Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 78

Morgunblaðið - 27.05.2007, Side 78
Ég hef ekki grænan Guðmund um hvað hefur verið selt af laginu… 85 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is LAGIÐ „Ekki gera neitt“ hefur verið í mikilli spilun á Bylgjunni að undanförnu en söngkonan, Sigrún Vala, vakti fyrst athygli fyrir þremur árum síðan fyrir lagið „Því ástin“ og var þá aðeins fimmtán ára gömul. Það lag, eins og þetta nýja, er eftir sænska popplagasmiði sem eins og al- heimur veit eru með giska gott nef fyrir því hvað virkar og hvað ekki í þessum efnum. Stefnt er að útgáfu þriðju „smáskífunnar“ í sumar og svo á breiðskífu í haust. Sungið frá blautu barnsbeini Sigrún Vala segir að faðir hennar hafi komið henni í sam- band við Grétar Örvarsson fyrir þremur árum síðan, en þá var hún nýbúin að sigra í söngkeppni. Lagið „Því ástin“ var í kjölfarið tekið upp og birtist á plötunni Jólastjörnur. Fyrirtækið sænska sem Sigrún og hennar fólk skipt- ir við heitir Lionheart Int- ernational Records og er staðsett í Stokkhólmi. Lögin voru send þaðan fullbúin til landsins en Grétar sá svo um lokafrágang, tók upp söng og slíkt en Regína Ósk sér um bakraddir í „Ekki gera neitt“. Sigrún segir að takmarkið hafi verið að reyna að fá eins mikla spilun og kostur væri, og þessi sænsku lög hafi reynst af- skaplega vel. Fyrsta lagið fékk og mikla spilun og Sigrún því bú- in að búa ágætlega í haginn fyrir væntanlega breiðskífu. „Við stefnum ótrauð á plötu í haust og ég býst við því að eitt- hvað af efninu verði eftir Svíana. En svo verður ábyggilega leitað til innlendra höfunda líka og ég sjálf er þá byrjuð að semja texta.“ Sigrún, sem er Selfyss- ingur, hefur verið syngjandi frá því að hún man eftir sér. Hún byrjaði í Kirkjukór 8 ára gömul og við tíu ára aldur var hún farin að æfa sviðsframkomu fyrir framan spegil með hljóðnema í hönd. Hún kom fram opinberlega í fyrsta skipti tólf ára gömul og hefur síðan þá troðið upp með Á móti Sól og Írafári m.a.. Hún sigraði svo í Söngkeppni Fjöl- brautaskóla Suðurlands og tók því þátt í Söngkeppni Framhalds- skólanna sem fram fór í síðasta mánuði. Aldrei neitt annað Sigrún, sem vonast til að geta hafið söngnám í Tónlistarskóla FÍH næsta haust segir það rosa- lega gaman að vera fást við þessa hlið tónlistarinnar, þ.e. að gefa út lög og reyna að hasla sér völl í poppheimum. „Ég ákvað fyrir margt, margt löngu að ég ætlaði að vinna við tónlist í framtíðinni,“ segir hún. „Það hefur aldrei neitt annað staðið til og ég er svona rétt að byrja þá vinnu.“ Morgunblaðið/RAX Á uppleið Sigrún Vala hefur hægt en bítandi verið að færa sig í sviðsljósið á tónlistarsviðinu. KLÁR Í SLAGINN Hin átján ára gamla söngkona Sigrún Vala Baldursdóttir hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir lagið „Ekki gera neitt“. REYKJAVÍK Films undirritaði á föstu- daginn samning við Viktor Arnar Ingólfs- son og Eddu útgáfu um kvikmyndarétt á bókinni Aftureldingu, en til stendur að þróa þáttaröð fyrir sjónvarp úr bókinni sem fjallar um æsilega viðureign lögreglu og raðmorðingja. Viktor Arnar Ingólfsson er einn vinsæl- asti spennusagnahöfundur landsins. Fyrsta bók hans, Engin spor, var fyrsta íslenska glæpasagan sem tilnefnd var til norrænu glæpasagnaverðlaunanna. Flat- eyjargátan, önnur bók höfundar, fékk sömuleiðis tilnefningu til sömu verðlauna. Hróður Viktors Arnars hefur borist víða og hafa fyrrnefndar bækur allar komið út í Þýskalandi, en Flateyjargátan kemur einnig út í Hollandi í sumar. Edduverðlaunahafi Afturelding kom út árið 2005 og hlaut góðar viðtökur jafnt hjá gagnrýnendum sem hinum almenna lesanda. Meðal annars taldi gagnrýnandi DV, Jakob Bjarnar Grétarsson, það afrek að láta raðmorð- ingja leika lausum hala í íslensku sam- félagi þannig að lesandinn viðurkenndi það. Reykjavík films er kvikmyndafyrirtæki sem framleiðir efni fyrir sjónvarp og kvik- myndahús. Meðal þess sem fyrirtækið hef- ur framleitt er Njálssaga, sem hlaut Edduverðlaunin 2004 sem leikið sjónvarps- efni ársins. Reykjavík films framleiddi einnig, ásamt Saga film, kvikmyndina Köld slóð sem frumsýnd var í desember s.l. Aftureld- ing að sjónvarps- þáttaröð Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfundurinn Viktor Arnar Ingólfs- son er á meðal vinsælustu glæpa- sagnahöfunda landsins. Reykjavik films kaupir kvikmynda- réttindi að bókinni Afturelding www.sigrunvala.com Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is GYRÐIR Elíasson rithöfundur hefur sagt skilið við Eddu útgáfu og gengið til liðs við útgáfuna Uppheima á Akranesi. „Eftir langan tíma fannst mér kominn tími til að breyta til. En auðvitað fer maður ekki alveg sáttur, mað- ur breytir ekki til bara sísvona,“ segir Gyrðir, sem vill þó ekki til- greina í hverju óánægja hans felst. Gyrðir hefur verið hjá Eddu frá árinu 1984, eða í 23 ár, lengur en flestir aðrir. „Ég held að ég sé bara að verða einn af þeim sem eru búnir að vera hvað lengst,“ segir hann, og bætir við að eftir hann liggi hátt í þrjátíu bækur hjá útgáfunni, með þýðingum. Aðspurður segir Gyrðir það hafa legið beinast við að fara til Uppheima. „Það er vaxandi for- lag og kröftugur útgefandi sem ég hef trú á og langaði til að reyna fyrir mér hjá,“ segir hann. Fyrsta bók Gyrðis hjá nýju út- gáfunni kemur út í haust, en þar verður á ferðinni stutt skáldsaga. Gyrðir hættur hjá Eddu eftir 23 ár Morgunblaðið/Einar Falur Gyrðir Elíasson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.