandinu á Kleppi á fyrstu árunum. ASKJA er eini viðurkenndi umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi. *Hiti í framsætum, dökkar filmur í rúðum og aftengjanlegt dráttarbeisli. KLEPPSSPÍTALI 100 ÁRA 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 143. tölublað (27.05.2007)
https://timarit.is/issue/285541

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

143. tölublað (27.05.2007)

Aðgerðir: