Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 33
til mín og hitti þá Guðbjörgu
sagði eitt sinn með eftirsjá í
rómnum: ,,Ef hún væri yngri
mundi ég reyna að fá hana til
fylgilags.“
Fleiri ljósmæður urðu samleigj-
endur Guðbjargar og saman deil-
um við ánægjulegum minningum
um skemmtileg tilsvör, hnyttnar
athugasemdir, drífandi vinnu-
brögð og sérstaka takta.
Samband mitt við Guðbjörgu
var lítið um árabil en hófst aftur á
síðasta áratug þegar hún var flutt
á Hrafnistu og ég kom þangað í
heimsókn til móðursystur minnar.
Þá var Guðbjörg vinkona mín far-
in að fjarlægjast samtímann. En
fasið var hið sama, hláturinn eins
þegar henni fannst eitthvað snið-
ugt.
Það varð móðursystur minni til
happs að fá Guðbjörgu sem her-
bergisfélaga síðasta tímabil ævi
sinnar. Það fór afskaplega vel á
með þeim. Þær voru báðar farnar
að fjarlægjast tilveruna, en Guð-
björg var enn þessi umgengnis-
væna kona sem ég þekkti. Ekki
spillti fyrir að þær sögðust vera
frænkur sem mun hafa verið rétt,
báðar Breiðfirðingar og slíkt fólk
gildir einu hvort skyldleikinn er í
öðrum eða sjötta ættlið.
Við jarðarför frænku minnar
fyrir fáeinum árum, hlýnaði mér
um hjartarætur að sjá Guðbjörgu
mætta þar til að fylgja herberg-
isfélaga. Margrét, systurdóttir
hennar, sá til þess. Þær komu líka
í erfidrykkjuna. Það var yndislegt
að hitta Guðbjörgu þarna, uppá-
klædda með sitt gamalkunna fas.
Hún reri örlítið fram í gráðið og
svaraði eins og bezt passaði
hverju sinni.
Nú – ættingjum hennar bið ég
allrar blessunar.
María Björnsdóttir.
Hún birtist í barnaherberginu,
há og grönn ung kona, sagðist
heita Guðbjörg og ætla að vera
hjá okkur. Það var haustið 1943,
fyrsta morguninn, sem við þrjú
eldri systkinin vöknuðum í nýja
húsinu á Flókagötu 11. Frá þeim
degi var Guðbjörg vinur okkar,
enda var hún einstaklega barn-
góð, og börn hændust fljótt að
henni. Hún var hlý, glaðleg í við-
móti og svo dagfarsprúð, að ég
minnist þess ekki að ég heyrði
hana nokkurn tíma hækka róm-
inn, þó að eflaust hafi stundum
verið ástæða til.
Guðbjörg var móður okkar mik-
ilsverð heimilishjálp, kunni vel til
verka, bæði vandvirk og rösk og
svo var þetta alúðlega viðmót.
Þær móðir okkar urðu fljótt
perluvinkonur.
Guðbjörg var tvö ár á Flókagöt-
unni, en hún var ekki skilin við
okkur, þó að hún færi að hjálpa
ömmu okkar eða gæta annarra
barna, bæði á Barnaheimilinu
Suðurborg og um tíma í Noregi.
Guðbjörg var ljósmæðranemi á
Landspítalanum þegar fjórða
systkinið fæddist, lítil stúlka, sem
þurfti að vera fimm vikur á fæð-
ingardeildinni. Hún átti eftir að
feta í fótspor Guðbjargar, verða
ljósmóðir á Landspítalanum.
Um miðjan sjötta áratuginn
losnaði íbúð í húsinu okkar og
Guðbjörg kom þangað aftur. Þeg-
ar ný kynslóð vildi koma í heim-
inn, fylgdi Guðbjörg okkur systr-
um á fæðingardeildina, þó að hún
væri kannski nýkomin af vakt, sat
yfir okkur, varð ljósmóðir
barnanna og vinur þeirra eins og
okkar.
