Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ari SteinbergÁrnason bif-
reiðastjóri fæddist á
Akureyri 29. mars
1922. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
5. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Árni Þor-
leifsson frá Grýtu í
Öngulsstaðahreppi í
Eyjafirði, f. 20. febr-
úar 1893, d. 29. des-
ember 1979, og
Guðrún Jónsdóttir
frá Snæbjarnarstöðum í Hálsa-
hreppi í S-Þingeyjarsýslu, f. 12.
maí 1895, d. 24. júlí 1985. Systkini
Ara eru; Bergþóra Áslaug, f. 1916,
d. 1995, Laufey Bergrós, f. 1924,
Júlíus Fossberg, f. 1930 d. 1947,
Jón Valberg, f. 1934 og Klara
Heiðberg, f. 1939.
Hinn 28. júní 1947 kvæntist Ari
Guðrúnu Ingibjörgu Jónsdóttur
frá Teigi í Óslandshlíð í Skaga-
firði, f. 29. mars 1921, d. 1. apríl
Fossberg, f. 1975 og Arna Hrönn,
f. 1983. 3) Ingunn Kristín, f. 18.
apríl 1952, gift Hinriki Benedikti
Karlssyni, f. 1951. Börn þeirra eru
Gunnlaug, f. 1976 og Karl Ólafur,
f. 1985. Sonur Ingunnar og Óskars
Jens Stefánssonar er Ari Gunnar,
f. 1972. 4) Jón Björn, f. 1956,
kvæntur, Helgu Þórunni Guðjóns-
dóttur, f. 1958. Börn þeirra eru
Guðný Björk, f. 1974, Kristín
Dögg, f. 1981, og Andri Már, f.
1992. 5) Árni, f. 1958, kvæntur
Sveinbjörgu Pálsdóttur, f. 1963.
Synir þeirra eru Páll Viðar, f.
1991, og Ari Steinn, f. 1993. Fyrri
kona Árna er Kristrún Inga Geirs-
dóttir og áttu þau saman 3 börn;
dreng, f. d. 1975, Herborgu Rósu,
f. 1976, og Guðrúnu Petru, f. 1980.
6) Rúnar Sigurður, f. 1959, kvænt-
ur Dýrleifu Skjóldal, f. 1963, synir
þeirra eru Sævar Ingi, f. 1987,
Steinar Logi, f. 1989, og Sindri
Snær, f. 1991. Langafabörn Ara
eru 21.
Ari Steinberg vann alla sína
starfsævi sem bifreiðastjóri hjá
bifreiðadeild KEA.
Ari Steinberg verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
1983, og bjuggu þau
alla tíð í Innbænum á
Akureyri. Foreldrar
hennar voru Jón
Guðmundsson frá
Víðinesi í Hjaltadal
og Elísabet Jóhanns-
dóttir frá Brekkukoti
í Óslandshlíð. Sam-
býliskona Ara á ár-
unum 1995-2005 var
Guðný Skjóldal
Kristjánsdóttir frá
Ytra-Gili í Eyjafirði,
f. 3. janúar 1922, d. 6.
júní 2005. Börn Ara
og Guðrúnar eru sex og búa öll á
Akureyri, þau eru: 1) Guðrún
Elísabet, f. 28. júlí 1947, giftist
Sigurði Sigmannssyni, þau eiga 2
dætur; Önnu Sigrúnu, f. 1966 og
Lilju, f. 1967. Þau slitu samvistum.
Dóttir Guðrúnar og Sigurðar
Geirs Einarssonar er Inga Huld, f.
1974. 2) Júlíus Fossberg, f. 26.
nóvember 1948, kvæntur Fríði
Leósdóttur, f. 1955. Börn þeirra
eru Ingibjörg Gyða, f. 1971, Leó
Það er nöturlegt að vera einn í
Reykjavík þegar manni berast
fréttir af andláti Ara afa.
