Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 341. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
MÖRG munu mannanna börn vera farin að hlakka til jólanna sem óðum styttist í. Á aðventunni er vinsælt að
föndra, eða baka eins og bræðurnir Sindri og Logi Sigurðarsynir, 3 og 5 ára, kjósa helst. Á verkefnalistanum eru
súkkulaðibitakökur sem verða líklega borðaðar með kakói þegar þar að kemur.
Bræður baka á aðventunni
Líða fer að jólum og hátíð fer í hönd
Ljósmynd/Ásdís
PÆLINGIN
FRÉTTAFLUTNINGUR SAMTÍMANS GERÐI
EKKISRENGJU AÐ SPRENGJU >> 47
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
YFIRSTANDANDI lægðahrina er hvorki
merkilegri né ómerkilegri en aðrar sem á undan
hafa komið í sögulegu samhengi. Að þessu sinni
hafa skapast aðstæður við Atlantshafið sem eru
„hagstæðar“ fyrir lægðamyndun.
Skýringin felst í stefnumóti hlýrra og kaldra
vinda í háloftunum. Háþrýstingur yfir Bretlands-
eyjum og Skandinavíu ber hlýtt loft norður á bóg-
inn og í veg fyrir það kemur ískalt meginlandsloft
sem á ættir að rekja til Kanada.
Keðjuverkun fór af stað
Fyrsta lægðin sem myndaðist við þessar að-
stæður beindi köldu loftinu út á Atlantshafið og í
kjölfarið fór af stað keðjuverkun. Lægðir myndast
hver af annarri þar til hæðin, sem öllu þessu stýr-
ir, brotnar niður eða færist til. Við þessar að-
stæður er algengt að 3-4 lægðir myndist koll af
kolli. Og líklegt er að svo verði að þessu sinni.
Djúp lægð, sú þriðja í röðinni, var væntanleg upp
að landinu í nótt og er búist við stormi í kjölfarið.
Björgunarsveitir vara fólk við veðrinu og brýna
fyrir fólki að festa hluti tryggilega. Teikn eru á
lofti um fjórðu lægðina á sunnudag.
Tíðarfarið hefur ekki verið til þess fallið að létta
brúnina á landsmönnum, í myrkasta skammdeg-
inu. Ísskápar og ruslatunnur á flugi, koparþak
rifnar af húsi í heilu lagi og „einhvern veginn
kemst maður ekki í jólaskap þegar jólaserían
lemst utan í húsið og þú sérð grenilengjuna, sem
tók þig fjóra tíma í brunagaddi að koma haganlega
fyrir utan á húsinu, fjúka framhjá glugganum,“
líkt og bloggarinn Drilla (ambindrilla.blog.is) lýsir
veðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. „Óveður“
stóð á vef Vegagerðarinnar um færð á leiðinni
milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Sú lýsing átti
víðar við. „Viðvörun: Búist er við stormi víða um
land á morgun,“ sagði á vef Veðurstofunnar í gær.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, þver-
tekur fyrir að djúpar lægðir undanfarna daga séu
merki um loftslagsbreytingar. „Það má alls ekki
tengja óveðurshrinur við loftslagsbreytingar.
Svona illviðrabálkar hafa auðvitað oft komið áður
á Íslandi.“ Nokkuð er síðan svipuð lægðaspyrpa
að vetri reið yfir hér á landi. „En það er bara til-
viljun,“ segir Einar.
Stefnumót í háloftunum
stýrir lægðum til Íslands
Það á
að gefa
börnum
brauð
Þema jóla-
frímerkjanna í ár
er laufabrauð
www.postur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
7
-
1
5
3
5
Leikhúsin í landinu
Ertu kominn með
miða í leikhúsið?
>> 49
BJÖRN Einarsson í Björgunarsveitinni Brák í
Borgarnesi er búinn að vera við björgunarstörf
ásamt félögum sínum tvær nætur í þessari viku
vegna óveðra. Hann bjóst við nýjum hvelli í dag
og byrgði í gær glugga á heimili sínu.
Hann sagði suma verktaka og bygging-
armenn ganga mjög illa frá byggingarefni. Svo
fyki það og ylli mikilli hættu. Auk timburs og
einangrunar hafði Björn séð fljúgandi hurðir,
kamar og vörugám í loftköstum. Nálægt heimili
hans eru nýbyggingar og sagði Björn að lóðin
hans væri orðin eins og rekafjara. Í fyrra
skemmdist vinnubíllinn hans mikið vegna foks.
Óveður í aðsigi
VERÐ á hveiti
hefur hækkað
um að minnsta
kosti 60% á
heimsmarkaði
frá því í maí og
er það nú farið
að skila sér í
hærra verði á
kornvörum hér á
landi. Það sama á við um verð á
ákveðnum kjötvörum og skýrist
það af verðhækkunum á fóðri þar
sem uppistaðan er korn.
Undirvísitala brauðs hefur hækk-
að um 8,5 stig frá því í apríl á þessu
ári þegar hún var lægst og á sama
tímabili hefur vísitala sætabrauðs
og kaka hækkað um 13,3 stig. Svip-
uð hækkun hefur orðið á undir-
vísitölu svínakjöts og fuglakjöts, en
á árinu hefur verð á kjúklingafóðri
hækkað um að minnsta kosti 30 af
hundraði.
Þessar verðhækkanir stafa fyrst
og fremst af miklum hækkunum á
hrávöruverði á heimsmarkaði en
ekki aukinni álagningu framleið-
enda, samkvæmt upplýsingum
Bjarna Más Gylfasonar, hagfræð-
ings hjá Samtökum iðnaðarins.
Matvara almennt hækkaði um
1,5% á milli nóvember og desember,
brauð, kornvörur og ávextir um
2,4% en kjöt um 3%. | 6
Brauðverð
hækkar
BECTHEL hefur lokið byggingu ál-
versins á Reyðarfirði og afhenti það
í gær Alcoa Fjarðaáli með formleg-
um hætti. Um leið snýr fjöldi er-
lendra starfsmanna aftur til síns
heima en þegar flest var störfuðu
rúmlega 2.000 manns við fram-
kvæmdirnar. Flestir voru frá Pól-
landi en starfsmenn voru alls frá 23
löndum.
Starfsfólk Vinnumálastofnunar er
nú önnum kafið við útgáfu samevr-
ópskra vottorða (E-301) um réttindi
sem erlent verkafólk hefur áunnið
sér hér. Umsækjendur eru erlendir
starfsmenn sem eru að ljúka hér
störfum og snúa aftur heim. Rétt-
indin geta t.d. nýst sem viðbótar-
réttindi við atvinnuleysi í heimaland-
inu.
Beiðnir um vottorð berast nú í
bunkum til Vinnumálastofnunar og í
fyrradag barst t.d. kassi með um-
sóknum frá starfsfólki Becthel á
Reyðarfirði. Fyrstu 11 mánuði árs-
ins voru gefin út 900 vottorð en 1.100
til 1.200 umsóknir eru óafgreiddar.
Að sögn Alcoa Fjarðaáls er álver-
ið stærsta einkaframkvæmd sem
ráðist hefur verið í hér á landi. Eng-
in alvarleg slys urðu við byggingu
álversins og er það þakkað ströng-
um öryggisreglum | 22 og miðopna
Álverið
afhent
Verkamenn vilja vottorð
Lægðir myndast hver af annarri þar til hæðin, sem þessu stýrir, brotnar niður eða færist til