Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 28. maí 1977: „Ekkert þjóð- félag, ekkert efnahagskerfi eða atvinnulíf þolir til lang- frama óðaverðbólgu af því tagi, sem hér hélt innreið sína á vinstri stjórnarárunum. En verðbólgan er ekki síður sið- ferðilegt vanamál. Hún spillir bæði þjóð og einstaklingum, slævir réttlætisskyn fólks. All- ir hyggjast græða á verðbólg- unni. En sá gróði hlýtur óhjá- kvæmilega að verða á kostnað náungans. Sá, sem sparar, tapar. Sá, sem skuldar, græð- ir, ef rétt er fjárfest. Slíkt verðbólgukerfi, sem hvetur til óeðlilegrar fjárfestingar og kippir stoðum undan nauðsyn- legri sparifjármyndun í land- inu, leiðir fyrr eða síðar til ófarnaðar. Rekstraröryggi at- vinnugreina hverfur. Sam- dráttur í atvinnurekstri leiðir til atvinnuleysis. Og verst kemur óðaverðbólgan við hann, sem minnst má sín, sem ekki hefur fjármuni til fjár- festingar, sen horfir á gjald- miðilinn í launaumslaginu minnka frá degi til dags.“ . . . . . . . . . . 31. maí 1987: „Um það er væntanlega ekki ágreiningur að íslenska er einhver mik- ilvægasta námsgrein grunn- skólanna. Það skiptir öllu máli að það takist að viðhalda og örva áhuga nemenda á grein- inni. Áréttað skal, að til ís- lenskukennslu þurfa að velj- ast hæfustu kennarar, sem völ er á hverju sinni, og vanda verður til námsefnis svo sem kostur er. Sama gildir um ís- lenskupróf. Þau þurfa að vera sanngjörn og eins vafalaus og unnt er. Það væri hörmulegt slys, ef illa samin próf, eða misskilningur og kannski sambandsleysi milli kennara og höfunda prófa, yrði þess valdandi að nemendur í skól- um landsins misstu áhuga á ís- lenskri tungu og bókmennt- um.“ . . . . . . . . . . 31. maí 1997: „Árekstrar vegna skipulags- og byggða- þróunar hafa ítrekað komið upp á yfirborðið og hefur fólk mótmælt kröftuglega áform- um sveitarfélaga um lagningu vega og öðrum fram- kvæmdum. Fyrir fáum dögum var umferð stöðvuð um Miklu- braut, því að íbúar þar og í Hlíðum vildu mótmæla áform- um borgaryfirvalda, sem talin voru ófullnægjandi, um að færa umferð í stokk undir Miklubraut til að draga úr mengun. Íbúarnir vilja að stokkurinn nái lengra í austur. Í febrúar mótmæltu íbúar við Reykjanesbraut tvöföldun hennar fyrir Setbergslandi og töldu að breyttar forsendur rýrðu verðmæti íbúða þeirra. Í upphafi árs 1996 urðu hávær mótmæli vegna nýs skipulags í Garðabæ vegna vegar út Álftanes og tengivegar frá Arnarnesvogi.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÖLSKYLDUR OG FÍKNIEFNI Fjölskyldan er lykilatriði í bar-áttunni gegn fíkniefnum, ekkiáróður og predikanir. Þetta má ráða af niðurstöðum evrópskrar rannsóknar í forvörnum, sem voru kynntar á Bessastöðum í fyrradag. Rannsóknin nefnist Æska í Evrópu – áætlun um forvarnir gegn vímuefn- um. Reykjavík var borin saman við níu borgir í Evrópu og kom í ljós að neysla hér er minni en í hinum borg- unum. Rannsóknin er hluti af verk- efni, sem þessar borgir taka þátt í og snýst um að draga úr neyslu fíkniefna meðal unglinga. „Við ákváðum fyrir nokkrum árum að ýta úr vör því metn- aðarfulla markmiði að tengja saman borgir í Evrópu í nýju forvarnar- starfi,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son forseti á kynningarfundinum. Fylgst hefur verið með þróun vímu- efnaneyslu unglinga á Íslandi á und- anförnum tíu árum. Kemur fram að meðal unglinga í 10. bekk grunnskóla hefur drykkja áfengis, reykingar og hassneysla dregist saman um helming á þessum tíma. „Okkar þróun er ánægjuleg,“ sagði Inga Dóra Sigfúsdóttir, fræðimaður við Háskólann í Reykjavík, þegar hún kynnti niðurstöður forvarnarverkefn- isins. „Unglingar og foreldrar eru greinilega farnir að eyða meiri tíma saman. Foreldrar hafa nánari gætur á því hvar unglingarnir þeirra eru og með hverjum. Neyslan hefur dregist saman svo um munar. Í samstarfs- borgum okkar í Evrópu ætlum við nú að leitast við að ná sama árangri þar og við höfum náð hér á undanförnum árum.