Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sérlega fallegt 76,3 fm sumar- hús á 1 hektara leigulóð. Húsið skiptist þannig að grunnflötur er 46,3 fm, svefnloft 20 fm og geymsla 10 fm. Tvö svefnher- bergi og gott svefnloft m/opnan- legum glugga. Fallegt útsýni. Stutt í sundlaug að Minni-borg og þrír golfvellir eru í næsta nágrenni. Verð 14,9 millj. Júlíus tekur á móti gestum og veitir leiðar leiðbeiningar í síma 896 5574 Allar nánari upplýsingar á Ás fasteignasölu. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13-17 HALLKELSHÓLAR - GRÍMSNESI LÆKJARMÝRI - GRÍMSNESI Tilbúin til afhendingar Glæsileg og mjög vönduð (tvö) sumarhús í landi Múlakots í Grímsnesinu (rétt hjá Kiðabergi). Húsin skilast tilbúin til innréttinga og fullfrágengin að utan. Stór verönd og um 10.500 fm eignarlóð. 3 km á golfvöllinn í Kiðabergi og 2 aðrir golfvellir í næsta nágrenni. Húsin seljast saman eða sér. Verð 19,8 millj. Sölumaður: Þórhallur, sími 896-8232. Vorum að fá til sölu fallegt einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu á 1700 fm sjávarlóð. Óvenju glæsilegt útsýni. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali EINBÝLISHÚS Á SJÁVARLÓÐ www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið hús - Hvassaleiti 157, íbúð 04-01 4 svefnherb. og bílskúrsplata. Opið hús í dag sunnudag frá kl. 14-15 (Bára á bjöllu) Í einkasölu falleg, talsvert endurnýjuð og vel skipulögð, 4ra-5 herb. endaíbúð á 4. hæð (efstu) í fallegu og vel staðsettu fjölbýli. Frábært útsýni. Í dag eru í íbúðinni 4 svefnherbergi, endurnýjað eldhús og baðherbergi. Áhv. hagstæð lán. V. 23,9 millj. Sími 588 4477 ÞVÍ hefur nýlega verið haldið fram að skógrækt á Íslandi og annars staðar á norðurslóðum vinni ekki gegn hlýnun andrúms- lofts og jafnvel að hún auki á gróðurhúsaáhrifin. Þessi fullyrðing er studd útreikningum í líkani sem G. Bala og samstarfsmenn hans birtu nýlega í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy USA (G. Bala, K. Cal- deira, M. Wickett, T.J. Phillips, D.B. Lo- bell, C. Delire & A. Mirin (2007). Comb- ined climate and car- bon-cycle effects of large-scale defor- estation. PNAS 104(16), 6550- 6555). Í grein sinni prófuðu þeir hver yrðu áhrifin á hlýnun jarðar fram til ársins 2150 ef núverandi skóglendi væri fjarlægt af yf- irborði jarðar samfara áframhald- andi losun gróðurhúsalofttegunda. Niðurstaða þeirra var að 1) eyðing skóglendis í hitabeltinu myndi auka verulega á hlýnunina, 2) skógeyðing í tempraða beltinu að 50°N myndi lítil áhrif hafa en 3) ef skógi væri svipt af jörðinni norðan 50°N myndi draga úr hlýnun jarð- ar. Skógur endurvarpar 10-20% af þeirri sólgeislun sem á hann fellur en endurskin (albedo) frá snjó er 45-85% af inngeislun. Því tapast meira af sólarorkunni frá opnu landi með snjó en frá skógi áður en sólgeislunin nær að hita landið og lofthjúpinn. Ef skógur er felld- ur á landi með langvarandi snjó- þekju eykst endurskin landsins verulega. Tempraða beltið á norð- urhveli jarðar er að mestu leyti á stórum meginlöndum með lang- varandi vetrarkulda og snjóþekju á jörðu. Norðan 50°N eru víðáttu- mikil og vetrarköld skógarsvæði