Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 42
þjóðminjar 42 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í Róm er saga og minjar hug- stætt viðfangsefni venjuleg- um ferðamönnum – hvað þá þeim sem gert hefur minja- vörslu að ævistarfi. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sagðist hafa leitt hugann að við- horfum til minja á Íslandi þegar hún í vikunni gekk um götur Rómaborgar, oftar en ekki í návígi ævafornra bygginga og merkrar sögu. „Það er áhrifaríkt að komast svona í snertingu við söguna, að skoða hið undurfagra Panþeon og rölta um Forum Romanum með Colosseum í augsýn. Þarna fléttast skemmtilega saman ný mannvirki og ýmsar merk- ar minjar. Þetta varð mér tilefni ým- issa hugleiðinga um aðstæður okkar, uppbyggingu og minjavörslu. Okkar saga er ekki síður athygli verð. Ég hef tekið þátt í alþjóðlegu starfi á sviði minjaverndar og safna- starfs. Við Íslendingar eigum okkur merkilega sögu og minjar sem sann- arlega eru ekki síður einstakar í al- þjóðlegu samhengi,“ segir Margrét þegar blaðamaður sækir hana heim. Margrét er nýkomin af fundi þar sem fjallað var um Evrópusamstarf í tengslum við minjavörslu og rann- sóknir. „Við erum alltaf að koma nær evr- ópsku og alþjóðlegu samhengi í okkar starfi sem er mikilvægt. Við höfum þar mikið að læra en um leið getum við miðlað af reynslu okkar.“ segir hún. Nýjar leiðir – nýjar áherslur Í fyrra fékk Þjóðminjasafn Íslands viðurkenningu frá Evrópuráði safna sem eitt besta safn Evrópu árið 2006 sem var merkur áfangi. „Þau söfn sem hafa fengið slíka viðurkenningu mynda samráðsvett- vang Best in Heritage in Europe og hittast reglulega til samráðs. Í haust er áætlað að hittast í Slóveníu og þá verður Þjóðminjasafn Íslands sér- staklega kynnt af þessu tilefni,“ segir Margrét. „Til að fá slíka viðurkenn- ingu er mikilvægt að koma með nýjar áherslur, fara nýjar leiðir í safna- starfinu, sem getur verið til fyrir- myndar í evrópsku samhengi. Mark- miðið er að hvetja til framfara, sem geta auðgað samfélag hvers safns. Góður árangur íslenskra safna hefur vakið athygli sem er ánægjulegt fyrir menningarstarf og ferðaþjónustu á Íslandi. Þau söfn sem fengu viðurkenningu núna í ár eru einmitt þau söfn sem farið hafa nýjar leiðir í starfsemi sinni. Sérstaka athygli vakti hol- lenskt safn, Het Dolhuys í Haarlem, sem fékk í ár sömu viðurkenningu og Þjóðminjasafn Íslands í fyrra en það fjallar um geðveiki á mjög athyglis- verðan hátt og er tilgangurinn ein- mitt að slá á fordóma og taka þátt í og opna umræður um þetta málefni. Söfnin sem þarna er vakin athygli á eru því afar ólík og fjölbreytt. Að fylgjast með því sem skarar fram úr í Evrópu er sannarlega gagn- legt og hvetjandi.“ Íslenskur menningararfur Eru minjar okkar eins merkilegar og gamlar minjar Evrópu t.d.? „Íslenskur menningararfur, s.s. mannvirki, safnkostur og íslenski torfbærinn er ekki síður merkilegur en sögufrægar fornar byggingar er- lendis þar sem menning á sér eldri rætur í öðru samhengi. Minjagildi er afstætt og verður að meta í samhengi við aðstæður hverju sinni. Það er mikilvægt að Íslendingar komist yfir þá minnimáttarkennd sem stundum hrjáir okkur á þessu sviði sem hefur oft komið niður á varðveislu menn- ingararfs og umgengni um hann. Það á