Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 45
nema Karls Strands sé getið, þótt hann hafi ekki
komið við sögu Kleppsspítala. Hann var stórmerk-
ur læknir og skapaði sérstakt andrúm á geðdeild
Borgarspítalans, þar sem hann sást reglulega á
göngum deildarinnar.
Mikilvægi geðdeildar Borgarspítalans var ekki
sízt fólgið í því, að þar með áttu sjúklingar og að-
standendur þeirra val. Þeir gátu valið um, hvort
þeir leituðu til Klepps eða til geðdeildar Borgar-
spítalans. Þetta val var mikilvægt m.a. vegna
þeirra fordóma, sem tengdust Kleppi á þeim árum
og vegna hins að lækningaaðferðir voru ekki þær
sömu. Karl Strand var hlynntur raflækningum.
Við sameiningu Landspítala og Borgarspítala
runnu geðdeildirnar saman í eina deild undir for-
ystu Hannesar Péturssonar, sem varð eftirmaður
Karls á Borgarspítalanum. Þótt hagkvæmnisrök
hafi verið sterk fyrir sameiningu þessara deilda í
eina er ekki þar með sagt, að slík sameining hafi
endilega verið góð fyrir sjúklingana. Þeir áttu ekki
lengur val. Það er bara um þessa einu deild að
ræða á Reykjavíkursvæðinu. Þótt auðvitað sé
hægt að leita til geðdeildarinnar á Akureyri.
Ekki bara læknar
E
itt hundrað ára saga Kleppsspítala
er ekki bara saga læknanna þar.
Sjúklingarnir skipta auðvitað
mestu máli en fleiri fagstéttir
koma þar við sögu. Og þar er átt
við geðhjúkrunarfræðinga og
iðjuþjálfa. Sjúklingar, sem dveljast á geðdeild eiga
áreiðanlega meiri dagleg samskipti við geðhjúkr-
unarfræðinga en við geðlæknana. „Sjúklingarnir
eru stöðugt í okkar umsjá“, segir Eydís Svein-
bjarnardóttir, sviðstjóri hjúkrunar á geðsviði
Landspítala – háskólasjúkrahúss“, og það er rétt.
Í sögu geðhjúkrunar á Íslandi eru til konur, sem
hafa markað djúp spor. Ein þeirra var Guðríður
Jónsdóttir, sem starfaði á Kleppi í 30 ár. Hún hafði
frumkvæði að því að koma upp heimili fyrir sjúk-
linga á Reynimel 55 og rak það sjálf þangað til hún
gaf Kleppsspítala húsið árið 1973. Þetta var frum-
raun í því að veita geðsjúku fólki tækifæri til bú-
setu utan stofnunar en njóta um leið ákveðinnar
þjónustu og kannski táknrænt að í hinum enda
þessa húss bjó fjölskylda, sem hafði orðið að þola
margt af völdum þessa sjúkdóms.
Önnur slík kona var María Finnsdóttir en Eydís
Sveinbjarnardóttir lýsir framlagi hennar m.a. með
þessum orðum í Morgunblaðinu í dag, sunnudag:
„Þegar hún tekur til starfa er Kleppur stofnun í
öllum skilningi þess orðs. Sjúklingarnir voru allir í
stofnanafötum, sem bundið var snæri utan um
þegar þeir lögðust til hvílu. Borðað var af blikk-
diskum og drukkið úr blikkmálum. María einhenti
sér í að breyta þessu – gera umhverfið manneskju-
legra. Hún keypti húsgögn, leirtau, blóm og bjó til
borðstofu, svo eitthvað sé nefnt. Þá hóf hún að
klæða fólkið í venjuleg föt. Þetta var algjörlega ný
sýn í geðheilbrigðismálum á Íslandi, þar sem
áherzla var lögð á að styrkja sjálfsmynd sjúkling-
anna.“
Og einnig má í þessu sambandi nefna Þórunni
Pálsdóttur, sem var náin samverkakona Tómasar
Helgasonar og átti m.a. mikil samskipti við rit-
stjórn Morgunblaðsins á sinni tíð um málefni geð-
sjúkra.
Ekki verður fjallað um þessar merku konur án
þess að minnast Margrétar Blöndal, sem lengi var
geðhjúkrunarfræðingur á geðdeild Borgarspítala.
Hafi Florence Nightingale verið til á Íslandi var
hana að finna í Margréti Blöndal.
Þótt Þórður Sveinsson hafi lagt áherzlu á að
sjúklingar hans gætu stundað búskaparstörf fyrir
100 árum er staðreyndin sú, að iðjuþjálfun, sem
fólst í því að sjúklingar gætu haft einhverju öðru
að sinna en ganga um gólf og reykja sígarettur á
sér ekki langa sögu, kannski nokkra áratugi en átti
mikinn þátt í að breyta yfirbragði geðdeildanna,
þegar hún kom til sögunnar og gera lífið bærilegra
fyrir sjúklingana. Í tvo áratugi frá 1944 starfaði
aðeins einn iðjuþjálfi á Kleppi.