Elskulegur tengdafaðir er fallinn
frá. Ari afi, sem vel að merkja er afi
sona minna, hafði til að bera ein-
staka hlýju og góðvild. Kærleikur-
inn sem hann umvafði fjölskyldu
sína með var til eftirbreytni. Börn,
bæði stór og smá, hændust að þess-
um hægláta blíða manni á auga-
bragði. Elska hans var mild og ró-
leg. Öllum vildi hann vel, öllum
sýndi hann virðingu. Þessi djúpa
ást hans átti vel við hana Guðnýju
frænku mína sem varð sambýlis-
kona hans síðustu ár hennar. Guðný
var systir föður míns og með sam-
veru og sambúð hennar og tengda-
pabba endurnýjuðust kynni mín við
hana. Hún varð Guðný amma, kon-
an hans Ara afa á okkar heimili.
Synir okkar þekktu ekki aðra föð-
urömmu. Ást Guðnýjar og Ara var
yndisleg og þeim báðum til góðs.
Lífið fékk nýja merkingu í augum
þeirra. Gleðin og félagskapurinn
sem þau nutu í samvistum hvors
annars var eftirtektarverð og það
var mikið sem Ari afi missti þegar
Guðný hans féll óvænt frá í byrjun
sumars 2005.
Eftir andlát hennar hrakaði hon-
um mjög til heilsunnar. Það er með
þakklæti í hjarta að við kveðjum
Ara afa. Takk fyrir kærleikann,
umhyggjuna, velvildina og góðsem-
ina í garð okkar allra, elsku Ari afi.
Takk fyrir það lán að hafa fengið að
kynnast svo góðum manni sem þér.
Takk fyrir hvað þú elskaðir og dáð-
ir hana Guðnýju ömmu.
Orðið kærleikur fékk nýja merk-
ingu við það að eiga samleið með
þér.
Dýrleif Skjóldal.
Með söknuði minnist ég elsku-
lega afa míns sem lést aðfaranótt 5.
desember síðastliðins. Afi var ein-
staklega barngóður og hjartahlýr
maður og skipaði stóran sess í mínu
lífi. Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa átt hann að því hann kenndi
mér svo margt sem ég bý að alla
ævi. Á þessum tímamótum lít ég til
baka og í gegnum huga minn líða
minningar um afa líkt og ég sé að
skoða myndabók.
Ég sé sköllóttan mann með silfr-
aðan hárkraga umkringdan barna-
börnum uppi á túni.
Ég sé barngóðan mann tefla við
barnabörnin eftir að hafa kennt
þeim mannganginn.
Ég sé hraustan mann á göngu-
skíðum í Hlíðarfjalli að fylgjast með
barnabörnunum keppa á Andrésar
andar-leikunum.
Ég sé spariklæddan mann óska
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum gleðilegs nýs árs inni í Gili.
Ég sé glaðværan mjólkurbíl-
stjóra keyra frá einum sveitabæ til
annars á flottasta mjólkurbílnum
hjá KEA.
Ég sé skemmtilegan mann um-
kringdan fjölskyldu og góðum vin-
um á hestamannamótum á Mel-
gerðis- og Vindheimamelum.
Ég sé hestamann bjóða upp á
kaffi og með því í flottasta hesthús-
inu í Gilinu.
Ég sé góðan ferðafélaga á sjö-
tugsaldri njóta sinnar fyrstu utan-
landsferðar í Noregi.
Ég sé ættarhöfðingja á fjöl-
skyldumóti, umvafinn góðri fjöl-
skyldu við varðeld þar sem hver
syngur með sínu nefi.
Ég sé glæsilegan mann með
Skotahúfu á leið í matarboð.
Ég sé eldri mann sitja við hann-
yrðir svo að afkomendur fái mjúka
og hlýja pakka um jólin.
