Morgunblaðið - 25.10.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
The Nordic Investment Bank (NIB) is a multilateral financial institution owned by the Nordic and
Baltic countries. The Bank provides long-term loans on market terms to private and public projects
that strengthen competitiveness and enhance the environment. NIB is an AAA-rated institution and
acquires the funds for its lending by borrowing on the international capital markets. The Bank has
some 160 employees and total assets amounting to 18 billion euros. NIB’s headquarters are located in
Helsinki, Finland and the main working language of the Bank is English. NIB offers job opportunities
in an international banking environment and a competitive remuneration package.
NIB has one vacant position within the Credit & Analysis department:
SENIOR CORPORATE ANALYST /
SENIOR PROJECT ANALYST
The Credit & Analysis department is seeking one new Senior Corporate Analyst / Senior Project
Analyst to strengthen the knowledge and expertise within the area of credit analysis and risk
assessment. The main focus will be on complex lending transactions and corporations within and
outside the Member countries.
For more information about the Nordic Investment Bank and the position, please visit NIB’s home
page, www.nib.int (About NIB/ Human Resources/ Job opportunities).
The closing date for receipt of applications is 9 November 2007. The application, together with a CV,
should be sent by e-mail to recruitment@nib.int or:
NORDIC INVESTMENT BANK
Human Resources, P.O. Box 249, FI-00171 HELSINKI
Símsvörun
Starfskraftur óskast til starfa við símsvörun á
Sendibílastöð í Reykjavík. Ráðningartími er
1. nóvember 2007 - 1. október 2008. Upplögð
vinna fyrir þá sem eru í fjarnámi eða öðru slíku.
Vinnutími er um 6 tímar á dag og unnið er ein-
hverja laugardaga. Nánari upplýsingar í síma
553 5129 kl. 10-13 virka daga.
Raðauglýsingar 569 1100
Sofðu unga ástin mín,
– úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
– minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
Meðan hallar degi skjótt,
Að mennirnir elska, missa, gráta og sakna.
(Jóhann Sigurjónsson.)
Elsku Bjarki, með þessu ljóði
langar okkur að kveðja þig. Við
sungum þetta saman á kvöldin áður
en þið fóruð að sofa.
Megi Guð og englarnir vaka yfir
þér.
Ástarkveðja,
mamma, pabbi, Jón Þór,
Atli og Sindri.
Bjarki Ström
✝ Bjarki Strömfæddist í
Reykjavík 13. maí
1979. Hann lést á
heimili sínu mið-
vikudaginn 17.
október síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
eru Kolbrún Jóns-
dóttir, f. 8. júlí
1951 og Gunnar
Arnbjörn Ström, f.
15. september
1945.
Systkini Bjarka
eru Sólveig Lilja, f. 8. júlí 1969,
lést á fyrsta aldursári, Jón Þór
Ström, f. 30. ágúst 1971, Atli
Ström, f. 1. febrúar 1978 og
Sindri Ström, f. 24. nóvember
1993.
Útför Bjarka verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Góður drengur hef-
ur kvatt þennan heim.
Hann Bjarki frændi
minn var mikið hjá
okkur hjónum á Eyr-
arbakka er hann vann
hjá mér við smíðar.
Hann var mjög ljúfur
og góður drengur,
duglegur til vinnu og
skipti aldrei skapi.
Hans viðmót var bros-
milt og hann gekk
rösklega til allra
verka. Mig langar til
að þakka þér, kæri
frændi, fyrir allar ferðirnar austur
og samveruna síðustu árin.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit við erum ei ein
en almættið vakir oss yfir
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár
hún brýtur þá viðkvæmu strengi
er blunda í hjarta og brjósti hvers manns.
Nú birtir og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu
að sorgina við getum virkjað til góðs
í vanmætti sem er oss yfir
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Guð styrki og varðveiti fjölskyldu
þína á þessum erfiða tíma.
Þinn frændi,
Axel.
Bjarki frændi minn er látinn langt
fyrir aldur fram, þetta hafði verið
erfiður tími hjá honum undanfarið
og vorum við öll að vona að bjartari
tími væri framundan. Það er ekki
margt sem hægt er að segja á svona
stundu en við kveðjum hann með
söknuði.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíl í friði, elsku frændi.
Sigríður frænka og fjölskylda.
