Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ísagnabanka mínum, sem égrak í Lesbók Morgunblaðsinsárin 1983-1987 var ein saganum áletrun á væntanlegan leg-
stein minn, þegar þar að kæmi. Ég
var þá í stjórnum fjórtán félaga og
meira en saddur á þessu félagastarfi
og sagði mig úr öllum þessum stjórn-
um, nema Árvakurs h.f., því þar voru
þó greidd stjórnarlaun. Létti mér
mjög við þessa ákvörðun að vera bú-
inn að losa mig úr stjórnum þrettán
félaga og hannaði áletrun á legstein
minn svo hljóðandi:
Farinn á næsta fund
Leifur Sveinsson
1927-
II.
Um páskana sl. dvöldum við hjónin
hjá Bergljótu dóttur okkar og
tengdasyni Enrico Mensuali ásamt
dóttur þeirra Lindu. Íbúð þessi er í
bænum Marina di Massa við Miðjarð-
arhafsströnd Ítalía, en strandlengjan
þar heitir Apuanestrandlengjan þó
að hún sé oftast nefnd sem hluti af
Versilia strandlengjunni. Skammt
fyrir ofan bæinn rísa hinir tignarlegu
Apuanealpar, þar sem ógrynni er af
marmara og má t.d. nefna að á leið-
inni frá Massa til Carrara eru um 500
marmaranámur. Hinn 7. apríl höld-
um við á brattann í bíl þeirra hjóna.
Vegurinn er afar krókóttur, minnir
helst á veginn til Ronda á Spáni, sem
við heimsóttum sumarið 1983. Þar
var frægt atriði kvikmyndað úr bók
Ernest Hemingway (1899-1961)
„Hverjum klukkan glymur“ (For
Whom the Bell Tolls). Eftir því sem
við komum hærra, fjölgar marmara-
námunum og má segja, að alparnir
séu ein samfelld marmaranáma. Bæj-
arfélagið heitir Carrara og marm-
arinn við það kenndur. Þessi marm-
ari þykir besta tegund marmara, sem
finnst í víðri veröld. Leiðin er öll
vörðuð minjagripabúðum, en við
stefnum á góðan matstað og finnum
hann: „Osteria Nella Piá“ í Colon-
nata. Matur og vín voru afbragð og
staðurinn frábærlega snyrtilegur,
enda öll 2. hæðin frátekin fyrir gesti,
sem voru rétt ókomnir. Þorpið Colon-
nata var þegar byggt 40 árum fyrir
Krist burð. Við heimsækjum eina
minjagripabúðina og kaupum tvo
smáhluti, hvítan hestshaus og græna
kúlu fyrir lófana. Tollarinn í Flórens
hélt að hestshöfuðið væri hluti úr
skáksetti og þótti mikið til koma. Svo
höldum við heim til Marina di Massa
og Enrico þræðir krókaleiðina niður
úr ölpunum af miklu öryggi og nú
sýnir hitamælirinn 22 stig á Celsius.
Vel heppnaðri ferð í Apuanealpana er
lokið og hvet ég alla ferðamenn til
þess að skoða þessi marmarafjöll,
heimsókn þangað svíkur engan.
III.
Ekki fann ég hentugan legstein
handa mér, enda dýrt að borga yfir-
vigt af slíkum hlut, svo þessi kaup
verða að bíða betri tíma. Á meðan
verð ég að heimsækja leiði langalang-
ömmu minnar Guðnýjar Jónsdóttur
(1804-1836) skáldkonu frá Klömbr-
um, en systir hennar Hildur Johnsen
(1807-1891) lét reisa forkunnarfagran
marmarastein til minningar um syst-
ur sína á Skinnastað í Axarfirði.
IV.
Í dag er páskadagur 8. apríl. Við
höldum kyrru fyrir heima, en um
kvöldið horfum við á sjónvarp, þar
sem sýnd er kvikmynd um ævi og
störf Jóhannesar páfa II., sem fædd-
ur var í Póllandi og hét fyrir páfadóm
Karol Wojtyla.