“ Skaðsemi vímuefna þarf ekki að tí- unda og því yngri sem börn hefja neyslu þeirra, þeim mun meiri er skaðinn. Afleiðingar af neyslu vímu- efna geta verið banvænar og það þarf engum blöðum að fletta um ömurleika þess að verða vímuefnum að bráð – bæði fyrir fíklana og aðstandendur þeirra. Hryllilegast er þegar óharðn- aðir unglingar verða eitrinu að bráð. Í forvarnarkönnuninni er vitnað til unglinga og þurfa ummæli þeirra ekki að koma á óvart. Þrjár tilvitnanir, sem birtust í Morgunblaðinu í gær, segja sína sögu: „Ekki endalausar ræður, heldur venjuleg samtöl,“ segir einn unglingur um samskiptin við foreldra. „Kaupa minni íbúð, þá þurfa foreldrar ekki að vinna eins mikið og allir eru í meira návígi og meira saman,“ segir annar. „Vinna minna og tala meira við börnin sín,“ segir sá þriðji. Hér er komið að kjarna málsins. Neysla ung- linga á vímuefnum er ekki einangrað- ur vandi. Hann er ein birtingarmynd íslensks samfélags þar sem þrotlaus sókn eftir gæðum verður lítils virði ef enginn tími er til að njóta þeirra. Margir mættu hægja á sér í lífsgæða- kapphlaupinu og kæmust þá ef til vill að þeirri óvæntu niðurstöðu að þannig fengjust meiri lífsgæði, að minna er meira. Það er auðvelt að vera svo önn- um kafinn að tengslin slitna við nán- asta umhverfi, en það er betra að ranka við sér á meðan allt leikur í lyndi heldur en þegar það er um sein- an. Það getur verið hægara sagt en gert fyrir marga að draga úr vinnu. Mikil vinna er ekki uppátæki starfs- manna, hún er einnig hluti af vinnu- menningu og fylgir kröfum fyrirtækja og atvinnurekenda. Atvinnulífið stendur ekki fyrir utan samfélagið, heldur er hluti af því. Ástandið í sam- félaginu hefur áhrif á fyrirtæki. Heil- brigðara samfélag er allra hagur. Á Íslandi eiga að vera forsendur til að hlúa að fjölskyldunni. Nú er komin upp aukin krafa um að íþróttaæfingar barna og tónlistarnám fari fram á hefðbundnum vinnutíma þannig að þegar vinnu foreldranna lýkur hafi fjölskyldan tíma til að vera saman í stað þess að vera á þönum með börnin í aftursætinu milli íþróttafélaga og tónlistarskóla. Þeirri kröfu þarf að fylgja eftir. Unglingar vilja náið fjöl- skyldulíf. Foreldrar vilja það líka. Þar er besta forvörnin gegn fíkniefnum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í dag eru liðin 100 ár frá því, að Klepps- spítali var stofnaður. Sá dagur markaði tímamót í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Þessi saga er rifjuð upp í stórum drátt- um í Morgunblaðinu í dag. Þar er m.a. vitnað til orða Þorgríms Johnsens hér- aðslæknis frá árinu 1871, þar sem hann lýsir með- ferð geðsjúkra seint á 19. öldinni og segir: „...hafa menn neyðst til þess að grípa til þeirra villimannlegu aðgerða að loka sjúklingana inni í þröngum kössum með litlu opi fyrir framan andlit- ið. Þessir kassar eru síðan settir í eitthvert útihús til þess að sjúklingarnir trufli ekki ró annarra.“ Langt fram eftir 20. öldinni var fólk hrætt við Klepp. Margir þorðu ekki að fara þangað og það þóttu jafnvel tíðindi að þekkja einhvern, sem þangað hafði komið. Þekkingarleysið á því, sem þar fór fram skapaði ótta og jafnframt fordóma gagnvart þeim sjúklingum, sem þar voru. Ef einhver vildi ná sér niðri á öðrum var sagt, að hann væri „Klepptækur“. Þetta var á þeim árum, þegar þroskaheft fólk var kallað „fávitar“ og til voru stofnanir, sem í daglegu tali voru kallaðar „fávitahæli“. Eða þá að þetta fólk var kallað „aum- ingjar“. Það eru innan við 50 ár síðan þessi orða- notkun var í fullum gangi hér á Íslandi og segir mikla sögu. Tómas Helgason, fyrrum yfirlæknir á Kleppi, sem ólst þar upp sem