Morgunblaðið - 25.10.2007, Page 11

Morgunblaðið - 25.10.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 11 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir hér í heild sinni hluthafasamning Sjávar- sýnar ehf., félags Bjarna Ármanns- sonar, og Orkuveitu Reykjavíkur um hlutafé í Reykjavík Energy Invest: „Orkuveita Reykjavíkur, kt. 551298-3029, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík (OR) og Sjávarsýn ehf., kt. 460404-2820, Bakkavör 28, 170 Seltjarnarnesi (Sjávarsýn) í samn- ingi þessum nefndir samningsaðilar og/eða hluthafar gera með sér svo- hljóðandi hluthafasamning um hlutafé í Reykjavík Energy Invest ehf., kt. 500707-1350, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík (félagið) um hluta- fjáreign þeirra í félaginu 1. gr. Forsendur 1.1. Félagið var stofnað árið 2007 af hálfu OR og hefur þann tilgang að fjárfesta í rannsóknum, fram- leiðslu, flutningi, dreifingu og sölu rafmagns eða hita og rekstri á því sviði, eitt sér eða með þátttöku annarra í slíkum verkefnum. Stefnt er að því að félagið verði leiðandi á heims- vísu í nýtingu á vistvænum orkugjöfum með áherslu á jarð- hita. Hluthafar ætla sér að stækka félagið umtalsvert á næstu árum með útgáfu nýs hlutafjár og er stefnt að alþjóð- legri skráningu þess innan 4 ára. 1.2. Þann 12. september 2007 verður haldinn hluthafafundur í félag- inu þar sem meðal annars verð- ur borin upp tillaga um hækkun hlutafjár þess og breytingu úr einkahlutafélagi í hlutafélag. 1.3. Samkomulag er um það milli samningsaðila að Sjávarsýn skrái sig fyrir hluta af þeirri hlutafjárhækkun sem samþykkt verður á fyrrgreindum hluthafa- fundi. 1.4. Tilgangur hluthafasamnings þessa er að kveða nánar á um innbyrðis réttindi og skyldur hluthafa félagsins í kjölfar ofan- greindrar hlutafjárhækkunar. 2. Eignarhald 2.1. Hlutafé félagsins er kr. 2.590.003.569,- -tvöþúsundfimm- hundruðogníutíumilljónirog- þrjúþúsund 569/1000-. Stjórn fé- lagsins hefur heimild, án samþykkis hluthafafundar, til að auka hlutafé félagsins um kr. 20.000.000.000,-. Forkaups- réttur hluthafa gildir ekki um viðbótarhlutaféð. Stjórnin skal nýta heimildina til hlutafjár- hækkunarinnar fyrir 1. septem- ber 2012. 2.2. Sjávarsýn skuldbindur sig hér með til að kaupa og OR til að sjá til þess að félagið selji hluti úr fyrrgreindri hlutafjárhækkun fyrir kr. 500.000.000,-.- fimm hundruð milljónir króna 00/100. Samkomulag er um það milli fé- lagsins og núverandi hluthafa að Sjávarsýn kaupi á genginu 1,27797203 og eignast fyrir það 391.244.870 hluti. 2.3. Greiðsla hlutafjár skal fara fram eigi síðar en 15. september 2007 með reiðufé gegn staðfestingu á eignarhlut sbr. gr. 2.2. 2.4. Forsenda fyrir kaupum þessum af hálfu Sjávarsýnar er að eig- andi þess félags, Bjarni Ár- mannsson, kt. 230368-5389, Bakkavör 28, Seltjarnarnesi (BÁ), verði kosinn stjórnar- formaður í félaginu og starfi þar í hlutastarfi sem slíkur skv. sér- stöku samkomulagi þar að lút- andi milli hans og OR. 3. gr. Réttur til samhliða sölu 3.1. Komi til þess að einn hluthafi (tilboðshafi í þessari grein) fái tilboð í hluti sína og samningsað- ilar nýta sér ekki forkaupsrétt skv. samþykktum félagsins er tilboðshafa samt sem áður óheimilt að selja hlut sinn nema öðrum hluthöfum sé einnig boð- ið að ganga inn í söluna á sömu kjörum og honum hafa verið boðin. 