við þegar fjármagn er frekar sett í magn en gæði, stundum með van- hugsuðum hætti er verið að búa til eitthvað í stað þess að hlúa að raun- verulegum og sérstæðum minjum sem við eigum sem auðvitað þarf að varðveita af umhyggju og virðingu – svo sem torfbæina okkar gömlu. Þjóðminjasafnið, sem er höfuðsafn á sviði þjóðminjavörslu, ber ábyrgð á yfir 40 húsum víða um land. Í hópi þeirra húsa eru torfbæirnir, torf- kirkjur, gamlar timburkirkjur, timb- urhús og steinhlaðin hús. Að halda þessum húsum við er fjárfrekt og flókið verkefni ef vel á að vera. Það hefur verið í gangi átak í að koma þessum húsum á viðhaldsstig sam- kvæmt langtímaáætlun. Nýlega var lokið viðgerðum á Reykholtskirkju, Sauðaneshúsinu og verið er að ljúka viðgerðum á Nesstofu og Litlabæ í Skötufirði. Einnig hefur verið unnið að viðgerðum í Laufási, Glaumbæ, Galtastöðum og víðar. Þróun aðferðafræði Víða þarf að gera átak, s.s. á Keld- um og Bustarfelli í Vopnafirði. Eitt stærsta verkefnið sem unnið er að um þessar mundir er menningarlands- lagið á Núpsstað. Við erum sífellt að þróa aðferðafræði við varðveislu torf- bæjanna, sem miðar að því að varð- veita sem best uppruna og minjagildi. Það hefur að mínu mati stundum ver- ið gert of mikið af að rífa niður og endurbyggja torfhúsin frá grunni. Þetta er aðferðafræði sem er í stöðugri þróun. Til þess að torfbæirn- ir missi ekki gildi sitt sem einstæðar minjar í alþjóðlegu samhengi verður að gæta þess að standa vörð um merki sögunnar. Á Núpsstað hefur með þátttöku margra hæfra aðila verið stigið mikilvægt framfaraskref í viðhaldi torfhúsa. Slíkt verkefni verður að nálgast með þverfaglegum hætti, í samráði við forverði, handverksmenn, ábú- endur, arkitekta og minjafræðinga almennt hérlendis sem erlendis. Þetta er afar mikilvægt ef við ætlum að eiga möguleika á því að fá torf- bæina okkar viðurkennda sem heims- minjar. Á Núpsstað höfum við einnig getað ráðfært okkur við systkinin frá Núpsstað, Eyjólf Hannesson, sem lést árið 2004, og núlifandi ábúanda, Filippus Hannesson og systur hans Margréti sem muna hátt í öld aftur í tímann og ólust upp í torfbænum. Á Núpsstað má sjá hvernig náðst hefur að gera við húsin af natni og virðingu fyrir sporum sögunnar, for- vörslusjónarmið heiðruð og hand- verkið vandað og úthugsað. Nýlega var lokið við viðgerð tveggja húsa með þessum hógværa hætti, sem hef- ur verið ánægjulegt að fylgjast með. Þar eiga þeir sem komið hafa að verkefninu hrós skilið fyrir vandaða vinnu, en verkefninu er stjórnað af sérfræðingum Þjóðminjasafnsins í góðri samvinnu við húsafriðunar- nefnd, sem einnig kemur að viðhaldi annarra húsa í eigu safnsins.“ Mikilvæg hús í miðbænum Hvað segir þú um húsin sem brunnu fyrir skömmu í miðbæ Reykjavíkur? „Þar er um að ræða einhver allra elstu hús sem við Íslendingar eigum og eru frá upphafi þéttbýlismynd- unar í Reykjavík. Það er ómetanlegt að halda í slík spor sögunnar. Mér finnst þannig mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir gildi þessara húsa. Þegar þannig hús eru látin víkja get- ur orðið óbætanlegt tjón sem er svo- lítið eins og að „missa minnið“, eins og einhver orðaði það. Það er þegar búið að rífa of mikið. Við þurfum einnig að staldra við á Laugaveginum og ganga ekki of hart fram í niðurrifi. Ásýnd húsa og ástand má bæta, en oft hefur húsunum verið illa haldið við og breytt ósmekklega. Ég er ósammála þeim málflutningi að um- rædd hús á horninu við Lækjartorg séu ónýt. Það er meira eftir en ætla mætti, þrátt fyrir brunann, og því ber að mínu mati að gera við þau með faglegum hætti – það er ekki að „byggja fornleifar“.