Norður-Kanada, Norður- Rússlands og Síberíu en sunnan 50°N er skóglendið mestmegnis í tiltölulega snjóþungu fjallendi. Bala og samstarfsmönnum hans reiknaðist til að á þessu svæði vægi kæling vegna aukins end- urskins frá snjó meira en losun koltvísýrings samfara skógeyðingu. Snjólaust en gróið land hefur svipað endurkast óháð því hvort þar vex skógur eða lágvaxinn gróður. Áhrif skógeyðingar á snjóléttum svæðum á geislunarjöfnuð lands- ins eru því óveruleg. Á suðurhveli jarðar eru skógar tempraða beltisins á vetr- armildum svæðum með lítilli snjóþekju. Þar og í hitabeltinu hefur skóg- eyðing lítil áhrif á endurskin landsins. Sunnan miðbaugs er mjög lítið land í tempraða beltinu og því vegur þessi skógur lítið í líkanareikningum þar sem skógi er svipt af heilum gróðurbeltum. Víðáttumiklir vetrarkaldir skógar á meginlöndum norðurhvels með langvarandi snjóþekju á jörðu skýra niðurstöður Bala og sam- starfsmanna hans. Þótt líkanareikningar Bala og samstarfsmanna hans fjölluðu um skógeyðingu þá túlkuðu þeir nið- urstöðurnar þannig að nýskóg- rækt (skóggræðsla) í tempraða beltinu að 50°N væri gagnslítil mótvægisaðgerð og skaðleg norð- an 50°N. Sú túlkun stenst ekki. Nýr skógur sem getur bundið koltvísýring úr andrúmslofti verð- ur ekki ræktaður nema á skóg- lausum svæðum sem geta borið skóg. Norðan 50°N er mestur hluti þess lands sem getur borið skóg skógi vaxinn. Helstu frávikin eru skosku hálöndin, Ísland og nokkur minni svæði, einkum við Norður- Atlantshaf. Sunnan 50°N er veru- legur hluti þess lands sem hefur mikla snjóþekju á veturna þegar skógi vaxinn. Skóglaust land er mestmegnis láglendissvæði með lítilli snjóþekju sem fyrir löngu voru rudd undir landbúnað, t.d. England og Vestur Evrópa, aust- urströnd Bandaríkjanna og lág- lendi í Kína. Skógrækt á þessum svæðum hefur lítil áhrif á end- urskin en getur bundið mikinn koltvísýring. Á Skotlandi, Íslandi og fleiri hafrænum svæðum norðan 50°N er lítil og stopul snjóþekja. Þar við bætist að sólgeislun á Íslandi er lítil á þeim árstíma sem snjór getur verið á jörðu. Því breytir skógrækt á grónu landi litlu fyrir endurskin landsins. Á Íslandi er gróðursnautt land afar dökkt og með lítið endurskin (5-10%). Á sumrin er mikil inngeislun og dökkar auðnirnar gleypa sólgeisl- unina. Uppgræðsla og skógrækt á þessu landi eykur endurskinið. Auðnir á láglendi Íslands geta bundið mikinn koltvísýring úr andrúmslofti hvort heldur er mið- að við flatareiningu eða umfang. Skógrækt á auðnum Íslands dreg- ur úr hlýnun andrúmsloftsins bæði með auknu endurskini og bindingu koltvísýrings. Hvert tonn af koltvísýringi sem bundið er í lág- lendisauðnum á Íslandi hefur síst minni áhrif til að hamla hlýnun jarðar en binding í hitabeltinu eða samsvarandi minni losun. Skógrækt á Íslandi kælir loftið Þorbergur Hjalti Jónsson skrif- ar um áhrif skógræktar á Ís- landi til kolefnisbindingar » Skógrækt á auðnumÍslands dregur úr hlýnun andrúmsloftsins bæði með auknu end- urskini og bindingu koltvísýrings. Þorbergur Hjalti Jónsson Höfundur er skógfræðingur og sér- fræðingur á Rannsóknastöð skóg- ræktar á Mógilsá. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.