Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.12.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Barnakerra fannst BARNAKERRA með gærupoka í lá á miðri Hringbrautinni nærri Land- spítala rétt eftir kl. 15 á miðviku- daginn 12. desember sl. Henni var kippt upp í bíl svo ekki yrði ekið yfir hana. Samkvæmt merkjum á henni hefur hún farið um flugvöllinn í Amsterdam og flogið með Luft- hansa. Uppl. í síma 893 3903. Skreyttar leiðisgreinar týnd- ust Í ÓVEÐRINU 10. desember sl. vildi svo óheppilega til að skreyttar leiðisgreinar fuku af svölum móður minnar í Hamraborg 18, Kópavogi. Greinar þessar áttu að fara á leið- ið hans pabba sem lést í sumar. Þær voru í fjórum svörtum pokum og eins og fyrr segir var búið að skreyta þær fallega og missirinn því mikill. Ef svo heppilega vill til að einhver hefur orðið var við þessar skreytingar þá þætti mér ákaflega vænt um ef sá hinn sami myndi hafa samband í síma 8245315 . Gerum vel við dýrin MÁNUDAGINN 10. desember birtist í Fréttablaðinu viðtal við fólk sem hafði gefið kisunni sinni Ronju annað tækifæri. Þetta góða fólk borgaði dýra aflimunaraðgerð á kisu sinni svo hún gæti lifað lífinu áfram þrífætt og glöð. Okkur Tuma langar til að þakka þessu fólki fyrir að sýna svo gott fordæmi. Dýr eru lifandi verur og eiga skilið tækifæri til góðs lífs. Þau eru ekki „hlutur“ sem hægt er að skipta út með litlum fyrirvara. Einnig viljum við biðja fólk um að gleyma ekki dýrunum sínum í jóla- gleðinni heldur leyfa þeim að taka þátt og verja þau fyrir öllum lát- unum á gamlárskvöld. Kolbrún Ýr og kötturinn Tumi. Íbúalýðræði vanvirt – óhæfuverk í skjóli myrkurs VEIT borgarstjóri ekki hvað verk- takar gera? Verktakar undirbúa að því er virðist landfyllingu við Ána- naust án leyfis – eða hvað? Margra milljóna króna vegur hefur verið lagður meðfram ströndinni – án leyfis eða hvað? Hvers vegna er ver- ið að leggja þennan veg ef ekki á að fara í frekari framkvæmdir? Hér hefur engin grenndarkynning farið fram og engin samþykkt frá um- hverfisráði liggur fyrir, okkur vit- andi. Íbúar hússins við Vesturgötu hringdu í Borgarskipulag og fengu þær upplýsingar sí ofan í æ að verið væri að leggja nýjan göngustíg. Þessar upplýsingar reyndust rang- ar eins og fyrr segir því hér er um veg fyrir þungaflutninga að ræða. Hvernig stendur á því að lagt er í svo dýra framkvæmd? Er búið að fá leyfi fyrir landfyllingu bak við tjöld- in? Helga Pálsdóttir. FÁTT jafnast á við hressandi göngutúr sér til heilsubótar. Þó vetur sé úti og landið okkar kalt, er um að gera að klæða sig vel og arka af stað – og ekki er verra að ganga með sjávarsíðunni og fá hressandi hafgoluna í andlitið. Morgunblaðið/Kristinn Gengið um götur Reykjavíkur sér til yndisauka Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, HVAÐ FINNST ÞÉR UM LÍSU? FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ HALDA HENNI? LÁTUM OKKUR SJÁ... HÚN ER FYNDNARI EN ÞÚ, FALLEGRI, AUK ÞESS SEM HÚN ER BETRI AÐ ELDA... ÉG MUNDI HALDA HENNI... EN ÉG VEIT EKKI ALVEG UM ÞIG... VOFF! VOFF! HANN BÍTUR EKKI SNOOPY ER GÓÐUR HUNDUR ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÉG ÆTLI AÐ VERA ÞAÐ MIKIÐ LENGUR HVERNIG VEISTU ÞAÐ, KALLI? MÁ ÉG FARA FRÁ BORÐINU? EN ÞÚ KLÁRAÐIR EKKI MATINN ÞINN SJÓNVARP- INU OKKAR VAR STOLIÐ MÉR FANNST HANN EKKI GÓÐUR... OG MIG LANGAR TIL AÐ HORFA Á ÞÁTT SEM ER Í SJÓN... ÆTLI ÉG BORÐI ÞÁ EKKI BARA MATINN MINN, LÆRI HEIMA OG FARI SÍÐAN BEINT AÐ SOFA... ÞAÐ ER FRÁBÆRT HVERNIG ÞÚ FORGANGS- RAÐAR SMAKKAÐU ÞETTA... OF MIKILL PIPAR? ÞÓ AÐ ÞEIR VILJI ÞIG EKKI AFTUR Í HERINN ÞÁ GETUR ÞÚ ALVEG FUNDIÐ ÞÉR AÐRA VINNU SJÁÐU, LALLI! ÞARNA ER SKILTIÐ. VIÐ ERUM KOMIN ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ FÁ AÐ FAÐMA HANN! ÞAÐ ER ERFITT AÐ FÁ EKKI AÐ SJÁ BARNIÐ SITT Í TVÆR VIKUR! KALLI! MAMMA ER KOMIN! NEEEIII!! ÞETTA ER ERFIÐASTI HLUTINN ÁTTU VIÐ AÐ EINHVER HAFI REYNT AÐ DREPA MIG? ÉG ER HRÆDDUR UM ÞAÐ EN NÚ ER KOMIÐ NÝTT VANDAMÁL... FYRST ÞEIR SÁU MIG SKOÐA VALSLÖNGVUNA... ...GÆTI ÞAÐ VERIÐ AÐ KÓNGULÓARMAÐUR- INN HAFIR REYNT AÐ DREPA M.J. PARKER? BINGÓ! dagbók|velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.