Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 65 Virðuleiki, höfðinglegt yfirbragð en umfram allt einstök hlýja í garð allra er það er mér fyrst dettur í hug er ég minnist „Drottningarinnar“ Halldóru Hermannsdóttur. Elsku Dóra, stundirnar í eldhús- inu hjá þér á Hvanneyrarbrautinni verða með mínum kærustu minning- um, þar sem frásagnargleði þín naut sín best. Frásagnir þínar af liðnum tímum og ekki síst af ykkur Mós- systkinunum er þið voruð að alast upp á Ysta-Mói. Einnig spurningar þínar af Mósurunum og mökum þeirra hvernig allir hefðu það. Það held ég að hafi verið þér kærast að öllum afkomendum og frændgarði liði vel. Ætíð eftir heimsókn til þín elsku Dóra leið mér vel og allt virtist bjart- ara. Í Hávamálum stendur: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Minningin um þig mun ævinlega lifa, takk fyrir að hafa verið til elsku Dóra og hafa gert mig að betri manni. Við Þórdís vottum öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð Níels. Fallin er frá alþýðuhetjan Hall- dóra Hermannsdóttir á nítugasta og fimmta aldursári. Fædd á Hofsósi, alin upp á Yzta- Mói í Fljótum en bjó, lifði og vann sinn langa starfsaldur á Siglufirði. Brauðstrit hennar var mestmegnis við fiskvinnslu, hvort sem verkað var til söltunar, reykingar, niðursuðu eða í salt. Lífsbaráttuna mátti lesa í hnýttum og sterklegum höndunum. Hún stóð uppi í hárinu á verkalýðs- leiðtogum sem reyndu að skerða rétt hennar til atvinnuleysisbóta við síld- arbrestinn 1960-70 vegna þess eins að hún var gift. Og það var hún svo sannarlega hamingjusamlega ann- arri alþýðuhetju, Friðriki Márus- syni, einnig úr Fljótum, og stóð hjónaband þeirra í tæp sextíu ár þar til Friðrik lést fyrir um 10 árum. Mér er til efs að Dóra hefði viljað kalla sig róttæka en alls staðar þar sem lítilmagninn átti undir högg að sækja þar var hún komin og tók mál- stað þeirra. Hjarta hennar sló með réttlætinu og í nærri heila öld hafði hún séð og reynt á sjálfri sér ým- islegt sem hún miðlaði í sögum sem voru svo vel sagðar að engu orði var ofaukið. Hún sagði mér sögurnar úr Málm- ey þegar Hermann faðir hennar fór frostaveturinn mikla 1918 fótgang- andi á ís að ná í vistir en fraus fastur við útihús þar sem hann hafði stuðst við að hvíla sig. Hún sagði mér sögur af álfkonunni í Málmey sem amma hennar gaf mjólk í barnsnauð en sú lofaði í staðinn að sjá til þess að ekk- ert illt henti sex ættliði hennar. Hún sagði mér sögur af alþýðufólki á Sigló í sorg og gleði. Þegar Svenni Björns renndi sér á Siggu Gísla nið- ur klakaðan Skriðustíginn í asa- hláku. Þegar Björn keyrari manaði hana, staka bindindismanneskjuna, til að taka sopa af vínflösku; að öðr- um kosti hleypti hann henni ekki út úr húsinu; og hún stakk út úr flösk- unni fyrir framan nefið á honum og rétt náði heim áður en hún sofnaði! Við Dóra sögðum hvort öðru sögur og ég sakna þess að geta ekki komið við á Hvanneyrarbrautinni hjá vin- konu minni og sagt henni einhverja mergjaða sjóarasögu og fengið á móti einhverja gamansögu úr Sigló eða Fljótum. Sögurnar hennar báru með sér væntumþykju fyrir fólkinu sem hún hafði hitt á lífsleiðinni og átt samleið með og aldrei örlaði á öðru en góð- mennsku og velvild. Börnin áttu í Dóru vinkonu sem alltaf hafði tíma til að sinna þeim eða víkja að þeim mola. Hún kunni sögur af þeim öllum sem áttu að lýsa skap- gerð og kostum. Við Dóra konan mín minnumst sögu sem ótal oft var sögð. En Dóra yngri hafði verið fengin til að líta eftir Frigga syni Maddýjar. Hann togaði óþyrmilega í hárið á frænku sinni sem grét undan honum en þá sagði Dóra Hermanns: Hvað er að heyra þetta, nafna mín. Í þessu húsi hefur Dóra aldrei grátið undan Frigga! Það fer vel á að ljúka þessum kveðjuorðum með vísu eftir Lárus, nýlátinn bróður hennar, sem hann orti til Dóru þegar hún varð áttræð: Gæfuvegur genginn er greiðfær vel og breiður. Nú vinir þínir votta þér virðingu og heiður. Gunnar Trausti. Þegar ég fékk fregnir af andláti Halldóru Hermannsdóttur minntist ég lýsingar franska rithöfundarins Proust þegar hann leit í tebollann og sá fyrir sér barnæsku sína. Það var einmitt á heimili hennar Dóru og Frigga frænda míns sem ég lærði fyrst að drekka te. Það var mikil kúnst. Við sátum við eldhús- borðið á Hvanneyrarbraut 34 á Siglufirði sem var næsta hús við okk- ar. Þar voru Maddý og Hemmi, systkini Ævars, frænda míns og æskuvinar. Teið var borið fram í tekönnu því þá voru engir tepokar. Síðan var því hellt í glas og mikill sykur settur út í. Þá var teið látið renna hægt og ró- lega til kælingar í undirskálina. Það- an var það drukkið sjóðandi heitt af mikilli list. Hvílík sæla! Allt þetta kom mér í hug þegar ég heyrði að Dóra væri öll. Hún var mér sem önn- ur móðir fyrstu átta árin. Þar til ég flutti frá Siglufirði átta ára var ég þar daglegur gestur. Barnið er næmt á lífið. Það var ótrúlegt ævintýri fyrir barn að alast upp á Siglufirði. Samfelld sól allt sumarið og við Ævar alltaf í stutt- buxum. Leikvöllurinn var allur fjörð- urinn, niðri á bryggjum að sveifla sér í köðlum, úti í síldarbátum sem báru silfur hafsins að landi, uppi í Hvann- eyrarskál að horfa yfir sólgylltan fjörðinn eða inni í Fljótum sem var hátindur tilverunnar. Heima fyrir voru mömmur okkar. Þær voru kannski ræstar út um miðja nótt til að vinna í síldinni. Svona mikil vinna bjó nefnilega til jafnrétti þegar hvert vinnuframlag verður dýrmætt og menn hætta að hugsa um hvort það er kona eða karl sem vinnur verkið. Við Ævar vorum óaðskiljanlegir öll þessi ár. Dóra sagði mér síðar að samband okkar hefði ekki bara verið dans á rósum. Stundum var rifist, en aldrei leið nema hálftími þar til ég var kominn aftur með spurninguna „Er Ævar heima?“. Þarna lærði ég fyrstu góðu lexíu lífsins. Að taka deiluna. Sættast síðan á ný og hægt var að hefja leik á ný. Ég átti þess síðar kost að fá að dvelja á heimili Dóru og Frigga heilt sumar og vinna á síldarplani Ísafold- ar. Það var stórkostlegt. Allan dag- inn á þönum í síldinni. Standandi á bílpalli heim í hádeginu þar sem maður borðaði hádegismatinn og lagði sig á gólfinu. Er til betra líf? Heimili Dóru og Frigga var fullt af fólki á þessum árum. Frændfólkið úr Fljótunum og vinir. Þarna var engin stéttaskipting. Börnin og ungling- arnir fengu að vera með í um- ræðunni. Ég minnist þess að þarna varð réttlætiskennd mín til. Dóra sagði einhverju sinni sögu af konunni í fiskinum sem var svo fljót að slægja að enginn hafði roð við henni. Hún vildi ekki viðvaninga við hlið sér sem drægju laun hennar niður í skíta- kaup. Samúð okkar var öll með ungu konunni sem lenti við hliðina á þessu skassi. Alls þessa minnist ég nú við ferða- lok. Hún Dóra er eins og margir af hennar kynslóð. Hún gaf okkur það sem mest er um vert á fyrstu ár- unum. Hlýju og góðvild í garð annars fólks. Fyrir þetta verð ég henni æv- inlega þakklátur. Ég sendi fjölskyldu okkar á Siglu- firði bestu kveðjur og þakkir. Þráinn Hallgrímsson. Elsku Dóra. