Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SUNNUDAGUR
NÝIR ÍS-
LENDINGAR
ÚTLENDINGAR OG
ANNARSKONAR FÓLK
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
Á VIT ÁA Í
KANADA
ÞÓRA HALLGRÍMSSON
OG BJÖRGÓLFUR
ÍSLENDINGABYGGÐIR HEILLA
HAMINGJA Í
KYRRÐINNI
Í HVANNDÖLUM OG
HÉÐINSFIRÐI
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
ÍSLAND stendur á tímamótum í öryggismál-
um, að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
utanríkisráðherra. „Brotthvarf Bandaríkjahers
voru söguleg tímamót, útrásin og viðskipta-
tengsl Íslands um heim allan eru nýr veruleiki
og sama á við um umhverfisvána, sem er al-
þjóðamál. Nú skiptir öllu að skilgreina stöðu og
rödd Íslands rétt og skynsamlega og takast á við
það verkefni af alvöru og vandvirkni.“
Sumir bjuggust við að Ingibjörg Sólrún veldi
annað ráðuneyti, þar sem mikil ferðalög fylgja
starfi utanríkisráðherra og því gæti reynst erfitt
að hafa stjórn á þingflokknum. En hún gefur lít-
ið fyrir það. „Ég hef engar sérstakar áhyggjur
af þingflokknum. Ferðalög eru hluti af störfum
allra ráðherra í nútímanum og ég held að óttinn
við þetta sé arfur gamals tíma.“
Öryggismálin heyra undir utanríkisráðuneyt-
ið, þó að forsætisráðherra hafi farið með fyr-
irsvarið í varnarviðræðunum við Bandaríkin.
„Þeim viðræðum er nú lokið,“ segir Ingibjörg
Sólrún. „Framganga Bandaríkjanna gagnvart
Íslendingum var óheppileg og af því verðum við
að draga lærdóm. Allir vita að ég hef ekki verið
aðdáandi utanríkisstefnu Bush-stjórnarinnar en
hún á sér heldur ekki marga aðdáendur í Evrópu
yfirleitt. En Bandaríkjastjórnir koma og fara og
sem utanríkisráðherra mun ég auðvitað alltaf
kappkosta að tryggja hagsmuni Íslands með
góðu sambandi við þetta mikilvæga viðskipta-
land og granna í vestri.“
Hún segir framboð Íslands í öryggisráðið í far-
vegi í ráðuneytinu, hún muni taka stöðuna á því
og ákveða framhaldið. Og hún hefur engin áform
um fjölgun sendiráða, þó að hún útiloki ekki
breytingar. „Það er hlutverk stjórnandans að
huga að því hvar bæta megi starfsemina og þjón-
ustuna og þá um leið hvað megi leggja af sem
þjónar ekki lengur mikilvægum tilgangi.“ | 28
Á tímamótum í öryggismálum
Nýr utanríkisráðherra hefur engin áform um að fjölga sendiráðum Ekki aðdáandi utanríkisstefnu
Bush-stjórnarinnar en segir þörf á góðu sambandi við þetta mikilvæga viðskiptaland og granna í vestri
Í HNOTSKURN
» Í stjórnarsáttmála segir að mannrétt-indi, aukin þróunarsamvinna og
áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála
verði nýir hornsteinar í utanríkismálum.
»Stefnan byggist á grundvallargildumsamvinnu vestrænna lýðræðisríkja,
norræns samstarfs og viðleitni þjóða heims
til að auka frelsi í alþjóðlegum viðskiptum.
»Ríkisstjórnin stofnar samráðsvettvangstjórnmálaflokka um öryggismál.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
MIKIL gróska er í starfsemi Þjóð-
minjasafns Íslands sem gestir eru
mjög ánægðir með, samkvæmt ný-
legri könnun.
Þjóðminjasafnið fékk nýlega arf
frá breskum velunnara safnsins,
Philip Verall. Um er að ræða háa
upphæð, um 80 milljónir króna, sem
að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur
þjóðminjavarðar verður notuð til að
kosta vandaðar sýningar og tilheyr-
andi útgáfu þannig að gestir safnsins
geti notið góðs af.
Stofnaður hefur verið minningar-
sjóður Verall af þessu tilefni.
Þjóðminjasafnið hefur einnig gert
samninga við Svía um afhendingu á
800 íslenskum gripum sem safnað
var hér á landi á 19. öld og safnið fær
í haust til framtíðarvarðveislu. Þess-
ir endurheimtu munir verða sýndir í
Bogasal á næsta ári.
Frá ýmsu öðru merkilegu í sam-
bandi við starfsemi safnsins og þjóð-
minjavörslu segir Margrét í viðtali
sem birtist hér í blaðinu í dag. Þar
koma einnig fram áherslur hennar í
safnastarfi og skoðanir, t.d. í sam-
bandi við húsin sem brunnu í Austur-
stræti. | 42
Fékk breskan arf
Þjóðminjasafnið fékk áttatíu milljónir í arf og endurheimtir
800 gamla íslenska gripi og skrautmuni frá Svíum
SVEITARSTJÓRNARKOSN-
INGAR fara fram á Spáni í dag og
hafa harðar deilur yfirskyggt stað-
bundin málefni. Úrslitin verða vís-
bending um stöðu stóru flokkanna.
Harðar sviptingar
í spænskri pólitík
BERTIE AHERN hefur verið for-
sætisráðherra Írlands í tíu ár. Írsk-
ir kjósendur virðast þó langt frá því
leiðir á honum, ef marka má úrslit
kosninganna á fimmtudag.
Enn vinsælastur
allra eftir tíu ár
HÚSVERKIN teljast vart til hefð-
bundinnar tómstundaiðju og ættu
vinsældir húshjálparinnar Fly-
Lady.net kannski að koma á óvart,
en þar hefur einföld nálgun slegið í
gegn.
Einföld húsráð slá
í gegn á Netinu
VIKUSPEGILL
MS FRAM frá Noregi lagðist að bryggju í Reykjavík-
urhöfn í gærmorgun. Um er að ræða fyrsta skemmti-
ferðaskip sumarsins. Skipið er hér í jómfrúrferð sinni á
leið til Grænlands þar sem það mun sigla um Diskóflóa
með farþega í allt sumar. Að sögn Ágústs Ágústssonar,
markaðsstjóra Faxaflóahafna, er skipið nýsmíðað og
sérstyrkt til íssiglinga. Það er 113 m langt og 20 m
breitt og tekur um 300 farþega.
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
BAKGRUNNUR alþingismanna
hefur breyst samhliða breytingum á
samfélaginu. Fyrir hundrað árum
voru bændur, prestar og sýslumenn
fjölmennir á Alþingi, en í dag er að-
eins einn bóndi á þingi, einn prestur
og enginn sýslumaður. Hins vegar
eru þar 13 lögfræðingar, 4 hagfræð-
ingar og 5 stjórnmálafræðingar.| 6
Menntun
þingmanna
2006
„Maður getur ekki
hætt að lesa ...“
ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ, DV
„Skelfilega
heillandi“
KOMIN Í
KILJU
PUBLISHERS WEEKLY