Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 35 tveir bræður, stóreignamenn þess tíma, sem keyptu allar jarðir í sveitinni og lái þeim hver sem vill. Báðir létust þeir í snjóflóðum, en slíkt var algengt á þessum slóðum. Til að komast niður í Hvanndalina þurftum við að renna okkur niður bratta snjóbrekku í heitri sólinni, það var ævintýri líkast. Lítið viss- um við þá um fegurðina sem beið okkar; Hvanndalina og hafið bláa við sjónarrönd. Undir Hvanndalahimni Hvanndalir sitja á hárri kletta- syllu við sjóinn og eru með öllu ógreiðfærir öðrum en fótgangandi mönnum, ferfætlingum og fuglinum fljúgandi. Há fjöllin ramma dals- mynnið inn í mynd þar sem allt leikur í lyndi. Lækurinn, fíflarnir í grasinu, suðandi flugurnar, mosinn í berginu og silfraður sjórinn. Það- an er vel sýnt yfir til Grímseyjar og Látrabjargs. Sé gengið upp á hæstu klettasylluna í dalnum, það- an sem ekkert sést nema sjórinn til allra átta og stöku fugl á sveimi, verða maður og náttúra eitt. Svo þegar sólin varpar geislum sínum á hafið og litar það grænt og túrkísblátt höldum við að ekkert verði fegurra hér á jörð. Þá taka allt í einu höfrungar að stökkva í sjónum. Seinna leggst döggin yfir, sólin hverfur í hafið og litar fjöllin lillablá. Svona truflar náttúran manninn og heldur fyrir honum vöku allt fram til sólarupprásar næsta dags. Þann dag gengum við aftur yfir til Héðinsfjarðar og busluðum í tjörnunum í fjöllunum til að skola af okkur ferðarykið. Dagur var að kvöldi kominn og ferðin senn á enda, því var slegið upp brennu úr rekaviði og tíu lambalæri grilluð í jörðinni. Aðeins til að safna kröft- um fyrir lokaspölinn en við áttum eftir að ganga yfir til Ólafsfjarðar. Þar beið okkar lítill bátur sem flutti mann og mús heim. Rétt í þann mund sem við sigldum frá höfninni lagðist þokan aftur yfir, eins og leiktjöld sem falla í lok sýningar. Báturinn hvarf út í þokuna, sigldi út fjörðinn og meðfram klettóttri ströndinni. Aldan vaggaði ferða- mönnunum í svefn þar sem þeir lágu örþreyttir á þilfarinu. Í draumalandinu benti fararstjórinn áfram og hrópaði: „Hvanndalir – dalir hamingjunnar!“ g.gunnarsdottir@gmail.com Sannarlega var þetta mik- ið ævintýri fyrir alla, nema kannski fyrir illa búinn blaðamann sem hafði talið sjálfum sér trú um að hann gæti kastað sér í næl- onpokanum út í móa og sofnað vært. Höfundur er viðskiptafræðingur. Ólympísk elja Skíðamaðurinn Trausti úr Bjarnagili tók þátt í Ólympíu- leikunum 1976 og sveif upp gilin á meðan svitinn perlaði á flestum hinna. 2O2OF r a m t í ð a r s ý n R A N N S Ó K N A R Þ IN G 2 0 0 7 Hvatningarverðlaun í 20 ár – Framtíðarsýn 2020 RANNÍS boðar til Rannsóknarþings 2007 í samstarfi við ráðuneyti mennta- mála og iðnaðar miðvikudaginn 6. júní kl. 8:30-11:30 á Grand Hótel Reykjavík. Flutt verða erindi undir yfirskriftinni Hvatningarverðlaun í 20 ár – Framtíðarsýn 2020 og forsætisráðherra afhendir hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Dagskrá 8:30 Þingsetning Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra 8:40 Kynning á framsýniverkefni Vísinda- og tækniráðs Hallgrímur Jónasson, formaður tækninefndar Framtíðarsýn verðlaunahafa hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs: 8:50 Náttúruauðlindir, umhverfi og sjálfbær nýting Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, og Gunnar Stefánsson, Háskóla Íslands 9:10 Heilsa, heilbrigði og hollusta Eiríkur Steingrímsson og Ingibjörg Harðardóttir, Háskóla Íslands 9:30 Styrkur smáþjóðar - menningar-, samfélags- og efnahagslegir innviðir Svanhildur Óskarsdóttir, Orri Vésteinsson og Valur Ingimundarson, Háskóla Íslands 9:50 Kaffihlé 10:05 Viðskipti, fjármögnun og nýsköpun Hilmar Janusson, Össuri og Hörður Arnarson, Marel 10:25 Pallborðsumræður Umræðustjóri: Elín Hirst fréttastjóri Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2007 11:00 Tónlist Tatu Kantomaa, harmonikka, og Guðni Franzson, klarinett 11:15 Afhending hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Jakob K. Kristjánsson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir niðurstöðu dómnefndar Geir H. Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir verðlaunin 11:30 Þingslit Þingforseti er Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar. Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt á netfangið rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Forsætisráðuneytið Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið ferðavernd Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf www.ferdavernd.is Ferðavernd býður upp á bólusetningar og ráðgjöf til ferðamanna. Þjónustan er í umsjón Helga Guðbergssonar, læknis. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar. Mikilvægt er að panta bólusetningu og leita ráðgjafar tímanlega áður en haldið er utan. Tímapantanir í síma: 535 77 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.