Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 15 ERLENT BARN við skúlptúr í Minningarhöllinni um fórnarlömb fjöldamorðanna í Nanjing í Kína en á þessu ári eru liðin 70 ár frá atburðunum. Styrjöld var nýhafin milli Jap- ans og Kína, japanski herinn lagði borgina undir sig og næstu sex vikurnar gengu hermennirnir berserksgang, myrtu, limlestu og nauðguðu. Stjórnvöld í Kína reyndu að þessu sinni að draga nokkuð úr gagnrýni á Japana vegna málsins til að reyna að bæta sambúð ríkjanna. Kínverjar segja að um 300.000 manns hafi týnt lífi en japanskir sagnfræðingar álíta það nokkrar ýkjur. AP Minnst fjöldamorða í Nanjing Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR ríkja Evrópusam- bandsins undirrituðu í gær svo- nefndan Lissabon-sáttmála sem bú- ist er við að marki tímamót í starfsemi sambandsins, auðveldi því t.a.m. að taka ákvarðanir fyrr en verið hefur eftir að aðildarlöndunum fjölgaði í 27. Sáttmálinn á að koma í stað stjórnarskrársáttmála sem felldur var í þjóðaratkvæða- greiðslum í Frakklandi og Hollandi árið 2005. Í nýja sáttmálanum er m.a. gert ráð fyrir því að aðildarlöndin velji forseta ESB til allt að fimm ára í senn. Stofnað verður öflugt embætti sem á að fara með utanríkismál og hafa þúsundir erindreka í þjónustu sinni. Neitunarvald aðildarríkjanna verður afnumið í um 50 málaflokk- um, m.a. á sviði samstarfs í lög- reglu- og dómsmálum. Aðeins þarf meirihluta atkvæða til að taka ákvarðanir í þessum málaflokkum, en ekki einróma samþykki eins og verið hefur. Embættismönnum í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins verður fækkað úr 27 í átján og fulltrúum á Evrópuþinginu verður einnig fækkað. Atkvæðavægi aðild- arlandanna breytist og völd Evr- ópuþingsins aukast, það fær vald til að breyta eða hafna lagafrumvörp- um Evrópusambandsins. Ólíkt stjórnarskrársáttmálanum er ekki gert ráð fyrir því í nýja sátt- málanum að ESB taki upp fána eða þjóðsöng. Öll ríki ESB þurfa að staðfesta sáttmálann til að hann geti tekið gildi. Hann verður borinn undir þjóðaratkvæði í aðeins einu ESB- ríki, Írlandi. Stefnt er að því að þjóðþing hinna landanna staðfesti hann á næsta ári þannig að hann geti tekið gildi ekki síðar en 1. jan- úar 2009. Ritað undir tíma- mótasáttmála Gagnrýnt að sáttmáli ESB skuli aðeins borinn undir þjóðaratkvæði á Írlandi Í HNOTSKURN » Andstæðingar aukins sam-runa ESB-ríkjanna hafa mót- mælt því að sáttmálinn skuli ekki borinn undir þjóðaratkvæði í fleiri löndum en Írlandi. » Búist er við að hart verðideilt um sáttmálann á þjóð- þingum Bretlands, Hollands og Danmerkur. Gordon Brown, for- sætisráðherra Breta, var ekki viðstaddur þegar hinir leiðtog- arnir undirrituðu sáttmálann, bar við önnum á þingi, en undir- ritaði hann síðar um daginn. VÍSINDAMENN við Kaliforníuhá- skóla hafa uppgötvað efnafræðileg- an rofa sem stjórnar genetísku gangverki er aftur stýrir líkams- klukkunni svonefndu sem innbyggð er í allt fólk. Um er að ræða flókið ferli en aðeins ein amínósýra, þ. e. grunneining prótíns, stjórnar ferl- inu, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC. Rannsóknaniðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature. Paolo Sassone-Corsi prófessor, sem stýrði rannsókninni, segir að þar sem um svo nákvæma rofa- virkni sé að ræða þá virðist sem svo að hún hafi áhrif á efnasambönd sem aftur geti stjórnað svefnvenj- um fólks og öðru sem rofinn hefur áhrif á. „Það er ávallt ótrúlegt að fylgjast með því hversu nákvæm sameinda- stjórnunin í líffræði er,“ segir hann. Líkamsklukkan er afar næm, hún sér um að stjórna miklu af starfssemi líkamans, þ. á m. svefn- mynstri og efnaskiptum. Vísinda- menn hafa lengi vitað að til væri stjórnunartæki af þessu tagi en klukkan áðurnefnda veldur því að svefnrytmi fylgir mjög dægur- sveiflum. Alþekkt er að sumir sem þurfa að vinna á nóttinni finna fyrir jafnt andlegum sem líkamlegum óþæg- indum af því að raska rytmanum. Flugfarþegar sem fara milli aust- urs og vesturs þurfa einnig tíma til að jafna sig og laga sig að öðru tímabelti. Talið er að klukkan stýri um 15% af öllum genum líkamans. Það get- ur haft mikil áhrif á heilsu manna verði klukkan fyrir truflun. Svefn- leysi, þunglyndi, hjartasjúkdómar, ýmis krabbamein og taugahrörnun er á meðal þess sem talið er að tengist röskuninni. Alls hafa verið skilgreindar 89 gerðir af svefntrufl- unum og er meðal annars vonast til að niðurstöðurnar leiði til þess hægt verði að búa til betri svefnlyf og laga meðhöndlun að hverjum sjúklingi. Líkamsklukkurof- inn uppgötvaður Ottawa. AFP. | Honum var illa brugðið, Kanadamanninum sem fékk farsímareikning upp á sem svarar fimm milljónum króna, að sögn kanadískra fjölmiðla í gær. Maðurinn hafði notað farsímann sinn sem mótald fyrir tölvuna sína í þeirri trú að allt niðurhal væri inni- falið í fasta áskriftargjaldinu, sem var sem svarar 9.000 krónum á mánuði. Annað kom þó á daginn. Hann hafði hlaðið niður háskerpukvik- myndum og öðrum stórum skjölum, og fyrir það allt saman rukkaði símafyrirtækið, Bell Mobility, aukalega. „Ég vissi ekki hvað ég átti að halda. Ég hélt að þetta væru mis- tök,“ sagði Kanadamaðurinn, Piotr Staniaszek, 22 ára starfsmaður olíuvinnslufyrirtækis í vesturhluta Kanada. „Ég sagði þeim að ég hefði ekki vitað að ég yrði rukkaður fyr- ir að tengja símann minn við tölv- una.“ Talsmaður símafyrirtækisins sagði að það hefði ákveðið að lækka reikning mannsins í sem svarar tæpum 200.000 krónum. Staniaszek kveðst engu að síður ætla að reyna að fá skuldina niður- fellda á þeim forsendum að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar um að rukkað yrði aukalega fyrir niðurhal í tölvuna. Fékk fimm milljóna kr. farsímareikning Fallegar barnasokkabuxur, leggings og sokkar á káta krakka fyrir jólin. Fæst í flestum apótekum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.