Guðbjörg var ein okkar á hátíð-
um og fjölmörgum gleðistundum í
stórfjölskyldunni og hjálparhella,
þegar á móti blés. Hún hjálpaði
móður okkar að annast gamla
fóstru sína í veikindum, og síðustu
jól móður okkar heima var Guð-
björg hjá henni. Hún var heim-
ilisvinurinn, sem öllum þótti vænt
um og aldrei brást. Henni fylgja
þakkir okkar systkinanna og okk-
ar fólks.
Systur Guðbjargar og öðrum,
sem sakna hennar, vottum við
innilega hluttekningu.
Ragnheiður Torfadóttir.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 33
✝ Árni HilmarHolm fæddist á
Akureyri 22. nóv-
ember 1930. Hann
andaðist á heimi
sínu á Selfossi
þriðjudaginn 4. des-
ember síðastliðinn.
Árni var sonur
hjónanna Fann-
eyjar Margrétar
Árnadóttur frá Vík-
um á Skaga, f.
20.11. 1899, d. 2.8.
1969 og Boye
Thomsen Holm frá
Kolding í Danmörku, f. 6.9. 1873,
d. 8.10. 1948. Árni átti fimm al-
systkini og fimm hálfsystkini sem
voru af fyrri hjónaböndum Fann-
eyjar og Boye. Hálfbróðir Árna,
Ingvaldur Einarsson Holm, f.
7.10. 1922, maki Helga Sím-
onardóttir, búa á Selfossi, hálf-
systir Alexandrína Einarsdóttir
Holm, f. 10.8. 1926, býr á Flórída.
Alsystkini Stefán Leó Holm, f.
22.11. 1930, maki Guðrún Sig-
urbjörg Stefánsdóttir, búa á
Blönduósi. Ásgerður Lilja Holm,
f. 22.10. 1933, maki Jóhannes
Helgi Gíslason, búa á Akureyri.
Karl Thomsen Holm, f. 16.9.
1935, maki Kristín Skagfjörð
Guðjónsdóttir, búa á Sauð-
Hafsteinsdóttur, f. 1962, hún býr
í Ölfusi og á eina dóttur. Barna-
börnin eru orðin sjö og langafa-
og langömmubörnin þrjú.
Skólaganga Árna var aðeins
barnaskólanám eins og algengt
var á þeim tíma. Á Hofi dvaldi
Árni til 15 ára aldurs, en flutti þá
til Skagastrandar og vann þau
störf sem til féllu og stundaði
einnig sjómennsku þegar það
gafst. Síðar fór hann til Sand-
gerðis og vann þar við ýmis sjó-
vinnustörf. Á þeim tíma aflaði
hann sér réttinda til að verða
matsmaður á saltfisk og síld. Um
1949-1950, þegar bandaríski her-
inn hafði sest að á Miðnesheiði,
hóf Árni störf hjá Íslenskum að-
alverktökum. Þar stjórnaði hann
vinnuflokki sem vann við járna-
bindingar. Árni stofnaði salt-
fiskverkun í Rifi á Snæfellsnesi
og um tíma gerði hann út bát.
Frá 1962 bjuggu þau á ýmsum
stöðum á Reykjavíkursvæðinu til
ársins 1973, en fluttu þá að Bár í
Hraungerðishreppi og áttu þar
heimili í 20 ár. Árni var bílstjóri á
gripaflutningabíl hjá SS á Sel-
fossi allan þann tíma, en áður
keyrði hann í nokkur ár á Sendi-
bílastöðinni Þresti í Reykjavík.
Árið 1993 fluttu þau í Seftjörn 20
á Selfossi, sem Árni innréttaði
sjálfur, og bjuggu þar síðan.
Útför Árna verður gerð frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
árkróki. Kristinn
Thomsen Holm, f.
14.5. 1937, býr í
Vestmannaeyjum.
Þrjú hálfsyskini átti
Árni, sem voru af
fyrra hjónabandi
Boye í Danmörku
og eru þau öll látin.