barn, segir skemmtilega sögu í Morgunblaðinu í dag, sem er alger and- stæða þeirrar upplifunar almennings, sem hér hef- ur verið lýst. Í frásögn af samtali við hann segir: „Tómas rifjar upp, að í eitt skipti, þegar hann var drengur var hringt á Klepp vegna „ógnvekj- andi“ hegðunar manns, sem var á gangi í Klepps- holtinu. „Pabbi dreif sig upp í bíl til að sækja manninn, sem hann vissi að var sjúklingur á spít- alanum og tók mig með sér, ætli ég hafi ekki verið svona tíu ára. Þegar við fundum manninn fór ég út úr bílnum til að sækja hann. Varð hann ákaflega glaður að sjá mig. Vitaskuld stóð almenningi engin ógn af þessum manni, þó hegðun hans hafi kannski verið svolítið óvenjuleg. Vegfarendur hafa örugg- lega rekið upp stór augu að sjá barn stíga út úr bílnum og ná í manninn.““ Þessi litla saga Tómasar Helgasonar segir í raun og veru allt, sem segja þarf um ranghug- myndir almennings á þeim tíma og veruleika hinna geðsjúku. Það eru ekki bara geðsjúkir, sem þjást af ranghugmyndum. Í frásögn Morgunblaðsins í dag af fyrstu ár- unum á Kleppsspítala vekur fernt athygli. Í fyrsta lagi segir: „Spítalanum var valinn staður á afskekktri jörð í Reykjavík, Kleppi, en á þessum tíma var talið æskilegt að búa geðsjúkum rólegt og fallegt heim- ili utan alfaraleiðar.“ Í öðru lagi segir, að Þórður Sveinsson, fyrsti yf- irlæknir Kleppsspítala, hafi rekið stórt bú á Kleppi og hafi þótt góður búmaður og orðrétt: „Þórður leit svo á, líkt og venjan var á þessum tíma, að hollt væri fyrir sjúklingana að vinna að bústörfum enda komu þeir að langmestu leyti úr sveitum landsins. Á vetrum voru konurnar í ullar- og tóvinnu og karlarnir skáru tóbak og fleira.“ Í þriðja lagi er fjallað um vatnslækningar Þórð- ar Sveinssonar og um þær er haft eftir Óttari Guð- mundssyni, lækni: „Það var viðtekin trú manna um allan heim, að þetta væri góð aðferð til að kljást við geðveiki. Kalda baðið var notað til að gera fólki bilt við og róa það þannig niður en heita baðið var notað til að draga alla orku úr jafnvel hraustustu skrokkum.“ Og í fjórða lagi vekur afstaða Þórðar Sveins- sonar til lyfja athygli en um það segir í Morg- unblaðinu í dag: „Róandi lyf voru líka komin fram á sjónarsviðið en Þórður hafði, að sögn Óttars, litla trú á þeim og notaði þau ekki, nema helzt magnyl.“ Nú er varasamt að leggja mælikvarða nútímans á lækningaaðferðir fyrri tíma. Engu að síður er það svo, að til eru þeir á okkar tímum, sem með sterkum rökum geta sett fram þá skoðun, að það sé gott fyrir fólk, sem á við geðræn vandamál að stríða að dveljast um skeið á rólegum og fallegum stað, fjarri ys og þys stórborga samtímans. Þessi skoðun fólks fyrir 100 árum þarf því ekki að vera svo fráleit í dag. Lýsingar á þeim búskaparstörfum, sem Þórður Sveinsson taldi gott fyrir geðsjúka að stunda vekja spurningar um það, hvort þar sé ekki komin að hluta til iðjuþjálfun samtímans, þótt í öðru formi hafi verið. Alkunna er, að böð hafa róandi áhrif á fólk og af- staða Þórðar Sveinssonar til lyfja, sem þá voru að koma fram, minnir á þær umræður, sem staðið hafa yfir undanfarin ár um lyfjanotkun, þar sem mjög mismunandi skoðanir hafa verið uppi. Má ekki segja með nokkrum rökum, eins og hér hefur verið sýnt fram á, að Þórður Sveinsson hafi verið nútímamaður á sínum tíma? Frá fortíð til nútíðar F eðgarnir Helgi Tómasson og Tómas Helgason höfðu mest áhrif á mót- un meðferðar geðsjúkra í tæpa hálfa öld. Það er athyglisvert að lesa lýsingu Óttars Guðmundsson- ar læknis – sem er að skrifa bók um Klepp – á þeirra tíma hér í Morgunblaðinu í dag. Óttar segir: „Helgi er frumkvöðull nútímageðlækninga í landinu. Hann kom með lyfjameðferð af ýmsu tagi að utan og í hans tíð var Nýi-Kleppur mjög lyfja- miðaður spítali...