Ég sé matargikk á sjúkrahúsi í
Reykjavík sem snertir ekki sjúkra-
húsmatinn en borðar kjúklingabita
og KEA skyr með rjóma af bestu
lyst.
Það má lengi skoða myndabók
minninganna en hér læt ég staðar
numið.
Heilsu afa hrakaði á undanförn-
um árum en hann bar sig ávallt vel.
Afi hélt minni sínu óskertu fram á
síðasta dag, bjó enn heima, eldaði
mat og keyrði sjálfur allt sem hann
þurfti að fara. Fyrir mánuði kom afi
á sjúkrahús í Reykjavík til skoð-
unar. Í þeirri skoðun var orðið ljóst
hvert stefndi, nýrun orðin ónýt,
hjartað lélegt og ekkert meira hægt
að gera. Afi fékk þó að fara aftur
heim til Akureyrar og eyddi síðustu
dögum sínum umvafinn ást og kær-
leika fjölskyldunnar sem býr nær
öll á Akureyri.
Elsku afi, ég get ekki lýst með
orðum hve ég sakna þín mikið en er
á sama tíma svo þakklát fyrir þann
tíma sem ég fékk að eiga með þér.
Sú hlýja, ást og umhyggja sem þú
veittir mér gleymist aldrei. Þín
Inga Huld.
Elsku afi. Nú er komið að kveðju-
stund. Mig langar að skrifa nokkur
orð um þig, elsku afi. Ég var svo
heppinn að vera skírður í höfuðið á
þér og ömmu, og meira að segja
skírður í stofunni hjá ykkur inni í
Gili. Síðan hefur þú setið uppi með
mig. Ég var eiginlega alltaf inni í
Gili. Alltaf varstu tilbúinn að hafa
nafna þinn með. Hvort sem það var
að fara upp í hesthúsið í gilinu, gefa
kindunum og hestunum, reyta arfa
handa hænunum, eða fara upp á tún
eða hvert sem er, alltaf var nafni
með. Voru það ófáar ferðirnar sem
ég fékk að fara með í sveitina og
sækja mjólkina, og var ég þá stað-
ráðinn í því að verða mjólkurbíl-
stjóri eins og þú. Eða þegar farið
var í hestaferðir, alltaf fékk ég að
fara með. Þar koma margar ferðir
upp í hugann. Landsmót á Vind-
heimamelum ’82, þar sem ég fékk
að ríða í Gloppu. Landsmót á Hellu
’86, eða ferðirnar í Sörlastaði, Ein-
arsstaði, fram á Mela eða bara fram
Bakka og inn í Vín. Svo er mér
minnisstæð hestaferðin sem við fór-
um í nafnarnir austur í Vaglaskóg
og einn hesturinn týndi skeifu og
við þurftum að járna hjá Ásu í
Mörk og ég þurfti að halda fæt-
inum, riðum svo inn á Illugastaði,
fengum okkur malt og banana og
riðum heim aftur. Eða þegar við
vorum uppi á túni og bílnum var
lagt við Tjarnarhólinn og þú sagðir:
„Það er kapp út að bíl og sá sem
vinnur fær að keyra heim.“ Þá var
tekið á sprett, ég fékk stundum að
vinna (þú varst ekki alltaf að reyna
á þig). Svo var alltaf ótrúlega gam-
an að hjálpa til við heyskapinn. Þá
kom nánast öll fjölskyldan og þetta
bara klárað af. Fara með heyið nið-
ur í gil eða upp í „sumarbústað“.
Svo þegar ég eignaðist mína fyrstu
skellinöðru fórst þú með mér að
sækja hana. Hún var alltaf geymd
inni í Gili og var ég búinn að eiga
hana í marga mánuði áður en
mamma vissi af henni. Þú hafðir nú
gaman af því hvað við nenntum að
brasa í skellinöðrunni í kjallaranum
hjá þér. Það var svo þegar maður
varð eldri og eitthvað stóð til þá
hringdi ég fyrst í þig til að láta vita.