Páfann lék Jon Voight, hinn kunni
bandaríski leikari, og gerði það af
mikilli snilld. Stuðningur páfa við
Lech Walesa og verkalýðssamtök
hans „Samstöðu“ (Solidarnosc) varð
til þess, að herforingjastjórn Woj-
ciech Jaruzelski hrökklaðist frá völd-
um og Lech Walesa varð forseti Pól-
lands og fékk síðar friðarverðlaun
Nobels.
Ég tel páfa þennan hafa verið einn
af stórmennum mannkynssögunnar.
Fall Berlínarmúrsins var bein afleið-
ing af falli komúnismans í Póllandi.
Kvikmynd þessi á brýnt erindi við ís-
lenska sjónvarpsáhorfendur og verð-
ur hún vonandi sýnd í RÚV sem
fyrst.
V.
Í dag er miðvikudagurinn 12. apríl.
Þá er ekið til Portovenere í norður í
átt til Genúa. Mestur hluti leið-
arinnar er á hraðbraut, hraði um 130
km. á klst. Við snæðum á veit-
ingastaðnum „Le Bocche“, en þar
höfðum við snætt fyrir nokkrum ár-
um og ég ritað í Morgunblaðið um þá
heimsókn. Þjónninn sagði okkur, að
nokkuð væri um heimsóknir Íslend-
inga þarna. Grein mín í Morg-
unblaðinu. hafði gefið staðnum góð
meðmæli, en þar sem gestgjafinn
þekkti mig ekki aftur, þá fékk ég eng-
in umboðslaun. Staðurinn hefur feng-
ið algera andlitslyftingu, en ekki er
gert ráð fyrir gamalmennum, því
handriðalaust var upp stigann að sal-
erninu. Þar var boðið upp á þá nýj-
ung að kaupa tannbursta fyrir tvær
evrur, vafalaust með innbyggðu tann-
kremi. Hér sést vel yfir Skáldaflóann,
þar sem þeir dvöldu langdvölum
Shelley (1792-1822) og Keats (1795-
1821). La Spezia , herskipahöfn
ítalska flotans er hér skammt fyrir
sunnan, en í Portovenere er lysti-
bátahöfn og ferðir út í nærliggjandi
eyju.
VI.
Í ferðaáætlun minni var ætlunin að
heimsækja Genúa, en sú borg er
miklu norðar en Portovenere, svo við
sáum okkur ekki fært að heimsækja
hana í þessari ferð. Ástæðan fyrir því
að mig langaði að koma til Genúa var
sú, að faðir minn hafði eitt sinn sagt
mér frá ferð sinni þangað árið 1922.
Þangað átti hann erindi, en þannig
stóð á, að þrjú félög áttu saman skip
það er Svala hét, Kaupfélag Borgfirð-
inga, Samband íslenskra samvinnu-
félaga og Völundur h.f. Sumar heim-
ildir nefna, að fyrrgreind félög hafi
átt jafna hluti, 1/3 hvert, en eftir mín-
um heimildum áttu S.Í.S. og Völ-
undur h.f. 40% hvort, en K.B. 20%. Í
bókinni Skipstjórar og Skip II segir
svo um Svöluna: „Flutningaskip,
smíðað í Svendborg í Danmörku
1919. Keypt til Íslands 1920 og kom í
fyrstu ferð til Reykjavíkur 13. maí
1920 hlaðið rúgmjöli frá Álaborg og
ýmsum vörum frá Leith. Seglskip
með 160 hö. hjálparvél. 397 brúttó-
lestir, áhöfn 10. Skipstjóri Árni
Gunnlaugsson (1883-1961). Svalan
sótti nokkra timburfarma til Svíþjóð-
ar og fór nokkrar ferðir með saltfisk
til Miðjarðarhafslanda og flutti salt
heim. Annars reyndist þetta hið
mesta óhappaskip. Seint á vetri 1922
lá Svala í vetrarlægi á ytri höfninni í
Reykjavík og í ofviðri þann 24. mars
slitnaði hún upp og rak í land innan
við Héðinshöfða í Reykjavík. Skipið
náðist út, var tekið upp í slipp í
Reykjavík og síðan sett upp í fjöru í
Örfirisey og rifið þar.“ Móðir mín
Soffía E. Haraldsdóttir, sem var
skrifstofustúlka hjá Sjóvá á þessum
árum, sagði mér, að ekki hefði verið
um altjón (total forlis) að ræða og því
hefði Völundur h.f. tapað á þessari út-
gerð stórfé, ca. 260 þúsundum króna.