Árni ólst upp hjá
foreldrum sínum á
Akureyri til 11 ára
aldurs, en þá varð
að leysa heimilið
upp vegna veikinda
föðurins. Eftir það
dvaldi Árni í Víkum hjá móður-
afa sínum og móðurömmu, þar til
hann fluttist 12 ára gamall til
móðurbróður síns Hilmars Árna-
sonar og Aðalheiðar konu hans,
sem þá bjuggu á Hofi, sem er
kirkjustaður skammt frá Skaga-
strönd.
Árið 1959 hóf Árni sambúð á
Rifi á Snæfellsnesi með Ingi-
björgu Sigtryggsdóttur frá
Kambhóli í Víðidal í V-Hún., f.
24.5. 1936. Þau gengu í hjóna-
band í Reykjavík 4. júlí 1964. Þau
eiga ekki börn saman en Ingi-
björg á dóttur, Anitu Holm, f.
1955, sem Árni gekk í föðurstað
frá fjögurra ára aldri, hún býr í
Svíþjóð. Þau ólu upp Vilborgu
Árni hafði góða söngrödd og oft
kom það fyrir við messu á Hofi að
Árni og meðhjálparinn komu í stað
kirkjukórs. Hann hafði alla tíð yndi
af tónlist. Skólaganga var eins og al-
gengt var á þeim tíma, aðeins barna-
skólanám, um annað var ekki að
ræða fyrir fátækan ungling.
Við stofnuðum fyrsta heimilið
okkar á Rifi á Snæfellsnesi, en þar
hugðist Árni, í félagi við æskuvin
sinn, setja á stofn síldarsöltun. En
sú dyntótta skepna síldin var þá að
yfirgefa Íslandsmið, svo að þessi
áform runnu út í sandinn. Árni gafst
þó ekki upp og setti á stofn salt-
fiskverkun í Rifi og um tíma gerði
hann út bát.
Árni hafði alla tíð yndi af sjó-
mennsku og gerði það sér til gamans
á vorin að róa til fiskjar á litlum
trillubát sem hann nefndi Ólöfu ríku
eftir þeirri þekktu landnámskonu,
og var aflinn oft ágætur. Ég tók síð-
an við fiskinum þegar í land var
komið og hengdi hann upp í hjalla til
þurrkunar. Við undum okkur vel í
Rifi, en aðstæður höguðu því þannig
að árið 1962 fluttum við aftur suður.
Við bjuggum á ýmsum stöðum á
Reykavíkursvæðinu til ársins 1973,
en þá fluttum við að Bár í Hraun-
gerðishreppi og áttum þar heimili í
20 ár. Við höfðum bara hestana okk-
ar sem við höfðum bæði yndi af. Árni
var laginn tamningamaður og hafði
gaman af að temja tryppin okkar
sem létu vel að stjórn hans. Einnig
ferðuðumst við um Ísland eins og
getan og tíminn leyfði.
Við stunduðum ekki búskap, en
unnum bæði á Selfossi. Árni innrétt-
aði húsið okkar sjálfur, enda lék allt í
höndum hans, hann var einn af þeim
sem geta gert allt, hann gat verið
smiður, rafvirki, pípulagningarmað-
ur, múrari, hvað sem var. Á þeim
tíma vann hann á trésmíðaverkstæði
á Selfossi, en um 65 ára aldur missti
hann starfsgetu sína, það var honum
erfiður tími.
Okkur varð ekki barna auðið, en
Árni gekk dóttur minni Anitu Holm í
föðurstað frá því að hún var fjögurra
ára. Anita er fædd árið 1955. Síðar,
árið 1964 tókum við að okkur aðra
litla stúlku, Vilborgu Hafsteinsdótt-
ur, hún er fædd 1962.
Árni reyndist stelpunum okkar
besti faðir sem hægt er að hugsa sér.
Síðan komu barnabörnin sem nú eru
orðin 7 og síðar komu 3 langafabörn.
Ótaldar eru stundirnar sem Árni
gladdi og huggaði mig og börnin
okkar með söng og gítarleik, þær
stundir tilheyra okkar helgustu
minningum.
Dæturnar báðar, börn þeirra og
barnabörn færa honum innilegar
þakkir, einnig systkini, makar þeirra
og aðrir ástvinir biðja fyrir innilegar
kveðjur og þakkir.
