Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Lýstu eigin útliti
Ég er með sítt rauðljóst hár
en það lýsist reyndar á sumr-
in. Ég er meðalhá miðað við
aldur en er með frekar langar
hendur og fætur að eigin
mati. Er með ljósblá augu og
miklar freknur.
Hvaðan ertu?
Ég er nú víst bara úr gömlu
góðu Reykjavík.
Hvað finnst þér um íslenska
bíómenningu? (Spurt af síð-
asta aðalsmanni,
Kristínu Bergsdóttur söng-
konu)
Mér finnst íslensk bíómenning
alltaf að þróast og verða betri
og betri. Tæknin er líka alltaf
að verða flottari og fleiri val-
möguleikar eru í tæknibrell-
um. Þá held ég að áhugi á ís-
lenskri kvikmyndagerð og
leiklist hafi aukist á und-
anförnum árum.
Hvaða bók lastu síðast?
40 vikur, sem mér fannst
mjög góð. Hún var svona ekta
stelpubók.
Á hvaða plötu hlustar þú mest þessa dagana?
Ég hlusta á mjög fjölbreytta músík.
Hvað uppgötvaðir þú síðast um sjálfa þig?
Í kappáti á Reykjum (skólabúðunum) uppgötvaði ég að
ég get borðað mjög hratt … (en það er ekki hollt fyrir
mann, þannig að ég mæli ekki með því).
Áttu kærasta?
Nei, ekki ennþá.
Uppáhaldsstaður í miðbænum?
Vá, þeir eru svo margir en ef ég yrði að velja einn þá
myndi ég velja heimilið mitt og kannski bara líka eitt af
þessum sætu kaffihúsum niðri í bæ.
Hvað borðar þú á jólum og áramótum?
Það er enginn fastur réttur beint, en í ár borðum við
villibráð á jólunum og ég er ekki viss hvað verður í
matinn á áramótunum.
Hefurðu þóst vera veik til að
sleppa við vinnu eða skóla?
Hver hefur ekki gert það að
minnsta kosti einu sinni á æv-
inni?
Uppáhaldsleikari?
Veit um marga góða en bróðir
minn, Sveinn Þórir leikari, hef-
ur samt alltaf verið í uppáhaldi
hjá mér.
Uppáhaldsleikkona?
Það eru margar í uppáhaldi en
mér finnst Nicole Kidman mjög
fær.
Hvaða hlutverk í kvikmynda-
sögunni myndir þú vilja leika?
Ég held að ég myndi helst vilja
leika í rómantískri gamanmynd
sem gerist í kringum 1600-
1700.
Hvað ætlarðu að verða þegar
þú verður stærri?
Ég var löngu búin að ákveða að
verða leikkona.
Besti tónlistarmaður sög-
unnar?
Úff, þeir eru svo margir góðir
að erfitt er að velja.
Uppáhaldsfagið í skólanum?
Leiklist og list- og verkgreinar.
Í hvaða menntaskóla ætlarðu?
MR eða Kvennó (mér finnst reyndar að það eigi að
stofna nýjan skóla sem leggur mikinn metnað í listir).
Helstu áhugamál?
Leiklist, ballett, hestar og fleiri dýr, og bara að njóta
lífsins og skemmta mér með vinkonum mínum.
Hvaða kvikmynd eða sjónvarpsefni hefur haft mest
áhrif á þig?
Duggholufólkið … ég lék í henni og það hafði mikil
áhrif á líf mitt og það var mjög skemmtileg lífsreynsla.
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?
Hvað er besta leikrit/söngleikur sem þú hefur farið á
og af hverju?
ÞÓRDÍS HULDA
ÁRNADÓTTIR
AÐALSKONA VIKUNNAR ER 12 ÁRA REYKJAVÍK-
URMÆR SEM Á DÖGUNUM ÞREYTTI FRUMRAUN
SÍNA Á HVÍTA TJALDINU Í KVIKMYND ARA KRIST-
INSSONAR, DUGGHOLUFÓLKINU
Heimakær Aðalskonan á heimili sínu sem er einn
af hennar uppáhaldsstöðum.
Morgunblaðið/Frikki
LEIKARINN Johnny Depp er orð-
inn hundleiður á því að vera frægur
og á þá ósk heitasta að lifa rólegu lífi
fjarri skarkala heimsins. „Ég vil ekki
vera framleiðsluvara og vil helst af
öllu lifa fyrir utan þennan iðnað. Ég
er viss um að mér tekst það einn dag-
inn. Kannski þegar ég verð gamall og
fólk er komið með leiða á manni.“
Depp, sem á tvö börn með unnustu
sinni, frönsku söng- og leikkonunni
Vanessu Paradis, hefur ávallt reynt
að halda einkalífi sínu aðskildu frá
Hollywood og minnist oft orða Mar-
lons Brando sem lék með honum í
Don Juan de Marco en Brando sagði:
„Líf þitt er þitt eigið og kemur engum
öðrum við. Þú lifir því ekki öðrum til
skemmtunar.“ Depp er þessa dagana
að kynna myndina Sweeney Todd í
leikstjórn Tims Burton og þrátt fyrir
að hann taki að sér kynningarstarfið
segist hann ekki sækjast eftir slíku
sviðsljósi. „Ég hef engan áhuga á því
að taka þátt í þessum stjörnuleik sem
stundum er leikinn fyrir kynningar á
myndum, þar sem þessi byrjar með
hinum og annað þess háttar. Það á
einfaldlega ekki við mig.“
Fjarri skarkala heimsins
Reuters
Prívat Depp varðveitir einkalífið.
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
eftir Anton Tsjekhov
Leikstjórn og leikgerð: Baltasar Kormákur
Jólafrumsýning 26. desember
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
ÍVANOV
Gjafakort Þjóðleikhússins
fæst á www.leikhusid.is
og í miðasölu á Hverfisgötu
Gefum
góðar stundir
Salurinn
LAUGARDAG 12. JANÚAR 2008 KL. 17
TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR
HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT
SIGURÐAR INGVA SNORRASONAR.
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Miðaverð 2000/1600 kr.
MIÐASALAN ER OPIN VIRKA DAGA
FRÁ KL. 10 – 16 FRAM AÐ JÓLUM
SMELLTU Á NÝJU HEIMASÍÐUNA
WWW.SALURINN.IS OG SKOÐAÐU
FALLEGU GJAFAKORTIN
FRÁBÆR JÓLAGJÖF!
GLEÐILEG JÓL
ÞÖKKUM ÁNÆGJULEGAR
SAMVERUSTUNDIR Á ÁRINU
■ Á morgun kl. 14 og 17 uppselt á báða tónleikana
Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr
Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna.
Stúlkur úr Skólakór Kársness syngja jólalög í anddyrinu á undan
tónleikunum og Barbara verður á sveimi. Opnað hálftíma fyrir tón-
leikana. Hljómsveitarstjóri: Gary Berkson
■ Vínartónleikar
Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar
í ársbyrjun.
Fim. 3. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus,
fös. 4. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus og
lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, laus sæti.
■ Fim. 10. janúar kl. 20.30
Ungir einleikarar
Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is