Faðir minn lét hengja upp ljósmynd
af Svölunni á vegg einn í skrifstofum
Völundar h.f. til þess að minna síðari
forráðamenn félagsins á að leggja
aldrei í útgerð fragtskipa framar.
VII.
Nú víkur sögunni til Reykjavíkur
sumarið 1922, þar sem þeir frændur
Guðjón Samúelsson (1887-1950) og
faðir minn Sveinn M. Sveinsson
(1891-1951) keyptu sér farseðla hjá
umboðsmanni Cook ferðaskrifstof-
Málverk Málverk Snorra Arinbjarnar frá 1932 af tveim hestum nálægt
strandstað Svölunnar við Héðinshöfða.
Enrico Mensuali
Fallegt útsýni Setið að snæðingi í Portovenere.
Vor við Miðjarðarhaf Greinarhöfundur við nýút-
sprungið tré.
Í leit að legsteini
í Carrara á Ítalíu
Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík.
Eftir Leif Sveinsson
Portovenere Falleg mynd af strandlengju Portovenere.
unnar í Reykjavík (Zoëgamenn) og
skyldi haldið um Kaupmannahöfn-
París-Mílanó og víðar um Ítalíu.
Gekk ferðin greiðlega, þar til komið
var til Mílanó, þá tók Guðjón eftir því,
að hann hafði gleymt tóbaksdósum
sínum í París, neftóbak ófáanlegt á
Ítalíu og krafðist hann þess, að þegar
yrði snúið við og haldið til Parísar að
sækja dósirnar, þær væru örugg-
legar vísar á hótelinu. Faðir minn var
hvorki vín- né tóbaksmaður og skildi
illa þessa fíkn frænda síns, en þeir
voru systkinabörn að frændsemi.
Þvertók hann fyrir að elta dósirnar til
Parísar, nema með því skilyrði, að
hann fengi að fara til Genúa fyrst, þar
sem hann ætti brýnt erindi.
VIII.
Fer faðir minn þá með lest til Ge-
núa og kveður dyra hjá skipa-
afgreiðslu einni, sem annast hafði
Svöluna í ferðum hennar til Genúa.
Náði hann tali af skrifstofustjóra af-
greiðslunnar og sagðist þurfa að sjá
ákveðið skjal, sem væri í þeirra
vörslu varðandi síðustu viðkomu
Svölunnar í Genúa.
Eftir nokkra leit kemur skrif-
stofustjórinn með skjalið, faðir minn
tekur við því og skoðar, brýtur það
síðan saman og stingur í vasa sinn og
segir á ensku: „This is my paper“
(þetta er mitt skjal). Gekk hann síðan
út hröðum skrefum en starfsliði varð
orðfall og hafðist ekki að. Taldi faðir
minn sig hafa verið í nokkurri lífs-
hættu þarna, ef hann hefði ekki verið
svona ákveðinn. En þetta skjal, hvað
svo sem það hét, réð kannske úrslit-
um um það, að Svalan gerði ekki al-
veg út af við fjárhag Völundar h.f.
Úr bókinni Skipstjórar og skip II
Morgunblaðið/Sverrir??
Hesthaus Hestshaus úr
marmara. Hann er nú stað-
settur að Tjarnargötu 36.
Svala Fragtskipið Svala
reyndist óhappaskip.