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Dóra, takk fyrir allar stund- irnar sem við höfum átt saman í gegnum árin og allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín. Þeim á eftir að finnast skrítið að geta ekki farið niður til ömmu Dóru og fá uppáhaldssmákökurnar sínar og knúsið sitt. Guð geymi þig. Þín Berglind (Bella). Það var alltaf gaman að fara til ömmu Dóru. Hún var alltaf svo hress, hún var stundum búin að baka vöfflur eða smákökur. Þegar ég var á Sigló hjá ömmu Maddý og afa Adda fór ég á hverjum degi til ömmu að heilsa upp á hana. Vanalega komu margir til hennar á hverjum degi. Það sem ég gerði oft þegar ég var í heimsókn hjá ömmu var að byggja spilahús og fara í fótbolta í stóra garðinum hennar. Agla Sól, langalangömmustelpa. Í öll þessi ár hef ég verið svo hepp- in að eiga langömmu og það enga smá langömmu. Amma Dóra var ein- stök kona, ótrúlega skemmtileg og alltaf stutt í húmorinn, brosið og hláturinn. Það eru margar dýrmæt- ar minningar sem ég á um ömmu Dóru og fer hugurinn alltaf inn í Fljót þar sem ég og Harpa frænka áttum ógleymanlega tíma með ömmu þegar við vorum litlar. Það komu allir saddir frá ömmu Dóru því það var einfaldlega ekki annað í boði, alltaf fullt borð af heimabökuð bakkelsi og maður sótti sér með því Vallas í kjallarann á Hvanneyrarbrautinni. Það verður undarlegt að koma til Sigló og geta ekki skroppið úteftir til ömmu Dóru. Einnig verður furðulegt að fara á næsta Mósara ættarmót og hitta ekki ömmu Dóru sem var ávallt fremst í flokki og stolt af þessari flottu ætt sinni. Amma var mikil vin- kona og fylgdist hún alla tíð vel með öllum í fjölskyldunni og mundi enda- laust af sögum frá því að ég og Addi bróðir vorum lítil. Það var alltaf gaman að taka upp símann og heyra í ömmu en það var bara eitt skilyrði ef maður hringdi og það var að segja henni eitthvað skemmtilegt. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð þinn náðarkraftur Mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka Mér yfir láttu vaka þinn, engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma Dóra hefur kvatt þennan heim og fengið vængina sína sem hún var að bíða eftir síðast þeg- ar við hittumst. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona frábæra langömmu og verður himnaríki heppið að fá hana til sín. Margrét Lára. Á 19. ári lá leið Jóhönnu að heim- an er hún fór hún í vinnumennsku að Ásgarði í Dölum þar var hún í tvö ár. Þaðan fór hún á Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað sem þá var tveggja vetra skóli og þótti afar góð- ur. Eftir það vann hún hefðbundin sveitastörf á ýmsum stöðum, þar á meðal í Ásgarði, Staðarfelli, en einn- ig á heimili Margrétar systur sinnar sem var ljósmóðir og þurfti því oft að vera að heiman. Árið 1939 fór Jóhanna í Ljós- mæðraskólann og lauk þaðan námi 1940. Í framhaldi af því starfaði hún eitt ár sem ljósmóðir norður í Vatnsdal, en fékk þá Borgarnesum- dæmið ásamt þremur hreppum. Þar var hún starfandi ljósmóðir frá 1942 til 1980 og bjó í Borgarnesi. Um- dæmið var stórt og ekki auðvelt yf- irferðar, sérstaklega að vetri. Oft mun hún hafa þurft á fyrstu árum Jóhanna Jóhannsdóttir ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist í Skógum á Fellsströnd 13. febr- úar 1910. Hún lést 29. apríl sl. For- eldrar hennar voru Jóhann Jónasson bóndi í Skógum, f. 20.10. 