Um þetta segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, for-
stöðuiðjuþjálfi á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í
samtali við Morgunblaðið í dag:
„Það er ekkert vafamál, að iðja, sem hefur þýð-
ingu og gildi fyrir fólk hefur áhrif á heilsu og
sjálfstraust þess. Með iðjuþjálfuninni fengu sjúk-
lingarnir á Kleppi hlutverk, sem hafði gildi, alla
vega innan spítalasamfélagsins. Oft er eina „hlut-
verk“ geðsjúkra sjúklingshlutverkið. Það er nauð-
synlegt að geðsjúkir fái verkefni við hæfi, þannig
öðlast þeir trú á það að þeir hafi eitthvað fram að
færa í samfélaginu þrátt fyrir veikindi sín.“
En hvað um sjúklingana?
E
nginn einstaklingur hefur lagt sig
meira fram um að koma því sjón-
armiði á framfæri, að á sjúk-
lingana sjálfa eigi að hlusta en
Héðinn Unnsteinsson, sem um
tíma veitti svonefndu geðræktar-
verkefni forstöðu en hefur síðustu ár starfað hjá
Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í Kaupmanna-
höfn og haft mikil afskipti af málefnum geðsjúkra í
því, sem kalla mætti þróunarlöndin í Evrópu, þ.e. í
ríkjum austurhluta Evrópu og í Albaníu. Um
reynslu sína af þessum störfum skrifaði Héðinn at-
hyglisverðar greinar hér í Morgunblaðið í vetur.
Héðinn Unnsteinsson hefur verið áhrifamesti
boðberi nýrrar hugsunar í geðheilbrigðismálum
og notið til þess stuðnings öflugra kvenna á borð
við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur og Auði Axels-
dóttur, sem veitir Hugarafli forstöðu.
Í stuttu máli má segja, að boðskapur þeirra sé
sá, að í fyrsta lagi eigi að hlusta meira á það, sem
geðsjúkir sjálfir hafi að segja um þá meðferð, sem í
boði er og hins vegar að færa eigi meðferðina í eins
ríkum mæli og mögulegt er út af spítala.
Fyrir fjórum áratugum var nánast ekki hægt að
fá geðlækni til að skoða sjúkling á heimili hans. Í
dag þykir það gamaldags afstaða og eðlilegt að
teymi fagfólks komi á heimili eða vinnustað eða í
raun hvert sem er.
Eitt hundrað árum eftir að Kleppsspítalinn hóf
starfsemi sína er meira og meira fylgi við þá
stefnu, að fara eigi með meðferð hinna sjúku út af
spítölum, þótt augljóst sé að í sumum tilvikum
verður aldrei hægt að komast hjá því að leggja
mikið veikt fólk inn.
Um þessi álitamál öll er ekki full samstaða með-
al þeirra, sem starfa að málefnum geðsjúkra á Ís-
landi. Kannski er ekki við öðru að búast, þegar
horft er til sögunnar. Þótt nú sé deilt um leiðir að
sameiginlegu markmiði er það ekkert nýtt. Í þeirri
sögu, sem rakin er í Morgunblaðinu í dag kemur
fram að deilt var um lækningaaðferðir Þórðar
Sveinssonar og Helga Tómassonar og stundum
harkalega. Þess vegna er kannski ekki ástæða til
að hafa of miklar áhyggjur af því, þótt menn séu
ekki á einu máli nú.
Tími fyrirmæla frá læknum og öðru fagfólki er
sennilega að líða. Tími aukins samráðs við sjúk-
linga er sennilega að ganga í garð. Þó má ekki
gleyma því að geðlæknar hafa alltaf haft samráð
við sína sjúklinga en upplifun sjúklinga þegar inn á
spítala er komið er sú, að þeir hafi lítið um eigin
meðferð að segja.
Á eitt hundrað ára afmæli Kleppsspítalans er
hins vegar ástæða til að horfa yfir farinn veg og
leitast við að ræða framtíðarmarkmið í ljósi þeirr-
ar reynslu, sem safnast hefur saman á heilli öld.
Vonandi bera fagfólk og sjúklingar gæfu til þess.
» Alkunna er, að böð hafa róandi áhrif á fólk og afstaða Þórð-ar Sveinssonar til lyfja, sem þá voru að koma fram, minnir á
þær umræður, sem staðið hafa yfir undanfarin ár um lyfjanotk-
un, þar sem mjög mismunandi skoðanir hafa verið uppi.
Má ekki segja með nokkrum rökum, eins og hér hefur verið
sýnt fram á, að Þórður Sveinsson hafi verið nútímamaður á sín-
um tíma?
rbréf
Morgunblaðið/KristinnGeðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut.