Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 38
fólk 38 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kenningar um nýja kyn-þáttahyggju koma óneit-anlega upp í hugann þeg-ar maður les í dagblöðum og heyrir í útvarpi endurteknar fréttir af aðbúnaði verkafólks við Kárahnjúkavirkjun. Lélegur aðbún- aður endurspeglar í raun illa það sem um er rætt enda eru lýsingarnar þannig að halda mætti að verið sé að ræða um þrælabúðir frá miðöldum en ekki atvinnulíf í íslensku sam- tímasamfélagi. Fréttir um að 180 manns hafi veikst vegna vinnu við gangagerð hafa að einhverju leyti verið bornar til baka, en það breytir þó ekki því að þarna virðist fólk vera að vinna við aðstæður og aðbúnað sem maður hélt að þekktust ekki á íslenskum vinnumarkaði. Þegar haft er í huga að fréttir af slíkum aðbúnaði koma alltaf annað slagið upp í fréttum í tengslum við útlendinga þá má spyrja hvort ný tegund af kynþátta- hyggju hafi skotið rótum í íslensku samfélagi? Fræðimenn hafa um nokkurt skeið talað um að hugtakið menning sé í sívaxandi mæli notað eins og hugtakið kynþáttur áður, þ.e. að menning sé notuð sem útskýring á slæmri stöðu ákveðinna hópa eða stigi vanþróunar. Heimspekingurinn Etienne Balibar notar ásamt öðrum hugtakið „ný kynþáttahyggja“ (neo- racism) til að gagnrýna vaxandi áherslu á menningu sem útskýringu á hegðun og eðli einstaklinga. Rétt eins og kynþáttur áður, eru hugmyndir um menningu notaðar til þess að alhæfa um ákveðinn hóp ein- staklinga og gera lítið úr honum á einhvern hátt. Fræðimenn hafa í raun í nokkra áratugi bent á að skipting fólks í afmarkaða kynþætti hefur ekkert vísindalegt gildi eða gagnsemi vegna þess að hún end- urspeglar ekki skiptingu manneskj- unnar í ólíka líffræðilega hópa. Slík flokkun var sérstaklega mikilvæg í evrópskum samfélögum á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar en var síðan harkalega gagnrýnd af fræði- mönnum sem drógu vísindalegt gildi hennar í efa. Þrátt fyrir afneitun vís- indafólks á slíkri skiptingu hefur hún haldið áfram að vera áhrifamikið tæki félagslegrar mismununar og hluti af skilningi flestra á umheim- inn. Þannig má segja að kynþátta- hyggja sé enn mikilvæg samfélagi okkar, þ.e. trú á gagnsemi þess að flokka fólk í kynþætti, þó að flokkun í kynþætti sé í sjálfu sér ekki gagnleg vísindalega. Þrátt fyrir að á tuttugustu öld hafi skipting fólks í kynþætti snúið að líf- fræðilegum þáttum, hefur kynþátta- hyggja sögulega séð falið í sér sterka samtengingu líffræðilegs og menn- ingarlegs atgervis. Eins og mann- fræðingurinn George W. Stocking gerir grein fyrir í rannsóknum sínum á hlutverki kynþáttahyggju í sögu mannfræðinnar á 19. öld, þá var litið svo á að húðlitur gæfi ákveðnar vís- bendingar um menningu. Dregin voru upp gróf tengsl á milli lík- amlegs útlits og andlegs atgervis einstaklinga og yfirgripsmiklar al- hæfingar byggðar á þeim. Kynþátta- hyggja er því fyrirbæri sem breytir sér og lagar sig að breyttum tímum. Fordómar Kynþáttafordómar og fordómar almennt hafa mikið verið til umræðu í íslensku samfélagi undanfarið. Ný- leg skýrsla evrópunefndar gegn kyn- þáttafordómum og skorti á umburð- arlyndi fjallar á áhugaverðan hátt um fordóma á Íslandi. Fjallað er sér- staklega um