1867, d. 30.8. 1951, og eiginkona hans Margrét Júl- íana Sigmunds- dóttir húsmóðir, f. 12.7. 1876, d. 29.8. 1968. Útför Jóhönnu fór fram frá Fossvogskapellu 7. maí sl. í kyrr- þey að hennar ósk. sínum í Borgarnesi að fá far með þeim sem áttu leið um vegi hér- aðsins, en þá var fá- förulla en síðar varð. Á þessu réð hún bót sjálf með því að taka bílpróf og kaupa sér Willys jeppa. Borg- nesingar og Mýra- menn sem muna árin um og upp úr miðri síðustu öld munu minnast konunnar sem ók þar um vegi á gráum Willys M-125. Árið 1952 hóf Jóhanna sambúð með Benedikt Sveinssyni skrifstofu- manni hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, en hann lést fyrir aldur fram eftir skamma samvist þeirra. Mig langar til að geta hér einnar ferðar Jóhönnu sem lýsir henni vel. Sem áður sagði var Margrét systir hennar einnig ljósmóður og bjó hún í Saurbæjarhreppi í Dölum. Í mars- mánuði árið 1943 átti Margrét von á sínu fjórða barni og hafði samist um það milli þeirra systra að Jóhanna kæmi vestur til að taka á móti barninu. Jóhanna fékk far með bíl upp að Dalsmynni, en þaðan hafði hún loforð fyrir að fá að fljóta með póstinum sem ætlaði þennan dag vestur yfir Bröttubrekku, að sjálf- sögðu var pósturinn á hestum. Frost var talsvert og gekk á með hríðarbyljum. Pósturinn hætti við að fara, og fer tvennum sögum af ástæðunni, en Jóhanna lét það ekki aftra sér. Næsta morgun fyrir dag lagði hún af stað ein og gangandi. Göngufæri var afleitt, talsverður snjór og krap á sumum stöðum. Þegar halla tók vestur af Brekkunni hafði Jón bóndi á Breiðabólsstað komið á móti henni á hestum og flutt hana heim að Breiðabólsstað þar sem hún fékk góðan beina áður en haldið var af stað aftur. Í Ásgarði var símstöð og mun frændfólk henn- ar þar hafa vitað að hennar var von og haft samband við Jón og beðið hann að fara á móti henni. Jón flutti hana svo vestur á móts við vinnu- mann frá Ásgarði sem kom á móti og flutti hana að Ásgarði og svo áfram vestur í Saurbæ. Þangað komst hún í tæka tíð. Þessi saga lýsir vel einbeitni og þreki sem Jóhanna bjó yfir, að fara þetta á einum degi, fyrst gangandi og svo á hestum í mjög vondu veðri. Að lokum, takk, frænka mín, fyrir að leggja allt þetta á þig til að hjálpa mér að komast í þennan heim. Grétar Sæmundsson. Jóhanna frænka okkar er látin, 97 ára að aldri. Fyrir okkur rifjast upp margar góðar minningar og þá sér- staklega er við vorum börn og ung- lingar og dvöldum hjá henni hluta úr sumrum í Borgarnesi, ýmist með mömmu eða ömmu. Jóhanna starf- aði þar sem ljósmóðir árin 1942– 1980. Þá flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó með systkinum sín- um þar til hún fór í Sóltún 2004, þar sem hún naut góðrar umönnunar þar til hún lést 29. mars sl. Sólveig yngsta systir Jóhönnu á einnig þakkir