Hvort sem ég var bara að fara suð-
ur, eða þegar börnin fæddust, það
var fyrst hringt í afa til að láta vita.
Oft hringdir þú til mín og sagðir,
nafni, hvernig heyrirðu í mér? Þá
varstu einhvers staðar í einhverri
ferðinni með eldri borgurum og
vildir bara athuga hvort ég heyrði
ekki bara sæmilega í þér. Og alltaf
hringdir þú í mig á afmælisdaginn,
eða komst í heimsókn. Afmælisdag-
urinn núna síðast var engin und-
antekning, þó að þú værir fyrir
sunnan á sjúkrahúsinu varstu fyrst-
ur til að hringja og óska mér til
hamingju. Elsku afi, takk fyrir allar
stundirnar sem ég átti með þér.
Hvíldu í friði.
Þinn nafni,
Ari Gunnar.
Elsku afi, nú er komið að kveðju-
stund.
Okkur langar að byrja á því að
þakka þér fyrir öll góðu árin sem
við fengum að eiga með þér. Minn-
ingarnar úr gilinu eru margar og
góðar, alltaf var svo gott að koma
til ykkar ömmu og Stínu frænku en
nú eruð þið öll komin á sama góða
staðinn. Afi, þú hafðir alltaf trölla-
trú á öllu sem við gerðum og hvattir
okkur í einu og öllu. Þú lést okkur
alltaf finna að við skiptum þig miklu
máli, enda myndum við segja að þú
hafir verið besti afi sem hugsast
gat. Návist þín ein varð til þess að
okkur leið vel hjá þér.
Það var yndislegt að sjá hvað þér
leið vel og hvað allt blómstraði í lífi
þínu eftir að þú kynntist Guðnýju
ömmu, það var alltaf afskaplega
gaman að koma til ykkar og sjá
hvað lífið getur verið yndislegt, því
jákvæðara og umhyggjusamara
fólk er erfitt að finna.
Þrátt fyrir öll veikindi þín varst
þú alltaf bjartsýnn og hress. Það
var svo fyrir rúmum 2 árum að hún
Guðný okkar kvaddi og þar misstir
þú mikið og við vitum að hún og
amma taka vel á móti þér.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elsku afi, þín verður sárt saknað.
Guðný Björk, Kristín Dögg
og Andri Már.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku langafi. Þú varst alltaf svo
kátur og hress þegar þú komst í
mat til okkar.
Við erum mjög þakklát fyrir allar
þær einstöku stundir sem við feng-
um að njóta með þér og alla þá
mánudaga sem þú komst í mat til
okkar. Síðustu mánudagar hafa þó
verið mjög tómlegir þar sem enginn
langafi hefur komið í mat til okkar.
Það er okkur mjög minnisstætt
þegar við komum að heimsækja þig
á sjúkrahúsið, Júlíusi Gabríel
fannst mjög skrítið að sjá þig þarna
og það fyrsta sem hann sagði var,
afi, koma, nammi, namm, og átti þá
við að þú ættir að koma í mat til
okkar.
Það var gaman að sjá ánægjuna
sem skein í andlitinu á þér er þú
komst til okkar og Júlíus Gabríel
tók á móti þér í forstofunni. Hann
tók í höndina á þér, sagði komdu og
dró þig svo inn í herbergi að leika
við sig. Það var oft spurning hvor
ykkar hafði meira gaman af leikj-
unum sem þið voruð í.
Ég man alltaf þegar ég (Karen)
bakaði kökur og eitthvað gott
handa þér, þú varst alltaf svo glað-
ur þegar ég gaf þér það sem ég
hafði bakað. Það var líka alltaf
gaman að spila við þig, sérstaklega
man ég eftir körfuboltaspilinu þínu.
