Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 36
samkynhneigð og biblían 36 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ S ÉRA Bjarni Karlsson hef- ur einbeitt sér meira að kynlífssiðfræði en sókn- arbörnunum undanfarið en hann hefur verið í námsleyfi síðustu fimm mánuði. Ástæða leyfisins er meistararitgerð sem Bjarni er að vinna við guð- fræðideild Háskóla Íslands og stóra spurningin sem hann er að fást við í ritgerðinni er þessi: Á íslenska þjóð- kirkjan að opna hjónabandið fyrir samkynhneigðu fólki? „Þetta er spurningin sem ég spyr í upphafi og er að svara allan tímann,“ segir Bjarni. Í stuttu máli svarar hann því játandi að samkynhneigðir eigi að hafa aðgang að hjónabandinu en ritgerðin er um 200 blaðsíður. Hann spyr hvað það sé í kristnum trúararfi sem styðji við kynöryggi og kynheilsu og kemst að því að það sé ekki eitt heldur allt. Hann horfir ekki á viðfangsefnið frá sjónarhóli skipu- lags og stjórnunar heldur segir þetta vera „guðfræði neðan frá, frekar en ofan frá.“ „Ég bankaði upp á fyrir bráðum þremur árum hjá dr. Sólveigu Önnu Bóasdóttur siðfræðingi, sem starfar hjá Reykjavíkurakademíunni um leið og hún er stundakennari við guð- fræðideildina. Ég fékk hana til að leiðbeina mér og var búinn að lesa mér til í tvö ár áður en ég fór í náms- leyfið. Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið frí á launum til þessa,“ segir Bjarni og kallar leyfið „himna- sendingu“. „Öllu fólki er nauðsynlegt einhvern tímann á ævinni að standa upp frá sínu starfi, varpa af sér byrð- unum og endurnýja kraftana.“ Hann hefur starfað samfleytt sem prestur frá 1990 og 1. júní næstkomandi hef- ur hann verið sóknarprestur í Laug- arneskirkju í níu ár. Kirkjan aðili að réttlæti og ranglæti „Málefni samkynhneigðra eru mikið rædd í þjóðfélaginu og þjóð- kirkjunni. Það þarf að nást sátt varð- andi stöðu samkynhneigðs fólks í okkar samfélagi. Annað er óásætt- anlegt. Kirkjan sem afl er aðili að bæði réttlæti og ranglæti í samfélag- inu og er samábyrg með öllum öðr- um stofnunum um það sem hægt er að kalla félagslegt og menningarlegt ranglæti.“ Hugtak sem Bjarni fæst mikið við í ritgerðinni er kynverund, sem hann skilgreinir sem hæfni manneskj- unnar til að stíga út fyrir sjálfa sig og skapa djúp og innihaldsrík tengsl. Hann vill gjarnan að þetta hugtak festi sig í sessi í íslensku máli. Umfjöllun um réttindi samkyn- hneigðra er nátengd réttindum kvenna, að sögn Bjarna. Hann skoð- ar málið út frá sjónarhóli þeirra sem þola ranglæti, lifa ekki við kynferð- islegt öryggi eða njóta ekki kyn- frelsis. Hann veltir jafnframt fyrir sér hvaðan þetta ranglæti sé komið og kemst að því að maðurinn sé ekki svona vondur í eðli sínu heldur stjórnist hann af ótta sínum við dauðann. „Við tortryggjum efn- isheiminn og líkamann vegna þess að okkur virðist það vera hann sem dregur okkur í gröfina.“ Samkvæmt því sem má kalla platónskan krist- indóm höfum við tvískipt veru- leikanum í hið andlega og efnislega í tilraun til að takast á við þennan ótta.