Morgunblaðið - 25.10.2007, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MISMUNUN KYNJANNA
Jafnrétti kynjanna er óumdeiltmarkmið á Íslandi og hefur ver-ið það í áratugi. Ef marka mætti
ræður ætti jafnrétti að hafa komist á
fyrir löngu í íslensku samfélagi. En
það er öðru nær. Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra átti koll-
gátuna þegar hún tók til máls á ráð-
stefnu um jafnréttismál í gær og sagði
að það væri ótrúlegt að nærri fimm
áratugum eftir setningu fyrstu jafn-
launalaganna á Alþingi þyrfti enn að
halda sérstakar ráðstefnur til að ræða
jafnlaunamál.
Ójafnrétti milli kynjanna er þjóð-
félaginu dýrkeypt. Á Íslandi er gert
upp á milli kynjanna í launum og
stöðuveitingum, bæði í einkageiran-
um og hjá hinu opinbera. Það þarf
ekki að taka fram að misréttið er körl-
um í hag. Konurnar sitja uppi með
svartapéturinn. Þetta þýðir að það er
gert upp á milli einstaklinga í þjóð-
félaginu og þeir fá ekki að njóta sín að
verðleikum. Hæfileikum þeirra er só-
að og á því tapa bæði einstaklingarnir
og þjóðfélagið. Frá upphafi er vitlaust
gefið.
Auðvelt er að andmæla þessu með
því að rekja dæmi um konur, sem náð
hafa langt, en þau eru oftast undan-
tekningin, sem sannar regluna.
Fyrsta skrefið til að snúa við blaðinu
er að afneitun vandans linni. Flestir
eru tilbúnir að viðurkenna að vandinn
sé fyrir hendi, bara ekki í þeirra ranni.
Vandinn gegnsýrir hins vegar sam-
félagið allt og það mun kosta rækilegt
átak að breyta ríkjandi hugarfari á
þann veg að ójafnréttið verði gert út-
lægt. Það þarf ekki bara að vinna á
ójafnréttinu á vinnustöðum, heldur
einnig á heimilinu. Það gerir hvorki
löggjafinn, framkvæmdavaldið, né
dómstólar. Það er verkefni hvers og
eins.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir
því að ábyrgðin á því að árangur náist
hvílir jafnt á báðum kynjum. Átta feð-
ur, eiginmenn og synir sig ekki á því
að ójafnréttið þýðir í raun að það er
verið að mismuna mæðrum þeirra,
eiginkonum og dætrum? Að þær hafa
verið sviptar rétti sínum til að njóta
jafnra tækifæra á við karlana í sam-
félaginu?
Það hefur tekið langan tíma og kost-
að konur mikið erfiði að ná fram þeim
réttindum, sem þær hafa í dag, og víða
í heiminum er enn mun lengra í land
en hér á landi. Það virðist hins vegar
ætla að taka óratíma að komast síð-
asta spölinn og takist ekki að vinna
bug á tregðunni í samfélaginu vaknar
spurningin um það hvort atvinnulífið
sé beinlínis farið að kalla á það að sett
verði löggjöf um að þegar tveir ein-
staklingar séu jafnhæfir skuli konan
ráðin.
Misrétti kynjanna gengur þvert á
alla skynsemi. Hvað býr þá að baki?
Ótti? Tortryggni? Vanmetakennd?
Máttur vanans? Um það má sjálfsagt
skrifa lærðar greinar og halda margar
ráðstefnur. Vandinn sjálfur liggur
hins vegar fyrir og um hann hefur nóg
verið talað. Tími afsakana er liðinn og
tími aðgerða runninn upp.
MANNABREYTINGAR
Fyrir skömmu var skýrt frá því aðÓlafur Örn Haraldsson, sem
verið hefur forstjóri Ratsjárstofnun-
ar, hefði látið af störfum. Í yfirlýs-
ingu frá Ólafi Erni, sem birtist í
Morgunblaðinu í gær, segir m.a.:
„Mér var kynnt þessi ákvörðun ut-
anríkisráðherra í upphafi þessa mán-
aðar og á fundi okkar föstudaginn 12.
október óskaði ráðherra eftir því að
ég léti af störfum um þá komandi
helgi.“
Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá
því að Alfreð Þorsteinsson hefði látið
af störfum, sem formaður nefndar,
sem unnið hefur að undirbúningi á
byggingu nýs hátæknisjúkrahúss.
Fram kom að Guðlaugur Þór Þórð-
arson heilbrigðisráðherra hefði ósk-
að eftir þessari breytingu vegna
skipulagsbreytinga.
Nú skal ekki dregið í efa að bæði
utanríkisráðherra og heilbrigðisráð-
herra hafi haft málefnalegar ástæður
fyrir þessum ákvörðunum. Þó vekur
athygli að í öðru tilvikinu er um að
ræða fyrrverandi þingmann Fram-
sóknarflokks og í hinu fyrrverandi
borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.