Það var skrítið símtalið frá Óla
vini okkar miðvikudaginn 17. októ-
ber þar sem hann sagði „hann
Bjarki er dáinn“. Það varð löng þögn
í símann og báðir gerðum við okkur
grein fyrir hvað hafði gerst. Bjarki
hefur verið vinur minn frá því við
kynntumst í 8. bekk í Hlíðaskóla.
Hann var eðlisgreindur í meira lagi
sem sýndi sig best þegar við fengum
einkunnirnar okkar að vori og
hausti. Þegar við gengum niður Suð-
urhlíðarnar til að sýna foreldrum
okkar afraksturinn var hann alltaf
talsvert upplitsdjarfari en ég, enda
var hann ævinlega með þær ein-
kunnir sem eftirsóknarvert var að
sýna foreldrum. Stundum hvarflaði
það að mér að það væri gaman ef
mitt nafn stæði á hans einkunna-
spjaldi.
Unglingsárin okkar strákanna í
Hlíðunum voru skemmtileg og við-
burðarrík. Ferðirnar okkar til Mal-
lorka og Benidorm eru nokkuð sem
við eigum allir eftir að nærast á um
ókomna tíð. Skemmtilegasta sumrið
okkar Bjarka var án nokkurs vafa
sumarið 1999 þegar við fórum sam-
an til Skagen í Danmörku að vinna
og skemmta okkur. Þar eignuðumst
við vini sem við höfum haldið sam-
bandi við síðan þá, þetta var ógleym-
anlegt sumar. Bjarki var umburð-
arlyndur, gjafmildur og góður
drengur og einn af mínum bestu vin-
um. Eins og gengur og gerist, þá
virðir maður ákvarðanir vina sinna,
þrátt fyrir að vera ekki alltaf sam-
mála þeim. Ég mun nýta mér loka-
sprettinn í lífi Bjarka vinar míns
sem dýrmæta reynslu. Í gegnum
vináttu upplifir maður svo margt,
bæði sorgir og sigra og nú þegar ég
kveð hann með söknuði og trega
þakka ég honum fyrir vináttuna sem
var traust.
Fjölskyldu hans og ættingjum
sendi ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gunnar Örlygur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að
senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningargreinar
MINNINGAR
MENNINGARRÁÐ Vesturlands og
meistaranám í menningarstjórnun
við Háskólann á Bifröst halda sam-
eiginlega ráðstefnu um menningar-
mál á landsbyggðinni og menning-
arsamninga í Háskólanum á Bifröst
laugardaginn 27. október kl. 13-16.
Dagskráin hefst á því að Helga
Halldórsdóttir, formaður menning-
arnefndar Vesturlands, setur ráð-
stefnuna.
Elísabet Haraldsdóttir, menning-
arfulltrúi á Vesturlandi, kynnir
nokkur verkefni sem menningar-
ráð styrkir. Ágúst Einarsson, rekt-
or Háskólans á Bifröst, Signý Orm-
arsdóttir, menningarfulltrúi á
Austurlandi og Njörður Sigurjóns-
son, lektor við félagsvísindadeild
Háskólans á Bifröst, flytja erindi.
Ráðstefnunni lýkur með um-
ræðum sem Njörður Sigurjónsson
stjórnar en þátttakendur eru ráð-
stefnugestir, nemendur í menning-
arstjórnun og einnig nýráðnir
menningarfulltrúar víða um land.
Ráðstefnan er öllum opin. Hægt
er að nálgast frekari upplýsingar á
vefsíðunni www.bifrost.is
Ráðstefna um
menningarmál
FRÉTTIR
HAUKUR Ingi Jónasson, sálgreinir
og lektor í Háskóla Íslands, heldur
fyrirlestur sem nefnist Tengsl undir-
og yfirmanna – Hvað veldur, hver
heldur? í boði Rannsóknastofu í
vinnuvernd föstudaginn 26. október
kl. 12.15–13.15. Fyrirlesturinn verð-
ur í Háskóla Íslands, í stofu 201 í
Lögbergi.
Haukur Ingi fjallar um svokölluð
sálræn forrit sem eru að verki í sam-
skiptum undir- og yfirmanna. Hann
ræðir um hvernig eldri reynsla mót-
ar nýja reynslu og hvernig þetta get-
ur bæði skapað vandamál og leitt til
heilbrigðari samskipta á vinnustað.
Fyrirlesturinn er ókeypis og op-
inn öllu áhugafólki um vinnuvernd.
Tengsl undir-
og yfirmanna