Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 57 RÓTARÝHREYFINGIN er al- þjóðleg friðar- og mannúðarhreyf- ing. Árið 1928 var formlega stofnaður sjóður er nefndur var Rótarýsjóðurinn (The Rotary Foundation). Hlutverk sjóðsins er að fjármagna þau verkefni sem hreyf- ingin vinnur að í þeirri viðleitni sinni að skapa betri og frið- samari heim. Frá upphafi hefur hann verið byggður upp og honum við haldið fyrst og fremst með framlögum rótarý- félaga sjálfra. Fram- lög í sjóðinn eru frjáls en rótarýfélagar eru hvattir til þess að leggja árlega ein- hverja upphæð í sjóð- inn. Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur til þessa alls lagt ríflega 600 þúsund dollara í sjóðinn. Rótarýsjóð- urinn, sem almennt er kallaður flaggskip Rótarýhreyfing- arinnar, ráðstafar árlega um 100 milljónum dollara til fræðslu-, menningar- og mannúðarmála. Um- dæmin ráða nokkru um í hvað framlög frá þeirra félögum og klúbbum fara. Framan af fór mest- ur hluti útgjalda sjóðsins til fræðslumála en hin síðari árin hef- ur mest áhersla verið lögð á mann- úðarmál. Stærsta einstaka verkefni Rót- arýsjóðsins er svonefnt Pólíó-Plús verkefni þar sem stefnt er að út- rýmingu barnalömunarveiki. Rót- arýhreyfingin hefur leitt þetta verkefni og unnið að því í nánu samstarfi við rótarýklúbba og stjórnvöld á viðkomandi svæðum og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina WHO. Frá því Pólíó-Plús verkefnið hófst 1985 er búið að bólusetja yfir tvo milljarða barna og rótarý hefur sett í það yfir 595 milljónir dollara og gífurlega sjálfboðavinnu. 210 lönd og svæði eru nú laus við löm- unarveiki og þar af hafa 134 fengið um það formlegt vottorð. Ekki hef- ur enn tekist að útrýma löm- unarveiki í Nígeríu, Indlandi, Pak- istan og Afganistan, en markmiðið er óbreytt og áfram verður barist. Kofi Annan, fyrrverandi aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, flutti kveðjuræðu sína í desember sl. Hann kom víða við en ræddi sér- staklega um Rótarýhreyfinguna og framlag hennar í baráttunni við lömunarveikina. Að maður í emb- ætti Kofi Annans skuli ræða um hreyfinguna á þann hátt er hann gerir í lokaræðu sinni segir meira en mörg orð um hve stórkostlegt þetta framtak er og hve vel hefur til tekist. Þetta er gífurleg við- urkenning fyrir hreyfinguna. Æskulýðsstarf Rótarýhreyfing- arinnar er mjög öflugt og á hverju ári fer fjöldi ungmenna til annarra landa til skemmri eða lengri dvalar. Hreyfingin lítur svo á að með því að stuðla að gagnkvæmum kynnum ólíkra menningarheima og trúarbragða og þá ekki síst meðal ungs fólks sé hún að vinna á áhrifaríkan hátt að því meginmarkmiði sínu að skapa friðsamari og um leið betri heim. Boðið er upp á nem- endaskipti í eitt skóla- ár, sumarskipti ung- menna í sumarleyfum og sumarbúðir svo dæmi séu nefnd. Fjöl- mörg íslensk ung- menni, bæði börn rót- arýfélaga sem önnur, hafa nýtt sér slík boð. Eitt af nýjustu verk- efnum Rótarýsjóðsins eru tveggja ára náms- styrkir til meist- aranáms í friðarmálum. Þetta eru tveggja ára alþjóðlegir samkeppn- isstyrkir og námið bundið við sjö virta há- skóla víða um heim samkvæmt sérstökum samningi við Rótarý- sjóðinn. Árlega eru veittir 70 styrkir sem umdæmin 530 geta keppt um. Styrknum hefur verið úthlutað fimm sinnum til þessa og íslensku umsækjendurnir fengið styrk öll árin sem er ein- stakur árangur. Nú bíðum við spennt eftir hvað gerist í mars þeg- ar tilkynnt verður um sjöttu úthlut- unina. Nýverið var auglýst eftir umsækjendum um friðarstyrkinn fyrir árin 2008-2010. Rótarýklúbbar og umdæmi hafa komið að fjölmörum öðrum alþjóð- legum verkefnum með fjár- framlögum og sjálfboðavinnu, verk- efnum er tengjast öflun drykkjarvatns, baráttu fyrir bættri heilsu og gegn hungri og ólæsi svo dæmi séu nefnd. Einnig má nefna aðstoð við ýmis landsvæði eftir náttúruhamfarir. Íslenskir rótarý- félagar hafa komið að fjölmörgum slíkum verkefnum með fjár- framlögum og sjálfboðavinnu. Fjórprófið svokallaða er eins konar boðorð rótarýfélaga og hljóð- ar þannig: 1. Er það satt og rétt? 2. Er það drengilegt? 3. Eykur það velvild og vin- arhug? 4. Er það öllum til góðs? Með þessum orðum lýk ég þess- ari síðari grein minni um Rót- arýhreyfinguna sem ég vona að hafi gefið lesendum nokkra innsýn í hvað Rótarý er og jafnvel vakið áhuga einhverra á að kynna sér hreyfinguna nánar. Unnt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu íslenska umdæmisins: www.rotary.is Rótarýsjóðurinn og verkefnin Guðmundur Björnsson fjallar um Rótarýsjóðinn og ýmis alþjóðleg verkefni Guðmundur Björnsson »Hlutverksjóðsins er að fjármagna þau verkefni sem hreyfingin vinnur að í þeirri viðleitni sinni að skapa betri og frið- samari heim. Höfundur er umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins. JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM Sjá nánar á www.fmeignir.is www.fasteignamidstodin.is Karl Gunnarsson lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F. OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK BIRKITIEIGUR - 2JA ÍBÚÐA HÚS OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15 - 17 FYRIR STÓRFJÖLSKYLDUNA Nýtt, vandað og reisulegt 370 fm tveggja íbúða hús á frábærum útsýnistað við Birkiteig í Mosfellsbæ. ATH. HÚSIÐ ER 2 SAMÞYKKTAR ÍBÚÐIR. Á neðri hæð er 81 fm fullbúin 3ja herbergja íbúð með sérinngangi. Á efri hæð er 210 fm íbúð sem tilbúin verður til innréttinga ásamt 33 fm bílskúr og inn af honum er 45 fm óskráð rými. Að utan er húsið fullbúið með grófjafnaðri lóð. Stórkostlegt útsýni. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.