“ Er þar ekki við ramman reip að draga í þessum efnum? „Ég held ekki, það er mat margra að halda verði í byggingararf okkar, sem auðgar umhverfið. Ég tel að aðr- ir hagsmunir hafi of mikið ráðið ferð- inni í þessum efnum. Það er þegar búið að rífa gríðarlega mikið af göml- um húsum í Reykjavík á þeim for- sendum að nýta þurfi lóðirnar betur. En með því er oft verið að fórna ann- ars konar hagsmunum og oft miklum menningarverðmætum. Núna eru bara örfá hús eftir frá 19. öld og þessi hús eru afar sérstök. Húsin sem hér um ræðir hafa mjög mikið sögulegt og umhverfislegt gildi. Þau ber að varðveita og halda í þau og styrkja samhengi annarra gamalla húsa í nágrenninu, s.s. Stjórnarráðsins og Bernhöft- storfunnar. Það á einnig við um sam- hengið við hafnarsvæðið og uppbygg- inguna þar. Má sjá fyrir sér áhugaverða heildarmynd á mið- bænum ef vandað verður til allra þessara þátta. Með nálgun sem bygg- ist á gæðum, manneskjulegu um- hverfi og virðingu fyrir sögunni í jafnvægi við vandaða uppbyggingu þar sem hún á við, væri hægt að skapa mjög skemmtilega heildar- mynd á þessum viðkvæma og mikil- væga stað í miðborginni. Ég tel því hiklaust að það eigi að gera við þessi hús og það með viðeig- andi hætti. Það þarf að gera við húsin þannig að upprunalegt útlit þeirra, hlutföll og fegurð njóti sín. Á sínum tíma voru flutt hús í Árbæjarsafn sem kannski hefðu betur verið höfð kyrr á sínum stað, svo sem Lækj- argata 4. Þau þurftu að víkja, vegna uppbyggingar, þóttu hrörleg og menn sáu ekki gildi þeirra í sínu upp- runalega umhverfi, en sáu síðan eftir þeim þegar búið var að gera þau upp Morgunblaðið/Kristinn Þjóðminjasafn Íslands Um 96% þeirra sem svöruðu könnun um safnið lýstu sig ánægða með starfsemi þess. Þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir á í margvíslegum samskiptum við útlend söfn og segir íslenskar minjar ekki ómerkari en erlendar. Morgunblaðið/Kristinn Hugsað í öldum Þjóðminjasafn Íslands hefur átt góðu gengi að fagna síðan það var opnað aftur eftir gagn- gerar endurbætur. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræddi við Mar- gréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð um það sem er í deiglunni í starfsemi þess um þessar mundir. Í HNOTSKURN »Þjóðminjasafn Íslandsfékk viðurkenningu frá Evrópuráði 2006 fyrir áherslur í miðlun, aðgeng- ismál, fjölbreyttar sýningar og viðmót gagnvart gestum. » Áður hefur Síld-arminjasafnið fengið við- urkenningu í flokki tækni- minjasafna og nú er Landnámssýningin Minjasafn Reykjavíkur-Árbæjarsafn í Aðalstræti í tilfnefningarferli. »Mikilvægt er að umgang-ast minjar af hógværð og skilningi, þetta þarf að passa upp á – líka hér í Reykjavík . Núna eru bara örfá hús eftir frá 19. öld og þessi hús eru af- ar sérstök. Heimsókn Filippus Hannesson ábúandi á Núpsstað segir hér Margréti þjóðminjaverði sitthvað frá gömlum tímum á Núpsstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.