“ Hið karllæga vald „Svo hefur það gerst í menningu okkar að við höfum karlkennt hið andlega og kvengert við efnislega. Við tölum um guð föður og móður jörð. Við höfum tileinkað hinu karl- lega skynsemi, festu, stjórnun. En við höfum tileinkað konunni líkam- ann, náttúruna og allar hinar líkams- miðuðu tilfinningarnar. Við höfum gríðarlega þörf til að hafa stjórn á efnisheiminum af því að við óttumst hann. Og það hefur einhvern veginn gerst að við höfum gert valdamis- vægi kynferðislega aðlaðandi þar sem karlmaðurinn er ríkjandi og konan víkjandi. Þetta er ævaforn arfleifð sem tengist tvíhyggjunni,“ segir hann og ræðir um þetta sem skort á kynöryggi og kynheilsu. „Klám snýst til dæmis ekki um nekt heldur um að sýna kynferðisleg sam- skipti þar sem viðfangið er auð- mýkt,“ útskýrir hann. „Af hverju erum við þá svona hrædd við samkynhneigð?“ spyr Bjarni og svarar: „Það er vegna þess að samkynhneigð sambönd brjóta upp þetta ævaforna valdakerfi karla yfir konum, hið gagnkynhneigða valdamunstur. Samkynhneigt par hefur stigið út úr rammanum og samþykkt tilfinningar sem eru ekki í meginstraumnum.“ Hann segir karllæga valdið vilja stýra efnisheiminum og samkyn- hneigðir, og þá sérstaklega hommar, séu svikarar við þennan málstað. Þeir ögri samfélaginu jafnvel meira en lesbíur. „Karlaveldinu finnst í lagi með lesbíur nema hvað að það er ákveðin móðgun því karlarnir eiga ekki séns í þær. Hommarnir eru mikil ögrun því þeir eiga að vera með í okkar liði en svíkja málstaðinn.“ Bjarni spyr líka hvaða þættir það séu í kristinni trú sem styðja við kyn- öryggi og kynheilsu og notast við skilgreiningar frá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni WHO í þeim efn- um. Hann svarar því til að það sé „ekki eitt heldur allt. Kristin hefð hefur allar forsendur til þess að vera varnarþing kynverundarinnar,“ seg- ir hann. Jafningjasamskipti aðlaðandi „Trúin færir okkur þá frétt að jafningjasamskipti séu kynferðislega aðlaðandi og yfir höfuð bæði mögu- leg og æskileg. Við þurfum ekki að gera valdamisvægi kynferðislega að- laðandi. Jafningjasamskipti eru það sem er spennandi og áhugavert. Jes- ús Kristur iðkaði jafningjasamskipti við allt fólk og endurskilgreindi fyrir okkur hvað það er að vera sönn manneskja. Karlmennska mín þarf ekki og má ekki vera fólgin í því að meðhöndla þvingunarvald.“ Eftirfarandi þrjá punkta notar Bjarni í ritgerðinni. Í fyrsta lagi er líkaminn góður og það sem honum viðkemur. Í öðru lagi eru jafningja- samskipti bæði möguleg og erótísk. Í þriðja lagi eigum við að hugsa mann- miðlægt þegar við hugsum siðferð- islega, sumsé ekki ofan frá heldur út frá hinu lifaða lífi, því að guð hefur Guðfræði neðan frá Morgunblaðið/G.Rúnar Í Laugardalnum Bjarni á heima nærri Laugardalnum en hann fer þangað ásamt konu sinni Jónu Hrönn, sem einnig er prestur, oft í viku í göngutúra um dalinn og eru þau þá iðulega að semja saman prédikanir og segir hann það hafa reynst þeim vel að vinna með þessum hætti. Bjarni Karlsson, prestur í Laugarneskirkju, vill að þjóðkirkjan opni hjóna- bandið fyrir samkyn- hneigðu fólki og vinnur að ritgerðarskrifum um þetta málefni. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um karlaveldi, kyn- verund, kynfrelsi og margar stærstu spurn- ingarnar sem fólk tekst á við í nútímasamfélagi. Í HNOTSKURN »Í stefnuyfirlýsingu nýrrarríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar er að trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta sam- vist samkynhneigðra. »Tillaga hóps presta ogguðfræðinga um að prest- um verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra var felld með 64 atkvæðum gegn 22 á prestastefnu í Húsa- vík í lok apríl. »Kirkjuþing verður haldið ákomandi hausti og má bú- ast við því að þar verði teknar stefnumótandi ákvarðanir í málefnum samkynhneigðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.