Í eina tíð var það siður í íslenzkri
pólitík, að þeir sem völdin höfðu
hverju sinni beittu þeim til þess að
flæma pólitíska andstæðinga úr stöð-
um eða koma í veg fyrir að þeir fengju
vinnu. Um þetta eru ljót dæmi þótt
ekki sé leitað lengra aftur en til lýð-
veldistímans.
Svo lagðist þessi siður af. Ástæðan
fyrir því var augljós. Þeir sem við
völdin voru hverju sinni gerðu sér
grein fyrir því að ef þeir sjálfir beittu
þeim á þennan veg gætu þeir búizt við
hinu sama gagnvart sjálfum sér eða
flokkssystkinum sínum, þegar aðrir
næðu völdum í lýðræðislegri kosn-
ingu.
Það væri stórt skref aftur á bak ef
horfið yrði til gamalla ósiða í þessum
efnum og ómögulegt að segja hvenær
og hvar þeim vígaferlum yrði lokið og
hverjir hefðu orðið fórnarlömb
þeirra.
Allir flokkar hafa stundað það að
koma sínum fulltrúum fyrir hér og
þar í kerfinu. Í þeim efnum eru meira
og minna allir jafn sekir ef menn vilja
orða það á þann veg.
Þess vegna er mikilvægt fyrir nýja
valdamenn að ganga hægt um gleð-
innar dyr þegar þeir beita nýfengn-
um völdum. Auðvitað verða þeir að
hafa svigrúm til að koma fram marg-
víslegum breytingum. En þótt það
geti verið einber tilviljun að tveir
trúnaðarmenn Framsóknarflokksins
hafi horfið úr þýðingarmiklum störf-
um á undanförnum vikum, hættir það
að vera tilviljun ef fleiri framsókn-
armenn bætast í þann hóp!
Það verður fróðlegt að fylgjast með
því, hvort ný kynslóð stjórnmála-
manna freistast til þess að taka upp
gamla ósiði og koma fram hefndum á
pólitískum andstæðingum.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Erum við hrædd við jafnrétti?“ var spurtá jafnréttisráðstefnu Keilis, miðstöðv-ar vísinda, fræða og atvinnulífs í Kefla-vík í gær. Framsögumenn höfðu ólík
sjónarmið fram að færa en í pallborðsumræðum,
að ræðum loknum, virtist þó nokkur samhljómur
meðal þeirra og fundargesta um að „draumasam-
félagið væri þar sem bæði peningar og börn væru
í jafnri umsjá bæði karla og kvenna“, eins og
Margrét Pála Ólafsdóttir, forkólfur Hjallastefn-
unnar og einn framsögumanna, komst að orði.
Vilji forstöðumanna fyrirtækja lykilatriði
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
var fyrst í pontu og sagði það ótrúlegt að nærri
fimm áratugum eftir setningu fyrstu jafnlauna-
laganna á Alþingi þurfi enn að halda sérstakar
ráðstefnur til að ræða jafnlaunamál. „Ég er ein-
dreginn talsmaður þess að mikilvægt sé að af-
nema svokallaða launaleynd á íslenskum vinnu-
markaði, ég tel að sú samningsbundna
launaleynd sem verið hefur við lýði hér á landi og
færst í vöxt á undanförnum árum hafi átt stóran
þátt í því að viðhalda kynbundnum launamun,“
sagði Jóhanna, en í nýju stjórnarfrumvarpi til
jafnréttislaga, sem lagt verður fram í haust, verð-
ur launafólki tryggður sá réttur að skýra frá
launum sínum ef það svo kýs. Þá verða úrskurðir
úrskurðarnefndar jafnréttismála mögulega gerð-
ir bindandi fyrir báða aðilja, jafnréttisstofu veitt-
ar víðtækari heimildir til að hafa eftirlit og leggja
á dagsektir og fyrirtækjum með 25 eða fleiri
starfsmenn gert að gera jafnréttisáætlanir og
framkvæmdaáætlanir á grundvelli þeirra.
Jóhanna var ómyrk í máli og kvað ólíðandi að
forstöðumenn opinberra stofnana tækju þátt í að
viðhalda kynbundnum launamun, sem er ekki
síður til staðar hjá hinu opinbera en á almennum
vinnumarkaði. Lagasetningu eina og sér sagði
hún ekki duga. „Vilji forsvarsmanna fyrirtækja
og stofnana til að jafna stöðu karla og kvenna á
vinnustöðum er lykilatriði og grundvöllur þess að
koma megi á jafnrétti á vinnumarkaði.“
Litið á konur sem aðstoðarstúlkur
Yrsa Sigurðardóttir, tæknistjóri hjá verk-
fræðistofunni Fjarhitun, fjallaði meðal annars
um atvinnuþátttöku kvenna út frá persónulegri
reynslu sinni. Yrsa hefur starfað við eftirlit með
framkvæmdum við Kárahnjúka frá árinu 2003.