3.2. Hluthafar skulu hafa sjö daga frest til að nýta sölurétt sinn skv. þessu ákvæði, frá því þeir hafa fallið frá forkaupsrétti eða e.a. talið frá þeim tíma sem frestur til að nýta sér forkaups- rétt rann út. 4. gr. Nýr hluthafi 4.1. Ef samningsaðilar falla frá for- kaupsrétti vegna sölu til þriðja aðila skal sá aðili gerast aðili að hluthafasamningi þessum. Það er skilyrði fyrir því að framsal öðlist gildi gagnvart félaginu og öðrum aðilum samnings þessa að slíkur aðili hafi með form- legum hætti gerst aðili að samn- ingnum. Fyrr öðlast slíkur aðili engan rétt til að fara með at- kvæðisrétt í félaginu eða önnur hefðbundin réttindi eigenda hluta í félaginu. 5. gr. Söluréttur 5.1. Sjávarsýn hefur sölurétt á eign- arhlut sínum við neðangreindar aðstæður: A. Ef BÁ er ekki kosinn í stjórn fé- lagsins. B. Ef BÁ er ekki kjörinn sem for- maður stjórnar félagsins eða honum er vikið frá eða ef hann er sviptur stjórnarlaunum. C. Ef nýtt hlutafé er selt til þriðja aðila gegn vilja Sjávarsýnar. D. Ef samþykktum félagsins er breytt gegn vilja Sjávarsýnar. 5.2. Söluréttur samkvæmt A-B lið í grein 5.1. verður sjálfkrafa virk- ur sama dag og þau atvik sem þar eru tilgreind liggja fyrir. Söluréttur samkvæmt C-D lið verður sjálfkrafa virkur á þeim degi sem þartilgreind ákvörðun er tekin af hálfu stjórnar félags eða eftir atvikum hluthafa- fundar. Söluréttur skal vera virkur í 30 daga frá því tíma- marki eða frá þeim tíma sem Sjávarsýn vissi eða mátti vita af þessum aðstæðum, ef það tíma- mark er síðar. Að liðnum þess- um fresti fellur söluréttur sjálf- krafa niður. Söluréttur sam- kvæmt C-D lið greinar 5.1. verður því aðeins virkur að Sjávarsýn hafi látið OR vita fyr- irfram með formlegum hætti að viðeigandi tillaga gangi gegn vilja hans. Hafi Sjávarsýn hins vegar ekki vitað eða mátt vita um viðkomandi tillögu, áður en ákvörðun er tekin, gildir 30 daga fresturinn. 5.3. Sjávarsýn skal senda OR skrif- lega tilkynningu um ákvörðun um beitingu á sölurétti. Skal sú tilkynning send með sannanleg- um hætti og þarf hún að berast OR áður en sá frestur sem til- greindur er í grein 5.2. er út- runninn. 5.4. Söluréttarverð skal vera kaup- verð Sjávarsýnar á hlutum í fé- laginu, leiðrétt til hækkunar miðað við þróun á vísitölu neysluverðs frá þeim degi sem kaupverð var innt af hendi til greiðsludags. 5.5. OR skal greiða söluréttarverð til Sjávarsýnar innan 10 daga frá þeim degi sem tilkynning um beitingu söluréttar barst. Sölu- réttarverð skal greitt með reiðufé. 6. gr. Trúnaður 6.1. Samkomulag þetta er trúnaðar- mál milli aðila og skal ekki upp- lýsa um efni þess nema lög eða dómstólar mæli fyrir um slíkt. Aðilar skulu gæta trúnaðar um hvaðeina sem þeir verða áskynja um félagið að svo miklu leyti sem eðlilegt er að slíkar upplýs- ingar séu trúnaðarmál. 7. gr. Gildistími 7.1. Samkomulag þetta tekur gildi frá undirritun og gildir þangað til samkomulag tekst með samn- ingsaðilum um að fella það nið- ur. Samkomulag þetta fellur sjálfkrafa niður ef til þess kem- ur að félagið verði skráð á skipu- legan verðbréfamarkað. 8. gr. Sérákvæði í tengslum við samþykktir 8.1. Samkomulag þetta gengur framar samþykktum félagsins hvað varðar innbyrðis réttar- samband samningsaðila. 