Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.05.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 39 James Scott Weapons of the Weak: Everyday Forms of Resistance, sem út kom árið 1985, er sjónum beint að andófi venjulegs fólks á jaðri sam- félagsins. Bókin er skrifuð í anda þeirrar áherslu sem fræðimenn hafa andúð á og þá sérstaklega á andóf jaðarhópa gegn aðstæðum sínum og leiðir þeirra til að bæta þær og breyta þeim. Í íslensku samfélagi sjáum við nýja Íslendinga á marg- víslegan hátt hrista upp í viðteknum skoðunum og neyða samlanda sína að horfast í augu við eigin fordóma. Stuttermabolirnir sem eru til sölu með margvíslegum áletrunum svo sem „Ég er þetta vinnuafl,“ „Ég er þessi Erlendur,“ beina sjónum að því að á bak við einfaldar staðhæfingar um útlendinga, nýbúa eða innflytj- endur, standa margbreytilegir ein- staklingar. Þeir eru einhverjir aðrir en einfaldir merkimiðar eða töl- fræðileg fyrirbæri. Samtök sem fólk af erlendum upp- runa hefur stofnað eða átt þátt í að stofna, svo sem W.O.M.E.N. (Wo- men of Multicultural Ethnicity Net- work), bera augljóslega vott um ákveðinn atbeina. Þau gerðu m.a. mjög alvarlegar athugasemdir við lagafrumvarp stjórnvalda frá árinu 2004 þar sem lagðar voru til mjög umfangsmiklar breytingar á stöðu innflytjenda. Samtökin Ísland Pano- rama hafa beinlínis að markmiði að berjast á móti fordómum. Einnig má minnast á atbeina annarra jaðarhópa svo sem samkynhneigðra sem hafa árlega verið með eina skemmtileg- ustu skrúðgöngu ársins fyrir allar fjölskyldur í landinu. Útlendingar í hnattvæddum heimi En mennirnir á Kárahnjúkum eru ekki nýir Íslendingar. Þeir eru ein- faldlega útlendingar sem dvelja hér á landi tímabundið til þess að reyna að bæta aðstæður sínar heima fyrir. Þeir eru ódýrt vinnuafl samtímans, nútíma farandverkamenn sem halda héðan líklega í aðrar stórfram- kvæmdir annarstaðar í heiminum. Vinnuafl er í raun og veru auðvitað bara einstaklingar og í sjálfu sér er enginn einstaklingur ódýrari en ann- ar, það er bara samningstaða hans á markaðnum sem er slæm og hann fær þannig stöðu sem ódýrt vinnuafl. Í fréttum fjölmiðla af veikindum verkamannanna á Kárahnjúkum kom fram að sumir þeirra hefðu haldið heim á leið þar sem þeir væru ekki tryggðir gegn slíkum áföllum. Þetta hlýtur að vera mjög skýrt dæmi um slæma samningsstöðu þessara manna. Hvað um mennina sem hafa dáið í vinnuslysum við virkjunina? Voru þeir tryggðir fyrir slíku? Hver hefur borgað þann „kostnað“? Hvaða bætur fengu fjöl- skyldur þessara manna og frá hverj- um? Eitt af einkennum hnattvæðingar hefur auðvitað verið mikil hreyfing fólks á milli staða í margvíslegum til- gangi og má í því sambandi tala um nýtt form farandverkamennsku. Farandverkamennska á sér auðvitað langa sögu en með tilkomu hnatt- væðingar virðist sem hún hafi orðið fjölbreyttari, lögformlegri og með nokkrum hætti kerfisbundnari. Nú er hægt að leigja sér vinnuafl, eins og hugtakið starfsmannaleiga felur í sér. Einstaklingar selja ekki lengur vinnu sína milliliðalaust held- ur eru þeir leigðir út eins og stóll eða bíll, og svo er hægt að skila þeim til baka, eins og þegar stóll brotnar eða tölva bilar. Hér er orðið „leiga“ notað vegna þess að um er að ræða aðild þriðja aðila, en þó ekki einhvern sem hefur það fyrst og fremst að leið- arljósi að vernda hagsmuni við- skiptavina sinna því þá væri hugtakið umboðsmaður trúlega notað eða at- vinnumiðlun. Að sumu leyti virðast því útlend- ingar sem koma hingað til lands að vinna, næstum vera einskonar ólög- legir innflytjendur sem ríkisvaldið leggur þó blessun sína yfir; ég nota þessa samlíkingu vegna þess að þeir virðast ekki eiga rétt á sama aðbún- aði og íslenskir verkamenn, né sömu réttindum og kjörum. Staða þeirra er því lík stöðu ólöglegra mexíkóskra innflytjenda sem koma til Bandaríkj- anna tímabundið og veita landi og þjóð full not af starfskröftum sínum en öðlast engin réttindi fyrir vinnu sína. Satt best að segja þá skil ég þetta ekki. Almannatengslafulltrúar fyr- irtækjanna stökkva til þegar hvert málið af öðru kemur upp, með alls- konar ótrúverðugar útskýringar og hið sama gildir um fulltrúa frá starfs- mannaleigunum. Eftir stendur þó að verkafólki hefur verið boðinn aðbún- aður sem Íslendingum yrði aldrei boðinn. Hið sama gildir um erlenda verkamenn sem búa í húsnæði í iðn- aðarhverfum sem aldrei var hugsað né ætlað sem íbúðir fólks. Eru ekki til lög og reglur sem banna slíka meðferð á fólki? Auglýs- ingar sem vísa til húsnæðis fyrir Pól- verja, endurspegla nöturlega að hús- næðið henti ákveðnum flokki einstaklinga, þ.e. einstaklingum sem eru ekki Íslendingar. Burt séð frá hvort við köllum þetta nýja kyn- þáttahyggju eða ekki, hlýtur þetta að vera óviðunandi. Morgunblaðið/Eggert Þensla Mikil þensla í atvinnulífinu hefur valdið því að margir útlendingar hafa komið hingað til lands til að vinna. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Ódýrt vinnuafl Verkamennirnir á Kárahnjúkum eru ekki nýir Íslendingar, heldur einfaldlega útlendingar sem dvelja hér tímabundið til að reyna að bæta aðstæður sínar heima fyrir. Þeir eru ódýrt vinnuafl. Einstaklingar selja ekki lengur vinnu sína milli- liðalaust heldur eru þeir leigðir út eins og stóll eða bíll, og svo er hægt að skila þeim til baka, eins og þegar stóll brotn- ar eða tölva bilar. Höfundur er dósent í mannfræði í Há- skóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.