“ Og síðan: „Rafrotið eða raflostið ruddi sér til rúms í geð- lækningum á árunum eftir seinna stríð og varð á skömmum tíma ein mest notaða aðferðin í Banda- ríkjunum og Evrópu. Helgi tók á hinn bóginn ein- dregna afstöðu gegn raflostinu, taldi meðferðina hættulega og var henni ekki beitt í hans tíð á Kleppi. Í kjölfarið kom upp undarleg staða í geð- lækningum á Íslandi en flestir aðrir geðlæknar voru hlynntir raflostinu. Sú aðferð var þar af leið- andi stunduð víða um bæ, á elliheimilinu Grund, Farsóttarsjúkrahúsinu og Hvítabandinu. En ekki á Kleppi. Þetta kemur vel fram í héraðsskýrslum frá þessum tíma en þá skrifa læknar að sjúklingar séu t.d. sendir í raflost á elliheimilinu Grund, þar sem ekki sé hægt að koma þeim inn á Klepp. Þarna voru skýrar línur dregnar og um þetta deilt. Þær deilur náðu inn á síður dagblaðanna og var m.a. talað um „ófremdarástand“ vegna þvermóðsku yf- irlæknisins á Kleppi,“ segir Óttar.“ Nú var sem sagt komin ný kynslóð geðlækna, sem augljóslega hefur gert lítið úr andstöðu Helga Tómassonar við raflostum með sama hætti og Þórður Sveinsson hefur orðið að þola það að lítið hefur verið gert úr hans lækningaaðferðum, þegar Helgi kynnti lyfjameðferðina til sögunnar. En með sama hætti og bent var á hér að framan varðandi Þórð Sveinsson má færa rök að því í ljósi umræðna samtímans, að Helgi Tómasson hafi haft mjög nútímalega afstöðu til raflosta. Sú lækninga- aðferð hefur alla tíð verið mjög umdeild en ef nokkuð er má segja, að andstaða við hana, ekki sízt úti í heimi, hafi vaxið á seinni árum. Tómas Helgason hafði sömu afstöðu til raflosta og faðir hans og í umfjöllun Morgunblaðsins í dag um 100 ára afmæli Kleppsspítalans segir m.a.: „Tómas var andsnúinn raflækningum eins og faðir hans. Fyrir vikið voru raflækningar ekki stundaðar á Kleppi fyrr en á áttunda áratugnum. Þá heimilaði Tómas læknum á spítalanum að nota þá aðferð á eigin ábyrgð. „Það var ekki auðveld ákvörðun en kollegar mínir sóttu þetta fast og ég bar virðingu fyrir þeirra sýn á starfið. Þess vegna gaf ég þeim þetta leyfi“, segir Tómas. Raflosti beitti hann aldrei sjálfur. Hann segir andúð þeirra feðga fyrst og fremst hafa byggzt á því að þeim þótti aðferðin ómann- úðleg. „Raflostið var hálfgerð hrossalækning. Hleypt var straumi gegnum heilann á fólki, sem olli krampa. Það bar á minnistruflunum fyrst á eft- ir og í sumum tilvikum urðu varanlegar breyting- ar.“ Þessar deilur fyrri tíðar um raflostin eru merki- legar í ljósi þess, sem síðan hefur gerzt. Til eru þeir sjúklingar, sem gengizt hafa undir meðferð með raflostum, sem telja, að þeir bíði þess aldrei bætur og gagnrýnendur nútímans á þessa aðferð nota mjög stór orð um áhrif hennar og afleiðingar. Staðreynd er að raflostin hafa stundum undra- verð áhrif til skemmri tíma en meiri spurning er hver áhrif þeirra eru til lengri tíma og kannski liggur einfaldlega ekki fyrir vitneskja um það, þótt rannsóknir hafi ekki sýnt fram á heilaskemmdir af þeirra völdum. Millispil á Borgarspítala A fskiptum fjölskyldu Þórðar Sveins- sonar af geðheilbrigðismálum á Ís- landi lauk ekki með fráfalli hans. Á sjöunda áratugnum var sonur hans, Úlfar Þórðarson, augnlækn- ir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Hann hafði þá mikil áhrif á ákvarðanir borgarinn- ar í heilbrigðismálum og átti mikinn þátt í að opin geðdeild var sett upp á Borgarspítalanum. Hann átti líka mikinn þátt í að fá Karl Strand lækni heim frá London til þess að veita þeirri geðdeild for- stöðu. Þetta var í fyrsta sinn, sem geðdeild var sett upp í húsakynnum almenns spítala og opin að auki, þótt aukin varzla hafi að vísu verið tekin upp við dyrnar inn á geðdeildina, þegar frá leið. Saga geðlækninga á Íslandi verður ekki skrifuð Laugardagur 26. maí Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.