Hjartans vinur minn, ég þakka
þér fyrir öll yndislegu árin sem við
áttum saman. Guð blessi þig og
varðveiti þig og gefi þér sinn bless-
aða frið. Við hittumst aftur í ríki
ljóssins þegar kallið kemur til mín.
Blessuð sé minning þín.
Þín elskandi eiginkona
Ingibjörg Sigtryggsdóttir.
Árni og Ingibjörg hófu sambúð
1959 á Rifi á Snæfellsnesi, unnu
þar við fiskróðra og fiskverkun og
1962 fluttu þau til Reykjavíkur.
Þau giftu sig 4.7. 1964 og bjuggu á
nokkrum stöðum í Reykjavík og
um tíma í Keflavík og Gunnars-
hólma. Voru þau þar með hross og
höfðu mikið yndi af hestum og úti-
vist.
1973 flytja þau að Bár í Hraun-
gerðishreppi og voru þar til ársins
1993 er þau fluttu að Seftjörn 20 á
Selfossi þar sem þau byggðu hús og
fallegt heimili enda bæði laghent og
undu sér vel við að hlúa að húsi sínu
og umhverfi.
Árni ólst upp á Akureyri til ellefu
ára aldurs en þá veiktist faðir okk-
ar og heimilið leysist upp að nokkru
leyti. Árni var sendur að Víkum á
Skaga til Hilmars Árnasonar og
Aðalheiðar Magnúsóttur, ári
seinna fluttust þau að Hofi í Skaga-
hreppi.
Árni gekk í barnaskóla og kom-
um við þar saman til spurninga hjá
séra Pétri Ingjaldssyni vorið sem
við vorum fermdir. Við höfum verið
mjög líkir og glettnir, því ef prestur
fór frá höfðum við sætaskipti, ann-
ar var spurður tvisvar og hinn ekki
neitt. Það var mjög gott fyrir okkur
að vera orðnir nágrannar. Var ég á
Skeggjastöðum hjá Hjalta bróður
Hilmars, voru þeir móðurbræður
okkar.
Á 16 ári fór Árni frá Hofi til
Skagastrandar og vann þar ýmis
störf sem tilheyrðu sjó og vann við
uppbyggingu á síldarverksmiðj-
unni. Árni vann sem járnabindinga-
maður á Keflavíkurflugvelli eftir að
hann flutti suður. Öll árin sem hann
bjó að Bár keyrði hann gripaflutn-
ingabíl hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Þegar hann hætti að keyra var
hann við smíðavinnu hjá Árna
Leóssyni og fleirum.
Árni var vinamargur, fór ég eitt
sinn með þeim hjónum upp í hrepp
á dansleik, var margt um manninn,
margir heilsuðu mér sem Árna og
buðu mér í nefið sem ég þáði ekki,
en þeir móðguðust. Hvaða glettni
er nú í þér, sögðu þeir.
Inga mágkona mín, þið báruð
alltaf vorið með ykkur þegar þið
komuð. Var þá reynt að fara í veiði
eða hestaferð. Ég votta þér, börn-
um og barnabörnum samúð. Guð
gefi ykkur góða framtíð og lifið
heil.
Ég kveð þig, Árni, við sjáumst
seinna ef guð lofar.
Með þökk fyrir allt sem við átt-
um saman.
Stefán Leó Holm.
Árni Hilmar Holm
Þegar ég frétti
andlát Þórarins eða
Tóta eins og ég
þekkti hann best
flaug strax í gegnum
huga mér hversu ósanngjarnt og
óskiljanlegt það er að hann sé svo
skyndilega kallaður á brott úr
þessu mannlífi. Síðar minntist ég
allra þeirra ánægjustunda sem við
áttum saman fyrr á árum.
Það var í sumarbyrjun árið 1970
sem við fórum saman til New York
til að vinna sem hleðslumenn hjá
Loftleiðum á Kennedyflugvelli, þá
17 og 18 ára gamlir. Jón Júlíusson,
þáverandi starfsmannastjóri, hafði
útvegað okkur menntaskólastrák-
unum þessa sumarvinnu. Eflaust
sá hann aumur á okkur og vildi
gefa okkur tækifæri til tilbreyt-
ingar en við höfðum þá báðir misst
feður okkar, eins og hann fellur nú
frá skyndilega og í blóma lífins.