Við munum ávallt muna þínar bænir
og mildu brosin, hjartans afi minn,
og hvað sem okkur kaldur heimur rænir
þá kært við geymum minjagullin þín.
Hve oft við sátum alein út við glugga,
ef áttum við þess von að kæmir þú.
Með þér í för við eygðum engan skugga,
þú ávallt veittir gleði, von og trú.
Þótt dagar komi og æviárin líði
mun aldrei fenna þín í gengin spor,
og bros þín veita blessun lífs í stríði
og breyta vetrar nótt í sól og vor,
þótt aldrei framar ómi röddin kæra
og aldrei heyrist fótatakið þitt,
frá draumsins löndum líður ljósið skæra,
er ljóssins börn þér flytja lagið sitt.
Ó, hjartans afi, öll þín heitt við söknum
því enginn var eins góður á okkar braut.
Á angurs nótt og vonar morgni er vöknum
þá vakir andi þinn í gleði og þraut
og „gleim mér ei“ að þínu lága leiði
við leggjum hljótt og brosum gegnum tár,
sem maísól, er brosir blítt í heiði
þú blessar okkar stundir daga og ár.
(H.P.)
Við erum viss um að bæði Guðný
langamma og Guðrún langamma
taka vel á móti þér.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði, elsku Ari langafi.
Karen Júlía, Júlíus Gabríel
og litla ljós.
Elsku besti afi minn. Nú er kom-
ið að kveðjustund. Fyrstu minning-
ar mínar eru frá því þegar ég var
lítil stúlka, og bjó á neðri hæðinni í
stóra húsinu þínu í gilinu. Þá fékk
ég oft að fara með þér í fjárhúsin og
upp á tún.Afi var mjög barngóður,
hann laðaði að sér öll börn, hvort
sem það voru barnabörnin eða ein-
hver önnur börn. Hann var yfirleitt
hrókur alls fagnaðar á ættarmótum
í fjölskyldunni. Þar lék hann sér við
barnabörnin í fótbolta og í ýmsum
leikjum.
Það þótti barnabörnunum gam-
an. Elsku afi, það var alltaf gaman
að vera þar sem þú varst. Hvort
sem það var á ættarmótum, jóla-
boðum, afmælum eða heimsóknum.
Þú hafðir alltaf svo gaman af því.
Elsku afi, ég á svo margar minn-
ingar um þig, sem ég geymi á góð-
um stað í hjarta mínu.
Sofðu vært, sofðu rótt
hina síðustu nótt.
Burt úr þjáning og þraut
þú ert svifinn á braut.
Vakir vinur þér hjá,
hann mun vel fyrir sjá.
Sofðu vært, sofðu rótt
hina síðustu nótt.
Sofðu vært, sofðu rótt
hina síðustu nótt,
fyrir frelsara þinn
fer þú, vinurinn minn.
Vafinn kærleika, Krist
átt í komandi vist.
Sofðu vært, sofðu rótt,
hina síðustu nótt.
(Jón Sigurðss. frá Kaldaðarnesi.)
Takk fyrir allt.
Þín,
Anna Sigrún og fjölskylda.
Ari Steinberg Árnason
Fleiri minningargreinar um Ara
Steinberg Árnason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÞORSTEINN KRISTINSSON
endurskoðandi,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 12. desember.
Dagbjört Torfadóttir,
Helga Björk Þorsteinsdóttir, Kristinn Arnar Guðjónsson,
Hörður Þorsteinsson, Sigrún Sæmundsdóttir,
Kristinn Þorsteinsson, María Sverrisdóttir,
barnabörn og langafabarn.
✝
Sonur minn, bróðir okkar og vinur,
SIGURBERGUR ÞORBJÖRNSSON
(Kúddi),
til heimilis að Silfurbraut 2,
lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 5. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn
15. desember kl. 11.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Gjafa-
og minningasjóð Skjólgarðs.
Ágústa Vignisdóttir, bræður hins látna og fjölskyldur.