Morgunblaðið - 27.05.2007, Page 35

Morgunblaðið - 27.05.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. MAÍ 2007 35 tveir bræður, stóreignamenn þess tíma, sem keyptu allar jarðir í sveitinni og lái þeim hver sem vill. Báðir létust þeir í snjóflóðum, en slíkt var algengt á þessum slóðum. Til að komast niður í Hvanndalina þurftum við að renna okkur niður bratta snjóbrekku í heitri sólinni, það var ævintýri líkast. Lítið viss- um við þá um fegurðina sem beið okkar; Hvanndalina og hafið bláa við sjónarrönd. Undir Hvanndalahimni Hvanndalir sitja á hárri kletta- syllu við sjóinn og eru með öllu ógreiðfærir öðrum en fótgangandi mönnum, ferfætlingum og fuglinum fljúgandi. Há fjöllin ramma dals- mynnið inn í mynd þar sem allt leikur í lyndi. Lækurinn, fíflarnir í grasinu, suðandi flugurnar, mosinn í berginu og silfraður sjórinn. Það- an er vel sýnt yfir til Grímseyjar og Látrabjargs. Sé gengið upp á hæstu klettasylluna í dalnum, það- an sem ekkert sést nema sjórinn til allra átta og stöku fugl á sveimi, verða maður og náttúra eitt. Svo þegar sólin varpar geislum sínum á hafið og litar það grænt og túrkísblátt höldum við að ekkert verði fegurra hér á jörð. Þá taka allt í einu höfrungar að stökkva í sjónum. Seinna leggst döggin yfir, sólin hverfur í hafið og litar fjöllin lillablá. Svona truflar náttúran manninn og heldur fyrir honum vöku allt fram til sólarupprásar næsta dags. Þann dag gengum við aftur yfir til Héðinsfjarðar og busluðum í tjörnunum í fjöllunum til að skola af okkur ferðarykið. Dagur var að kvöldi kominn og ferðin senn á enda, því var slegið upp brennu úr rekaviði og tíu lambalæri grilluð í jörðinni. Aðeins til að safna kröft- um fyrir lokaspölinn en við áttum eftir að ganga yfir til Ólafsfjarðar. Þar beið okkar lítill bátur sem flutti mann og mús heim. Rétt í þann mund sem við sigldum frá höfninni lagðist þokan aftur yfir, eins og leiktjöld sem falla í lok sýningar. Báturinn hvarf út í þokuna, sigldi út fjörðinn og meðfram klettóttri ströndinni. Aldan vaggaði ferða- mönnunum í svefn þar sem þeir lágu örþreyttir á þilfarinu. Í draumalandinu benti fararstjórinn áfram og hrópaði: „Hvanndalir – dalir hamingjunnar!“ g.gunnarsdottir@gmail.com Sannarlega var þetta mik- ið ævintýri fyrir alla, nema kannski fyrir illa búinn blaðamann sem hafði talið sjálfum sér trú um að hann gæti kastað sér í næl- onpokanum út í móa og sofnað vært. Höfundur er viðskiptafræðingur. Ólympísk elja Skíðamaðurinn Trausti úr Bjarnagili tók þátt í Ólympíu- leikunum 1976 og sveif upp gilin á meðan svitinn perlaði á flestum hinna. 2O2OF r a m t í ð a r s ý n R A N N S Ó K N A R Þ IN G 2 0 0 7 Hvatningarverðlaun í 20 ár – Framtíðarsýn 2020 RANNÍS boðar til Rannsóknarþings 2007 í samstarfi við ráðuneyti mennta- mála og iðnaðar miðvikudaginn 6. júní kl. 8:30-11:30 á Grand Hótel Reykjavík. Flutt verða erindi undir yfirskriftinni Hvatningarverðlaun í 20 ár – Framtíðarsýn 2020 og forsætisráðherra afhendir hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Dagskrá 8:30 Þingsetning Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra 8:40 Kynning á framsýniverkefni Vísinda- og tækniráðs Hallgrímur Jónasson, formaður tækninefndar Framtíðarsýn verðlaunahafa hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs: 8:50 Náttúruauðlindir, umhverfi og sjálfbær nýting Áslaug Helgadóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands, og Gunnar Stefánsson, Háskóla Íslands 9:10 Heilsa, heilbrigði og hollusta Eiríkur Steingrímsson og Ingibjörg Harðardóttir, Háskóla Íslands 9:30 Styrkur smáþjóðar - menningar-, samfélags- og efnahagslegir innviðir Svanhildur Óskarsdóttir, Orri Vésteinsson og Valur Ingimundarson, Háskóla Íslands 9:50 Kaffihlé 10:05 Viðskipti, fjármögnun og nýsköpun Hilmar Janusson, Össuri og Hörður Arnarson, Marel 10:25 Pallborðsumræður Umræðustjóri: Elín Hirst fréttastjóri Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2007 11:00 Tónlist Tatu Kantomaa, harmonikka, og Guðni Franzson, klarinett 11:15 Afhending hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Jakob K. Kristjánsson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir niðurstöðu dómnefndar Geir H. Haarde, formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir verðlaunin 11:30 Þingslit Þingforseti er Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar. Óskað er eftir að þátttaka sé tilkynnt á netfangið rannis@rannis.is eða í síma 515 5800. Forsætisráðuneytið Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið ferðavernd Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf www.ferdavernd.is Ferðavernd býður upp á bólusetningar og ráðgjöf til ferðamanna. Þjónustan er í umsjón Helga Guðbergssonar, læknis. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar. Mikilvægt er að panta bólusetningu og leita ráðgjafar tímanlega áður en haldið er utan. Tímapantanir í síma: 535 77 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.