Þetta sumar var eitt stórt æv-
intýri fyrir okkur. Við flugum til
NY án húsnæðis, kunningja eða
Þórarinn Kjartansson
✝ Þórarinn Kjart-ansson fæddist í
Reykjavík 28. júlí
1952. Hann varð
bráðkvaddur 17.
nóvember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Hall-
grímskirkju 26. nóv-
ember.
vina, en með vinnu.
Þá strax kynntist ég
góðum eiginleikum
Tóta svo sem stað-
festu, yfirvegun og
drengskap. Í byrjum
fengum við inni hjá
jafnaldra okkar
Finni Friðrikssyni
sem þá leigði kjall-
ara hjá þeim hjónum
Systu og Fleming
Thorberg. Við
keyptum bíl á 50
dollara og lifðum á
kleinuhringjum
fyrstu tvær vikurnar. Síðar flutt-
um við til „Böddu frænku“ eða
Margrétar Þorgeirsdóttur og
mannsins hennar Pete og fimm
barna og áttum þar góðar stundir.
Margt var gert og brallað sam-
an. Við fengum heimsóknir ætt-
ingja að heiman og urðum auðvit-
að að sýna þeim stórborgina. Við
fórum til dæmis margar ferðir í
Radio City, frelsisstyttuna, Sam-
einuðu þjóðirnar o.fl. Margar
voru ferðirnar niður á Manhattan
og minnisstætt var að hitta leð-
urjakkaklædda flugáhöfn Cargo-
lux, þar sem Ársæll bróðir Tóta
var að fljúga með Steina Jóns
(Þorsteini Jónssyni sem er fyrir
löngu orðinn þjóðþekktur hluti af
íslenskri flugsögu). Einna minn-
isstæðust er þó ánægjuleg heim-
sókn okkar til Helga Tómassonar
ballettdansara. Þar áskotnaðist
okkur árituð mynd af honum. Á
heimleið tilkynnti Tóti mér ákveð-
inn að hann ætlaði sér þessa
mynd. Honum varð ekki hnikað og
bauð mér númeraplötuna af bíln-
um í staðinn. Þegar hann trúði
mér svo fyrir því að hann væri
skotinn í stúlku sem hét Guðbjörg
og æfði ballett fann ég að hann sá
þarna tækifæri til að „koma sterk-
ur inn“, og var þetta ekki rætt
meir.
Sumarið 1970 hafði örugglega
mikil áhrif á okkur báða og fram-
tíð okkar. Löngu seinna, þegar
Tóti hafði sannað sig sem yfirmað-
ur og stjórnandi í heimi flugflutn-
inga, var hann eitt sinn að sýna
mér fyrirtæki sitt Bláfugl. Þar fór
stoltur stofnandi og bersýnilega
vel liðinn forstjóri. Eins og hann
sagði sjálfur, engin „aukafita“ en
jafnframt vantaði ekkert. Tæki og
tól jafnvel keypt notuð, gerð upp
og virkuðu sem ný. Sem dæmi um
samheldni hópsins fór Tóti sjálfur
ásamt helmingi starfsmanna sinna
á flugumsjónarnámskeið, til að
fleiri gætu gengið í störfin ef á
þyrfti að halda. Mikil var breyt-
ingin frá því hann þurfti að ganga
manna millum í leit að fyrstu flug-
vélinni, þar til aðilar í flugheim-
inum óskuðu viðtala til að bjóða
honum flugvélar.
Um leið og ég þakka kynn-
inguna og samfylgdina vona ég að
minningar um góðan og heilsteypt-
an dreng og fjölskylduföður styrki
Guðbjörgu, Kjartan, Skúla, Ásdísi,
systkini hans og alla sem hafa
staðið honum nær og nú syrgja
Þórarin Kjartansson.
Blessuð sé minning hans.
Tryggvi Baldursson.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is