Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 34
yfir hópnum og í ljós komu hinir
ýmsu karakterar sem höfðu áður
haft hægt um sig. Við gengum nið-
ur að ströndinni en þar moraði allt
í stórum rekaviðardrumbum, misvel
förnum eftir hristinginn á úthafinu.
Það þurfti að vaða eina straum-
þunga á til að komast yfir í Héðins-
fjörðinn. Þá brettu menn skálm-
arnar upp á hvít lærin og smeygðu
sér í vaðskó úr gúmmíi. Vatnið ólg-
aði og krafturinn reif í allt sem
hann gat. Einn missti af sér
gönguskóinn sem flaut langleiðina
út á haf áður en annar afréð að
synda á eftir skótauinu. Svona
uppákomur urðu dag hvern, krydd-
uðu ferðina og gerðu hana sífellt
ævintýralegri. Við gengum áfram
inn fjörðinn en ætlunin var að slá
upp tjaldbúðum við neyðarskýli
slysavarnafélagsins um nóttina.
Hestfjallið skartaði sínu fegursta
í baksýn en efst á tindinum lá þok-
an eins og slæða. Rúmum sextíu ár-
um áður, 1942, varð þar eitthvert
mannskæðasta flugslys Íslandssög-
unnar er 25 manns létu lífið. Um
var að ræða áætlunarflug milli
Eyjafjarðar og Reykjavíkur og fór-
ust allir um borð, fjögurra manna
áhöfn og 21 farþegi. Árið 1997
reistu Kiwanismenn úr Ólafsfirði
kross til minningar um hina látnu.
Perlur og mannabein
Það kom mörgum á óvart að rek-
ast á tvo fornleifafræðinga í neyðar-
skýlinu. Einhverjum sem ekki vissi
betur datt í hug að þarna væru
komnir tveir skálaverðir í neyðar-
skýlið en sú fluga varð ekki langlíf.
Dömurnar ætluðu að slást í för með
hópnum næsta dag og ganga með
okkur yfir til Hvanndala. Þær voru
á höttunum eftir mannabeinum og
perlum en vildu lítið segja af ferð-
um sínum, annað en að nóttina áður
höfðu þær gist í húsi mikils kvenna-
ljóma í Siglunesi. Fræðingarnir
veifuðu fljótlega framan í okkur
myndarlegu korti af gönguleiðinni
til Hvanndala, hönnuðu af Vésteini
Ólafssyni. Hafði hann rissað kortið
upp, litað og límt saman. Auk þess
hafði maðurinn talið stúlkunum trú
um að fjallið sem ganga þyrfti yfir
til Hvanndala, væri litlu hærra en
sjálfur Arnarhóll. Með þetta og
haframjöl í poka voru þær næstum
vissar um að leiðin yrði greið.
Næsta dag sást heldur meira í
himininn en áður. Fyrir höndum
var erfið ganga þar sem bera átti
svefnpoka og vistir til tveggja daga.
Áfangastaðurinn var Hvanndalir,
eitthvert afskekktasta ból á norð-
urhjara veraldar. Til stóð að sofa
undir berum himni um nóttina og
var það sjálfsagt rúsínan í pylsu-
enda ferðarinnar. Margir höfðu
meðferðis svefnpoka af bestu gerð,
áttu þeir að þola eld og brennistein
og þar af leiðandi íslenskar sumar-
nætur. Sannarlega var þetta mikið
ævintýri fyrir alla, nema kannski
fyrir illa búinn blaðamann sem hafði
talið sjálfum sér trú um að hann
gæti kastað sér í nælonpokanum út
í móa og sofnað vært. Engin var
heldur dýnan meðferðis svo allt
stefndi í óefni. Það mátti samt ekki
gefast upp áður en á reyndi og hvað
þá koma upp um sjálfan sig. Því var
gengið af stað með hinum og látið
sem ekkert væri. Hópurinn stikaði
nú sem leið lá upp brattann, alltaf
hærra og hærra. Náttúrubarnið
Trausti úr Bjarnagili tók fljótt for-
ustuna en hann tók þátt í Ólympíu-
leikunum árið 1976.
Sól skein í heiði og ekki bærðist
hár á höfði nokkurs manns. Á tæp-
lega 800 metra háum tindinum var
fegursta sýn til sjávar og sveita.
Grænir, bláir og hvítir litir hvert
sem augað leit. Hér í eina tíð voru
Í HNOTSKURN
»Eyðibyggðir yst á Trölla-skaga eru einhver af-
skekktustu byggðarlög lands-
ins í fyrri tíð. Þar ráða erfið
náttúruöflin ríkjum bæði til
lands og sjávar. Þangað er
nær ógreiðfært öðrum en fer-
fætlingum og fuglinum fljúg-
andi.
» Í sumar skipuleggurFerðafélag Íslands göngu
til Hvanndala og Héðins-
fjarðar og er lagt af stað frá
kirkjugarðinum á Siglufirði.
»Ferðin tekur fjóra daga oger nauðsynlegur búnaður
fyrst og fremst orkuríkt nesti,
góður fatnaður sem hentar
öllum veðraskilyrðum, vað-
skór, gönguskór og gott
gönguprik.
»Rúsínan í pylsuenda ferð-arinnar er gisting undir
berum himni í Hvanndölum.
Því er best að hafa meðferðis
svefnpoka af bestu gerð, poka
sem þolir eld og brennistein
og þar af leiðandi íslenskar
sumarnætur.
Mæðinni kastað Hvanndalir sitja á syllu við sjóinn og eru ógreiðfærir með öllu öðrum en fótgangandi mönnum,
ferfætlingum og fuglinum fljúgandi.
skyndilega var eins og pottloki væri
lyft af himninum og birtan steig
fram. Nú sást Héðinsfjörðurinn,
vatnið, blár sjórinn og marglit fjöll-
in í baksýn. Sagt er að margt búi í
þokunni og þegar henni létti komu í
ljós hundruð plantna og gróðurteg-
unda, rennvot eftir döggina. Tárin
láku af blómunum, burknarnir
hristu sig og mosi í lækjarsprænu
tók á sig skærgrænan lit. Sumar
plöntutegundirnar höfðu ferðalang-
arnir aldrei séð áður en skilyrði
fyrir þessar sjaldgæfu jurtir í af-
skekktum firðinum eru ákjósanleg.
Nú tók einnig heldur betur að lifna
34 SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
BMW1 lína
www.bmw.is Sheer
Driving Pleasure
Með bílinn handa þér
B&L - Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - Sími 575 1200 - www.bl.is
BMW Sound Machine
Ný útgáfa af BMW 1 línunni með HIFI Professional hljóðkerfi og BMW
Radio System ásamt 30 GB Apple iPod spilara.
Nánari upplýsingar um BMW 1 línu Sound Machine hjá sölumönnum í síma 575 1200.ri upplýsingar um BMW Sound Machi e hjá söludeild BMW í síma 575 1210.