skildar fyrir sýnda um- hyggju. Það var eftirvænting í Volkswag- en-bílnum hjá okkur krökkunum á leið í Borgarnes. Húsið hennar var við Skallagrímsgötu svo stutt var í Skallagrímsgarð þar sem við nutum okkar við leik og gönguferðir. Eft- irminnilegur er Willys jeppinn sem hún ferðaðist í um sveitirnar og tók á móti börnum og leit eftir með sængurkonum. Við fórum með henni í heimsóknir á bæi og til berja á haustin. Í smásendiferðir fórum við, keyptum mjólk í brúsa í Mjólk- ursamlaginu og reyndum að hjálpa til við garðræktina. Fjaran var líka leikvangur en þar þurfti að hafa gætur því fjarað gat hratt út að eins og við eigum minni til. Öll okkar eig- um minningar um heimili Jóhönnu, blár bolti í skál, eldhúsgardínur með fallegum myndum. Á haustin fór mamma með börnin 4 í sláturgerð til Jóhönnu og fengum við að taka þátt. Það hefur nú þurft þó nokkra þolinmæði að hafa þessa hjörð hjá sér í slíku amstri og hana hafði Jó- hanna. Sambýlismaður Jóhönnu í Borgarnesi var Benedikt Sveinsson en hann lést 1967. Hann var líka óþreytandi að hafa ofan af fyrir okk- ur með ýmsum þrautum og leikjum. Þessa vísu orti hann um okkur: Kolbrún, Erna, Hreinn og Hrönn hlýja okkar geði. Víst var gleðin sæl og sönn sem þau okkur léðu. Jóhanna var mikil hannyrðakona, hún m.a. prjónaði og gimbaði en það er ekki á færi margra nú. Hún fékk viðurkenningarskjal frá Álafossi fyrir að taka þátt í að prjóna lengsta trefil í heimi og komst þar með í heimsmetabók Guinness 1985. Við kveðjum Jóhönnu, fallega konu og góða, og þökkum henni fyr- ir það sem hún var okkur og stund- irnar sem við fengum að njóta með henni. Kolbrún, Erna, Jón Hreinn og Hrönn. þau lífsgildi sem amma innprentaði mér alla tíð og vera sjálfum mér trúr og kveð hana með kærri þökk. Torfi. Látin er í Keflavík Birna Frið- bjarnardóttir, frænka mín. Hún var fædd á Akureyri og ólst þar upp. Hún flutti fyrir nokkrum ár- um til Keflavíkur til þess að vera þar í skjóli dóttur sinnar, Rósu, og fjöl- skyldu hennar, en Rósa starfar sem kennari við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Birna starfaði lengst af sem matráðskona fyrir norðan, lengi við heimilið Skjaldarvík en einnig við skóla á Akureyri og víðar. Alls staðar annáluð fyrir dugnað og áreiðanleika. Birna hafði sterkar og ákveðnar skoðanir og fylgdi þeim fast eftir, eins þótt öllum líkaði ekki. Hún var einstök kona og ósérhlífin. Hún bjó yfir mörgum og margvíslegum hæfi- leikum. Kunni ókjör ljóða og lausa- vísna og var sjálf ágætur hagyrðing- ur. Henni var ættfræði í blóð borin og gerði sitt til að glæða áhuga minn og fjölskyldu minnar á að treysta fjöl- skyldu- og ættarbönd. Sýndi það m.a. í verki með því að standa fyrir fjöl- skyldumótum. Ég bar mikla virðingu fyrir Birnu, frænku minni, og dáðist að þrautseigju hennar og elju. Henn- ar verður sárt saknað en minning hennar mun lifa með okkur áfram. Nú þegar Birna mín er komin til hvíldar á grænni grundu eilífðarinn- ar biðjum við almáttugan Guð að blessa hana og styrkja og gefa henni sinn frið. Jafnframt sendum við Rósu og Torfa og öðrum ástvinum hug- heilar samúðarkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að vera með þeim í sorg þeirra. Hreinn Sumarliðason og dætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.