Morgunblaðið - 25.10.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 25.10.2007, Síða 27
hagfelldast og hinsvegar hagsmunir nágranna af því að hafa frið og næði til að geta notið eignar sinnar með eðlilegum hætti. Ónæði verður að vera viðvarandi upp að vissu marki. Athafnir og háttsemi sem hefur ekki annan til- gang en að valda nágranna miska eða ama eru alltaf óleyfilegar þótt ónæðið sé ekki verulegt. Meta þarf þá hvort hægt sé að stemma stigu við óþægindunum eða draga úr þeim. Meginreglan er að eigandi þarf ekki að taka tillit til viðkvæmni nágranna eða eignar hans gagnvart tilteknum óþægindum. Með öðrum orðum getur nágranni krafist þess að starfsemi sú sem ónæði veldur verði hætt ef hún hefur í för með sér óþægindi umfram það sem honum er skylt að þola eða að úr óþægindun- um verði dregið niður að því marki sem hann verður að una við. Al- mennt er talin ástæða til að skerpa kröfur ef sá, sem ónæði veldur, hafði átt val milli fleiri kosta og tók þann ódýrasta fram yfir aðra ónæðis- minni. Þegar starfsemi, sem ónæði veldur, hefur almennt gildi eða þeg- ar úrbætur eru svo dýrar að ekki er sanngjarnt að í þær verði ráðist get- ur hagsmunamat leitt til þess að starfsemi fái að halda áfram gegn bótum. Ljóst er að menn verða að sætta sig við óþægindi upp að vissu marki í þéttbýli. Það er hinsvegar alltaf álitamál hvenær komið er út fyrir þau mörk og almennt er talið að for- gangssjónarmið ráði ekki. Ónæðis- valdurinn fær því ekki rýmra at- hafnafrelsi þó hann hafi komið fyrstur,“ segir Sigurður Helgi að lokum. join@mbl.is pottum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 27 1919 heiðrað sem leiðandi ráðstefnuhótel Radisson SAS hótelið 1919 í Reykjavík var fyrir skemmstu heiðr- að af World Travel Awards sem leið- andi hótel á Íslandi og sem leiðandi ráðstefnuhótel á Íslandi, að því er segir í fréttatilkynningu. En Wall Street Journal hefur líkt World Tra- vel Awards við eins konar óskars- verðlaunahátíð ferðaþjónustuiðn- aðarins. Í fréttatilkynningu frá 1919 segir hótelstjórinn Claude Bulté að hann sé ánægður og stoltur með að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd Radisson SAS 1919 hótels. „Starfs- fólk okkar hefur lagt hart að sér á hverjum degi með að veita fram- úrskarandi þjónustu fyrir gesti okk- ar og verðlaunin eru mikilvæg við- urkenning frá samstarfsfólki okkar í þjónustuiðnaðinum, sem sýnir að þau kunna að meta þjónustuna sem starfsfólk Radisson SAS 1919 hótel hefur lagt sig fram um að veita,“ er haft eftir Bulté. Önnur hótel í Radisson SAS keðj- unni sem hlutu viðurkenningu voru Radisson SAS Beitostolen, sem var valið besta skíðahótelið í Noregi og Radisson SAS Scandinavia Hotel í Gautaborg sem valið var leiðandi meðal sænskra viðskiptahótela. Kynningarfundur um gönguferðir 2008 ÍT ferðir bjóða upp á kynningar- fund sunnudaginn 28. október kl. 17 vegna þeirra gönguferða sem í boði verða hjá ferðaskrifstofunni 2008 . Hjördís Hilmarsdóttir, göngu- sérfræðingur ÍT ferða, kynnir ferða- framboðið, en einnig verður á staðn- um Zoran, gönguferðaskipu- leggjandi í Mið- og Austur-Evrópu, sem ÍT ferðir hafa verið í samstarfi við. Fundurinn er haldinn í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, húsi 1, 3. hæð. www.itferdir.is vítt og breitt Víkverji fór að staulast um skemmtistaði mið- borgarinnar edrú hefur hann séð ýmislegt. x x x Til dæmis um sein-ustu helgi á smá spotta á milli staða á Laugaveginum gekk Víkverji fram á vænan