9. gr. Breytingar 9.1. Breytingar verða ekki gerðar á þessu hluthafasamkomulagi nema með skriflegum hætti og skulu allar breytingar sam- þykktar af báðum samningsaðil- um. 9.2. Töf eða aðgerðarleysi af hálfu samningsaðila gagnvart brotum á samkomulaginu skoðast ekki sem þegjandi samþykki fyrir því að heimilt sé að brjóta ákvæði samningsins. 9.3. Fyrirsagnir í þessum samningi horfa til skýringar á efnisinni- haldi einstakra greina, en geta ekki gengið ákvæðum greinanna framar hvað varðar skýringu á þeim. 9.4. Komi til ágreinings milli aðila um framkvæmd þessa samnings skulu aðilar reyna að leysa úr með gagnkvæmt tillit og heiðar- leik að leiðarljósi. Náist ekki samkomulag um ágreininginn með þeirri aðferð skal dómsmál um ágreininginn rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9.5. Samningur þessi er gerður í tveimur eintökum. 9.6. Þeir aðilar sem undirrita þennan samning lýsa því yfir að þeir hafi fullt og ótakmarkað umboð til að skrifa undir þennan samning í samræmi við þau réttindi og þær skyldur sem koma fram í honum. Reykjavík, 11. september 2007 f.h. Orkuveitu Reykjavíkur Hjörleifur Kvaran F.h. Sjávarsýnar ehf. Bjarni Ármannsson.“ Hluthafasamningur Bjarna Ármannssonar og OR Laugavegi 53 • Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 • Laugardaga 10-16 Ný sending Spariblússur og -skyrtur BORIST hefur eftirfarandi at- hugasemd frá Kristjáni Krist- jánssyni, fyrrver- andi forstöðu- manni samskipta- sviðs FL Group: „Í kjölfar um- fjöllunar í Stak- steinum Morgun- blaðsins í gær, miðvikudag, um starfslok mín hjá FL Group, vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Fullt samkomulag var um starfslok mín hjá FL Group og því varð ekki af þeim neinn hávaði. Eng- inn fótur er heldur fyrir öðrum vanga- veltum höfundar Staksteina, hver sem það kann að vera. Ég þurfti ekki að brjóta gegn grundvallarafstöðu minni í neinu máli eins og látið er að liggja og gerði engan samning um þögn hvað svo sem dramatískum loka- punkti Staksteina líður. Að auki leið mér býsna vel þann tíma sem ég vann hjá FL Group og átti gott og ánægju- legt samstarf við stjórnendur og starfsmenn fyrirtækisins. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekkert er að marka skrif Staksteinahöfundar og hugleiðingar hans um minn hug eða mína stöðu eru víðsfjarri öllum sanni. Kristján Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumaður samskiptasviðs FL Group.“ Athugasemd frá Kristjáni Kristjánssyni „Ranghugmyndir Staksteina“ Kristján Kristjánsson Nýjar vörur komnar Suðurlandsbraut 50, (bláu húsunum við Fákafen). Endilega kíktu inn á www.gala.is Opið 11-18 • 11-16 lau. Sími 588 9925M bl 9 06 56 3 MJÖLNIR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Þingeyjarsýslum, hefur samþykkt eftirfarandi álykt- un: Stjórn Mjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Þingeyjar- sýslum skorar á ríkistjórn Íslands að greiða götu landsbyggðarinnar í stóriðjumálum og að áform um byggingu álvers á Bakka við Húsa- vík fái forgang. „Ljóst er að stuðningur yfirvalda við þessa framkvæmd í gegnum eignarhlut sinn í Landsvirkjun er meginforsenda fyrir því að byggt verði álver við Bakka. Það er ein mikilvægasta forsenda þess að byggð muni eflast á norðaustur- hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Styðja álver á Bakka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.