Hún lýsti þeim áskorunum sem eftirlitsfyrirtæk-
ið stóð frammi fyrir í starfsmannamálum. Komst
hún að raun um að fjölskyldulíf margra sem
störfuðu á svæðinu var ekki upp á marga fiska og
mjög fáir sóttu um auglýst störf, jafnvel þótt
launin væru tvöföld á við sambærileg störf í
Reykjavík. Uppi á hálendi í vályndum veðrum,
fjarri fjölskyldu og mannlífi sá hún fram á að erf-
itt yrði að halda í lykilstarfsmenn til lengri tíma á
svæðinu, sem gæti reynst afar þungbært, enda
Kárahnjúkar, samninga- og regluskógi vaxnir.
Með markvissum aðgerðum, að hennar frum-
kvæði, var því reynt að stuðla að því að fólk vildi
vera lengur hjá fyrirtækinu og að því liði vel. Um
leið var stefnt að fjölgun kvenkyns starfsmanna,
og kvenfólks á svæðinu almennt, til þess að skapa
starfsfólki eðlilegri aðstæður. Í hinu karllæga
umhverfi virtust sumir nefnilega líta á kvenkyns
yfirmenn á borð við Yrsu sem hálfgerðar þjón-
ustu- eða aðstoðarstúlkur.
Hlutfall kvenna hjá verkfræðistofum í Reykja-
á
þ
f
v
E
e
s
l
u
a
l
r
u
e
v
s
h
v
v
i
m
a
v
r
vík var 20-25% árið 2005 samkvæmt óformlegri
skoðun Yrsu. Hún var hins vegar eina konan hjá
sínu fyrirtæki, VIJV, eða 2% starfsmanna. Til
þess að gera vinnubúðirnar meira aðlaðandi var
því farið í ýmsar aðgerðir, svo sem að gera starfs-
fólki kleift að búa með mökum sínum og fjöl-
skyldum þar, ef þeir kysu. Gæludýr voru leyfð,
ferðir skipulagðar, líkamsræktaraðstöðu komið
upp, hjól og tjöld voru keypt fyrir starfsmenn og
þeir hvattir til að stunda útivist. Einnig var
tryggt að starfsfólk gæti fengið til sín gesti.
Í september 2005 voru 7% starfsmanna
Impregilo konur, en 15% hjá íslenskum verktök-
um. Stór hluti kvennanna vann í mötuneyti, við
þrif og á skrifstofum. VIJV náði að lokum 25%
hlutfalli kvenna og skipaði sér þannig við hlið
verkfræðistofa í Reykjavík hvað þátttöku þeirra
varðar.
Elskum jafnrétti – óttumst leiðirnar að því
„Við elskum öll jafnréttið og erum á leiðinni
þangað, en við erum bara svo svakalega óttasleg-
in og hrædd við allar leiðirnar sem þarf að fara til
að komast að jafnrétti. Heilt samfélag er skelf-
ingu lostið,“ sagði Margrét Pála Ólafsdóttir í
Ómyrk í máli Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði jafnréttisáætlanir fyrirtækja ekki eiga a
Börn og fjármu
umsjá beggja k
ÞORLÁKUR Karlsson, forseti viðskiptadeildar
HR, flutti erindi um kynbundinn launamun
undir yfirskriftinni „Hvað má gera og hvað má
ekki gera?“ Lýsti hann þar niðurstöðum nýrrar
rannsóknar sem unnin var við deildina með
styrk frá Jafnréttissjóði í umsjón forsætisráðu-
neytis. 429 þátttakendur í rannsókninni, há-
skólanemar og starfsmenn fyrirtækja, voru
beðnir um að setja sig í spor starfsmannastjóra.
Í mismunandi aðstæðum voru þátttakendur
beðnir um að svara fimm lykilspurningum: Hve
há mánaðarlaun þeir myndu bjóða umsækjanda
um starf, hve há mánaðarlaun þeir teldu að um-
sækjandinn myndi þiggja (sætta sig við), hve há
mánaðarlaun þeir ráðlegðu frænku sinni eða
frænda að biðja um, hve há mánaðarlaun þeir
teldu að frænku sinni eða frænda yrði boðið og
hversu há mánaðarlaun þeir ráðlegðu frænku
sinni eða frænda að sætta sig við. Tilviljun réð
þ
u
K
Í
ö
o
s
á
þ
i
h
h
s
a
a
s
Körlum hyglað u
Ræddu jafnrétti Þær Yrsa Sigurðardóttir (fyrir mi
máls á þinginu. Mæting var góð og sköpuðust fjörleg
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/