Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 341. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is MÖRG munu mannanna börn vera farin að hlakka til jólanna sem óðum styttist í. Á aðventunni er vinsælt að föndra, eða baka eins og bræðurnir Sindri og Logi Sigurðarsynir, 3 og 5 ára, kjósa helst. Á verkefnalistanum eru súkkulaðibitakökur sem verða líklega borðaðar með kakói þegar þar að kemur. Bræður baka á aðventunni Líða fer að jólum og hátíð fer í hönd Ljósmynd/Ásdís PÆLINGIN FRÉTTAFLUTNINGUR SAMTÍMANS GERÐI EKKISRENGJU AÐ SPRENGJU >> 47 FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is YFIRSTANDANDI lægðahrina er hvorki merkilegri né ómerkilegri en aðrar sem á undan hafa komið í sögulegu samhengi. Að þessu sinni hafa skapast aðstæður við Atlantshafið sem eru „hagstæðar“ fyrir lægðamyndun. Skýringin felst í stefnumóti hlýrra og kaldra vinda í háloftunum. Háþrýstingur yfir Bretlands- eyjum og Skandinavíu ber hlýtt loft norður á bóg- inn og í veg fyrir það kemur ískalt meginlandsloft sem á ættir að rekja til Kanada. Keðjuverkun fór af stað Fyrsta lægðin sem myndaðist við þessar að- stæður beindi köldu loftinu út á Atlantshafið og í kjölfarið fór af stað keðjuverkun. Lægðir myndast hver af annarri þar til hæðin, sem öllu þessu stýr- ir, brotnar niður eða færist til. Við þessar að- stæður er algengt að 3-4 lægðir myndist koll af kolli. Og líklegt er að svo verði að þessu sinni. Djúp lægð, sú þriðja í röðinni, var væntanleg upp að landinu í nótt og er búist við stormi í kjölfarið. Björgunarsveitir vara fólk við veðrinu og brýna fyrir fólki að festa hluti tryggilega. Teikn eru á lofti um fjórðu lægðina á sunnudag. Tíðarfarið hefur ekki verið til þess fallið að létta brúnina á landsmönnum, í myrkasta skammdeg- inu. Ísskápar og ruslatunnur á flugi, koparþak rifnar af húsi í heilu lagi og „einhvern veginn kemst maður ekki í jólaskap þegar jólaserían lemst utan í húsið og þú sérð grenilengjuna, sem tók þig fjóra tíma í brunagaddi að koma haganlega fyrir utan á húsinu, fjúka framhjá glugganum,“ líkt og bloggarinn Drilla (ambindrilla.blog.is) lýsir veðrinu sem gekk yfir landið í fyrrinótt. „Óveður“ stóð á vef Vegagerðarinnar um færð á leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Sú lýsing átti víðar við. „Viðvörun: Búist er við stormi víða um land á morgun,“ sagði á vef Veðurstofunnar í gær. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, þver- tekur fyrir að djúpar lægðir undanfarna daga séu merki um loftslagsbreytingar. „Það má alls ekki tengja óveðurshrinur við loftslagsbreytingar. Svona illviðrabálkar hafa auðvitað oft komið áður á Íslandi.“ Nokkuð er síðan svipuð lægðaspyrpa að vetri reið yfir hér á landi. „En það er bara til- viljun,“ segir Einar. Stefnumót í háloftunum stýrir lægðum til Íslands Það á að gefa börnum brauð Þema jóla- frímerkjanna í ár er laufabrauð www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5 Leikhúsin í landinu Ertu kominn með miða í leikhúsið? >> 49 BJÖRN Einarsson í Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi er búinn að vera við björgunarstörf ásamt félögum sínum tvær nætur í þessari viku vegna óveðra. Hann bjóst við nýjum hvelli í dag og byrgði í gær glugga á heimili sínu. Hann sagði suma verktaka og bygging- armenn ganga mjög illa frá byggingarefni. Svo fyki það og ylli mikilli hættu. Auk timburs og einangrunar hafði Björn séð fljúgandi hurðir, kamar og vörugám í loftköstum. Nálægt heimili hans eru nýbyggingar og sagði Björn að lóðin hans væri orðin eins og rekafjara. Í fyrra skemmdist vinnubíllinn hans mikið vegna foks. Óveður í aðsigi VERÐ á hveiti hefur hækkað um að minnsta kosti 60% á heimsmarkaði frá því í maí og er það nú farið að skila sér í hærra verði á kornvörum hér á landi. Það sama á við um verð á ákveðnum kjötvörum og skýrist það af verðhækkunum á fóðri þar sem uppistaðan er korn. Undirvísitala brauðs hefur hækk- að um 8,5 stig frá því í apríl á þessu ári þegar hún var lægst og á sama tímabili hefur vísitala sætabrauðs og kaka hækkað um 13,3 stig. Svip- uð hækkun hefur orðið á undir- vísitölu svínakjöts og fuglakjöts, en á árinu hefur verð á kjúklingafóðri hækkað um að minnsta kosti 30 af hundraði. Þessar verðhækkanir stafa fyrst og fremst af miklum hækkunum á hrávöruverði á heimsmarkaði en ekki aukinni álagningu framleið- enda, samkvæmt upplýsingum Bjarna Más Gylfasonar, hagfræð- ings hjá Samtökum iðnaðarins. Matvara almennt hækkaði um 1,5% á milli nóvember og desember, brauð, kornvörur og ávextir um 2,4% en kjöt um 3%. | 6 Brauðverð hækkar BECTHEL hefur lokið byggingu ál- versins á Reyðarfirði og afhenti það í gær Alcoa Fjarðaáli með formleg- um hætti. Um leið snýr fjöldi er- lendra starfsmanna aftur til síns heima en þegar flest var störfuðu rúmlega 2.000 manns við fram- kvæmdirnar. Flestir voru frá Pól- landi en starfsmenn voru alls frá 23 löndum. Starfsfólk Vinnumálastofnunar er nú önnum kafið við útgáfu samevr- ópskra vottorða (E-301) um réttindi sem erlent verkafólk hefur áunnið sér hér. Umsækjendur eru erlendir starfsmenn sem eru að ljúka hér störfum og snúa aftur heim. Rétt- indin geta t.d. nýst sem viðbótar- réttindi við atvinnuleysi í heimaland- inu. Beiðnir um vottorð berast nú í bunkum til Vinnumálastofnunar og í fyrradag barst t.d. kassi með um- sóknum frá starfsfólki Becthel á Reyðarfirði. Fyrstu 11 mánuði árs- ins voru gefin út 900 vottorð en 1.100 til 1.200 umsóknir eru óafgreiddar. Að sögn Alcoa Fjarðaáls er álver- ið stærsta einkaframkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi. Eng- in alvarleg slys urðu við byggingu álversins og er það þakkað ströng- um öryggisreglum | 22 og miðopna Álverið afhent Verkamenn vilja vottorð  Lægðir myndast hver af annarri þar til hæðin, sem þessu stýrir, brotnar niður eða færist til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.