atvinnuleyfi útlendinga og lögð áhersla á, að með því að láta atvinnurekandann fá atvinnuleyfi en ekki launþegann, sé verið að skapa kjöraðstæður fyrir margskonar mis- notkun, auk þess sem þetta fyr- irkomulag sé niðurlægjandi fyrir við- komandi launþega. Í skýrslunni eru einnig gerðar at- hugasemdir við margt annað af því sem hefur verið rætt um á almenn- um vettvangi. Til dæmis um ábend- ingu að 40% kvenna sem leita til Kvennaathvarfsins séu af erlendum uppruna, og að konur af erlendum uppruna sem fara frá mönnum sín- um áður en þær hafa búið hér í þrjú ár missi við það dvalarleyfi. Vissu- lega hafa stjórnvöld veitt und- anþágur fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi en eins og bent er á í skýrslunni, eru konurnar sjálfar ekki nægilega upplýstar um það og líklegt að sumar treysti sér ekki til að sækja um slíka undanþágu. Einnig kemur fram í skýrslunni að íslenskir músl- imar hafi þurft að bíða eftir leyfi til að byggja mosku síðan 1999, nokkuð sem sé sérlega alvarlegt í ljósi þess að vaxandi fordóma hefur gætt í garð múslima eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin, hinn 11. september, 2001. Margir fræðimenn hafa einmitt sérstaklega notað hugtakið „ný kyn- þáttahyggja“ í samhengi við fordóma tengda þeim atburði enda múslimum gjarnan steypt saman í stóran, eins- leitan hóp og litið er á íslam sem ein- hvers konar andstæðu kristni en ekki trúarbrögð með sömu rætur. Fordómar eru einnig viðfangsefni samræðna í samfélögum og í fjöl- miðlum má sjá blaðagreinar þar sem pistlahöfundar staðhæfa að þeir hafi kynnt sér málið en séu samt á móti réttindum ákveðinna hópa eins og giftingum samkynhneigðra eða bú- setu útlendinga á Íslandi. Að sumu leyti má því kannski segja að orðið fordómar sé ekki sérlega gagnlegt í þessu samhengi því það felur í sér þá merkingu að „dæma eitthvað fyr- irfram.“ Hins vegar má einnig koma með rök fyrir því að alhæfingar um ákveðna hópa og einhvers konar skerðingu á réttindum einstaklinga, vegna þess að þeir eru hluti af hóp, séu í raun fordómar, vegna þess að einstaklingurinn er flokkaður fyr- irfram sem hluti af ákveðnum hóp. Honum eru fyrirfram gerðar upp skoðanir, markmið og jafnvel útlit sem hluti af ákveðnum hóp. Í bók Ungir Íslendingar Að baki einfaldra staðhæfinga um útlendinga, nýbúa eða innflytjendur standa margbreytilegir einstaklingar. Nýir Íslendingar, útlendingar og annarskonar fólk Fyrir stuttu rötuðu Kárahnjúkar enn í fréttir vegna lélegs að- búnaðar verkafólks. Hvers vegna heyrum við svona oft slíkar fréttir? Er hægt að tala um nýja kynþátta- hyggju í þessu sam- hengi? Kristín Lofts- dóttir veltir fyrir sér umfjöllun fræðimanna um nýja kynþátta- hyggju og hvað hún segir okkur um hnatt- væddan samtímann. Alvöru amerískir! vi lb or ga @ ce nt ru m .is AFSLÁTTUR 30% GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Ís sk áp u r á m yn d G CG 21 SI SF SS Verð nú kr. 199.570 stgr. GCE23YTFSS Stærð: h 176x b 90,9 x d 60,7 sm 400 ltr. kælir og 188 ltr. frystir Með ryðfríum stálhurðum Verð áður kr. 285.100 stgr. -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is U p p s e l d i r næ sta se ndi ng væ nta nle g tök um við pö ntu num
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.