Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 31 Hjalti Hugason, guðfræðiprófessor, ritar grein í Morgunblaðinu þann 11. desember um jákvætt og nei- kvætt trúfrelsi. Prófessornum fatast illilega flugið með þeirri staðhæfingu sinni að trúarlegir minnihlutahópar krefjist neikvæðs trúfrelsi í merkingunni að þrengja trúfrelsisákvæði stjórnarskrár- innar. Nú talar Hjalti reyndar svo- lítið loðið þar sem hann tilgreinir ekki um hvaða trúarhóp er að ræða, en ég álykta að um sé að ræða Siðmennt, en að auki felur Hjalti umræðuna undir orðinu trú- félag sem Siðmennt er að sjálf- sögðu ekki. Eina umræðan sem hefur verið í gangi undanfarið er hinsvegar krafa Siðmenntar um að kirkjan láti af trúboði sínu í skólum. Hjalti virðist ganga út frá því, ásamt megninu af starfsliði kirkjunnar, að trúboð sé hluti af rétti manna til að iðka trú sína og þar verður hon- um/þeim á alvarleg mistök. Trú- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar virkar nefnilega í báðar áttir þ. e. tryggir rétt allra til þess að iðka trú eða lífsskoðun sína. Samkvæmt túlkunum og dómum í slíkum mál- um er rétturinn til þess að vera án trúar jafn mikilvægur og jafn rétt- hár. Siðmennt gagnrýnir starf trú- félaga í skólum og telur að þar sé gengið á rétt foreldra og barna þeirra til þess að hafa eigin lífs- skoðun og að hún sé virt. Skólar eru veraldlegar stofnanir fyrir alla – ekki aðeins þá sem aðhyllast kristna trú. Að kirkjan geti ekki viðurkennt þá einföldu staðreynd að trúboð hennar gangi gegn sjálf- sögðum mannréttindum annarra er með öllu óskiljanlegt, en kirkjan fetar svipaðar slóðir og í öðrum málum er varða mannréttindi. Það er ekki verið að krefjast þrenginga á trúfrelsi heldur þvert á móti krafa um að virtur sé réttur mis- munandi lífsskoðunarhópa til að senda börn sín í opinbera skóla án þess að verða fyrir boðun annarra lífsskoðana. Annar misskilningur kemur fram í grein Hjalta er hann grípur til röksemdafærslunnar sem alltaf er notuð af kirkjunnar mönnum en það eru rökin „að allur þorri þjóð- arinnar tilheyrir evangelísk- lútherskum kirkjum.“ Sú röksemd er löngu hrakin, m.a. af eigin könn- un kirkjunnar sem framkvæmd var árið 2004 en þar kemur í ljós að þrátt fyrir að flestir séu skráðir í trúfélög játar tæplega helmingur kristna trú og 1/5 hluti segist „ekki trúaður“. Sá háttur sem viðhafður er við skráningu barna í trúfélög er náttúrulega gagnrýnisverður útfrá trúfrelsishugtakinu en þar er um að ræða skráningu í trúfélag móður við fæðingu barns. BJARNI JÓNSSON, varaformaður Siðmenntar. Rangtúlkanir guðfræðiprófessors Frá Bjarna Jónssyni Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG er sekur um það að hafa lesið óhóflega mikið af svokölluðum sjálfshjálparbókum í gegnum tíð- ina. Margar þeirra hafa hjálpað mér veru- lega mikið en aðrar hafa varla verið papp- írsins virði. Ég vil ítreka það sem ég hef áður tjáð í fjölmiðlum, að mér þykir orðið sjálfshjálp yfirleitt misnotað í niðrandi merkingu og eiga frek- ar við það sem ég kalla lélega sjálfshjálp. Góð sjálfshjálp er í raun allt sem getur hjálpað okkur að gera eitthvað sem við gátum ekki gert áður eða gera eitthvað betur sem við gátum gert. Lestur minn í gegnum tíðina hefur afhjúpað ákveðið mynstur sem skilur á milli góðrar sjálfs- hjálpar og lélegrar. Hér á eftir fylgja nokkur dæmi lykilhug- myndir sem skilja á milli. Góð sjálfshjálp gerir ráð fyrir því að góðir hluti geti tekið tíma og leggur áherslu á varanlegar lífs- stílsbreytingar frekar en skjót- fengnar lausnir. Léleg sjálfshjálp lofar yfirleitt miklu fyrir lítið, t.d. „grenntu þig á 4 vikum án áreynslu“, „sittu heima í sófa og óskaðu þér peninga og þeir koma án áreynslu“ o.s.frv. Góð sjálfshjálp leggur áherslu á heildrænar persónulegar hug- arfarsbreytingar og hvetur fólk til að nýta hæfileika sína betur. Léleg sjálfshjálp leggur áherslu á útvortis breytingar, s.s. „þér líður betur þegar að þú eignast meira (hús, bíla, föt) eða þegar þú lítur bet- ur út“. Góð sjálfshjálp hvet- ur til einstaklingsá- byrgðar og hvetur fólk til að ná betri stjórn eigin hugsunum, orð- um og athöfnum. Léleg sjálfshjálp hvetur til sjálfhverfu og eigingirni. Hún byggist oft á því að höfða til lægstu hvata einstaklings- ins (græðgi, kynhvatar og valdabar- áttu) – en samt á „jákvæðan“ máta – oft í nokkuð góðum dulbúningi. Góð sjálfshjálp hvetur ein- staklinginn til að styrkja sjálfan sig svo að hann geti orðið sterkari hluti af samfélaginu og látið meira gott af sér leiða. Léleg sjálfshjálp er einstreng- ingsleg, „þetta er besta (eina) leið- in“. Góð sjálfshjálp kennir aðgengi- legar hugmyndir og aðferðir. Hún er byggð á bestu fáanlegum upplýs- ingum hverju sinni, reynslusögum og dæmum. Lélegir sjálfshjálp er öfgakennd – ofureinfaldar ýmist eða gerir hlut- ina óþarflega flókna. Góð sjálfshjálp byggist á al- mennri skynsemi og hinum gullna meðalvegi. Hugmyndir eru settar í búning sem gerir lesandanum eða áheyrandanum auðveldara að koma þeim í framkvæmd. Síðastliðin tíu ár hef ég séð marg- ar bólur í sjálfshjálpargeiranum sem eiga eitt sameiginlegt – þær hafa allar sprungið. Sjálfur hef ég meiri áhuga á hugmyndum sem lifa. Mín skoðun er vissulega lituð þar sem ég hef skrifað bækur og haldið námskeið í ofangreindum geira – en vonandi nýtist þetta stutta en ófull- komna yfirlit einhverjum sem vill nýta tíma sinn betur, öðlast betri dómgreind og lesa góða og upp- byggilega sjálfshjálp. Góð eða léleg sjálfshjálp? Guðjón Bergmann skrifar um sjálfshjálp Guðjón Bergmann » Lestur minn ígegnum tíðina hefur afhjúpað ákveðið mynstur sem skilur á milli góðrar sjálfs- hjálpar og lélegr- ar. Höfundur er rithöfundur, fyrirlesari og jógakennari, höfundur bókarinnar Þú ert það sem þú hugsar. og hér líður fjölskyldunni vel“ www.austurat.is „Fengum vinnu við okkar hæfi Þvottavél verð frá kr.: 99.900 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þvottavél W1714 172.286 128.464 1400sn/mín/6 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.