ælupoll, brotið bjór- glas, umbúðir utan af skyndibita og banana sem hafði verið stapp- aður niður í götuna og þetta var bara á nokkr- um metrum. Þegar inn á staðina kom tók við troðningur og hiti. Undir áhrifum áfengis er auð- velt að láta sig bara vaða í stöppuna en með fullri meðvitund er það erf- iðara. Víkverji stóð sig að því að víkja fyrir öllum sem urðu á vegi hans og biðja þá fyrirgefningar sem rákust utan í hann, að endingu kom Víkverji sér vel fyrir út í horni þar sem hann var ekki fyrir neinum sem býr yfir því villidýri sem áfengis- neyslan virðist leysa úr læðingi í Ís- lendingum. x x x Víkverji hefur líka stundaðáhugaverðar mannlífsrann- sóknir á þessum áfengislausa tíma, meðan vinir hans hanga á barnum sér Víkverji landa sína í nýju ljósi. Úti á lífinu breytist stór hluti Íslend- inga í hamslaus óargadýr. Það er all- staðar troðist framfyrir, hellt niður, rifinn kjaftur, ruðst áfram í þvögum án tillits til neins og lítil virðing bor- in fyrir umhverfinu eða öðru mann- fólki inni á skemmtistöðunum. Víkverji hefur gaman af því að stúdera þessa hegðun og horfa á samlanda sína undir stjórn Bakk- usar. Þó þessi stúdía krefjist þess að Víkverji þurfi að klofa yfir nokkra ælupolla og annan ófögnuð í mið- bænum þá ætlar hann að halda áfram að heimsækja þessa Sódómu Reykjavíkur um helgar, edrú. Víkverji ákvað aðhætta að smakka áfengi fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ekki að drykkja væri vanda- mál hjá honum heldur ákvað hann að prófa að fara út að skemmta sér án þess að vera undir áhrifum áfengis. Þó áfengisneysla Víkverja hafi aldrei verið mikil þá hefur hún líklega haft einhver áhrif á dómgreind hans og meðvitund þegar niður í miðbæ Reykjavíkur er komið. Því eftir að      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár Menningarráð Vesturlands og meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, halda sameiginlega ráðstefnu um menningarmál á landsbyggðinni og menningarsamninga. Ráðstefna um menningarmál í Háskólanum á Bifröst laugardaginn 27. október kl.13.00-16.00 Menning sem atvinnugrein Ráðstefna um tækifæri menningarstarfs fyrir samfélög utan höfuðborgarinnar 13.00 Helga Halldórsdóttir, formaður Menningarnefndar Vesturlands setur ráðstefnuna. Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi á Vestur- landi kynnir nokkur verkefni sem menningarráð styrkir. Sigfúsarlög flutt af Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur söngkonu frá Akranesi og Viðari Guðmundssyni píanóleikara frá Kaðalstöðum. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, Menning sem atvinnugrein. Stutt brot úr kvikmynd um vesturfara, Steinþór Birgisson kynnir myndina. Eyja stuttmynd Daggar Mósesdóttur sem er innlegg hennar í alþjóðlega stuttmyndahátíð sem hún stýrir í Grundarfirði í febrúar 2008. Kaffi Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi á Austurlandi, Norrænt samstarf, sköpun eða skipbrot. Njörður Sigurjónsson, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, Menning til höfuðs kapítalismanum. Ráðstefnunni lýkur með umræðum sem Njörður Sigurjónsson stjórnar en þátttakendur eru ráðstefnu- gestir, nemendur í menningarstjórnun og einnig nýráðnir menningarfulltrúar vítt og breitt um landið. Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem vinna að menningarstarfi eða hafa áhuga á að efla menningu á landsbyggðinni að taka þátt í þessari ráðstefnu. Dagskrá:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.